Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNNGAR
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 33
sævi sinni fór Björn nokkrum sinn-
um til alllangra námsdvala erlendis,
bæði vestan hafs og austan, til að
viðhalda og auka þekkingu sína auk
margra styttri náms- og kynnis-
ferða.
Ég kynntist Bimi ekki að ráði
fyrr en hann fór að vinna á barna-
deild Landspítalans í kringum 1960.
Við tengdumst fljótt vináttuböndum,
samstarfíð var óhjákvæmilega náið
því við vomm í byijun einu sérfræð-
ingarnir á deildinni auk Kristbjarnar
Tryggvasonar yfírlæknis. Vinnan
gat verið strembin, vaktbyrði mikil,
því standa þurfti vakt annan hvern
sólarhring allmörg fyrstu árin uns
stöðuheimildum fjölgaði. Björn var
verkfús, lá ekki á liði sínu ef grípa
þurfti til hendi, ávallt reiðubúinn að
hlaupa í skarðið í forföllum annarra.
Hann var knár og röskur til vinnu,
var ekki að tvínóna við hlutina.
í þessu sambandi get ég ekki stillt
mig um að láta þess getið að eftir
svo langan og strangan vinnudag
var Birni umbunað með 53 þús.
króna mánaðarlegri greiðslu úr líf-
eyrissjóði. Það var allt og sumt.
í eðli sínu var Björn dulur, fremur
ómannblendinn og tranaði sér ekki
fram. Hann hafði samt ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og gat á stundum í hita augnabliks-
ins verið skorinorður og ómyrkur í
máli. Hann var glaður og reifur í
góðra vina hópi, tók gamni og miðl-
aði, unni tónlist og söng af krafti
þegar svo bar undir. Hann var minn-
ugur og fróður um margt utan síns
fræðasviðs og hafði frá mörgu að
segja sem fyrir hann hafði borið á
ókunnum slóðum, heima og erlendis.
Eftir að ég tók við forræði á Barn-
aspítala Hrmgsins fyrir um 20 árum
hefí ég við ýmis tækifæri notið að-
stoðar Björns við stjórnun deildar-
innar, framkvæmd breytinga eða
nýjunga í rekstri og á sínum tíma
fól ég honum daglega umsjón með
læknanemum sem á deildinni eru á
hveijum tíma í klínískri þjálfun. Er
Bjöm lét af störfum, fyrir aldurs-
sakir, í árslok 1991 fékk ég hann
til að sinna í hlutastarfí sérverkefn-
um sem hann hafði haft með höndum
um nokkurt skeið. Var hann við-
loðandi á deildinni þar til í mars
1993.
Fyrir öll hans störf vil ég þakka
að leiðariokum.
Okkar samskipti voru ánægjuleg
og Imnn var mér ávallt trúr og holl-
ur. Ég kveð Bjöm með söknuði.
Við Stefanía vottum Þómnni,
börnum og venslaliði innilega hlut-
tekningu.
Víkingur H. Arnórsson.
Bjöm Júlíusson læknir er látinn
aðeins 73 ára gamall eftir stutta en
erfíða sjúkdómslegu. Hann varð sér-
fræðingur í barnalækningum árið
1961 en hóf störf á barnadeild
Landspítalans árið áður og starfaði
þar uns starfsævi lauk eða í tæp 33
ár.
Við, sem nú störfum sem sérfræð-
ingar á Barnaspítala Hringsins, höf-
um allir fengið að starfa við hlið
. Björns, vera nemendur hans og sam-
starfsmenn á deild, vinnandi saman
á vöktum eða sinnandi kennslu.
Aldrei féll skuggi á þetta samstarf,
alltaf var stutt í brosið og létta skap-
ið hvernig sem okkur leið og hvað
sem á dundi. Það var aldrei nein
lognmolla í kringum Bjöm, ekkert
hangs. Björn var fljótvirkur en samt
mjög laginn við börn. Hann var far-
sæll læknir. í sumra augum var
hann dálítið „snöggur upp á lagið“
en við nánari kynni kom annað og
meira í ljós. Björn var einlægur,
bæði við sjúklinga og samstarfs-
menn, hann var vandvirkur, sinnti
sínu starfi af stakri samviskusemi
og alúð þannig að þau verkefni sem
honum voru falin vissum við að voru
í góðum höndum.
