Morgunblaðið - 15.03.1995, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samdráttur í sauðfjárrækt er eitt helsta vandamál sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir
Tekjur margra bænda
undir fátæktarmörkum
Tekjur margra sauðfjárbænda eru nú komn-
ar niður fyrir fátæktarmörk ef marka má
niðurstöður nýlegrar búrekstrarkönnunar
Hagþjónustu landbúnaðarins. Talið er að
orsakir þessa megi helst rekja til þess að
þær forsendur sem gefnar voru um þróun
sauðfj árræktarinnar við gerð síðasta búvöru-
samnings hafa ekki gengið eftir.
Imáli Hauks Halldórssonar, frá-
farandi formanns Stéttar-
sambands bænda, á Búnaðar-
þingi sem nú stendur yfir,
kom fram að aukið atvinnuleysi
hefði gert það að verkum að þeir
sem vildu hætta í sauðfjárbúskap
hafa ekki haft að neinni annarri
vinnu að hverfa.
Þá hefði neysla kindakjöts dreg-
ist enn frekar saman, bæði vegna
þess að önnur matvara hefur lækk-
að mun meira í verði en kindakjöt,
og lítið sem ekkert hefur verið gert
í vöruþróun og nútímalegri mark-
aðssetningu. Vegna þessarar þró-
unar hefði orðið að skera niður
framleiðsluheimildir sauðfj árbænda
ár frá ári og ekki sé enn séð fyrir
endann á því. Þá hefði ekki fengist
viðunandi verð fyrir dilkakjöt á er-
lendum_mörkuðum þótt útflutning-
ur á umíramkjöti til Færeyja og
Svíþjóðar hafi gefið nokkra búbót.
Ekki var pólitískur viyi
til að slá varnagla
Halldór Blöndal, landbúnaðar-
ráðherra sagði í ræðu sinni á Bún-
aðarþingi að öllum sem horfast í
augu við raunveruleikann ætti að
vera ljóst að vandi sauðfjárbænda
verði ekki rakinn til vanefnda á
samningsbundnum framlögum rík-
isins, heldur til þess að forsendur
búvörusamningsins eins og þær
voru hugsaðar í upphafi hafí brugð-
ist. Þar vegi ekki minnst sá mikli
samdráttur sem orðið hafi í neyslu
kindakjöts og ekki sér fyrir endann
á.
Ekki hafi verið pólitískur vilji við
samningsgerðina að slá varnagla
ef þessi yrði þróunin og því engar
forsendur fyrir að taka upp málið
eftir á. Halldór sagði að vandinn í
hnotskum væri sá að sauðfjárbúin
hefðu smækkað og hafi þau þó
verið smá fyrir, og of mörgum
bændum væri ætlað að hafa tekjur
af minnkandi markaði. Ekki væri
heldur hægt að horfa framhjá því
að hinar stífu framleiðslutakmark-
anir feli í sér hvata til framhjásölu,
sem svo grafí undan opinberum
stuðningi við greinina.
Halldór sagðist telja að við gerð
nýs búvörusamnings sem yrði að
hefjast að afloknum kosningum
hljóti menn að huga að enn róttæk-
ari breytingum og slökun á fram-
leiðslustjórnuninni. Hin stífa kvóta-
skerðing fengi ekki staðist til lengd-
ar.
En samhliða því þurfi að leita
pólitískrar samstöðu um að festa
þá viðmiðun sem opinber stuðning-
ur í formi beingreiðslna til bænda
byggist á og nýta það svigrúm sem
þannig gæti skapast til að greiða
fyrir því að framleiðslan færist á
færri og öflugri hendur.
„Við hljótum einnig að horfa til
annarra lausna og fjölbreyttari at-
vinnusköpunar í dreifbýlinu, og
vissulega er það svo að stöðugleik-
inn og rétt gengisskráning gefur
nú tækifæri til sóknar sem ekki
hafa verið fyrir hendi,“ sagði Hall-
dór Blöndal.
726 þúsund krónur
í árslaun
í. skýrslu Hagþjónustu landbún-
aðarins um afkomu bænda sam-
kvæmt úrtaki, sem nefnd á vegum
landbúnaðarráðherra, Búnaðarfé-
lags íslands og Stéttarsambands
bænda hafði forgöngu um að gera,
kemur fram að meðalgreiðslumark
árið 1993 var 548 ærgildi á kúabú-
um, 271 ærgildi á sauðfjárbúum
og 452 ærgildi á blönduðum búum.
