Morgunblaðið - 15.03.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 39
FRÉTTIR
Ný stjórn í Blóðgjafa-
félagi Islands
BJÖRN Harðarson afhenti Rúnari Sveinssyni
viðurkenningu fyrir 100. blóðgjöfina.
AÐALFUNDUR Blóðgjafafé-
lags íslands var haldinn 2. mars
sl. á Hótel Lind. Meginefni fund-
arins var þríþætt venjuleg aðal-
fundarstörf, blóðgjöfum veittar
viðurkenningar og flutt voru
fræðsluerindi.
Kosin var ný stjórn og formaður
endurkosinn, Björn Harðarson,
deildarstjóri í Blóðbankanum. Frá:
farandi stjórn var endurkosin. í
skýrslu stjórnar kom fram að blóð-
gjafafélagið hafði á síðasta ári
styrkt hjúkrunarfræðing í Blóð-
bankanum, Sonju Guðjónsdóttur,
til þjálfunar í nýrri blóðhluta-
vinnslu og til að kynna sér hluti
sem snúa að blóðgjafanum og
blóðtökunni sjálfri. Þjálfun þessi
fór fram í blóðbankanum á há-
skólasjúkrahúsinu í Uppsölum,
Svíþjóð.
Þar kom fram að margir hlutir
eru til skoðunar og má þar nefna
ýmsar reglur sem snúa að blóð-
gjafanum, innköllun og öflun blóð-
gjafa og þá sér í lagi nýrra, vinnu-
aðferðir og ferli blóðgjafans við
blóðgjöf svo eitthvað sé nefnt.
Einnig kom fram að öðrum hlutum
hefur þegar verið breytt, s.s. opn-
unartíma Blóðbankans, skráningu
blóðgjafans við blóðgjöf og að
hafin er rannsókn á járnbirgðum
blóðgjafans. Ætlunin er að vera
með viðhorfskannanir meðal blóð-
gjafa, þannig að rödd þeirra heyr-
ist, en þar gæti reynt á samstarf
Blóðbankans, Blóðgjafafélags ís-
lands, Rauða kross íslands og fl.
aðila.
Blóðgjöfum voru veittar viður-
kenningar fyrir að gefa blóð 50,
75 og 100 sinnum á árinu 1994.
Sérstök viðurkenning var veitt
Rúnari Sveinssyni en hann náði
100 gjafa markinu á síðasta ári.
Á síðasta ári voru um 14 þúsund
blóðgjafir gefnar í Blóðbankann
en það er um 15% aukning frá
árinu á undan.
Jón Sigurðsson, sérfræðingur í
svæfíngalækningum, hélt erindi
um nauðsyn blóðgjafastarfsemi í
nútíma læknisfræði. Þar kom fram
að góð blóðgjafasveit, eins og þjóð-
in á, er lífsnauðsynlegur hlekkur
í heilbrigðiskerfi nútímans.
Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson
HJALTI Lúðvíksson, Jón Magnússon og Kristján Benediktsson
í nýju húsnæði fyrirtækisins Frjó hf.
Frjó hf. flytur
starfsemi sína
NÝLEGA flutti Fijó hf. starfsemi
sína af Fosshálsi 13 til 15 að Stór-
höfða 35. Nýja húsnæðið er mun
stærra og bjartara og öll aðkoma
mun rýmri sem er til þæginda
fyrir viðskiptavini.
Fijó hf. var stofnað fyrir rúmum
þremur árum og er hlutafélag,
eigendur eru rúmlega þijátíu,
einkum garðyrkjubændur, auk
þriggja starfsmanna sem einnig
eru aðaleigendur.
Fastir starfsmenn eru þrír sem
allir hafa reynslu hver á sínu sviði.
Hjalti Lúðvíksson sem hefur há-
skólamenntun í garðyrkjutækni-
fræði og vann áður í fimmtán ár
hjá Sölufélagi garðyrkjumanna,
Jón Magnússon sem hefur allan
sinn starfsferil unnið við versl-
unarstörf, meðal annars hjá Sölu-
félagi garðyrkjumanna, og Krist-
ján Benediktsson sem rekið hefur
garðyrkjustöð í tuttugu ár og hef-
ur góða reynslu í stjórnunarstörf-
um.
I fyrstu var Fijó hf. eingöngu
heildsala sem sérhæfði sig í rekstr-
arvörum fyrir garðyrkjubændur
og skógræktarstöðvar. Með nýju
og rúmbetra húsnæði hefur verið
opnuð smásöluverslun með fjöl-
breyttu úrvali af hverskonar vör-
um til garðyrkju, aðal áherslan
hefur verið lögð á að sinna þörfum
allra þeirra sem hafa hverskonar
ræktun að áhugamáli.
