Morgunblaðið - 15.03.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.03.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 2C AÐSENDAR GREIIMAR Traust á forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokknum ALLAR kannanir sýna, að miklar vænt- ingar eru bundnar við Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum og að þeim loknum. Mikill meirihluti kjós- enda telur, að Davið Oddsson verði áfram forsætisráðherra og Sj áifstæðisflokkurinn sitji því áfram í ríkis- stjórn. Er langt síðan forystumaður í ís- lenskum stjórnmálum hefur notið svo afger- andi trausts. Á það hefur hvað eftir annað verið bent, að kannanir nokkru fyrir kosningar sýni jafnan meiri styrk Sjálfstæðisflokksins, en hann nýtur, þegar kjósendur ákveða, hvetjum þeir veita atkvæði sitt. Hér skal engum getum að því leitt, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn virðist almennt fara hallloka í kosningabar- áttunni. Við frambjóðendur flokks- ins erum líklega síst til þess fallnir að dæma um það. Fram hjá þeirri staðreynd verður þó ekki litið, þegar um þetta er rætt, að andstöðuflokkar Sjálf- stæðisflokksins eru margir, þótt þeir séu ekki sérstaklega öflugir hver um sig. í kosningarbaráttu, sem eðlilega byggist á þeirri meginforsendu, að allir eigi sama aðgang að umræðuþáttum í fjöl- miðlum og sitji við sama borð í dagblöðum, sem ekki eru hrein flokks- málgögn, verða raddir andstæðinga sjálfstæð- ismanna óhjákvæmilega fleiri en hinna, sem halda fram stefnu hans. Sj álf stæðisflokkurinn gefur ekki út eigið mál- gagn eins og Alþýðu- flokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðu- bandalag. Sumir fjölmiðlar telja nauðsynlegt að minna á sjálfstæði sitt með því að gera meiri kröfur til Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Sjálfstæðismenn telja, að einkum á Rás 2 Ríkisútvarpsins sé sleginn óvinsamlegur tónn í garð flokks þeirra, gefist minnsta átylla til þess. Af því, sem gerist á vett- vangi fjölmiðlanna, mótast andrúms- loftið síðustu daga og vikur fyrir kosningar. Einföld sannindi Sjálfstæðismönnum dugar auðvitað ekki að gleðjast yfír því, að flokkur þeirra og formaður njóta trausts, eft- ir að hafa leitt þjóðina farsællega í gegnum fjögur erfíð ár. Þeir verða á næstu dögum og vikum að koma þeim einföldu sannindum á framfæri, að væntingar manna um að flokkurinn fari áfram með forystu rætast ekki nema kjósendur greiði Sjálfstæðis- flokknum atkvæði á kjördag.' Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogi Þjóðvaka, hefur gengið fram fyrir skjöldu og sagt Sjálfstæðisflokknum einkastríð á hendur. Hún vill með öllum ráðum útiloka hann frá aðild að ríkisstjórn. Líklega er einsdæmi að stjórnmálaforingi gangi fram með slíku offorsi í lýðræðisríki. Kjósend- um ætti að vera ljóst, að þeir efla Sjálfstæðisflokkinn ekki til áhrifa með því að kjósa Þjóðvaka. Forystumenn annarra vinstri flokka líta enn á það, sem fyrsta verkefni sitt að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa allir með einum eða öðrum hætti játast undir fyrirheit um að sameina svokölluð félagshyggjuöfl gegn Sjálfstæðisflokknum. Sundrungin á vinstri kantinum sýnir þó raunar best, hve marktækir þessir stjórn- málamenn eru. Sporin hræða 1971 tókst vinstri flokkunum að Miklar væntingar eru bundnar við Sjálfstæðis- flokkinn, segir Björn Bjarnason, og bendir á, að þær rætist ekki nema menn kjósi flokk- inn 8. apríl. koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkis- stjórn, eftir að hann hafði leitt við- reisnarstjórnina í tólf ár. Þeirri stjórn tókst að gjörbreyta íslensku þjóðfé- lagi, sigrast á erfiðleikum og skapa stöðugleika í efnahags- og stjórn- málum. Á fáeinum misserum helltu vinstri flokkarnir þjóðinni út í póli- tískan glundroða og óðaverðbólgu. Við ákvarðanir nú dugar kjósend- . um ekki frekar en endranær að líta á kosningaloforð líðandi stundar. Þeir verða að líta á bakgrunn flokka og stjórnmálamanna. Sagan kennir