Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Afallahjálp - vanrækt forvarnarstarf Hugsunin að bakinýrra grunnskólalaga EFTIR AÐ snjóflóðið í Súðavík féll þann 16. janúar var samdæg- urs hafinn undirbúningur áfalla- hjálpar á vegum Almannavarna ríkisins og héraðslæknis Vest- fjarða. Mjög gott og náið samstarf tókst við Fjórðungssjúkrahúsið og Heilsugæsluna á ísafirði þegar í upphafi. Áfallahjálpin var ríkur þáttur í hjálparstarfinu allan tím- ann. Ekki eru dæmi til um svo umfangsmikla og skipulagða áfallahjálp á íslandi hvorki fyrr né síðar. Því miður hefur nokkurs misskilnings gætt í umræðu fjöl- miðla og einstaklinga varðandi áfallahjálp. Óskyldum hlutum s.s. huggun, sorgarvinnu, sálgæslu og andlegri umönnun hefur verið ruglað saman við áfallahjálp. Þeir eru einnig til sem gagnrýnt hafa umfjöll- unina um áfallahjálp á þeim forsendum að um gamalt vín á nýjum belgjum væri að ræða, því væri ástæðulaust að eyða miklu púðri á hana. Það hefur einnig komið mér verulega á óvart hversu margir hafa boðið fram starfs- krafta sína við að veita áfallahjálp. Það hvarflaði satt að segja ekki að mér að svo margir hérlendis hefðu reynslu og þekk- ingu á áfallahjálp. Þetta er að sjálf- sögðu ánægjuleg þróun sem ber að fagna ef rétt er. Hætt er þó við, vegna þess hve áfallahjálpin er ný af nálinni og illa skilgreind í hugum margra, að fjöldinn sé ekki sá sem virtist í fyrstu. Fjölmiðlar og áfallahjálp Pjölmiðlar hafa nefnt að nóg sé komið af umræðu um áfallahjálp, hún sé orðin tískufyrirbrigði. Sé það svo þá er það ekki fyrir at- beina okkar sem unnið höfum við áfallahjálpina hér fyrir vestan eftir snjóflóðið í Súðavík. Við höfum lagt á það áherslu að kynna áfalla- hjálpina sem nauðsynlega neyðar- hjálp og forvamarstarf sem krefst markvissrar og skipulegrar vinnu. Pjölmiðlafólki sem var í Súðavík, er leit stóð yfír og var sjálft í veru- legri áhættu m.t.t. áfallastreituvið- bragða, var boðin áfallahjálp en þáði því miður ekki. Það voru að okkar mati mistök, enda gullið tækifæri fyrir það að kynnast vinnubrögðum okkar af eigin raun en ekki af afspurn. Hvað er áfallahjálp? Áfallahjálp byggist á þekkingu á eðlilegum streituviðbrögðum í kjölfar áfalla og beinist að því að fyrirbyggja alvarleg sálræn eftir- köst. í Ijósi þessa er því rétt að nefna nokkur atriði sem máli skipta. • Sálræn skyndihjálp Eftir náttúruhamfarir eins og urðu í Súðavík er mikilvægt að hefja skipulega áfallahjálp sem fyrst. Fyrsta stig áfallahjálpar er fyrst og fremst sálræn skyndihjálp. Hún felst í líkamlegri og andlegri aðhlynningu á vettvangi og við móttöku fórnarlamba áfalla, t.d. á sjúkrastofnun eða annars staðar. Nauðsynleg forsenda þess að vel takist til er þekking á bráðum áfallastreituviðbrögðum. Þessi þáttur áfallahjálpar er sá sem flest- ir geta veitt og gera hvort sem þeir hafa fengið til þess þjálfun eða ekki. Á meðan leit stóð yfir tóku um 400 utanaðkomandi einstak- lingar þátt í björgunarstörfum í Súðavík. Þar að auki voru íbúar Súðavíkur sem voru um 200. Sjó- menn, áhafnir skipa sem aðstoðuðu við fólksflutninga í aftakaveðri, skiptu einnig tugum. Þetta segir okkur einfaldlega að sálræn skyndihjálp verður hlutverk allra þeirra sem að málinu koma, fjöld- inn er slíkur við þessar aðstæður. • Tilfinningaleg úrvinnsla Fyrstu 1-3 dagana hefst sá hluti áfallahjálpar sem kallast tilfínn- ingaleg úrvinnsla. Hún er fram- kvæmd kerfísbundið, annaðhvort sem einstaklingsviðtöl eða í hópum. Hér reynir verulega á þjálfun og fyrri reynslu. Sérstaklega á þetta við stjómanda í hópviðtölum, sem gjarnan eru notuð, t.d. í