Morgunblaðið - 15.03.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.03.1995, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Björn Júlíusson var fæddur í Stafholti í Vest- mannaeyjum 1. október 1921. Hann lést á Land- spítalanum 6. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Júlíus Jóns- son múrarameist- ari, d. 1978, og Sig- j urveig Björnsdótt- ir, d. 1934, sem ættuð var undan Eyjafjöllum. Björn var elstur sjö systk- ina og voru bræður hans Haf- steinn múrarameistari og Garð- ar rafvirkjameistari, báðir látn- ir, systur þeirra eru Sigríður, Helga, Jóna og Sigurveig. Síð- ari kona Júlíusar Jónssonar var Gíslína Einarsdóttir frá Þor- laugargerði í Vestmannaeyjum. Björn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þórunni Sólveigu Kristjánsdóttur hjúkrunar- fræðingi frá Brattlandi í Vest- mannaeyjum, 1. maí 1954. For- eldrar hennar voru hjónin Kristján Sigurðsson, ættaður úr Skaftártungu, og Oktavía Hróbjartsdóttir, ættuð undan Austur-Eyjafjöllum. Börn Þór- unnar og Björns eru: 1) Július Kristján sálfræðingur, f. 5. september 1954, kvæntur Elínu Stefánsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, og eiga þau þijú börn, Þórunni Jóhönnu, Sigríði Asu og Sólveigu Birnu. 2) Sigurveig fóstra, f. 28. september 1966. Hennar maður er Jón Einar Haraldsson, skólastjóri Barna- skólans á Eiðum og eiga þau soninn Harald Ölvi. Björn varð stúdent frá Versl- TENGDAFAÐIR minn, Bjöm Júl- íusson barnalæknir, er látinn. Eftir sitjum við ástvinir hans og söknum hans sárt. Við hefðum svo gjarnan viljað njóta nærveru hans lengur. Bjössi var einstakur maður, sem var svo gott að eiga að vini. Líf hans einkenndist allt af heiðarleika, samviskusemi og einstakri tryggð og hjálpsemi við aðra. Svo var hann líka svo skemmtilegur maður. Kynni okkar hófust fyrir 21 ári, þegar leið mín fór að liggja í Stóra- gerði 11. Þar var mér, frá fyrsta degi, tekið opnum örmum af Tótu og Bjössa og opnaðist mér þar nýr heimur, með þessu skemmtilega 'og góða fólki. Tóta og Bjössi spjölluðu svo skemmtilega og það var svo notalegt að hlusta á þau tala um liðna tíma í Vestmannaeyjum og heyra sögur af skemmtilegu fólki og atburðum. Það var líka gaman að heyra um námsárin heima og í Kaupmanna- höfn og margt fleira sem spjallað var um. Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn, var gott að eiga afa að. Ef stelpumar urðu veikar eða þurfti að passa þær, var hann strax kom- inn, hvort sem var á nóttu eða degi. Það var allt í lagi að afí kíkti í eyr- un eða skoðaði í hálsinn og hlustpíp- an var einstakt verkfæri. Hann hafði gott lag á þeim og varð einstakur vinur þeirra og alltaf tilbúinn að deila með þeim gleði og sorgum. í Björnskoti slöppuðu amma og afi vel af í kyrrð sveitarinnar og þar fannst þeim gott að vera. Þau fóru í gönguferðir, lásu og afi dundaði við viðhald á húsinu og girðingum. Reistur var skáli og pallur. Þau skruppu til Þorlákshafnar eða í sund í Hveragerði. íslenski fáninn var oft dreginn að húni og þá fannst afa ekki verra, ef lítið barn aðstoðaði. Oft komu góðir gestir og var þá glatt á hjalla. Bjössi afi sá um að grilla og börnunum fannst einstakur viðburður, ef hann tók fram harmón- ikkuna bg spilaði nokkur danslög. unarskóla íslands árið 1947 og lauk læknaprófi frá Há- skóla Islands vorið 1955, hvort tveggja með hárri 1. ein- kunn. Hann starf- aði síðan sem lækn- ir í Vestmannaeyj- um til ársloka 1958 og hélt þá til Dan- merkur og