Morgunblaðið - 15.03.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 21
AÐSENDAR GREINAR
Það er kominn tími til að
tengja - aðgerðir við orð
I UPPSKRIFT af góðri
hátíðarræðu er að finna
vissan skammt af orða-
leppum eins og:
* Fjölskyldan er horn-
steinn þjóðfélagsins;
* efla þarf menntun í
landinu;
* leggja þarf rækt við
íslenska tungu og
menningararf;
* efla verður verk-
menntun og svo fram-
vegis.
Hvernig er þetta
hægt þegar grunn-
menntun í landinu er í
molum? Ef við lítum í
kringum okkur sjáum
við að þeim þjóðum gengur best sem
byggt hafa upp góða menntastefnu.
Ekki er hægt að nýta auðlindir nema
með kunnáttu, annars verða þjóðir
bara hráefnaframleiðendur fyrir
aðra. Eða er kannski nú komið svo
fyrir okkur að við höfum ekki efni
á að reka grunn- og framhaldsskóla
af því að „húsið er byggt á sandi?“
Verkfall er vísbending
Nú þegar þetta er skrifað eru liðn-
ar rúmlega þijár vikur af verkfalli
kennara. Það vekur furðu hve þjóðin
er róleg yfir þessu, jafnt ráðamenn,
foreldrar og nemendur. Kannski er
þetta stærsta vísbendingin um hve
menntamál á íslandi eru í alvarlegri
hættu.
Þeir foreldrar sem helst hefur
heyrst í eru foreldrar fatlaðra barna,
barna sem þurfa mikla aðhlynningu
og stuðning. Aðeins hefur heyrst af
Heidi Kristiansen
áhyggjum vegna stúd-
entsefnanna og þeirra
sem eru að ljúka sam-
ræmdum prófum. En
málið er ekki síður al-
varlegt fyrir alla aðra
nemendur. Þessi vandi
er sýnilegur og þess
vegna skilur fólk hann.
Verkfallið kemur að
vísu mismunandi mikið
niður á aldursstigunum
en þetta er einnig mjög
einstaklingsbundið.
Verst kemur þó verk-
fallið niður á þeim sem
veikastir eru fyrir,
sama á hvaða aldri
nemendur eru. Þetta er
eins og henda ósyndum krökkum út
í djúpu laugina og segja: „Syndiði
nú sjálf.“
Aðgerðarleysið ýtir undir rótleysi,
eirðarleysi, kæruleysi og ábyrgðar-
leysi. Eg hef áður fylgsf með börnum
verða að búa við verkföll 1984, ’87
og ’89 svo ég þekki afleiðingarnar.
Sinnuleysi stjórnvalda
Sinnuleysi stjórnvalda gefur okk-
ur enga von um að verkfallið leysist
á næstunni. Kannski leysist það ekki
fyrr en í haust og þá tekur við lög-
bundið sumarfrí kennara.
Ef til vill væri kannski best að
láta verkfallið bara standa fram í
febrúar á nsta ári og byija þá þar
sem frá var horfið í vetur. Þá fengju
börnin kannski greiddar skaðabætur
frá ríkinu fyrir tapað ár. Hægt yrði
að greiða þær með þeim launa-
greiðslum sem sparast í verkfallinu.
Verkfallið er alvarlegt
brot á rétti barna, segir
Heidi Kristiansen, sem
spyr: „Hvað segir um-
boðsmaður barna um
þetta mál?“
Ef verkfallið leysist fyrr er mín
tillaga sú að tímafjöldanum sem tap-
ast hefur verið bætt á stundaskrá
næsta vetrar til viðbótar við annað
kennslumagn.
Vinnufriður í
kosningabaráttu?
Til lengri tíma litið er miklu dýr-
ara fyrir þjóðfélagið að hafa skóla-
málin í ólestri heldur en að leggja
rækt við skólann núna. Það er okkar
allra hagur og ekki bara kennara.
Verkfallið er alvarlegt brot á rétti
barna. Ef foreldrar senda ekki börn
sín í skóla grípa yfirvöld í taumana?
Hvað segir umboðsmaður barna um
þetta mál?
Er ekki kominn tími til að leysa
málin? Er þessi þögn kannski til
þess að stjórnmálaflokkamir geti
fengið vinnufrið í kosningabarátt-
unni, svo að fólk gleymi því að verk-
fall stendur yfir þegar gengið er að
kjörborðinu? Ekki getur verið að ís-
lendingum sé sama um skólana sína.
