Morgunblaðið - 15.03.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nemendur bíða í óvissu eftir að verkfalli kennara ljúki
Morgunblaðið/Kristinn
HULDA Björk Jóhannsdóttír (t.v.), Vilborg Edda Torfadóttir og Katrín María BJÖRN Gíslason sagðist vera orðinn
Guðmundsdóttir stefna að því að taka stúdentspróf frá Verslunarskólanum í vor. nyög þreyttur á verkfallinu.
„Við eigum þetta
alls ekki skilið“
SNORRI Jakobsson (t.v.) og Kristinn Freyr Haraldsson, nem-
endur í MR, hafa mætt með námsbækurnar í skólann nær
daglega síðan verkfallið hófst.
„ÓVISSAN er erfiðust. Við
erum í lausu lofti með allt
okkar nám. Engin svör fást við
spurningum um hvernig verð-
ur tekið á málum að verkfalli
loknu,“ sagði Kristinn Freyr
Haraldsson, nemi í 5. bekk MR.
Hann sagðist vera orðinn mjög
þreyttur á verkfalli kennara.
Kristinn Freyr og félagar
hans í 5. bekk, Snorri Jakobs-
son og Björn Gíslason, voru
að lesa námsbækur í lestrarsal
Menntaskólans í Reykjavík í
gær þegar Morgunblaðið bar
að garði. Þeir njóta kennslu í
íslensku í verkfallinu fjóra
daga í viku, en íslenskukennar-
inn er í Félagi háskólakennara
og því ekki í verkfalli.
Björn sagði nyög gott að fá
kennslu í íslensku í verkfall-
inu. Það hjálpaði sér við að
einbeita sér að náminu. Hann
sagðist hafa tekið mark á yfir-
lýsingu Guðna Guðmundsson-
ar rektors um að líta bæri á
verkfallið sem langt upplestr-
arfrí og hafa mætt á hverjum
degi í MR til að lesa.
Vondaufir um lausn
verkfallsins
Snorri sagðist reyna að
fylgja námsáætlun við upplest-
urinn. Það væri hins vegar
erfiðara í sumum greinum en
öðrum. Það væri mjög erfitt í
raungreinum. Þar væri leið-
sögn kennara nauðsynleg til
að gagn væri að heimanámi.
Snorri og Kristinn sögðust
hafa gert sér vonir um að verk-
fallið yrði stutt, jafnvel að það
myndi leysast um fyrstu verk-
fallshelgina. Þeir sögðust vera
orðnir vondaufari um að lausn
væri í sjónmáli. „Ef þetta leys-
ist ekki nú um helgina finnst
mér líklegt að verkfallið standi
fram yfir kosningar," sagði
Kristinn.
Snorri sagði að ef verkfallið
leystist ekki á allra næstu dög-
um færi hann að svipast um
eftir vinnu. Hann sagði að
óvissan um lok verkfallsins
gæti átt eftir að valda nemend-
um erfiðleikum í sambandi við
möguleika þeirra við að fá
vinnu í sumar. Rætt væri um
að kenna í sumar og hann
sagði því erfitt fyrir nemendur
að svara vinnuveitendum um
hvenær þeir gætu hafið vinnu
í sumar.
Hulda Björk Jóhannsdóttir,
Vilborg Edda Torfadóttir og
Katrín María Guðmundsdóttir,
nemendur á lokaári í Versl-
unarskólanum, sögðu að verk-
fallið kæmi mjög illa við nem-
endur sem stefndu að því að
(júka stúdentsprófi í vor.
„Finnst við ekki
eiga þetta skilið“
Þær sögðu ljóst að ekki
væri hægt að leggja sömu próf
fyrir stúdentsefni í vor og í
fyrravor, a.m.k. ekki í öllum
greinum, vegna þess að
kennslutíminn væri ekki sam-
bærilegur og möguleikar nem-
enda til að fara yfir námsefnið
því ekki þeir sömu. Það væri
hins vegar ekki gott að þurfa
að sætta sig við að taka stúd-
entspróf sem væri ekki sam-
bærilegt við stúdentspróf ann-
arra stúdenta.