okkur, að mestu skiptir, að við stjórnvölinn séu menn, sem taka réttar ákvarðanir á grundvelli heil- Björn Bjarnason brigðrar stjórnmalastefnu og með hliðsjón af stöðu íslendinga í samfé- lagi þjóðanna. Hvernig hefði staðan verið ef sós- íalistar og Moskvuvinir hefðu haft úrslitaáhrif, þegar íslandi var boðið að gerast stofnaðili að Atlantshafs- bandalaginu (NATO)? Ætli það hefði síðar vérið gerður varnarsamningur við Bandaríkin? Ástæða er til að minna á andstöðu Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins við samninginn við Álusuisse um álverið í Straumsvík um miðjan sjöunda áratuginn. í lok áttunda áratugarins og upphafi þessu níunda unnu vinir austur-þýskra kommúnista, Hjör- leifur Guttormsson, Ingi R. Helga- son og Svavar Gestsson markvisst að því að spilla áliti erlendra fjár- festa á íslandi með sérstakri aðför að Alusuisse. Hvað skyldu þau spell- virki hafa kostað þjóðarbúið? I lok sjöunda áratugarins snerust félags- hyggjuöflin gegn aðild íslands að EFTA. Sama sagan endurtók sig árið 1993, þegar þau greiddu at- kvæði gegn aðild að evrópska efna- hagssvæðinu. Nú segir fulltrúi Kvennalistans í ræðu á Alþingi, að hún vilji ekki neinn zink-óþverra inn í landið. Kjósendur efla ekki Sjálfstæðis- flokkinn til áhrifa í íslenskum stjórn- málum með því að kjósa andstæð- inga hans. Aðeins með því að leggja Sjálfsræðisflokknum öflugt lið á þeim fáu vikum, sem enn eru til kosninga, tekst að halda kollsteypu- og úrtöluflokkunum frá stjórnartau- munum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hvar lærðir þú að umgangast sannleikann, Svavar Gestsson? Mér bárust af tilviljun fréttir af umræðum á Alþingi fyrir skömmu um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þar mætti Svavar Gestsson, al- þingismaður og fyrrver- andi menntamálaráð- herra, fyrir frumvarpi alþýðubandalagsmanna um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Mál sjóðs- ins voru rædd í fram- haldi af því. Oft hafa mér fundist pólitískar umræður á þingi ómáh efnalegar og fráleitar. { þetta sinn þekkti ég staðreyndir máisins og þá satt að segja ofbauð mér. Er hægt þrátt fyrir alla nútíma fjölmiðlun og fræðslu að gera staðreyndir að al- gjörum öfugmælum í málflutningi manna á Alþingi íslendinga? Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra, fullyrti í umræðunni m.a. að námsmenn hafi „hrakist frá nárni" jafnvel hundruðum eða þúsundum saman vegna nýrra laga og reglna um LÍN. Ofugmælin eru aigjör. Stað- reyndin er sú að íslenskum náms- mönnum hefur fjölgað í lánshæfu námi síðan lögin um LÍN voru sett á árinu 1992. Öfugmæli að hætti lærimeistara? Svavar hélt því m.a. fram í áður- nefndri umræðu að núverandi ríkis- stjórn, með menntamálaráðherra í broddi fylkingar, hafi skorið niður framlög ríkisins til LÍN síðustu ár. Hann tók þar sérstaklega sem við- miðun fjárveitingu til sjóðsins skv. ríkisreikningi árið 1991. Svavar komst að þeirri niðurstöðu að núver- andi ríkisstjórn hafi skorið fjárfram- lög til sjóðsins niður m.v. þá ijárhæð í ríkisreikningi! Hið sanna er, eins og Svavari er mæta vel kunnugt sjálfum, að núverandi ríkisstjórn þurfti, þegar hún komst til valda vorið 1991, að hækka sérstaklega í aukafjárlögum fjárveitingu til sjóðs- ins árið 1991 um 700 milljónir króna. Að auki þurfti núverandi ríkisstjórn að heimila ótæpilegar lántökur á því Gunnar Birgisson ári til þess hreinlega að forða sjóðnum frá greiðsluþroti. Þessa aukafjárveitingu nú- verandi ríkisstjórnar árið 1991 þakkar Sva- var sér í þessari dæma- lausu ræðu! Spurningin er sú, Svavar: Fékkstu kannski sérstaka þjálf- un í svona málflutningi þegar þú varst í námi forðum daga? Sannleikurinn um afskipti Svavars af LÍN HLUTFALL FJÁRVEITINGA 1988-91 1 7. af nfimsaftstoð 1 heild 1966 1969 1990 1991 Mt&*6 cr rl6 {JtrlOf 1991 Þessi málflutningur Svavars er ekki síst athyglisverður vegna þess að hann gerðist sekur um það á valdatíma sínum sem menntamálaráðherra með