Svíþjóð- ar í sérfræðinám, þar sem þau hjónin dvöldu í tvö og hálft ár, en 30. nóv- ember 1961 hlaut Björn viðurkenningu sem sér- fræðingur í barnalækningum. Björn starfaði síðan sem barna- læknir á Landspítalanum frá því í maí 1961 og fram til 1993, er hann lét af störfum og hafði þá starfað að sérverkefnum í nærri tvö ár eftir lok embættis- aldurs 1991. Björn fór í náms- ferðir til Glasgow, London og Stanford-háskólans í Kalifor- níu, auk þess sem hann sótti mörg námskeið og læknaþing heima og erlendis um barna- sjúkdóma og ritaði um niður- stöður í íslensk læknarit. Hann kenndi árum saman við Hjúkr- unarskóla íslands og síðar við deild hjúkrunarfræðinema og læknadeild Háskóla Islands. A læknisárum sínum í Vest- mannaeyjum kenndi Björn á skipsljórnarnámskeiðum, sem haldin voru þar á vegum Stýri- mannaskólans i Reykjavík. Hann var félagi í Akóges í Reykjavik siðan 1973 eða í 22 ár.^ Utför Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þjóðhátíðin í Björnskoti var skemmtileg, í byijun ágúst. Þá var afi búinn að safna í brennu og sung- in voru lög úr Eyjum og varð þá mikil „Eyjastemmning“ í kvöldrök- krinu. Björn Júlíusson var einn af þeim mönnum sem ég hef virt mest í mínu lífi. Þegar ég eignaðist hann fyrir tengdaföður, eignaðist ég um leið góðan vin og velgjörðarmann. Um ókomin ár mun ég minnast okk- ar góðu kynna og með þessum fá- tæklegu orðum þakka ég honum samfylgdina. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Elín Stefánsdóttir. „Dáinn, horfinn!" — Harmafregn! Horfínn er af heimi nákominn frændi og æskufélagi minn, Björn Júlíusson læknir. Veikindi hans og andlát bar nokkuð brátt að. Ekki höfðum við ættingjar vitneskju um sjúkleika hans fyrr en fyrir svo sem þremur mánuðum, og mun hann sjálfur lítt hafa kennt hans fyrr. En með ótrúlegum hraða og heljar- þunga tókst hinum illræmda sjúk- dómi að greiða náðarhöggið. Við Björn vorum bræðrasynir og höfðum báðir sætt þeim örlögum að missa mæður okkar er við vorum á barnsaldri. Milli bræðranna Harald- ar og Júlíusar feðra okkar var mjög sterkt og náið samband. Eftir móð- urmissinn dvaldi Björn langtímum saman á æskuheimili mínu. Stjúp- móðir mín gekk okkur báðum í móð- urstað af einstakri umhyggjusemi og hlýju. Æ síðan var Björn sem einn af okkur systkinum, elskaður og dáður fyrir mannkosti sína og tryggð við foreldra okkar og okkur öll. Minningabrot frá þessum æsku- dögum leita á hugann: Það er smala- og rúningsdagur. Við erum sendir í hagann að sækja hestana, sem nota á við smalamennskuna og upp kem- ur metingur um hvor verði fyrri til að ná í bezta reiðhestinn, en mesta MINNNGAR yndið og ánægjan sem við þekktum var að sitja viljugan og góðan hest... Eða kominn var brakandi heyþurrk- ur og nú átti að flytja hey heim af engjunum og við áttum að vera milli- ferðarmenn. Þá gafst góður tími til að virða fyrir sér hina undurfögru fjallasýn sem við blasti, Eyjafjöllin með jökulinn hið efra en iðjagrænar brekkurnar hið neðra, þar sem for- eldrar okkar höfðu gengið sín æsku- spor... Það var sólbjartur sunnudags- morgunn. Við höfðum fengið leyfi til að fara ríðandi að Seljalands- fossi. Reiðskjótarnir voru Gráni og Magga-Jarpur, báðir eldfrískir brokkarar, heppilegir strákahestar, sem gaman var að láta reyna með sér ef góður vegur var framundan. Þannig liðu þessir sólskinsdagar æskuáranna og lífið var einn sam- felldur leikur. Ég hygg að segja megi að Björn hafi erft hina bestu kosti úr báðum