afmörkuðum hópum eins og björgunar- sveitum, lögreglu, sjúkraflutningsmönn- um, sjónarvottum, vandamönnum o.fl. Það er sérstaklega þessi hluti áfallahjálp- ar sem skilur sig frá því sem áður hefur verið gert. Hér er kraf- ist vandaðs undirbún- ings og þjálfunar auk kerfísbundinnar vinnu, vinnubragða sem ekki hafa verið viðhöfð hér á landi nema í litlum mæli allra síðustu ár. Ákveðnum reglum er fylgt með það markmið í huga, að þeim sem hafa orðið fyrir áreiti, sem er venjuleg- um heilbrigðum einstaklingum of- viða, gefist kostur á að ræða um tilfínningar sínar og líðan. Að tjá sig um tilfínningar sínar og komast að raun um að fleiri í hópnum hafí haft svipaða upplifun, auuðveldar Áfallahjálp er það for- vamarstarf, að mati * Agústs Oddssonar, sem mest er vanrækt. mönnum að losa sig við þessar óþægilegu tilfínningar smám sam- an. Ef þurfa þykir eru haldnir fleiri en einn fundur og er það reynsla okkar eftir náttúruhamfarirnar í Súðavík að það sé nauðsynlegt. Viðbrögð sem algengt er að sjá eftir alvarleg áföll eru; svefntruf- lanir, martraðir, kvíði, spenna, við- brigðni, þunglyndi, viðkvæmni og sjálfsásakanir. Ef ekkert er að gert geta slík viðbrögð þróast í ástand sem nefnt hefur verið áfallahugsýki (PTSD). • Áfallahugsýki Skilyrði þess að við getum talað um áfallahugsýki er að atburðurinn sem Iiggur til grundvallar viðbrögð- unum, sé ofar mannlegum reynslu- heimi venjulegs fólks, oft nefnt ofurálag. Höfuðeinkenni þessa ástands er að einstaklingurinn end- urupplifír í sífellu atburðinn bæði í svefni og í vöku. Atvik sem minna á áfallið vekja vanlíðan. Einstak- lingurinn forðast gjarnan áreiti sem minnt geta á atburðinn, s.s. að fara á slysstað. Almennur tilfínn- ingadofí er einnig algengt ein- kenni. Annarra einkenna verður einnig vart s.s. svefntruflanna, geð- sveiflna, einbeitingarskorts og við- brigðni. Hér er þó ekki allt upp talið. Alþekkt er að sækni í vímugjafa, þunglyndi og langvarandi fjarvistir frá vinnu sé tengt þessu ástandi. Áfallahugsýki leiðir iðulega til þess að einstaklingar leita sér lækninga við hinum ýmsu ímynduðu kvillum. Þetta leiðir síðan aftur af sér um- fangsmiklar rannsóknir á hátækni- sjúkrahúsum með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Gripið er til róandi lyfja og svefnlyfja og áfallahugsýkin grefur fastar um sig. Erfítt getur reynst að snúa til baka úr þessari stöðu nema að maður átti sig á orsökunum og beiti réttri meðferð. Hér er um sérhæfða meðferð að ræða sem er best falin þeim sem kunna til verka og hafa þekkingu á vandamálinu. Forvarnarstarf Ég hef áður og í öðru samhengi bent á að áfallahjálp er það for- vamarstarf sem í dag er hvað mest vanrækt. Ef rétt væri á mál- um haldið gæti vel skipulögð áfalla- hjálp skilað miklum verðmætum bæði til einstaklinga og þjóðarbús- ins. Einstaklingar lentu síður í hremmingum áfallahugsýkinnar með þeirri vanlíðan sem henni fylg- ir. Þjóðarbúið gæti sparað sér mik- il útgjöld sem felast í óþarfri lyfja- notkun, fjarvistum frá vinnu að ógleymdum dýram rannsóknum sem ekki leiða til neins. Reynslan frá Súðavík Við sem unnum að áfallahjálp eftir náttúrahamfarimar í Súðavík, teljum okkur hafa fengið dýrmæta reynslu sem mikilvægt er að nýta í framtíðinni. Á íslandi hafa mér vitanlega engar rannsóknir verið gerðar á mikilvægi eða árangri áfallahjálpar. Miðað við erlendar rannsóknir mætti búast við miklum ijölda einstaklinga með einkenni áfallahugsýki eftir snjóflóðið í Súðavík. Það er því ánægjuleg þró- un að Almannavarnir ríkisins skuli nú í fyrsta skipti standa fyrir skipu- legri áfallahjálp