Morgunblaðið - 15.03.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 31
HUÓMSVEITAKEPPNI TÓNABÆJAR
Gort
GORT skipa Hugi Guðmundsson, sem leikur á gítar,
Sveinn Áki Sveinsson sem leikur á bassa, Haraldur
A. Leifsson sem leikur á trommur, Þóranna Dögg
Björnsdóttir, sem leikur á óbó og syngur, og Hrafn-
kell Pálsson, sem leikur á gítar og fiðlu. Gort er að
mestu úr Garðabæ og leikur einhvemveginn rokk, en
meðalaldur liðsmanna er tæp nítján ár.
Gormar og geimfluga
FRÁ Selfossi kemur hljómsveitin Gormar og geimfluga
og leikur tónlist sem kalla má nýbylgjugrugg. Sveitma
skipa Örn Gunnþórsson bassaleikari, Haraldur G. Ás-
mundsson og Heimir Tómasson gítarleikarar, Haraldur
B. Ólafsson trommuleikari og Sjöfn Gunnarsdóttir og
Valur Arnarson sem sjá um sönginn. Meðalaldur sveit-
armanna er rúm sautján ár.
Krá-khan.
ÞVÍ sérkennilega nafni Krá-khan heitir hljómsveit úr
Reykjavik og Kópavogi. Liðsmenn em Magnús G.
Magnússon söngvari, Bjöm L. Þórðarson og Kristinn
Sigurpáll Sturluson gitarleikarar, Almar Halldórsson
bassaleikari og Runólfur Einarsson trommuleikari.
Krá-khan leikur rokkafbrigði, en meðalaldur liðs-
manna er um tuttugu ár.
MÚSÍKTILRAUNIR
MÚSÍKTILRAUNIR, árleg hljómsveitakeppni félagsmið-
stöðvarinnar Tónabæjar, hefjast annað kvöld, fimmtudags-
kvöld. Þá leiða saman hesta sína bílskúrssveitir hvaðanæva
af landinu og keppa um ýmisleg verðlaun, hljóðverstíma,
plötuúttektir og tæki og tól sem gagnast í hljómsveita-
stússi. Músíktilraunir 1995 eru þrettándu tilraunimar frá
1982 og margar hljómsveitir sem nú eru í sviðsljósinu
komu fyrst fyrir almenningssjónir á sviðinu í Tónabæ.
Músíktilraunir ganga þannig fyrir sig að hver hljóm-
sveit flytur þijú fmmsamin lög og áheyrendur greiða síðan
atkvæði um frammistöðu hennar. Til að tryggja að allir
komist áfram sem eiga það skilið starfar sérstök dómnefnd
sem grípur inní ef þörf krefur. Að þessu sinni keppa 32
hljómsveitir um sæti í úrslitum. Keppnin fer fram á fjórum
kvöldum, annað kvöld, 16., 23., 24. og 30. mars. Síðan
verður úrslitakvöldið 31. mars og þá keppa átta til tíu
sveitir um sigurlaunin, en þá er vægi dómnefndar öllu
meira, eða 70% á móti 30% úr sal.
Hefðbundin verðlaun í Músíktilraunum eru hljóðvers-
tímar og að þessu sinni eru fyrstu verðlaun 25 tímar í
Sýrlandi, fullkomnasta hljóðveri landsins, sem Skífan gef-
ur, 2. verðlaun eru 25 tímar í Gijótnámunni sem Spor
gefur, 3. verðlaun eru einnig 20 hljóðverstímar, frá Hljóð-
hamri, en einnig fær athyglisverðasta hljómsveitin 20 hljóð-
verstíma frá Stúdíoi Stef. Að auki fær besti gítarleikari
gítar frá Hljóðfæraverslun Steina, besti söngvarinn fær
Shure hljóðnema frá Tónabúðinni Akureyri, besti bassaleik-
ari vöruúttekt frá Skífunni í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur,
besti trommuleikarinn fær vöruúttekt frá Samspili og Paul
Bernburg og besti hljómborðsleikarinn verður einnig verð-
launaður. Einnig gefur Japís geisladiska, en styrktaraðilar
er einmitt Japís, Skífan, Hard Rock Café, Coca Cola, Pizza-
húsið og Jón Bakan, að ógleymdu Hljóðkerfi Reykjavíkur,
sem leggur til allan tækjabúnað.
