Morgunblaðið - 15.03.1995, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ÞAÐ var þröng á þingi þegar tilboð í byggingu orlofshúsa við
Kjarnaskóg voru opnuð í gær en alls bárust 19 tilboð.
Orlofshús við Kjarnaskóg
Nílján tilboð í
smíðina bárust
Tapi upp á
247 millj. kr.
snúið í gróða
Brúttóvelta KEA og dótturfyrirtækja
nam 9.477 milljónum króna á liðnu ári
NÍTJÁN tilboð bárast í smíði orlofs-
húsa við Kjarnaskóg við Akureyri
en þau voru opnuð I gær. Það eru
Úrbótarmenn á Akureyri sem standa
að framkvæmdum við orlofshúsa-
hverfið en áætlað er að um 200
milljóna króna verkefni sé að ræða
við hverfið allt.
Fyrirhugað er að byggja í fyrsta
áfanga 10 til 12 orlofshús á svæðinu
og var misjafnt hversu mörg hús
hvert fyrirtæki bauð að smíða, allt
frá einu og upp í 12 hús. Kostnaðar-
áætlun hljóðaði upp á 5,2 milljónir
króna fyrir hvert hús.
Lægsta tilboðið var frá Trésmiðj-
unni Borg og fleirum á Sauðárkróki
sem buðust til að smíða 10 hús hvert
fyrir 4.359.230 krónur en það er
83,8% af áætluðum kostnaði. Hæsta
tilboðið var frá Timburtaki sem
bauðst til að byggja 5 hús hvert á
5.060.417 krónur, sem er 138,5%
af kostnaðaráætlun.
Aðrir sem buðu í verkið eru SJS-
verktakar, Fjölnir, SS-byggir, Tré-
smiðja Sigurðar og Fagverk, Ossi
hf., Trésmiðjan Rein, Trésmiðja
Fljótsdalshéraðs, Trésmiðjan Akur
og Trésmiðjan Ösp en tilboð þessara
fyrirtækja voru yfir kostnaðaráætl-
un. Undir áætluðum kostnaði voru
tilboð frá Tréverki, frávikstilboð frá
Ossa hf., Trésmiðju Hilmars, Stefáni
Jónssyni, Hyrnu hf., S.G. Einingar-
húsum, Trénausti og Kötlu hf. Flest
tilboðanna voru á bilinu 95-105%
af áætluðum kostnaði ráðgjafa.
Kaup staðfest á
næstu dögum
„Við munum nú skoða tilboðin og
fara yfir þau en þeirri vinnu ætti
að vera lokið upp úr næstu helgi og
í framhaldi af því munum við ræða
við menn,“ sagði Sveinn Heiðar
Jónsson einn Úrbótarmanna.
Um næstu mánaðamót verður
jarðvegsvinna á svæðinu boðin út
og í framhaldi af því grannar, lagn-
ir og fleira.
Orlofshúsin eiga að vera tilbúin
um miðjan júlí næstkomandi en
stefnt er að því að taka fyrstu húsin
í notkun síðsumars.
„Viðbrögðin hafa verið mjög góð,
það hefur fjöldi fólks, fulltrúar
verkalýðs- og starfsmannafélaga
haft samband við okkur og við ger-
um ráð fyrir að kaup verði staðfest
á næstu dögum. Við erum mjög
þakklátir því hversu margir hafa
sýnt þessu framtaki áhuga," sagði
Sveinn Heiðar.
HAGNAÐUR af rekstri Kaupfé-
lags Eyfirðinga og dótturfyrir-
tækja þess var 16 milljónir króna
á liðnu ári en árið þar áður var
247 milljóna króna tap af sam-
stæðunni.
Reikningar Kaupfélags Eyfirð-
inga og fyrir samstæðuna KEA
og dótturfyrirtæki fyrir árið 1994
liggja nú fyrir en aðalfundur fé-
lagsins verður í næstu viku.
Tekjur Kaupfélags Eyfirðinga
voru 7.430 milljónir króna á liðnu
ári og-jukust um 5% milli ára en
rekstrargjöld voru 7.113 milljónir
króna, jukust heldur minna en
tekjur eða um 4% þannig að hagn-
aður fyrir fjármagnsliði hækkaði
milli ára og var á síðasta ári 317
milljónir króna samanborið við 269
milljónir árið á undan.
Fjármagnskostnaður
lækkaði
Fjármagnskostnaður lækkaði
mikið á árinu 1994 miðað við fyrra
ár eða um 141 milljón króna.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
var um 118 milljónir á liðnu ári
samanborið við tap árið áður upp
á 70 milljónir. Að teknu tilliti til
óreglulegra gjalda og skatta var
hagnaður af rekstri KEA um 95
milljónir en árið á undan var tap
af rekstrinum upp á 51 milljón
króna.
Veltufé frá rekstri jókst veru-
lega á síðasta ári og var 335 millj-
ónir samanborið við 256 milljónir
árið 1993. Eigið fé í árslok var
2.365 milljónir og hækkaði um 50
milljónir króna. Eigiðfjárhlutfall
FÉLAGAR í björgunarsveitinni á
Grenivík hafa aðstoðað eldri
borgara við að komast milli húsa,
á heiisugæslustöð og fleira í snjó-
þyngslunum í vetur. Margt eldra
fólk á erfitt með gang og hafa
björgunarsveitarmenn dregið
fólk milli húsa á sjúkraþotu sveit-
arfélagsins.
Fjölmörg hús á Grenivík eru á
kafi í snjó og löng og djúp snjó-
var um 33% í árslok, hækkaði um
1% milli ára.