Frá stúdentsárum Bjöms lifir enn
sagan af honum sem lýsir vel dugn-
aði hans og atorku en sú saga er
eitthvað á þessa leið: Meðal náms-
efnis á fyrstu ámm í læknadeild
urðu menn að lesa „Gray’s Ana-
tomy“ sem er um það bil 1.600 blað-
síðna doðrantur, þéttskrifaður á
enskri tungu með einstaklega tyrl'n-
A um stíl. Að loknum einum lestrar-
degi spurði skólabróðir B. Júl. hann
að því hve margar klukkustundir
hann hefði lesið þann daginn. Sagð-
ist Björn hafa setið við í tíu tíma.
Þótti þetta slíkt afrek að mæliein-
•ingin „bjúl“ varð til. Flestir náms-
menn vom ánægðir með Vi eða í
besta lagi % „bjúl“ á dag. í lok einn-
ar sex „bjúla“ viku sagði hann: „Nú
ætla ég virkilega að slá mér lausum
í kvöld. Hvað er í bíó, strákar?"
Dugnaður Björns kom ekki ein-
göngu fram í námi heldur einnig
starfí og sem mark um starfsþrek
Björns er það að hann hætti ekki
að sinna vöktum á Barnaspítalanum
fyrr en á 61. aldursári. Eru þetta
samt einna erfíðustu vaktir sem sér-
fræðingar á Landspítalanum taka.
Eftir að Björn varð sjötugur og
fór á eftirlaun hélt hann áfram
tryggð við barnadeildina og sinnti
ýmsum sérverkefnum á hennar veg-
um þar til fyrir réttum tveimur ámm.
Það er stutt síðan Björn hætti
„hjá okkur". Hann naut ekki lengi
elliáranna en hann naut virðingar í
starfi og hamingju í einkalífi sínu.
Við félagamir á Barnaspítala
Hringsins sendum honum hinstu'
kveðju og vottum Þómnni og böm-
um þeirra okkar dýpstu samúð.
Læknar Barnaspítala
Hringsins, Landspítalanum.
Kveðja frá Félagi íslenskra
barnalækna
íslenskir barnalæknar sjá nú í
annað sinn á tæpu ári að baki starfs-
félaga sínum. Síðast liðið vor lést
Baldur Jónsson, barnalæknir á Ak-
ureyri, og í dag kveðjum við Björn
Júlíusson, barnalækni í Reykjavík.
Er söknuður í okkar hóp að sjá þann-
ig á eftir tveimur af fmmkvöðlum
íslenskra bamalækninga á skömm-
um tíma.
Björn starfaði í yfír þijá áratugi
sem sérfræðingur á Barnaspítala
Hringsins og kenndi barnasjúk-
dómafræði við læknadeild Háskól-
ans. Þeir eru því margir, sem nutu
mannkosta hans og þekkingar, bæði
sem nemendur og samstarfsmenn
og sem sjúklingar hans og aðstand-
endur. Hann var vel heima í fræðum
sínum, skjótráður og raungóður og
bjó að langri og góðri reynslu í fagi
sínu, sem við „yngri mennimir" átt-
um greiðan aðgang að.
Að leiðarlokum kveðjum við Bjöm
með þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og starfa með
honum og sendum aðstandendum
hans hugheilar samúðarkveðjur.
Stefán Hreiðarsson,
formaður FÍBL.
v.
Kveðja frá
„öldungadeild“ LI
Enn kveðjum við einn úr hópnum.
Um manninn Bjöm Júlíusson ætla
ég ekki að fjölyrða. Það vissu allir
sem þekktu hann hvern mann hann
hafði að geyma og mannkostirnir
komu fram í lækninum, sem best
verður lýst með því sem sagt var
um elsta lækni á Islandi, Hrafn
Sveinbjarnarson: „Hann var læknir
góður." Ég hef fáa menn þekkt, sem
höfðu til að bera jafn marga eigin-
leika, sem prýða mega góðan lækni.
Hann var samviskusamur svo af bar
og vinnusamur, dómgreind hans var
með ágætum og staðgóðri þekkingu
hélt hann við af kostgæfni. Þegar
við þetta bættist nær takmarkalaus
umhyggja fyrir sjúklingunum, er
ljóst að hans rúm innan læknastétt-
arinnar var vel skipað.
Ég vil þakka fyrir áralanga sam-
vinnu, sem aldrei bar skugga á, um
leið og ég flyt Þórunni og öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur mín-
ar og hinna öldunganna.
Árni Björnsson.