ættum sínum. Hann var góðgjarn og drenglyndur, trygglyndur og bjargtraustur á hveiju sem gekk. Hann var hreinskiptinn og einbeittur í öllum samskiptum við annað fólk, stundum máske full kröfuharður, en gerði jafnan mestar kröfur til sjálfs sín. Heiðarleiki og trúmennska var honum eitt og allt. Björn gekk aldr- ei með hálfum huga til verks. Eftir að hafa gaumgæft viðfangsefnið og gert nákvæma áætlun um fram- kvæmd þess, gekk hann fram með óbilandi einbeitni og þrótti til úr- lausnar. Var þá oft lifandi eftirmynd föður síns, sem átti sér fáa líka í atorku og dugnaði til allra verka. Júlíus faðir hans hafði á sér sér- stakt orð fyrir harðfylgi og dugnað, ekki einasta við handverk sitt, held- ur einnig og ekki síður í öllum sam- skiptum við annað fólk. Einbeitni og orðkynngi ásamt strangri réttlæt- iskennd og samúð með þeim er minna máttu sín gerðu hann, í aug- um okkar hinna, að hinum sterka hlyn sem aldrei svignar og alltaf er hægt að leita skjóls hjá. Þannig var Bjöm einnig í allri framgöngu, traustur og ráðhollur, nærgætinn og glöggskyggn í sínum líknar- og læknisstörfum jafnt sem vináttu við frændur og vini. En reglusemin og trúmennskan voru máske sterkustu þættirnir í fari hans. Eru mér mörg atvik minnisstæð frá æskudögum, sem gáfu sterka vísbendingu um hvers væri að vænta með aldri og þroska. Gleggst og bezt komu þess- ir skapgerðarkostir fram er hann þreytti sína skólagöngu og læknis- nám. Var því viðbrugðið hversu vel hann skipulagði nám sitt og hve stranglega og samviskusamlega hann stundaði lærdóminn, enda námsárangurinn ávallt á hæstu stig- um. Samfundir okkar Bjöms hafa orð- ið færri á seinni árum og sambandið minna en áður. En vináttuböndin hafa aldrei slaknað. Á ögurstundum í lífi mínu kom hann mér til hjálpar, sem ég fæ aldrei fullþakkað, en bið Almættið að veita sál hans frið og ró. Eg flyt nú í hinsta sinni þessum dáða frænda og vini einlægar kveðj- ur og þakkir okkar systkinanna frá Tjörnum, sem höfum ætíð litið hann sem einn úr hópnum. Hans er ljúft að minnast. Guð blessi minningu Björns Júl- íussonar og veiti eftirlifandi fjöl- skyldu hans og ástvinum líkn og frið í sorg þeirra. Sigurður Haraldsson frá Kirkjubæ. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast Björns föðurbróður okk- ar. Nú þegar hann frændi okkar er látinn setur okkur hljóð, en um leið leita á hugann margar góðar minn- ingar frá okkar uppvaxtarárum og þá sérstaklega öll jólaboðin. Jólaboð hjá Bimi þar sem þessar tvær fjöl- skyldur hittust og áttu saman skemmtilegar stundir. Það þótti al- veg sérstök upplifun hjá okkur krökkunum, að fara í jólaboð til þeirra hjóna, því móttökurnar voru þess eðlis. Ekki bara yndislegar krásir sem á borð voru bornar, held- ur miklu frekar framkoma og við- mót þeirra í garð okkar krakkanna. Allt vildi hann frændi okkar fá að vita um hvað við væmm að fást við hveiju sinni og sýndi okkur á þann hátt, sem börnum, mikinn áhuga og virðingu. Þannig var hann ætíð. Oft höfum við leitað til hans vegna veik- inda barna okkar og jafnvel vegna barna vina okkar, og alltaf fékkst sama svarið: „Sjálfsagt að líta á krakkann.