„Mér finnst við ekki eiga
þetta skilið. Við vildum auðvit-
að vera í stöðu til að geta tek-
ið sams konar stúdentspróf og
aðrir,“ sagði Katrín María.
Nemendur fá
engin svör
Hulda Björk sagði að nem-
endur fengju engin svör um
hvernig yrði tekið á málum að
verkfalli loknu. Hún sagðist
þó allt eins eiga von á að kennt
yrði á laugardögum og að
páskafríið yrði stytt, þ.e.a.s.
ef verkfallið leystist fyrir
páska. Hún sagði að vissir erf-
iðleikar væru því samfara að
kenna Iengur fram á sumarið.
Það rækist á við áætlanir nem-
enda um sumarvinnu og fleira.
Útskriftarnemar í Versl-
unarskólanum ætluðu sér t.d.
að fara í útskriftarferð 30.
maí. Búið væri að borga ferð-
ina og því væri erfitt að hætta
við hana eða fresta henni.
Vilborg Edda sagðist vera
ákveðin í því að fara í nám
erlendis næsta vetur. Hún sagð-
ist þegar vera búin að festa sér
íbúð úti. Breyting á áformum
um að ljúka stúdentsprófi í vor
kæmu sér því afar illa.
Hulda, Vilborg og Katrín
sögðust lesa námsbækur í
verkfallinu eftir því sem hægt
væri. Þær sögðu að kennarar
hefðu afhent nemendum
námsáætlanir áður en verk-
fallið hófst. í upplestrinum
reyndu þær að fara eftir þeim.
Katrín sagði að í sumum náms-
greinum væri hins vegar nán-
ast útilokað að læra án aðstoð-
ar frá kennurum, t.d. í stærð-
fræði, latinu og bókhaldi.
Utanríkisráðherra hitti formenn kennarafélaganna
Svigrúm ríkisins er takmarkað
„KENNURUM er ljóst að fulltrú-
um stjórnvalda eru takmörk sett.
í almennum kjarasamningum eru
opnunarákvæði ef aðrir fá kjara-
bætur umfram það,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, en hann átti í
gær og fyrradag viðræður við
formenn kennarafélaganna um
stöðuna í kennaradeilunni.
Hann sagðist gera sér vonir
um að hreyfing kæmist á viðræð-
urnar á næstunni, en tók fram
að hann vildi ekki vekja upp
falskar vonir um skjóta lausn
deilunnar.
„Þetta voru gagnlegir fundir.
Ég skil betur jieirra sjónarmið
eftir en áður. Eg vil hins vegar
taka það fram að ég er ekki að
vekja upp falskar væntingar. Ég
hef ekki tekið upp sáttasemjara-
hlutverk.
Ég tel aftur á móti eðlilegt
þegar þessi deila hefur staðið
svona lengi, að formaður Alþýðu-
flokksins og annar oddvitinn í
stjórnarsamstarfínu leiti eftir
upplýsandi samtölum og skoði
málin frá báðum hliðum. Þetta
er fyrst og fremst tilraun mín til
að kanna málið betur með milli-
liðalausum samtölum við kenn-
ara,“ sagði Jón Baldvin.
Ráðherrar ræddu
málið í gær
Jón Baldvin sagði að hann
væri ekki með þessum fundum
að taka málið úr höndum fjár-
málaráðherra og menntamála-
ráðherra. Hann sagðist hins veg-
ar hafa átt viðræður við þá báða
fyrir og eftir fundina.
„Það á eftir að koma í ljós
hvort þetta var gagnlegur fund-
ur,“ sagði Eiríkur Jónsson, for-
maður KÍ, þegár hann var spurð-
ur hvort fundurinn með Jóni
Baldvin hefði verið gagnlegur.
Hann sagði að fundurinn hefði
fyrst og fremst verið til upplýs-
ingar fyrir báða aðila.