Þegar einhver heltist úr lestinni
eftir langa samfylgd, setur gjarna
hljóðan trega að þeim sem halda
áfram göngunni, þótt ekki sé nema
um sinn, því að allar liggja leiðirnar
að einum ósi. Slíkt er það lögmál
er allt líf verður að lúta og allir
þekkja sem komnir eru úr frum-
bernsku. Sumir hverfa hægt og
hljóðlega úr hópnum, jafnvel svo að
fáir veita því athygli, meðan aðrir
skilja eftir sig varanlegra tóm í huga
þess sem eftir stendur.
Kynni okkar og Bjöms Júlíusson-
ar læknis og fjölskyldu hans hófust
fyrir eitthvað um það bil hálfum
fjórða áratug, þegar hún fluttist á
næstu hæð við okkur í Drápuhlíð
48, þar sem hún bjó allmörg ár. Þó
að okkur bæri nokkuð á milli við
fyrstu samfundi, sem hvorugur okk-
ar átti þó sök á, var því brátt kippt
i liðinn, og tókst senn góður kunn-
ingsskapur milli heimila okkar, sem
snerist síðar í órofna vináttu.
Ungur að ámm stundaði Björn
sjómennsku að hætti Eyjapeyja, en
hvarf síðar að langskólanámi, braust
með hraðfylgi til mennta nokkuð
fullorðinn og lauk stúdentsprófi
1947 og læknaprófí 1955. Að loknu
framhaldsnámi erlendis hlaut hann
viðurkenningu sem sérfræðingur í
barnasjúkdómum árið 1961 ogstarf-
aði síðan á bamadeild Landspítalans
meðan aldur leyfði, en kenndi jafn-
framt fræði sín við Háskóla íslands.
Ég held að það hafí ekki verið
hending, að Björn valdi barnasjúk-
dóma að sérgrein. Hjálpsemi hans
og hlýhugur til lítilmagnans var rík-
ur þáttur í skaphöfn hans. Hann var
hvarvetna boðinn og búinn að koma
til hjálpar ef eitthvað bjátaði á og
sparaði þá hvorki tlma né fyrirhöfn.
Nærfærinn og mildur var hann hin-
um ungu og óhörðnuðu sjúklingum
sínum eins og raunar öllum sem til
hans leituðu, en átti það líka til að
vera nokkuð kröfuharður og ein-
beittur ef ekki var fylgt settum regl-
um og fullorðinn sjúklingur sýndi
trassaskap og óhlýðni við settar regl-
ur. Slíkt hið sama gilti um umsjár-
menn sem leituðu til hans með böm
á sínum vegum.
Eftir er þá aðeins að þakka fýrir
sig og kveðja, tjá konu hans, börnum
og öðrum aðstandendum innilegustu
samúð í missi ágæts manns. Eftir
sitjum við, tvö gömul skör, með
minningarnar um góðan vin og glað-
ar stundir á heimilum okkar í Drápu-
hlíð og ekki síður eftir að þau hjón
fluttu þaðan, því að til góðra vina
liggja alltaf gagnvegir. Hugþekkar
minningar þaðan og frá Björnskoti,
sumarbústað þeirra hjóna milli
hrauns og hlíðar austur í Ólfusi, eiga
vafalaust eftir að orna okkur á kom-
andi árum.
Sigrún og Haraldur.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
og fara að finna oft.
(Hávamál)
Þetta vísubrot er tekið úr litlu
kveri, sem hann valdi handa vini.
Þannig vinur var Björn Júlíusson.
Vinur sem þú fórst að fínna oft.
Alltaf komstu sælli í sálinni frá hon-
um. Það hljómaði eins og hann hefði
einmitt verið að bíða eftir þér.
Auður hvers manns eru ástvinir
hans. Nú er horfinn héðan kær ást-
vinur okkar.
Hin hliðin á vináttu og tryggð er
missir og sorg.
Það er nú efst í huga okkar, en
þar mun líka ríkja gleðin yfír öllum
góðu stundunum okkar saman.
Við hjónin kynntumst Bjössa og
Tótu árið 1953, þá ung og óreynd
I lífsins ólgusjó.
Frá þeirri stund hafa þau verið
okkar vinir og verndarar, sýnt börn-
um okkar og fjölskyldu einstaka
samúð og umhyggju.
Við þökkum allar þær mörgu
ánægjustundir, sem við höfum átt
með þeim og þeirra börnum.
Sólveig og Árni.
Mér brá illilega í brún, er ég frétti
fyrir skömmu að vinur minn og gam-
all skólafélagi, Bjössi Júl., eins og
við kunningjarnir kölluðum hann,
lægi þungt haldinn á sínum gamla
vinnustað, Landspítalanum. Ég
heimsótti hann næsta dag og spjöll-
uðum við saman góða stund. Sá ég
að honum var vel ljóst hvert stefndi.