Hafði það dregist saman um
6-9% að jafnaði frá árinu áður,
mest á sauðíjárbúunum. Velta mið-
uð við ærgildi reyndist vera áþekk
í öllum flokkum búanna, eða tæp-
lega 11 þúsund krónur. Veltusam-
dráttur var lítið eitt minni milli ára
en svarar til samdráttar greiðslu-
marks á kúa- og sauðfjárbúum;
heildarveltan árið 1993 var 6,2
milljónir króna á kúabúum, 3 millj-
ónir á sauðfjárbúum og 4,4 milljón-
ir á blönduðum búum.
Hagnaður fyrir laun árið 1993
var 1.119 þús. kr. á kúabúum, 582
þúsund á sauðij'árbúum og 1.010
þús. kr. á blönduðum búum. Hafði
þessi þáttur minnkað mest milli ára
á sauðfjárbúunum, eða um 40%.
Inni í þessum tölum eru tekjur sem
menn höfðu af sölu eða niðurfærslu
fullvirðisréttar, sem ekki er lengur
til staðar.
Að þeim frátöldum en að viðbætt-
um greiddum launum fékkst það
mat á launagreiðslugetu búanna að
hún var 1.756 þús. kr. á kúabúi
árið 1992 og 1.444 þús. kr. 1993,
en það þýðir 22% samdrátt milli
ára. - Á sauðfjárbúi var launa-
greiðslugetan 981 þús. kr. árið
1992 og 726 þús. kr. árið 1993,
en það er 26% samdráttur, og á
blönduðu búi var launagreiðsluget-
an 1.728 þús. kr. og 1.473 þús. kr.
árið 1993, en það er 15% samdrátt-
ur milli ára.
Samkvæmt þessu hafði sauðfjár-
bú með 270 ærgilda greiðslumark
726 þúsund krónur til greiðslu
launa á árinu 1993 þegar frá eru
taldar bætur fyrir niðurfærslu. Á
árinu voru tekjur utan bús 350
þús. kr. á kúabúum, 621 þús. kr.
á sauðfjárbúum og 303 þús. kr. á
blönduðum búum. Benda niðurstöð-
ur könnunarinnar því til þess að
sauðfjárbændur hafi í vaxandi
mæli bætt sér upp tekjuhrun bú-
rekstrarins með annarri tekjuöflun
þrátt fyrir erfitt atvinnuástand.
Aukin verðmætasköpun
eina lausnin
Haukur Halldórsson sagði á Bún-
aðarþingi að margir hefðu bundið
vonir við að lögin um atvinnuleysis-
bætur fyrir sjálfstætt starfandi ein-
staklinga myndu koma bændum að
gagni í þeim erfíðleikum sem nú
ganga yfir. Framkvæmd þessara
laga hefði hins vegar valdið miklum
vonbrigðum og enn hefðu einungis
fáir bændur fengið viðurkenndan
rétt til atvinnuleysisbóta.
Það hefði reynst rétt sem varað
hefði verið við í upphafi að aðstaða
bænda væri svo sérstök að reglur
um atvinnuleysisbætur fyrir þá yrðu
aldrei felldar undir almenn ákvæði
svo að gagn yrði að. Sagði Haukur
að á vegum félagsmálaráðuneytis-
ins og landbúnaðarráðuneytisins
væri nú verið að reyna að fínna
leið til þess að bændur geti notið
réttar síns á þessu sviði.
Haukur sagði að enda þótt at-
vinnuleysisbætur geti verið tíma-
bundin hjálp fyrir einhvern hóp
bænda séu þær að hans dómi engin
lausn í þeim erfíðleikum sem
þrengri markaður skapar landbún-
aðinum. Eina lausnin í því efni sé
aukin verðmsetasköpun.
Hann sagði að möguleikar til
aukinnar sölu búvara lægju að sín-
um dómi fýrst og fremst í auknum
útflutningi, ekki í sölu á hráefni
eins og hingað til hefði verið stund-
að, heldur á meira unnum vörum.
Vinna þyrfti markvisst að vöruþró-
un og kanna til hlítar hvaða mögu-
leikar væru á útflutningi slíkra
vara.
„Hins vegar höfum við rekið okk-
ur óþyrmilega á það að undanförnu
að sumt af þeirri vöru sem við höf-
um verið að bjóða til kaups erlend-
is stenst ekki þær kröfur sem mark-
aðurinn gerir hvað varðar meðferð
og frágang vörunnar. Ef við ætlum
okkur að ná árangri á þessum
mörkuðum þarf því til að koma stór-
fellt gæðaátak á öllum ferli vörunn-
ar, allt frá sáningu og þar til varan
er komin í hendur neytandans.