Höfundur er móðir
grunnskólabarna ogáhugakona
um bætt skólastarf.
Upp rúlhistigann
. ÞAKKA þér, Gísli
Árnason, fyrir að
minnast á rúllustigar-
öflið í mér í Morgun-
blaðinu 14.3. Það gef-
ur mér tækifæri til að
hripa niður nokkur orð
um Hafnarfjörð og
samræmi hans við
söngleikinn ykkar í
Flensborg.
Bæjarstæðið í
Hafnarfirði er eins og
lófi Guðs. Á þessum
fagra, umlukta stað
sést betur en annars-
staðar á landinu við
hvaða kjör þjóðin hef-
ur búið á þessari öld
og hvernig fegurðarskyn hennar
og gildismat hefur breyst. Það sést
í húsum.
í Hafnarfirði eru fjölmörg lítil,
gömul hús, reist af vanefnum. Þau
eru víst hálfgerð hreysi. Það er
ekki hægt að fara á klósettið í
þeim án þess að reka sig uppundir.
Samt eru þau með því fegursta sem
við íslendingar eigum í húsagerð-
arlist. Þau eru hófsöm í forminu,
tilgerðarlaus og full virðingar fyrir
því nytsamlega. Þau eru reist af
Guðbrandur
Gíslason
fólki sem vissi hvers
virði hlutirnir voru.
Þegar brakar í þessum
húsum eru það stunur
kynslóða sem skildu
alúð sína eftir í viðn-
um. Einnig hún skapar
fegurð.
Á meginlandi Evr-
ópu varðveita menn
svona hús og heilu
svæðin kring um þau
því þeir skynja rætur
sínar í gegn um lúið
timbrið. Þeir vita að
umhverfið mótar
manninn. í Hafnarfirði
hefur sem betur fer
mikið verið byggt í
og sennilega alltaf af
en áður fyrr. Það er
Athugasemd við leik-
dóm verður Guðbrandi
Gíslasyni tilefni til að
bera fagurt bæjarstæði
Hafnarfjarðar með litl-
um, gömlum og falleg-
um húsum saman við
uppsetningu Flensborg-
arnema á söngleiknum
Mænustungu.
seinni tíð
betri efnum
ánægjulegt. Það er einnig ánægju-
legt að sjá að í flestum tilvikum
falla þessi hús að umhverfi sínu,
prýða það jafnvel. Háhýsin í mið-
bænum gera það ekki. Þau stinga
í stúf. Þau splundra samlyndi bæj-
arins við sjálfan sig í lófa Guðs.
Þess vegna er fagurfræði þeirra
röng þrátt fyrir góðan ásetning.
Það sama gildir um söngleikinn
Mænustungu, þrátt fyrir góðan
Höfundur er
leiklistargagnrýnandi.
Umtalsverðar
launahækkanir
fyrir kennara
KARL Jensson
skrifar lesendabréf 2.
mars sl. þar sem hann
átelur stjórnvöld fyrir
að bjóða kennurum
launahækkanir sem
þýði aðeins fleiri
vinnudaga kennara og
lengri viðveru í skól-
um. Stjórnvöld hafa
komið með tillögu til
lausnar kjaradeilunni
og þær felast m.a. í
skipulagsbreytingum,
en það er fráleitt að
þessar hækkanir þýði
einungis meiri vinnu
fyrir kennara. Tillög-
Friðrik Sophusson
um stjórnvalda má skipta í tvennt.
1. Gert er ráð fyrir að kennarar
fái þær hækkanir sem aðrir hafa
þegar fengið bæði grunnkaups-
hækkanir og hækkanir samkvæmt
sérkjarasamningum og nema
5-6%.
2. Þá er lagt til að kennarar fái
um 10% launahækkun vegna m.a.
skipulagsbreytinga í skólum. í til-
lögunum felst að virkum skóladög-
Tillögur stjórnvalda
miða að því, segir Frið-
rik Sophusson, að
styrkja skólastarfíð og
hækka laun kennara.
um nemenda og kennara er fjölg-
að. Lengingin næðist með því að
færa starfsdaga í grunnskólum að
hluta til út fyrir kennslutímabilið
og nýta t.d. 1. desember, öskudag
og þriðjudag eftir páska til slíkra
starfa. Alls yrðu um átta dagar
nýttir með þessum hætti. Það sjá
allir að þessi aukna vinna kennara
getur ekki svarað til 10% launa-
hækkunar, enda væri þá um að
ræða 22 vinnudaga á ári.
