Morgunblaðið - 15.03.1995, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfir Þjórsá
'Nútalaráöaménn þjóöarinnar í líkingum og njóta
Þjórsá sem elfuna á milli Evrópu og íslands. Davíö
Oddsson lætur svo um mælt aö hugur Jóns Baldvins
standi svo sterkt til aö róa yfir þessa elfu, aö hann sé
þegar sestur upp í bátinn á Klambratúni í Reykjavík
og sé farinn aö róa á þurru landi.
i
&HÚK&-
Bíddu bara þangað til að atkvæðaflóðið hellist yfir, Davíð minn
Morgunblaðiö/Halldór Sveinbjörnsson
Nýtt
skíðasvæði
ísfirðinga
opnað um
helgina
TUNGUDALUR, hið nýja
skíðasvæði ísfirðinga, verður
opnað formlega um næstu
helgi. Myndin að ofan var tek-
in í góðviðri á föstudag, þegar
loks stytti upp. Þar sem fólkið
er, er aðalbrekka skíðasvæð-
isins. í fjarska og forsælunni
sést gangamunninn í Tungu-
dal. Isfirzk ungmenni kunna
vel að meta svæðið og léku
um helgina ýmsar listir í lang-
þráðri blíðu. Hér er Birgir
Órn Sigurjónsson að stökkva
á skiðum fram af einni fjalls-
brúninni.
Rannsóknastyrkur í Bandaríkjunum
Lítið vitað um
orsakir astma
Hákon Hákonarson
HÁKON Hákonarson,
læknir, sem hefur
verið í framhalds-
námi í Bandaríkjunum síð-
ustu sex ár hefur fengið
rúmlega 112 þúsunda
Bandaríkjadala styrk úr
þarlendum sjóði til að
stunda rannsóknir á astma
og orsökum hans á næstu
þremur árum. Styrkupp-
hæðin nemur rúmlega sjö
milljónum íslenskra króna.
- Hvaða rannsókna-
styrkur er þetta sem þú
hefur fengið?
- Stofnunin sem veitir
styrkinn heitir Parker B.
Francis Foundation og
starfar innan Öndunar-
lækninga- og gjörgæslufé-
lags sem hér er. Þessi
stofnun var sett á laggirnar
1951 og hefur það hlutverk að
styrkja sér í lagi unga lækna sem
stunda lungna- og/eða gjör-
gæslulækningar á bandarískum
stofnunum til sérstaks rann-
sóknanáms. Styrkirnir eru veittir
til allt að þriggja ára og stýrk-
tímabilið sem ég fékk hefst nú
1. júlí og er til þriggja ára.
-/ hverju felast rannsóknir
þínar?
- Rannsóknirnar beinast aðal-
lega að því að fá svar við því
hvað það sé sem gerist í öndunar-
vegi astmasjúklinga þegar þeir
verða fyrir áreiti sem veldur
auknum samdrætti og minni
slökun. Rannsóknirnar eru á sviði
frumu- og sameindalíffræði og
beinast að því að skýra hvaða
orsakir liggja til grundvallar
þeim ofnæmisviðbrögðum sem
verða hjá astmasjúklingi við til-
tekin áreiti. Ofnæmisvakarnir
geta verið vírusar eða einhver
umhverfisáhrif og þau valda því
að vöðvafruman dregur sig sam-
an með auknum krafti og niður-
staðan verður sú bólgusvörun
sem á sér stað í öndunarvegi
astmasjúklings. Það er afskap-
lega lítið vitað um hvað það er
nákvæmlega sem veldur þessari
ofnæmissvörun og hver munur-
inn er að þessu leyti á heilbrigð-
um einstaklingi og ofnæmissjúkl-
ingi. Eflauster um samspil erfða-
og umhverfisþátta að ræða, en
það sífellt að koma betur og bet-
ur í Ijós að það eru ýmis efni og
vakar sem frumurnar gefa frá
sér sem skipta þarna afskaplega
miklu máli og einn sá möguleiki
sem er til rannsóknar er að það
sé mismunandi framleiðsla
ákveðinna efna í frumunum sem
veldur því að sumir hafa sjúk-
dóminn og aðrir ekki.
- Ertu búinn að vinna lengi
að þessum rannsóknum?
- Ég byijaði á þessum grunn-
rannsóknum á orsök-
um astma þegar ég
fluttist til Philadelp-
hiu. Ég er búinn að
vinna aðþeim síðan í
tvö ár og er nú kom-
inn með ákveðinn
grunn til að byggja áframhald-
andi rannsóknir á, en til þeirra
er styrkurinn veittur. Rannsóknir
í lífeðlisfræði og sameindalíf-
fræði standa framarlega hér á
barnaspítalanum miðað við það
sem gengur og gerist og það er
veitt háum styrkjum frá hinu
opinbera til rannsókna á þessu
sviði barnalækninga.
- Er það misskilningur eða er
ekki astmi sífellt að verða al-
gengari og algengari?
- Astmi er í dag algengasti
►Hákon Hákonarson er
fæddur á Akureyri 9. desem-
ber 1960 og ólst þar upp.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
og stundaði síðan læknanám
við Háskóla íslands. Hann
útskrifaðist úr læknadeild
vorið 1986 og starfaði síðan
sem aðstoðarlæknir á Akur-
eyri og á Landspítalanum og
Landakoti, þar til hann hélt
til framhaldsnáms í Banda-
ríkjunum árið 1989. Hann
nam fyrstu þijú árin almenn-
ar barnalækningar við Uni-
versity of Connecticut og síð-
an hefur hann sérhæft sig í
öndunarfærasjúkdómum
barna við barnaspítala Uni-
versity of Pennsylvania. Há-
kon er kvæntur Maríu ívars-
dóttur, grafískum hönnuði,
og eiga þau þijú börn, 7 ára
dreng, og tvær stúlkur, 5 ára
og 2 ára.
króníski sjúkdómurinn í börnum
og ungu fólki fram undir þrí-
tugt. Bæði hefur greiningar-
tæknin batnað og gert það kleift
að greina astma á mjög vægu
stigi, sem ekki var kannski skil-
greindur sem astmi á árum áður.
Það er engin spurning að bæði
fylgikvillum við astma og dauðs-
föllum tengdum astma hefur
ljölgað verulega í stórborgum hér
í Bandaríkjunum, sérstaklega
meðal þeirra sem búa í miðborg-
unum. Það hlýtur að orsakast
af einhveijum umhverfisþáttum,
að minnsta kosti að hluta til, og
þar er mengun sterkt inn í mynd-
inni. Þó astmi sé sjúkdómur sem
orsakast af samspili erfða- og
umhverfisþátta, þá held ég að
umhverfisþátturinn sé mjög ráð-
andi. Við sjáum alveg ógrynni
af börnum sem hafa mjög slæm-
an astma og hér hafa
börn á öllum aldri dáið
úr þessum sjúkdómi
áður en þau hafa kom-
ist undir læknishend-
ur. Segja má að
40-50% af börnum
sýni einhvern tíma á fyrstu sex
árum lífsins einhver merki um
astma, en hjá flestum þeirra
hverfa þessi einkenni þegar þau
eldast. 5-7% barna fá hins vegar
endurtekin astmaköst sem halda
áfram og fylgja þeim fram á
kynþroskaaldur og sumum fram
á fullorðinsár. Hins vegar er
astmi samkvæmt mínum upplýs-
ingum ekki eins algengur á Is-
landi og þessar tölur bera með
sér og líklega má rekja það til
hreina loftsins.
Astmi algeng-
asti króníski
sjúkdómurinn
í börnum