Ég tel að við eigum að leita eftir
stuðningi ríkisvaldsins við áætlun
um vöruþróun og tilraunir til út-
flutnings á sauðfjárafurðum. Slíkt
átak þyrfti að standa í fimm til sex
ár ef von á að vera um umtalsverð-
an árangur. Menn verða að átta sig
á því að það er ekki það sama að
„finna markað“ og að „vinna mark-
að“.
Að vinna markað er langtíma-
verkefni og menn verða að nálgast
það með því hugarfari ef von á að
vera um árangur. Að mínum dómi
er slíkt markaðsátak áhrifaríkasta
leiðin til þess að lyfta atvinnustiginu
í landbúnaðinum, sérstaklega sauð-
fjárræktinni," sagði Haukur Hall-
dórsson.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON, fRAMKVÆMDASTjORi
KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Nýlegt parhús - bílskúr - útsýni
við Ásland, Mos., um 100 fm næstum fullgert. Góður bílskúr 26 fm.
Góð lán áhv. Tilboð óskast.
Lítil séríbúð - mikið útsýni
Efri hæð um 60 fm í tvíbhúsi í gamla góða vesturbænum. Allt sér.
Mikið útsýni. Tilboð óskast.
í suðurenda - hagkvæm eignaskipti
Sólrík 4ra herb. íb. um 100 fm á 2. hæð við Hraunbæ. Sérþvottahús í
íb. Ágæt sameign. Bílskúr 20 fm. Skipti möguleg á 2ja herb. íb. Mismun-
inn má greiða með húsbréfum.
Austurborgin - vesturborgin - eignask.
Góðar 5 og 6 herb. sérhæðir með innb. bílskúrum við Sogaveg og
Holtsgötu. Eignaskipti möguleg. Vinsamlega leitið nánari upplýsinga.
Hjarðarhagi - Meistaravellir
Góðar sólrikar 3ja og 4ra herb. íbúðir á vinsælum stöðum við Hjarðar-
haga og Meistaravelli. Vinsamlega leitið nánari upplýsinga.
Húseign meðtveimur
íbúðum 3ja-4ra herb. óskast
íVesturb. eða nágr.
LAUGAVEG118 SlMAR 21150 - 21370
AIMENNA
FASTEIGNASALAH
Áhrif samninganna á ráðstöfunartekjur að mati ASÍ
Lægstu tekiur hækka
um 9%
NYGERÐIR kjarasamningar á al-
menna vinnumarkaðinum leiða til
verulegrar kjarajöfnunar og áhrif
lækkunar á skattlagningu lífeyris-
tekna breytir litlu um þá niðurstöðu
að mati Guðmundar Gylfa Guð-
mundssonar, hagfræðings ASÍ, en
í Vinnunni, tímariti ASÍ, fjallar
hann um áhrif samninganna og
aðgerða ríkisstjómarinnar á ráð-
stöfunartekjur mismunandi tekju-
hópa.
Sú gagnrýni hefur komið fram á
nýgerða samninga að þeir miði ekki
að því markmiði að jafna kjörin þar
sem afnám skattlagningar lífeyris-
iðgjalda komi þeim betur til góða
m hæstu
sem hafa hærri laun.
Guðmundur Gylfi segir að þar
sem lífeyrisgreiðslur séu hlutfal! af
launum verði skattleysi þeirra ekki
til að jafna tekjur. „Vegna þess að
skatthlutfallið er hærra af hærri
tekjum en þeim lægri hækka hærri
ráðstöfunartekjur hlutfallslega
meira en lægri tekjur við þessa
aðgerð. Aftur á móti lækka skattar
á lægri tekjur hlutfallslega meira
en á þeim hærri,“ segir hann í grein
sinni.
Hann bendir jafnframt á að
skattalækkunin breyti litlu um þá
kjarajöfnun sem felist í samningun-
um þar sem heildaráhrif samning-
um 1%
anna verði þau að ráðstöfunartekjur
hinna lægst launuðu aukist meira
en þeirra sem hafa hærri tekjur.
Áð mati Guðmundar Gylfa leiða
kjarasamningarnir og aðgerðir rík-
isvaldsins til þess að lægstu ráðstöf-
unartekjur hækka um 14,5% án til-
lits til verðbólgu, tekjur um skatt-
leysismörk um 10%, 80 þúsundin
um 9%, 90 þúsundin um 8% og 300
þúsund kr. tekjur um 6,8%.
„Ætla má að verðbólgan verði
um 5,3% á umræddu tímabili svo
lægstu ráðstöfunartekj ur hækka
um 9% á tímibilinu en hæstu ráð-
stöfunartekjur um 1%,“ segir í grein
Guðmundar Gylfa.