Brúttóvelta- Kaupfélags Eyfirð-
inga var 8.053 milljónir króna á
liðnu ári og jókst um 5% milli ára,
brúttóvelta dótturfyrirtækja var
um 1.424 milljónir króna og jókst
um 1% milli ára. Brúttóvelta sam-
stæðunnar, KEA og dótturfyrir-
tækja, var því um 9.477 milljónir
króna á árinu sem er 4% aukning
frá árinu á undan.
Hlutdeild í hagnaði
og tapi
Hlutdeild KEA í hagnaði og
tapi dótturfyrirtækja var tap að
upphæð 79 milljónir króna en
samsvarandi tala fyrir árið 1993
var tap að upphæð 196 milljónir,
þannig að rekstur dótturfyrir-
tækja hefur batnað mikið milli
ára, þó enn sé mikið tap á vatnsút-
flutningi.
Samstæðan í heild, KEA og
dótturfyrirtæki, var rekin með 16
milljóna króna hagnaði á síðasta
ári en tap varð árið á undan upp
á 247 milljónir.
Veltufé frá rekstri hjá samstæð-
unni var 394 milljónir samanborið
við 297 milljónir árið á undan,
1993.
Greiddur 10% arður
Aðalfundur KEA verður haldinn
í næstu viku, 25. mars, og gerir
stjórn félagsins tillögu um til aðal-
fundar að greiddur verði 10% arð-
ur af nafnverði hlutabréfa og að
greiddir verði 4% vextir af stofn-
sjóði félagsmanna.
göng eru að heimahúsum. Götur
hafa ekki verið ruddar, en ekið
er ofan á snjónum í margra metra
hæð víða eins og reyndar annars
staðar á Norðurlandi.
Snjóbíll Grýtubakkahrepps er
notaður til að hirða sorp
þorpsbúa, pokarnir eru settir út
á hlað í veg fyrir bílinn og þeim
síðan safnað saman í aftanívagn
eins og sjá má á myndinni.
Kvenna-
listi og
Þjóðvaki
kynna sig
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit
verður með opið hús í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju í dag,
miðvikudaginn 15. mars, milli
kl. 15.00 og 18.00.
Frambjóðendur stjórnmála-
flokkanna eru nú að kynna
stefnumál flokka sinna vegna
væntanlegra þingkosninga.
Að þessu sinni mæta Elín
Antonsdóttir, Kvennalista, og
Vilhjálmur Ingi Árnason, Þjóð-
vaka. Munu þau ræða við þátt-
takendur, m.a. um atvinnumál-
in og svara fyrirspurnum þeiraa.
Kaffi og brauð verður á borð-
um að vanda og dagblöðin
liggja frammi.
Færeyskar
bókmenntir
kynntar
BÓKMENNTADAGSKRÁ frá
Færeyjum verður í Deiglunni
annað kvöld, fimmtudagskvöld-
ið 16. mars kl. 20.30.
Rithöfundurinn Jens P'auli
Heinesen les úr verkum sínum
og bókmenntafræðingurinn
Malan Marnarsdóttir Simonsen
kynnir færeyskar bókmenntir.
Jens Pauli Heinesen er einn
fremsti rithöfundur Færeyinga
og hlaut færeysku bókmennta-
verðlaunin 1959, 1969 og 1973.
Malan Simonsen hefur m.a.
starfað sem bókmenntagagn-
rýnandi til margra ára, gert
dagskrár fyrir útvarp og sjón-
varp og skrifað greinar um fær-
eyskar kvennabókmenntir. Fjt-
irlestur hennar heitir Kynmód-
ernismi og póstmódernismi í
færeyskum bókmenntum.
Dagskráin verður að mestu
flutt á dönsku. Aðgangur er
ókeypis.
Samvera eldri
borgara
SAMVERA eldra borgara verð-
ur í Glerárkirkju á morgun,
fimmtudaginn 16. mars frá kl.
15.00 til 17.00.
Samveran hefst með stuttri
helgistund 5 kirkjunni, síðan er
gengið í safnaðarsalinn þar sem
tækifæri gefst til að hlýða á
söng, spjalla saman og fleira
en fólk er hvatt til að taka með
sér spil. Boðið er upp á veiting-
ar gegn vægu verði.
Flug fallið
niður í færri
daga en í fyrra
EKKERT var hægt að fljúga
til Akureyrar á sunnudaginn og
var það íjórði heili dagurinn þa_r
sem flug féll alveg niður. Á
sama tíma I fyrra höfðu fallið
niður sjö heilir dagar í flugi.
Bergþór Erlingsson, umdæm-
isstjóri Flugleiða á Akureyri,
sagði að þó veturinn hefði verið
harður hefði það ekki bitnað eins
mikið á flugi og menn ef til vill
héldu. „Þetta hefur líka einkum
verið logndrífa og nánast ekkert
um stói’hríðir þannig að flugið
hefur gengið framar vonum mið-
að við hversu harður veturinn
er,“ sagði Bergþór.
' Hann sagði að fragtflutning-
ar hefðu aukist það sem af er
árinu og til dæmis næmi aukn-
ingin 14% í febrúarmánuði mið-
að við sama mánuð í fyrra.
Skýringuna sagði Bergþór m.a.
þá að oft hefði verið ófært land-
leiðina þó hægt hefði verið að
fljúga, en í fyrra hefði ófærð á
landi og lofti meira haldist í
hendur.
Aðalfundur
Hlutabréfasjóðs
Norðurlands hf.
Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Norður-
lands hf. fyrir rekstrarárið 1994, verður
haldinn á Hótel KEA, miðvikudaginn
22. mars nk. kl. 16.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins
ti| samræmis við ákvæði hlutafélagalaga
nr.2/1995.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félags-
ins munu liggja frammi á skrífstofu Kauþings
Norðurlands hf., hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Eldri borgarar dregnir
milli húsa á sjúkraþotu