í samvinnu og sam- ráði við heimamenn. Skjótt var brugðist við og sent var fólk með sérhæfða þekkingu á áfallahjálp vestur með varðskipi. Fleiri bættust í hópinn, er flugfært var að sunn- an. Þegar mest var unnu um 10-15 manns við áfallahjálp. Nú þegar þessar línur eru ritaðar er hinni formlegu áfallahjálp lokið. Fylgst verður áfram með einstaklingum á vegum heilsugæslunnar á ísafirði, svo lengi sem þurfa þykir. Skipulag og uppbygging áfallahjálpar Allir vildu Lilju kveðið hafa. Það er þekkt vandamál erlendis frá þegar alvarleg áföll verða, að fram- boð einstaklinga og hópa sem vilja veita áfallahjálp, er oftar meira en eftirspurn. Þetta býður hættunni heim og veldur erfíðleikum við skipulagningu áfallahjálpar. Þetta hefur einnig gerst hér. Þess vegna verður að huga vel að skipulagi og uppbyggingu áfallahjálpar á ís- landi sem allra fýrst. Það starf verður að vera í höndum fagfólks með reynslu og kunnáttu. Verði ekki vel að þessu staðið verður það vafalaust byijunin og endalokin á markvissri og skipulegri áfallahjálp á íslandi. Eðlileg viðbrögð við óeðlilegu áreiti Það er ljóst að ekki næst til allra þegar um svo stóra hópa er að ræða eins og eftir hamfarimar í Súðavík. Um 600-700 manns eru í þeim áhættuhóp sem við höfum mestar áhyggjur af en í kringum þennan hóp er eflaust annar eins Qöldi ef ekki meiri, sem þarf á aðstoð að halda í einhverri mynd. Áfallahjálparteymið sem starfaði hér hefur skráð yfir 170 einstak- lingsviðtöl og í hópviðtöl hafa kom- ið um 240. Nokkrir hópar hafa komið oftar en einu sinni. Vafa- laust er hér eitthvað vanskráð, bæði hvað varðar einstaklinga og hópa. Einnig höfum við orðið áþreifanlega vör við vanlíðan, sem tengist fyrri áföllum. Það eitt sýnir vel þörfina á því fyrirbyggjandi starfí sem áfallahjálp er. Að lokum er mikilvægt að átta sig á því að áfallahjálp snýst ekki um meðferð viðgeðrænum truflun- um, heldur viðtöl og stuðning við heilbrigða einstaklinga, sem sýna eðlileg viðbrögð við óeðlilegu áreiti. Höfundur er heilsugæslulæknir í Bolungarvík og héraðslæknir Vestfjarða. í NÝJUM lögum um grunnskóla sem samþykkt vora á Alþingi fyrir þinglok er innleidd ný hugsun fyrir íslenskt skólakerfí. Verður hér gerð grein fyrir henni í stuttu máli. Skólinn nær fólkinu Valddreifíng er mikilvægasta markmiðið með nýjum grunnskóla- lögum. Með því að færa faglega og fjárhagslega ábyrgð á grunn- skólanum til sveitarfélaga er ábyrgðin á þessum mikilvæga mála- flokki flutt nær starfsvettvangnum sjálfum og þeim sem þjónustu skólanna njóta. Þar með stór- aukast möguieikar al- mennings til að hafa áhrif á starf- grann- skólans, svo og mögu- leikar skólanna sjálfra til að sækja mál sín til fræðsluyfirvalda. Þá kemur flutningurinn í veg fyrir ýmiss konar' óhagræði í starfs- mannahaldi sem skap- ast hefur af skiptri ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga. Flutningur grann- skólans til sveitarfé- laga þýðir flutning á ákvörðunarvaldi frá þjóðkjömum fulltrúum til fulltrúa sem kosnir era heima í héraði. Sveitarstjórnir munu ákvarða skipulag skólamála innan gildandi laga og reglugerða Grunnskólalögin gera ráð fyrir opnun skól- anna gagnvart samfé- laginu, þ.e. foreldrum, stjómvöldum og öllum _ almenningi. Olafur G. Einarsson sagði að hugmyndin væri sú að opnun skólanna sé nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að skapa bæði aðhald og stuðning við skólastarf. og mál sem upp munu koma verða að öllu jöfnu leyst heima fyrir. Menntamálaráðuneytið kemur að- eins til með að úrskurða í málum þar sem spumingar vakna um hvort farið sé að lögum