tilstyrk Olafs Ragnars, fyrrv. íjármálaráð- herra, að skera íjárframlög ríkisins Færri námsmenn taka lán, segir Gunnar Birg- isson, sem ekki þurfa á námsaðstoð að halda. ótæpilega niður en hækka útlán sjóðsins gífurlega á sama tíma, m.a. með sérstakri reglugerð. Þetta má glöggt sjá á meðfylgjandi súluriti, sem sýnir á föstu verðlagi hækkun útlána LÍN og lækkun ríkisframlaga, svo og hlutfall fjárveitinga m.v. útlán á þeim árum sem Svavar og Olafur Ragnar fóru með málefni LIN í stjómarráðinu. Skammtímalán voru tekin til að brúa bilið. Svo skarplega var að verki staðið á örskömmum tíma að greiðsluþrot blasti við sjóðn- um árið 1991. Sem betur fer fyrir Vilt þú hætta að reykja? Ég get hjálpað þér. Orkustöðvahreinsun og orkugjöf. Bryndís Hrólfsdóttir, heilun & ráðgjöf, sími 567 3613. NAMSAÐSTOD FRA UN og fj&rveitingar 1966 1960 1990 1991 FJirTelllnj 2017 2416 2546 1693 Nimt>6(U>6 3206 3543 4359 4651 námsmenn tókst núverandi ríkis- stjórn og stjórn LÍN að koma í veg fyrir það stórslys. Fjárveitingar síðustu ár hafa styrkt sjóðinn Núverandi ríkisstjórn og stjórn- endur LÍN hafa lagt á það höfuð- áherslu að reisa fjárhag sjóðsins við eftir m'áðsíu Svavars og Ólafs Ragn- ars. í því skyni var lögum um sjóðinn og úthlutunarreglum breytt. Mennta- mála- og fjármálaráðherra hafa enn fremur fylgt þeirri reglu að sá kostn- aður sem LÍN hefur af því að veita námsmönnum lán sé greiddur hveiju sinni af ríkissjóði. Þá er um að ræða kostnað vegna niðurgreiðslu vaxta, afskrifta af lánum og annan kostnað við námsaðstoðina. Þessi kostnaður hefur verið reiknaður af Hagfræði- stofnun Háskóla íslands og Ríkisend- urskoðun og fyrst metin 54% af út- lánum sjóðsins eftir samþykkt lag- anna en hefur verið endurmetinn 51% nú við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1995. Fjárveitingar hafa undanfarin árin 1992-93 og ’94 í raun verið mun hærri en sem nemur þessum kostnaði. Því hefur ríkisstjórnin I FJirvelUDf ^ Nimta6ito6 styrkt LÍN með háum fjárveitingum fremur en hið gagnstæða. Fleiri stunda lánshæft nám eftir gildistöku nýrra laga Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, og stjórn LÍN settu sér í upphafi kjörtímabils í meginatriðum tvö markmið, þ.e. að reisa fjárhag sjóðsins við og tryggja þannig öllum jafnrétti til framhaldsnáms án tillits til efnahags. Þessi markmið hafa náðst. 1. Lánasjóði íslenskra námsmanna hefur verið forðað frá greiðsluþroti og sjóðurinn er nú viðunandi stæður fjárhagslega. 2. Fleiri íslenskir námsmenn stunda nú lánshæft framhaldsnám hér heima og erlendis eftir að ný lög og reglur tóku gildi um Lánasjóð íslenskra námsmanna. I áðurnefndum fáheyrðum umræð- um á Alþingi fjallar Svavarum fækk- un lánþega LIN eins og um væri að ræða fækkun námsmanna! Það er rétt að færri taka nú lán til þess að ljúka framhaldsnámi, en þeim mun fleiri ljúka slíku námi af sjálfsdáðum. Fækkun lánþega LÍN er mikilvæg ástæða fyrir minni fjárþörf sjóðsins og batnandi fjárhag hans. Ástæðan fyrir fækkun lánþega er fyrst og fremst sú að nú taki færri námsmenn lán sem ekki þurfa á námsaðstoð að halda til þess að stunda framhaldn- ám. Það sýna svart á hvítu, Svavar, tölur um að námsmönnum í láns- hæfu námi hefur fjölgað en ekki fækkað! Höfundur er formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í fyrsta útdrætti happdrættisins (aukavinningar). Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aðilar hlutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorka eða Benidorm, miði nr. 92907, Birgitta Ebenesersdóttir, Kópavogi. 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 129131, Steinunn L. Þorvaldsdóttir, Reykjavík. 3. Ferð fyrir tvo.til Dublin, miði nr 1507, Stefnir hf., Reykjavík. Næsti útdráttur úr seldum miðum er mánudaginn 20. mars. Af tæknilegum ástæðum verða vinningar ekki birtir fyrr en 21. mars, kl. 20.55 á RÚV og kl. 20.30 á Stöð 2 og í Morgunblaðinu 22. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.