Músíktilraunir eru jafnan þverskurður af því sem helst
er á seyði í bílskúrum landsins, eins og sannaðist eftirminni-
lega í tilraununum 1992 þegar önnur hver sveit spilaði
Læðurnar
LÆÐURNAR, sem leika „týpíska tónlist", koma úr
Reykjavík. Liðsmenn eru Freyr Bergsteinsson gítar-
leikari, Sigurður P. Arnarson söngvari, Þórhallur
Halldórsson túbuleikari og Svavar Knútur Kristinsson
gítarleikari og söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er
tæp tuttugu ár.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Botnleðja
BOTNLEÐJA er skipuð Hafnfirðingunum Haraldi Frey
Gíslasyni, sem leikur á trommur, Ragnari Páli Sveins-
syni, sem leikur á bassa, og Heiðari Erni Kristjáns-
syni, sem leikur á gítar og syngur. Þeir félagar eru
allir á tuttugasta og fyrsta árinu og segjast leika pönk-
skotið nýbylgjurokk.
dauðarokk. í síðustu tilraunum bar mjög á Seattle-rokki
í anda Nirvana og líklega eimir enn eftir af því þó eflaust
hafi pönkstraumar að vestan skilað sér að einhverju leyti
og jafnvel breskt gítarpopp líka.
Fyrstu Músíktilraunirnar voru haldnar 1982 og þá sigr-
Splurge
SPLURGE er Seattlerokksveit úr Þorlákshöfn. Sveitar-
menn eru Ottó Freyr Jóhannsson og Ingvar G. Júlíus-
son gítarleikarar, Jón Óskar Erlendsson bassaleikari,
Olav Veigar Davíðsson trommuleikari og Þorbjöm
Jónsson söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp
nítján ár.
aði Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, sem gjaman
kallaðist DRON. Dúkkulísumar sigmðu 1983, 1984 féll
keppnin niður vegna kennaraverkfalls, Gipsy sigraði 1985,
og Greifarnir náðu mikilli hylli eftir að þeir sigruðu 1986.
Sigursveitin 1987, Stuðkompaníið, náði nokkrum vinsæld-
um, en sigursveitirnar 1988, Jójó, 1989, Laglausir, og
1990, Nabblastrengir, eru flestum gleymdar. 1991 sigraði
Infusoria/Sororicide, sem sendi frá sér breiðskífu í kjölfar-
ið og spilaði mikið um tíma. Kolrassa krókríðandi sigraði
1992 og er enn að, sendi til að mynda frá sér stuttskífu
fyrir jólin 1992 og breiðskífu fyrir síðustu jól, Yukatan
bar sigur úr býtum 1993, sendi frá sér breiðskífu í lqölfar-
ið og hætti svo, og sigursveitin 1994, Maus, gaf einnig
út afbragðs plötu fyrir síðustu jól og er til alls líkleg.
Kolrassa og Maus leika reyndar einnig á þessum músíktil-
raunum, en nú sem gestasveitir. Önnur „Músíktilrauna-
sveit“, Strigaskór nr. 42, sem tóku þrívegis þátt í Músíktil-
raununum og komust í úrslit í öll skiptin, leikur einnig sem
gestasveit. Annars verður gestasveitum svo skipað á kvöld:
Annað kvöld, 16., leikur Kolrassa Krókríðandi fyrir og
eftir keppnina; hitar upp fyrir keppendur og leikur síðan
á meðan atkvæði eru talin í lokin. 23. leika Strigaskór nr.
42 og Maus, 24. leika Ólympía og Curver og 30. leikur
Unun, en trymbill Ununar barði einmitt Yukatan til sigurs
á sínum tíma. Gestasveit úrslitakvöldið, 31. mars, verður
svo Jet Black Joe, en sú sveit á nokkrar rætur í Músíktil-
raunum og þannig var bassaleikari hennar í sigursveitinni
1990, Nabblastrengjum, og söngvarinn kom við sögu í
hljómsveit sem hét því skemmtilega nafni Nirvana og tók
þátt sama ár.
, Rás 2 kynnir tilraunimar í útvarpi og líkt og mörg undan-
farin ár sendir Rás 2 beint út frá úrslitakvöldinu 31. mars,
en kynnir öll kvöldin verður Snorri Sturluson. Þess má og
geta að Sjónvarpið hyggst senda út frá úrslitakvöldinu og
einnig ætlar Stöð 2 að gera keppninni góð skil í þættinum
Popp & kók.
Árni Matthíasson tók saman
Bee Spiders
TVÆR rokksveitir koma úr Mosfellsbæ að þessu sinni
og önnur þeirra er Bee Spiders. Sveitina skipa Jón Þór
„Djonní Bí“ Birgisson gítarleikari og söngvari, Amar
Ingi „Black Widow“ Hreiðarsson bassaleikari og Hall-
grímur J. „Jimmy Spider" Hallgrímsson trommuleik-
ari. Þeir félagar segjast leika Seattle Grunge-tónlist,
en meðalaldur þeirra er slétt tuttugu ár.