Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR I I > Mannbjörg þegar trillan Margrét fylltist af sjó og sökk við Rif Enginn svaraði í hálf- tíma á neyðarrásinni SMABATURINN Margrét SH 169 frá Rifi fylltist af sjó skammt út af Rifi um hádegið i gær. Mönnunum tveimur sem voru um borð var bjarg- að þurrum fótum í Geysi SH en Margrét sökk þegar reynt var að draga hana til hafnar. Skipstjórinn segist hafa kallað eftir aðstoð, með- al annars á neyðarrásinni, í tæpan hálftíma áður en til hans heyrðist. „Það var leiðindaveður og við fengum nokkra skelli á okkur. Við vorum að leggja og fórum svo í byijunarbaujuna og ætluðum að draga vesturúr. Það virtist allt vera í iagi. Eftir að við vorum búnir að vera á baujuvaktinni í tvo tíma byrj- aði ég að toga í línuna en þá sér karlinn að það er kominn sjór frammí. Ég aðgætti lensidæluna og sá að hún lensaði ekki eðlilega. Þá Þorsteinn Pálsson Farið verði að tillög- um fiski- fræðinga ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði á fundi sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til um sjávarútvegsmál í Garði í gærkvöldi, að kominn væri tími til að fara að ráðleggingum fiskifræðinga um aflamark. Þorsteinn sagði að sér þætti það verst á síðustu fjórum árum sínum sem sjávarútvegsráð- herra að hafa ekki haft stuðn- ing til þess að fara að tillögum fiskifræðinga. Veitt hefði verið 30% umfram ráðleggingar síð- astliðin tíu ár og það hefði skil- að þeirri niðurstöðu, að þorsk- stofninn væri í sögulegu lág- marki og atvinnutækifærum hefði fækkað. Þorsteinn segir þann tíma runninn upp að farið verði ná- kvæmlega að tillögum fiski- fræðinga. Þetta séu ekki ná- kvæm vísindi en sú besta þekk- irig sem við höfum. Securitas hækkar taxta um 6,4-7,7,5% SECURITAS hf. hefur ákveðið að hækka taxta vegna öryggis- gæslu og ræstingaþjónustu fyr- irtækisins í kjölfar launa- hækkana í nýgerðum kjara- samningum. Hækkanimar hafa þegar tekið gildi og sam- kvæmt upplýsingum Hannesar Guðmundssonar, fram- kvæiridastjóra Securitas hf., hækkar öryggisgæslutaxti um 6,4% en ræstingataxtinn um 7,75%. „Þetta eru ekki að öllu leyti þær hækkanir sem um var samið í kjarasamningunum, þeim hækkunum sem komu út úr sérkjarasamningum er ekki velt út í verðlagið. Ræstinga- fólk virðist hafa fengið einna mestar hækkanir í samningun- um og við getum ekki tekið þær á okkur því að í rauninni eru laun uppistaðan í þeirri þjón- ustu sem við seljum út. Við eigum engra annarra kosta völ. Okkar taxtar hafa ekki hækkað frá því í maí 1992,“ sagði Hannes. ætlaði ég bara að keyra í land en báturinn fylltist fljótt af sjó,“ segir Kristján Þórisson skipstjóri. Með honum var faðir hans, Þórir Kristjánsson. Þurrum fótum um borð Kristjáni gekk erfiðlega að fá hjálp. Segist hann hafa kallað í tal^s stöðina, bæði á neyðarrásinni og almennum rásum, án þess að fá svar. Segist hann þá hafa talið að eitthvað væri að talstöðinni og reynt að hringja í Rifshöfn en þar hefði heldur ekki svarað. Þegar hann hafi verið búinn að reyna í nærri hálfa klukkustund hafi skipstjórinn á Geysi SH svarað en hann var um sex mílur í burtu. Segir Kristján hugsanlegt að eitt- hvað hafi verið að stöðinni en sér þætti það undarlegt því hún hafi verið í fínu lagi undanfarna daga og svo hefði Haukur á Geysi heyrt vel í henni. „Ég heyrði í honum í stöðinni og keyrði í loftinu til hans,“ segir Hauk- ur Randversson á Geysi. Gekk vel að taka feðgana um borð. Þá var kominn sjór upp undir sæti í stýris- húsinu. Kristján segist þó ekki hafa verið í teljandi hættu, björgunarbát- urinn hafí verið tilbúinn auk þess sem báturinn hafi ekki sokkið fyrr en Auðbjörgin var búin að draga hann um tíma. Það gerðist þannig að togið slitn- aði og var þá fest í stýrishúsið en Kristján segir að með því móti hefði báturinn verið dreginn á kaf. Geysir skilaði Kristjáni og Þóri síðan inn Morgunblaðið/Alfons Finnsson KRISTJÁN Þórisson. til Rifshafnar þar sem þeir fóru í skýrslutöku hjá lögreglunni. Margrét var 3,6 lesta frambyggð- ur trébátur í eigu konu Kristjáns. Þvottadagur Morgunblaðið/Kristinn LEYSINGATÍÐ getur reynt á samviskusama bíleigendur. Vart hefur verið skolað af renni- reiðinni þegar aftur þarf að taka til hendinni eða halda á næstu bílaþvottastöð. Svo hefur líka yfírleitt fryst fljótlega aftur þannig að það hefur varia tekið því að þvo bílinn! Snarpir skjálftar TVEIR snarpir jarðskjálfta- kippir urðu í Olfusi um miðjan dag í gær. Stærri skjálftinn reið yfir klukkan 