„Utanríkisráðherra óskaði eft-
ir þessum fundi. Hann vildi með
fundinum fá að vita beint frá
okkur um hvað þessi deila snýst
og hvað ber á milli. Jón Baldvin
er auðvitað ekki beinn aðili að
þessari deilu, en hann er ráð-
herra í þessari ríkisstjórn og við
töldum það skyldu okkar að
mæta til fundar við hann og auka
með því beinan skilning á sjón-
armiðum okkar,“ sagði Elna K.
Jónsdóttir, formaður HÍK.
Gagntilboð lagt fram í dag
Kennarar munu leggja fram
gagntilboð á samningafundi í
dag. Búist er við að í dag eða á
morgun skýrist hvort viðræður
komast á skrið á ný í kjölfarið.
Elna sagði að með tilboðinu
kæmu kennarar á móts við sjón-
armið ríkisins, en meginkröfur
þeirra væru eftir sem áður að
grunnlaun yrðu hækkuð og
kennsluskylda minnkuð.
Kennaradeilan var ekki rædd
á ríkisstjómarfundi í gær, en
fjármála-, menntamála- og utan-
ríkisráðherra ræddu saman um
málið á fundi í gær.
Vatnsrásir valda
vanda í Vest-
fjarðagöngum
Bergið þétt
með 200
tonnum af
sementi
ísafirði. Mor^unblaðið.
VATNSRASIR í Vestfjarða-
göngum hafa tafíð bormenn nokk-
uð síðustu dagana. Um helgina var
mest unnið við bergþéttingar með
sementsgraut og voru notuð um
200 tonn af sementi. Nú á eftir
að bora um 60 metra til þess að
göngin opnist til Önundarfjarðar.
Að sögn Björns Harðarsonar
verkfræðings hjá Vegagerðinni er
ekki beinlínis um óvenjulegt
ástand að ræða, þótt 200 tonna
sementssprautun sem gerð var á
laugardag, sé með því mesta sem
sprautað hefur verið í einu. Hann
sagði að þeir vildu síður fá vatns-
leka úr berginu og því væri spraut-
að miklu sementi til að minnka
vandamálin af vatnsrennsli í fram-
tíðinni.
Boraðar eru nokkrar holur
10-15 metra inn í bergvegginn
og síðan sprautað í þær hrærðu
sementi með miklum þrýstingi.
Síðan þarf að bíða í um það bil
hálfan sólarhring á meðan blandan
þornar áður en hægt er að halda
áfram borun og sprengjuvinnu.
Allt að 30 sentímetra þykkar
sementsæðar hafa svo komið fram
þegar sprengt er áfram.
Björn vildi ekki segja neitt
ákveðið um hvenær samgönguráð-
herra Halldór Blöndal getur komið
vestur til að tendra síðustu
sprengjuhleðsluna, en ef ekkert
óvænt kemur fyrir ætti það að
verða í næstu viku.
------» ■»--«---
Osamið við
bankamenn
ENN er ósamið í kjaradeilu Sam-
bands íslenskra bankamanna og
viðsemjenda þess en að sögn Vil-
helms G. Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra SÍB, hafa aðilar
ræðst við að undanfömu en þó sér
ekki enn fyrir endann á samninga-
viðræðunum.
Engin ákvörðun hefur verið tek-
in um að vísa deilunni til meðferð-
ar ríkissáttasemjara.
í kröfugerð sinni fara banka-
menn meðal annars fram á að
launakerfin verði endurskoðuð
með tilliti til nýrra starfs- og þjón-
ustuþátta í bankakerfínu og að
gerð verði starfslýsing fyrir alla
starfsmenn. „Menn hafa verið að
horfa á launakerfið og reyna að
aðlaga það að nýjum starfsháttum
í bönkunum, en það hefur ekkert
gengið enn sem komið er,“ sagði
Vilhelm.
Ahersla á sérmál
bankamanna
Aðspurður hvort nýgerðir kjara-
samningar á almenna vinnumark-
aðinum gætu orðið grundvöllur að
samningsgerð bankamanna sagði
Vilhelm að það hefði ekki komið
til tals en SIB legði mikla áherslu
á að ræða sérmál bankamanna.
Einn samningafundur var haldinn
í seinustu viku en ekki hefur verið
ákveðið hvort fundur verður hald-
inn í þessari viku.