Fijó hf. mun leitast við að hafa
fagmennsku og lágt verð að leiðar-
ljósi. Verslunin er opin frá kl. 8
til 18 alla virka daga og opnunar-
tíminn mun lengjast þegar nær
dregur vorinu.
------♦ ♦ ♦------
■ FRÆÐSL UFUND UR um
lestrarörðugleika verður haldinn
í Norræna húsinu miðvikudaginn
15. mars kl. 20.30. Á fundinum
mun Jónas Halldórsson sálfræð-
ingur ræða um: Hveijir fá grein-
ingu á greiningarstofu; og Artur
Morthens sérkennslufulltrúi mun
ræða um: Hvað gerir skólakerfíð
eftir að greining er fengin. Fyrir-
spurnir og umræður á eftir.
Stolinn
bíll og ann-
ar klesstur
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
upplýsinga um bíl sem stolið var
aðfaranótt 23. febrúar sl. og annan
bíl sem ekið var á aðfaranótt 12.
mars sl.
Bílnum var stolið frá bílastæði
við Torfufell 50 aðfaranótt
fimmtudagsins 23. mars. Þetta er
tvennra dyra, hvítur Daihatsu
Charade, árgerð 1991, með skrán-
ingarnúmer UH 291. Þegar honum
var stolið vantaði hjólkopp á hægra
framhjól, hann var eineygður og
barnabílstóll var í aftursæti.
Þeir sem hafa séð til ferða bíls-
iris eða vita hvar hann er niður
kominn eru vinsamlegast beðnir
um að láta rannsóknardeild lög-
reglunnar í Reykjavík vita.
Ekið var á svartan Audi fyrir
utan Hótel ísland aðfaranótt
sunnudagsins 12. mars sl. Bíllinn
er talsvert skemmdur að aftan og
á öðru afturhorni og mjög líklegt
að bíllinn, sem ekið var á Audi-bíl-
inn, hafi einnig skemmst eitthvað.
Sá sem valdur var að þessari
ákeyrslu er vinsamlegast beðinn
um að gefa sig fram við rannsókn-
ardeild lögreglunnar í Reykjavík.
-----♦ ♦ ♦----
Gengið á
milli fjarða
HAFNAGÖNGUHÓPURINN fer í
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20
frá Hafnarhúsinu í gönguferð úr
Vesturhöfninni yfir Landakots-
hæðina suður í Skeijafjörð.
Síðan verður gengið úr Kapla-
skjóli með ströndinni að Lambhóli
og til baka um háskólahverfið og
Tjarnarsvæðið niður á höfn. Boðið
verður einnig upp á styttri göngu-
leið. Við upphaf ferðar verður litið
um borð í skemmtiferðaskipið Ár-
nes sem liggur við Ægisgarð.
Karpov einn
efstur í Linares
SKAK
Stðrniót í Linarcs
1.-18. mars
ANATÓLÍ Karpov, FIDE-heims-
meistari, sigraði unga Búlgar-
ann Veselin Topalov í tíundu
umferð Linares-
mótsins í fyrra-
kvöld. Þar með
komst Karpov í
fyrsta skipti einn í
efsta sætið á mót-
inu. Þijár umferðir
eru ótefldar og allt
bendir nú til þess
að Karpov sigri
annað árið í röð.
Ukraínumaðurinn
sterki, Vasilí ívan-
tsjúk, er í öðru sæti.
Þeir Karpov mætt-
ust í níundu umferð
og lauk skákinni
með jafntefli eftir
mikla baráttu. Mót-
inu lýkur á laugar-
daginn.
Úrslit 9. umferðar:
Karpov-ívantsjúk V2, Shirov-
Lautier V2, Tivjakov-I. Sok-
olov V2, Drejev-Khalifman 1-0,
Ljubojevic-Topalov V2, Akopj-
an-Short V2, Beljavskí-Illescas
V2
Úrslit 10. umferðar:
Topalov-Karpov 0-1, Illescas-
Short 1-0, Lautier-Drejev 1-0,
Ívantsjúk-Shirov V2, I. Sokolov-
Akopjan V2, Beljavskí-Ljubojevic
V2, Khalifman-Tivjakov V2. Stað-
an eftir 10 umferðir:
1. Karpov TVi v.
2. ívantsjúk 7 v.
3. Topalov 6'/i v.
4. Shirov 6 v.
5. -6. Bejjavskí og Khalifman 5V* v.
7. -9. Illescas, Tiyjakov og Drejev 5 v.
10.-13. Short, I. Sokolov, Lautier og
Ljuhojevic , 3% v.