“ Björn var ekki bara árvökull og góður læknir, hann var sannur mað- ur. Sumum kann ef til vill að hafa þótt hann nokkuð hijúfur, stundum, en það má eflaust rekja til þess hve hreinskiptinn hann var og laus við alla hálfvelgju. Þannig viljum við minnast hans. Kæra fjölskyida, Þórunn, Júlli, Sigurveig, makar og börn, við vott- um ykkur einlæga samúð. Minningin um hann mun lifa. Sigurveig, Eyja, Guðný, Sig- urður, Júlíus og Þröstur. Þegar ég stend við líkbörur Björns Júlíussonar og kveð góðan og sér- staklega traustan vin setur að mér trega sem er þó blandinn þeirri gleði að hafa átt slíkan ágætis mann að vini, sem gaf mér og minni fjöl- skyldu margar góðar minningar. Við vorum báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og frá æskuárum vissi ég ætíð hver hann var. Hann var ungur maður sem braust af fá- tækt til mennta og hafði ákveðið að fara í háskólanám. Björn var kominn yfir tvítugt þegar hann hóf mennta- skólanám og vann fyrir sér á sumr- in og hvenær sem hann gat, m.a. með sjómennsku á síldveiðum. Hann var einn fyrsti Verslunarskólastúd- entinn sem lauk læknisfræðinámi og gerði það eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur með mikl- um myndarbrag. Nýkomin heim til íslands eftir nokkurra ára nám og dvöl erlendis hófum við Anika búskap í sama stór- hýsi og þau bjuggu Björn og Þór- unn. Þau voru þá einnig nýlega kom- in aftur heim til íslands. Þá kynnt- umst við og urðum upp frá því alda- vinir. Við vorum ekki alltaf inni á gafli hver í annars ranni, en það skiptir ekki litlu að eiga slíka holl- vini sem þau hjón hafa alltaf verið. Björn Júlíusson og Þórunn hafa ver- ið þeir traustu vinir sem alltaf er unnt að leita til; ætíð boðin og búin ef á þurfti að halda. Björn fylgdist náið með hvernig börnum okkar gekk í oft erfiðu háskólanámi og var ætíð fyrstur manna til að gefa þeim og okkur góð ráð og uppörvandi, alltaf svo jákvæður og heill. Þegar við komum hingað til Reykjavíkur í eldgosinu í Heimaey árið 1973 var yngsta barn okkar af fjórurn aðeins þriggja mánaða gam- alt. I mörgu var að snúast í hús- næðisvandræðum fyrstu mánuðina og tóku þá Þórunn og Björn Kristínu Rósu í fóstur í hálfan mánuði, með- an mest gekk á. Þannig hafa þau hjón ávallt verið. Og það voru fleiri en við sem nutum traustrar vináttu þeirra og gestrisni, en heimili þeirra í Stóragerði er sannkallað menning- arheimili þar sem við höfum átt margar góðar stundir. Björn Júlíusson var framúrskar- andi vandaður maður, sérstaklega ósérhlífinn, vinnusamur og nákvæm- ur. Við áttum skap saman, en gáfum okkur þó eins og gengur of lítinn tíma til samvista í gegnum árin. Síðastliðin tuttugu ár höfum við þó hist nærri því hvern mánudag yfir vetrarmánuðina á fundum félagsins Akóges þar sem hann var frábær félagi. Það var mér alltaf tilhlökk- unarefni að hitta minn góða vin Björn á Akógesfundum. Eftir fundi röbbuðum við alltaf saman yfir kaff- inu og bar þá margt skemmtilegt og fróðlegt á góma, en Björn var fróður og víðlesinn. Hann sagði vel frá og við rifjuðum upp margt skemmtilegt frá liðinni tíð í Eyjum, gamlar sagnir og græskulaust gam- an. Þegar Björn var námskandidat og ungur læknir á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum voru hundruð skipa, flest erlend, á Eyjamiðum og leituðu þau oft til Vestmannaeyja með veika og slasaða sjómenn. Læknar í Eyjum fóru þá í marga vitjunina út í skipin, oft við mjög BJORN JÚLÍUSSON erfiðar aðstæður. Á litlum hafnsögu- báti þurfti ákveðni og kjark til þess að komast út í skipin í haugasjó eða taka á móti sjúklingum, þegar skip komust ekki inn til hafnar sem var þá fullsetin af bátum og skipum og mikil þrengsli. Af meðfæddri hóg- værð lét Björn ekki mikið yfir þessu. Læknisvitjanir um borð í skip voru hluti af starfsskyldu