14.35 og mældist hann 3,2 stig á Richter og um kl. 15 kom svo annar kippur af svipaðri stærðar- gráðu. \ I kjölfarið kom fram smá- skjálftahrina á mælum, sem var ekki lokið í gærkvöldi, sam- kvæmt upplýsingum Gunnars Guðmundssonar jarðeðlisfræð- ings á Veðurstofu íslands. Upptök stóru skjálftanna voru skammt norðan við Hjalla- hverfi í Ölfusi, suðaustan við Skálafell. Gunnar sagði að ekki hefði orðið vart við skjálfta á þessum stað áður í þeirri skjálftahrinu sem staðið hefur yfir undanfarnar tvær vikur skammt frá Hveragerði. Fundur í Hveragerði um Suðurlandsskjálfta í gærkvöldi var haldinn op- inn fundur um Suðurlands- skjálfta og hugsanlegar afleið- ingar hans í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Meðal frummælenda voru Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, og Karl Björnsson, bæjarstjóri og for- maður almannavamanefndar Selfoss og nágrennis. Menningarborg- Evrópu Sott verði um fyrir Reykjavík RÍKISSTJÓRNIN hefur að til- lögu menntamálaráðherra sam- þykkt að send verði inn umsókn um að Reykjavík verði útnefnd menningarborg Evrópu árið 2000. Þegar liggur fyrir að Kaup- mannahöfn verður menningar- borg Evrópu árið 1996 og Stokkhólmur árið 1998. Vitað er að sótt hefur verið um að tvær aðrar norrænar borgir, Björgvin og Helsinki, fái útnefninguna menningarborg Evrópu árið 2000. Umsóknar- frestur rennur út 30. júní árið 1995. Vestfjarðaaðstoð til Bolungarvíkur óafgreidd Vafamál hvort skuldbreyt- mg fæst í Byggðastofnun STARFSHÓPUR um aðstoð sam- kvæmt Vestfjarðaáætlun frestaði fundi sínum í gær en þá var fyrir- hugað að afgreiða lánsumsókn Bakka hf. í Hnífsdal vegna Ósvarar í Bolungarvík. Málið er tilbúið til afgreiðslu en einn nefndarmaður var veðurtepptur úti á landi. For- stjó'ri Byggðastofnunar telur ekki mögulegt að verða við óskum Boi- víkinga um breytingu skulda Bol- ungarvíkurkaupstaðar við stofnun- ina. Bakki hf. mun kaupa meirihluta hlutafjár í Ósvör hf. og eignir Þuríð- ar hf. að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Meðal annars er gengið út frá því að Byggðastofnun samþykki að breyta 75 milljóna kr. lánum Bolungarvíkurkaupstaðar í víkjandi lán og yfirtöku Ósvarar á þeim en þessi lán tók bærinn aðallega vegna hlutafjárframlags í Ósvör á sínum tíma. Einnig að gerðar verði fleiri breytingar á lánskjörum þessara lána. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að stofnun- in hafi ekkert erindi fengið um þetta mál og því hafi það ekki verið tek- ið fyrir á stjórnarfundi sem haldinn var í gær. Hann segir það sína skoðun að ekki sé hægt að verða. við þessari beiðni. Stofnunin eigi 700 milljónir inni hjá sveitarfélögunum og myndi þetta gefa hættulegt fordæmi. Þá myndi breyting á skuld í víkjandi lán og breyting á skuldara kalla á mikið framlag í afskriftasjóð og hefði stofnunin ekki efni á því í ár. Varla afgreitt fyrir kosningar Fundur Byggðastofnunar í gær var boðaður til að staðfesta endan- legar tillögur starfshóps um Vest- fjarðaáætlun. Starfshópurinn hefur hins vegar ekki lokið störfum og segir Guðmundur Malmquist að úr þessu kæmi stjórn Byggðastofnun- ar varla saman fyrir kosningar. Víkjandi lán hafa verið veitt til fjögurra fyrirtækjahópa, alls að fjárhæð 123 milljónir kr. af þeim 300 milljónum sem veija á til Vest- fjarða. Kambur á Flateyri hefur fengið 50 milljónir vegna sameiningar við Hjálm, rækjuverksmiðjan Ritur á Isafirði 20 milljónir vegna samein- ingar Niðursuðuverksmiðjunnar og Rækjustöðvarinnar, Hólmadrangur á Hólmavík 30 milljónir vegna sam- einingar við hraðfrystihúsin á Hólmavík og Drangsnesi og Freyja á Suðureyri 23 milljónir vegna sam- yinnu við Norðurtangann hf. á Isafirði og Frosta hf. í Súðavík Að sögn Eyjólfs Sveinssonar, formanns starfshópsins, hafa 15 milljónir af ráðstöfunarfé hans far- ið til nýsköpunar í atvinnulífí á Vestfjörðum og 5 milljónir í beina rekstrarráðgjöf. Eru þá eftir um 157 milljónir kr. Ekki eru gefnar upplýsingar um óafgreiddar um- sóknir. Birst hafa upplýsingar um fjórar umsóknir sem nefndin hefur ekki afgreitt frá sér.. Stefnt er að af- greiðslu Bolungarvíkurmála síðar í vikunni. Önnur mál eru umsókn íshúsfélags ísfírðinga, Rits og Togaraútgerðar ísafjarðar vegna sameiningar þessara fyrirtækja sem unnið er að, umsókn vegna samem- ingar Hraðfrystihúss Tálknafjarðar og Háaness á Patreksfirði og hugs- anlega fleiri fyrirtækja og umsókn Kópavíkur og Þórsbergs á fálkna- \ X i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.