Rangt er hjá Karli að í tillögum
Samninganefndar ríkisins felist
breyting á próftíma, það er ekki
samningsatriði. Samninganefndin
hefur ekki heldur gert tillögu um
lengri viðveru kennara í skólum.
Tillögur stjórnvalda miða að því
ásetning þeirra sem að flutningi
hans stóðu og umtalsverða og aug-
ljósa hæfileika. Klámfengið út-
lenskt bull um ungt fólk sem kem-
ur hvergi niður rótum í steinsteypu
stórborganna verður annarlegt og
framandi í meðförum ungra Flens-
borgara sem eru örugglega flestir
orðnir skrambi góðir fagurfræðing-
ar af því að hlusta á gömul hús.
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
- kjarni málsins!
Access
FRAMHALD
12 klukkustundir
Námskeiðið
hefst21.mars
Námskeiö fyrir þá
sem vilja setja upp
gagnakerfi í Access.
569 7769 - 569 7770
‘J-(eimi(isiðnaðarsí<ó[inn aufjtýsir
Kfnnsíajyrír ungíinaa, 13 árn oa eídri
Fatasaumur
Útskurður
Myndvefnaður
22. mars-10. apríl,
23. mars-11.apríl,
1. apríl-13. maí,
mán. og mið.
þri -fim.
laugardaga.
kl. 16-17.30.
kl. 16-17.30.
kl. 14-15.30.
Slímenn námsfceið
Bútasaumur 27. mars-1. maí, mán. kl. 19.30.
Prjón og peysuhönnun 28. mars-25. apríl, þri. kl. 20.00.
Útskurður 29. mars-26. apríl, mið. kl. 19.30.
Fatasaumur 30. mars-11. maí, fim. kl. 19.30.
Skráning og allar upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 17800.
að styrkja skólastarfið
og hækka laun kenn-
ara. Með breytingum
á starfsdögum næst
betri nýting á skóla-
tíma og dregið er úr
óþægindum útivinn-
andi foreldra þar sem
flestir eru í vinnu þeg-
ar nemendur fá frí
vegna starfsdaga
kennara. Á þetta hafa
foreldrasamtök meðal
annars bent og að
flestra mati er um
æskilega breytingu að
ræða.
Þegar rætt er um
samningamál kennara, er ástæða
til að rifja upp, að árið 1989 gerðu
kennarar (HIK) kjarasamning við
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar um 4% launahækkun umfram
aðra. Ári síðar var sú hækkun tek-
in aftur með bráðabirgðalögum
eins og flestir muna. Sú saga má
ekki endurtaka sig.
Tillögur stjórnvalda munu
styrkja skólastarfið og bæta kjör
kennara. Það er almennur vilji fyr-
ir því í þjóðfélaginu að fjárfesta í
menntun og tilboð stjórnvalda end-
urspeglar þann vaxandi áhuga sem
er á því að setja menntun í önd-
vegi. Ég fékk nýlega bréf frá
nokkrum nemendum Menntaskól-
ans á Akureyri þar sem þau skýra
mér m.a. frá því að nemendur hafi
hætt námi vegna verkfallsins. Við
erum að sóa kröftum unga fólksins
í þessu landi hvern einasta dag sem
verkfallið stendur yfir. Því
ófremdarástandi sem ríkir í skólum
landsins verður að linna. Það er
von mín að samningsaðilar nái
saman eins fljótt og kostur er um
lausn, sem kemur til móts við eðli-
legar kröfur kennara og allir eru
tilbúnir til að virða.
Höfundur er fjármálaráðherra.
>'
í
í
í1
í
S
i—n ■imm'smisBm
. , ■*: .>
Festu
Mófinn
a myjid
Eftirlitskerfi
ffá PHILIPSOg SANYO
TiME-LAPSE myndbandstækl
meðallt að 960 klst. upptöku.
Sjónvarpsmyndavélar og
sjónvarpsskjáir.
S1 «.15
mm
t mmmmm ■>
■■ n
■■ Yt
■■íV
■•UL(
TÆKNI- OG TOLVUDEILD
© Heimilistæki hf.
SÆTUNI 8 • 105 REYKJAVÍK
SlMI 69 15 00 • BEINN SÍMI 69 14 00 • FAX 69 15 55