Að skilnaði tók hann þéttingsfast í
hönd mína og hygg ég að á þessari
kveðjustund höfum við báðir hugsað
það sama. Að nokkrum dögum liðn-
um var Björn allur.
í huga mínum hafa Vestmanna-
eyjar alltaf verið heimur út af fyrir
sig. Að mörgu leyti lokað samfélag,
ekki síst vegna einangrunarinnar,
og einkum er skipaferðir voru einu
samgöngurnar við Eyjar. Þó að Vest-
mannaeyjabær væri enginn stórbær
þá frekar en nú, er ekki þar með
sagt að allir hafí þekkst. Að vísu
ólumst við Bjöm báðir upp í austur-
bænum en þá þekkti ég hann ekki
enda var hann fáum árum eldri en
ég og of gamall þá til þess að verða
leikfélagi minn. Mínar fyrstu endur-
minningar um Björn eru frá þeim
tíma, þegar hann vann við af-
greiðslustörf í versluninni Úrvali við
Miðstræti, sem var nýleg herrafata-
verslun. Það var aftur á móti haust-
ið 1943, sem ég fyrst kynntist Birni,
en þá settist ég í 3. bekk Verslunar-
skóla íslands, en Björn hafði hafið
þar nám á undan mér. Grunar mig
að er hann valdi Verslunarskólann
til framhaldsnáms hafí hann ekki
haft læknisnám í huga heldur hafí
fyrra starf hans sem verslunarmaður
átt sinn þátt í því, en sem betur fer
fyrir ómældan fjölda sjúklinga hans
síðar meir klæddist hann hvíta
sloppnum í stað þess að selja háls-
bindi og sokka að námi loknu. Á
þessum tíma var heimsstyijöldin í
algleymingi og mikið umrót hér á
landi í daglegu lífi manna. Við í
Verslunarskólanum létum það ekki
á okkur fá, en stunduðum námið af
mismunandi kappi eins og gengur.
Einn var það þó sem alltaf hélt sín-
um „kúrs“ hvað sem á gekk, en það
var Bjöm Júlíusson. Hann var af-
burða nemandi og ávallt dux á öllum
prófum. Veit ég að kennararnir
höfðu á honum miklar mætur enda
komu þeir aldrei að tómum kofunum
er leitað var svara hjá Birni, þegar
aðrir nemendur stóðu á gati.
Á vordögum 1945 ríkti mikil gleði
víða um heim er heimsstyrjöldinni
lauk í Evrópu. Það var hress og
kátur hópur, sem þá útskrifaðist úr
4. bekk Verslunarskólans og tilbúinn
að takast á við alvöm lífsins. Ein-
mitt þetta sama vor útskrifaðist
fyrsti stúdentahópurinn frá Versl-
unarskólanum. Tíu úr okkar hópi
ákváðu að halda áfram námi og setj-
ast í 5. bekk næsta haust og vorum
við Björn þar á meðal. Fullyrða má
að 5. og 6. bekkur þessa árgangs
var enginn venjulegur skólabekkur.
Nær væri að segja að um litla fjöl-
skyldu hafi verið að ræða. Vegna
fámennisins sköpuðust mjög sterk
vináttu- og tilfínningatengsl á milli
okkar. Það sem þá voru kallaðar
skólastofur framhaldsdeildar voru
frekar þokkaleg herbergi á fyrstu ,
hæð gamla skólahússins við Grund-
arstíg enda þröngt setinn bekkurinn.
Segja má að þetta hafi verið okkar
annað heimili í tvo vetur og óeðlilega
erfitt nám, einkum í 5. bekk, þar
sem þá var ekki búið að samhæfa
kennsluna í yngri bekkjum skólans
þessu nýja hlutverki hans. Vart þarf
þó að taka það fram, að Bjöm var
áfram besti nemandinn í bekknum
og auðvitað dux á stúdentsprófínu
vorið 1947.
í dag er það mjög í tísku að ný-
stúdentar haldi suður í lönd eða
austur til Asíu að loknu stúdents-
prófi. Er við Björn og bekkjarfélagar
okkar lukum stúdentsprófí þótti ág-
ætt að fara I skólaferðalag til Akur-
eyrar enda hélt hópurinn þangað að
prófi loknu og alla leið að Mývatni.
Var þetta hið skemmtilegasta ferða-
lag, sem enn treysti vináttuböndin.