eða reglugerðum. Hlutverk menntamálaráðuneyt- isins gagnvart grunnskólanum breytist verulega. Fræðsluskrifstof- ur, sem eru eins konar framlengdur armur ráðuneytisins, verða lagðar niður í núverandi mynd og verkefnj þeirra flest flutt til sveitarfélaga. í ráðuneytinu fer fram frekari út- færsla opinberrar menntastefnu, svo sem samning reglugerða og aðalnámskrár. Ráðuneytið mun einnig sjá um öflun og dreifíngu upplýsinga um framkvæmd skóla- starfs og menntamálaráðherra verður skylt að gera Alþingi reglu- lega grein fyrir stöðu skólamála í landinu. Eftirlit með skólastarfi í kjölfar valddreifíngar er nauð- syn á að auka eftirlit með skóla- starfí. Erlendis er víða löng hefð fyrir eftirliti með skólastarfí af hálfu hins opinbera en hér á landi hefur ekki verið skipulega fylgst með skólahaldi utan þess óformlega eftirlits sem fræðslustjórar hafa haft með höndum. Ákvæði um upp- lýsingaöflun, úttektir og samræmd próf tengjast öll á einn eða annan hátt þessari eftirlitskröfu til stjóm- valda. Grunnskólalögin kveða á um eft- irlit sem næst vettvangi, þ.e. í skól- unum sjálfum, hjá foreldrum og hjá sveitarstjórnum. Áhersla er lögð á innra eftirlit í skólum, einfaldar vottanir á sjálfsmatskerfum skóla og aukna upplýsingamiðlun til for- eldra, sveitarstjórna og almennings. Ábyrgðarskylda skóla Grunnskólalögin gera ráð fyrir opnun skólanna gagnvart samfélaginu, þ.e. for- eldrum, stjómvöldum og öllum almenningi. Hugmyndin er sú að opnun skólanna sé nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að skapa bæði aðhald og stuðning við skóla- starf. Skólamir eru eign almennings og þeir sem þar starfa þurfa því að vera reiðubúnir að gera hlutaðeigandi aðilum grein fyrir starfsemi sinni. Gert er ráð fyrir stóraukinni upp- lýsingamiðlun um skólastarf, bæði um menntakerfíð í heild sem og um skólahald í einstökum sveitarfélög- um. Skólum er gert skylt að gefa út skólanámskrár þar sem sérstöðu hvers skóla er lýst, áherslum og verklagsreglum. Þá er menntamála- ráðuneytinu gert skylt að afla áreið- anlegra upplýsinga um framkvæmd skólastarfs í landinu. Forsendur skólaþróunar Ákvæðum um aukið eftirlit og opnun skólanna er ætlað að veita skólunum aðhald en einnig hvatn- ingu. Með því að bæta vitneskju alls almennings um skólastarfíð skapast forsendur fyrir auknum áhuga fólks á skólamálum. Á sama tíma og afskipti almenn- ings af skólamálum aukast er brýnt að bæta möguleika skólanna á að mæta breyttum kröfum til skóla- halds. Skapa þarf aðstæður fyrir virka skólaþróun innan skólanna. í hinni nýju löggjöf er að finna ýmis ákvæði sem eiga að stuðla að markvissara þróunarstarfí. Hér er einkum átt við ákvæði um skóla- námskrá og faglegt forystuhlutverk skólastjórnenda. Eldri ákvæði um störf skólastjóra í lögum, reglugerð- um og erindisbréfum voru fremur óljós hvað varðar forystuhlutverk skólastjóra og þetta hefur leitt til þess að margir skólastjórar líta ekki á það sem meginhlutverk sitt að veita skólum faglega forystu. Nýju lögin era afdráttarlaus hvað þetta snertir. Betra skólakerfi í heild má segja að með nýju lögunum sé innleidd í íslenskt skóla- kerfí nútímaleg hugsun um skóla- hald. Ábyrgð og vald einstakra að- ila í menntakerfínu er mun skýrar afmarkað en nú er, jafnframt því sem gerðar eru verulega auknar kröfur til starfshátta á öllum stigum menntakerfísins. Gildir það jafnt um menntamálaráðuneyti, sveitar- stjórnir, skólastjórnendur, kennara eða annað fagfólk innan og utan skólanna. Höfundur er menntamálaráðherra. Ágúst Oddsson Ólafur G. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.