hans og Vest- mannaeyjalækna, en stundum voru þetta svaðilfarir í vetrarveðrum. Þetta er enn óskráður kafli í sögu heilbrigðisþjónustu á íslandi, sem við ræddum stundum um að þyrfti að gera betri skil. Sem fyrr er það Guð sem ræður. Við félagarnir í Akóges söknum nú allir góðs félaga og vinar og þökkum Birni störf hans í þágu fé- lagsins. Björn Júlíusson stundaði störf sín af mikilli alúð. Honum þótti vænt um læknisstarfið og var læknir af köllun, mjög fær, virtur og elskaður af sjúklingunum, litlu börnunum og aðstandendum þeirra. Marga ferðina fór hann með fárveik börn til Lund- úna meðan aðstæður voru ekki nógu fullkomnar hér heima. Nemendur hans, hjúkrunar- og læknanemar, gáfu honum þá ein- kunn, að hann hefði verið hinn strangi en góði kennari, sem hafði fyrir þeirra hönd mikinn faglegan metnað til þess að auka fæmi þeirra. Hann gerði kröfur, en þó mestar til sjálfs sín. í kunningja- og vinahópi var Björn hrókur alls fagnaðar, hafði mikla kímnigáfu og sá glöggt hið broslega í tilverunni. Hann var hispurslaus og blátt áfram við hvern sem var, en hlédrægur. Ef hann tók eitthvað að sér fylgdi hann því manna best eftir og skilaði því sem honum var trúað fyrir með sóma. Sérstaka umönnun og ást sýndi hann ávallt eiginkonu sinni og fjölskyldu. Þór- unn var honum allt. Harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldu Björns Júlíussonar, Þórunni Sólveigu eiginkonu hans, börnum og þeirra fjölskyldum. Hans er sárt saknað af ættingja- og vinahópnum. Við vottum Þórunni og fjölskyldunni einlæga samúð okkar; en minningin um góðan dreng sem Björn Júlíusson var, lifir með okkur öllum er hann þekktum. Hans verður ætíð gott að minnast. Guð blessi minningu hans og ástvini alla. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Fallinn er frá mætur borgari og traustur samstarfsmaður til margra ára, Björn Júlíusson læknir. Veik- indastríðið stóð frá síðastliðnu hausti. Það átti rætur að rekja til illkynja meinsemdar í nýrum er varð honum að lokum að aldurtila. Ann- ars hafði Björn verið heilsuhraustur alla ævi. Birni var ljóst strax í upp- hafí að hveiju stefndi en lét engan bilbug á sér finna svo lengi hann mátti mæla. Slíkt var ekki að hans skapi. Björn var fæddur í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann var mik- ill Vestmannaeyingur í sér og þekkti þar allt til hlítar. Hann bar hlýjar kenndir í bijósti til æskustöðvanna. Þær voru ófáar sögurnar sem hann rifjaði upp um íbúa staðarins og atburði til fróðleiks og gamans okk- ur hinum sem fávís vorum um hagi fólks þar í byggð og staðhætti. Björn var um tíma Iæknir í Vest- mannaeyjum eftir að hann lauk kandídatsprófi frá læknadeild Há- skóla íslands og hann hljóp til og veitti neyðarþjónustu þar um stund- arsakir í þrengingum Vestmanna- eyinga eftir eldgosið 1973. Sérnám í barnalækningum stund- aði Björn á Landspítalanum og í Danmörku. Þegar því námi lauk var hann fastráðinn að barnadeiid Landspítalans sem síðar hlaut nafnið Barnaspítali Hringsins. Þess utan veitti Björn sérfræðiþjónustu á eigin stofu sem hann rak um árabil. Sam- hliða störfum sínum á barnadeildinni tók Björn verulegan þátt í kennslu læknanema og nemenda í öðrum heilbrigðisgreinum, bæði ótilkvadd- ur og eftir því sém fyrir hann var lagt og um var beðið. Sem slíkur stundakennari bar hann um 12 ára skeið þann formlega kennslutitil að vera aðjunkt í læknadeild. Á starf-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.