Ferðalagið var fjármagnað með þeim
hætti, að 6. bekkingar nutu þeirra
forréttinda að reka „sjoppu" I skól-
anum og skiptumst við á um af-
greiðsluna. Trúlega var þetta í síð-
asta sinn sem Bjöm stundaði af-
greiðslustörf.
Að loknu stúdentsprófi hófum við
Björn báðir nám í Háskóla íslands.
Hann I læknisfræði en ég I lög-
fræði. Þá eins og nú var þröngt um
stúdenta. Báðir fengum við vist á
Nýja Garði og vomm vistaðir í sama
herbergi. Enda þótt við Björn hefð-
um þá verið skólafélagar í fjögur
ár, kynntist ég honum betur sem
herbergisfélaga og urðu mér mann-
kostir hans enn ljósari. Iðulega
ræddum við um landsins gagn og
nauðsynjar er við höfðum lokað
skruddunum og vorum ekki alltaf á
sama máli. Pexuðum við kannski um
hina fáránlegustu hluti enda báðir
•fastir fyrir, en jafnan lauk þessum
umræðum í sátt og samlyndi. Á
miðjum vetri 1949 skildum við Björn
að borði og sæng eins og við sögðum
í gamni. Eg fékk mitt eigið herbergi
innar á ganginum en samgangur
okkar Björns hélt áfram. Stunduðum
við sameiginlega tedrykkju á kvöldin
þar sem mér hafði áskotnast forláta
hraðsuðuketill en slíkt verkfæri átti
hann ekki. Björn lauk síðan háskóla-
námi sínu með góðri einkunn eins
og hans var von og vísa og er hann
fyrsti Verslunarskólalæknirinn.
Eftir að námi lauk hittumst við
Bjöm sjaldnar, einkum hin síðari ár,
og hefði ég mátti rækta vináttusam-
bandið betur. Hann var vinur vina
sinna eins og gleggst kom í ljós ei*
ég gekkst undir skurðaðgerð vetur-
inn 1994. Björn var sá fyrsti er heim-
sótti mig að lokinni aðgerð og hafði
margsinnis samband við mig bæði
áður og eftir að ég hafði verið á
sjúkrahúsinu. Vil ég þakka honum
þetta vinarbragð.
Að lokum kveð ég gamlan vin og
skólafélaga og þakka honum sam-
fylgdina. Fyrir hönd skólasystkin-
anna í árgangi 1945 frá Verslunar-
skóla íslands og okkar fímm sam-
stúdentanna sem eftir lifum votta
ég Þórunni og fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð og bið Guð að
blessa Björn Júlíusson.
Theodór S. Georgsson.
Bjöm Júlíusson, frændi og vinur,
verður jarðsunginn í dag. Mér datt
slíkt ekki í hug þegar við skildum
að loknu afmæli og kvöldi saman í
nóvember, frændurnir, Óli, Bjössi
og undirritaður.
En kallið kemur til okkar allra
og alltaf jafn óvænt og óviðbúið.
Við hjónin höfðum vonað að hittast
aftur þegar við kvöddum Bjössa og
Tótu á Landspítalanum áður en við
fómm í frí, en svo verður ekki og -
fátækleg orð okkar vérða að koma
samúðarkveðjum til skila, og einnig
þakklæti fyrir liðnar samverustund-
ir. Allt frá uppeldisárunum í Vest-
mannaeyjum, fyrir ómetanlega að-
stoð við veikindi yngsta barns okkar
á sínum tíma, sem við dveljum hjá
í fríi okkar, og svo skemmtilegar
samvemstundir í Björnskoti, á Litla-
landi og við veiðar I Hrútafírðinum
síðasta sumar. Bjöm og minningin
um hann hefur yfir sér skýran og
hreinan blæ, því að Bjöm var alltaf
hreinn og ákveðinn og á næsta leiti
við að vera hranalegur á stundum,
en það var til að skyggja á einstak-
lega ljúfan og tilfinningaríkan innri
mann, sem vildi hjálpa öllum og*
leysa vanda þeirra, en gerði um leið
svo harðar kröfur til sjálfs sín um
vandvirkni og bestu lausnir allra
mála að tíminn skammtaði afköst,
sem maðurinn Bjöm Júlíusson hefði
viljað margföld. Við hjón þökkum
allar samvemstundimar um leið og
við sendum þér, Þómnn, og öllum
ættingjum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Egill Skúli Ingibergsson,
Ólöf Davíðsdóttir
og fjölskyldur.
Vandaðir legsteinar
Varanleg minning
B AUTASTEINN
Brautarholti 3, 105 R
Sími 91-621393