14. Akopjan 3 v.
Stjarna Englendingsins Nig-
els Short hefur lækkað stöðugt
síðan hann tapaði heimsmeist-
araeinvíginu fyrir Gary Kasp-
arov haustið 1993. Það er miður
því Short hefur bráðskemmtileg-
an skákstíl. Þegar honum tekst
að brjótast út úr viðjum þungrar
stöðubaráttu Rússanna þá er
hann til alls vís eins og stysta
vinningsskákin á Linares-mót-
inu sýnir. Andstæðingur hans,
Aleksei Drejev, hefur verið sig-
ursæll í vetur, en í 12. leik gefur
hann höggstað á sér:
Hvítt: Aleksei Drejev
Svart: Nigel Short
Drottningarbragð
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3
- d5 4. Rc3 - Be7 5. Bf4 -
0-0 6. e3 - c5 7. dxc5 - Bxc5
8. a3 - Rc6 9. Hcl
I níundu umferð Linares-
mótsins, tveimur dögum síðar,-
lék Drejev 9. Be2 gegn Khalif-
man. Eftir 9. - Re4?! 10. Rxe4
- dxe4 11. Re5 stóð hann betur
að vígi og vann í 40 leikjum.
9. - a6 10. cxd5 - exd5 11.
Bg5 - d4!?
Miklu hvassara en 11. - Be7
12. Be2 og hvítur stendur betur,
en þannig tefldist skákin Ham-
ann-Filip, Ólympíumótinu í Lug-
ano 1968. Nú hefði Drejev átt
að leika 12. Bxf6 sem svartur
verður að svara með 12. - gxf6.
I staðinn leikur hann af sér.
12. Rb5? - dxe3! 13. Dxd8
Svo virðist sem Drejev hafi
einfaldlega yfirsést að 13. Hxc5?
gengur ekki vegna 13. — exf2+.
13. - exf2+ 14. Ke2 - Hxd8
15. Bxf6 - He8+! 16. Kdl -
gxf6 17. Hxc5
17. Rc7 mætti bæði svara
með 17. - Hd8+ 18. Ke2 -
Rd4+ 19. Kxf2 - Ba7! og 17. -
Bg4 18. Rxe8 - Hd8+ 19. Kc2
- Hxe8 í báðum tilvikum með
betri stöðu á svart.
Nú virðist þvingað á svart að
taka manninn til baka og leika
17. - axb5 18.
Bxb5 - Bg4, en þá
stendur hvítur síst
lakar eftir 19. Bxc6
- bxc6 20. Hc2! En
Short finnur stór-
kostlegan vinnings-
leik og teflir með
manni minna:
Sjá stöðumynd
17. - Bg4!! 18. Rc3
Vanmetur næsta
sleggjuleik Shorts,
en 18. Rc7 - Had8+
19. Hd5 - Bxf3+
20. gxf3 - Hel+
21. Kd2 - Hc8! er
einnig unnið á
18. - Rd4! 19. Bc4 - Rxf3 20.
Kc2 - Bf5+! 21. Kb3 - Rd2+
22. Ka2 - Be6 og Drejev gafst
upp.
Jafnt hjá Anand
og Kamsky
Fjórðu einvígisskák þeirra
Anands og Kamskys í Las Palm-
as lauk með jafntefli eftir 58
leiki. Kamsky hafði hvítt og
tefldi byrjunina, opið afbrigði
spánska leiksins fremur óná-
kvæmt. Anand jafnaði tafiið, en
tefldi framhaldið slaklega og
varð að láta peð af hendi. Hann
varðist þó vel í endatafli og
Kamsky tókst ekki að færa sér
liðsmuninn í nyt. Staðan er því
2-2. Það er komið í ljós að Án-
and stendur mun betur að vígi
hvað fræðilegan undirbúning
snertir.
Helgarskákmót hjá TR
Taflfélag Reykjavíkur stendur
fyrir helgarskákmóti um næstu
helgi og hefst það á fimmtudags-
kvöld. Tefldar verða sjö umferð-
ir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu
þrjár umferðirnar verða með 30
mínútna umhugsunartíma á
skákina, en þær fjórar síðari
með einni og hálfri klukkustund
á 30 leiki og síðan 30 mínútur
til viðbótar til að ljúka skákinni.
Teflt er fimmtudag 16. mars
frá kl. 19-22, föstudaginn 17.
mars frá kl. 19-23, laugardaginn
18. mars frá kl. 17-21, sunnu-
daginn 19. mars frá kl. 10.30
til 14.30 og aftur frá kl. 17-21.
Verðlaun eru 20 þús., 12 þús.
og 8 þús. Öllum er heimil þátt-
taka í helgarskákmótinu og fer
það fram í félagsheimilinu í
Faxafeni 12. Helgarskákmót
með svipuðu sniði hafa notið
mikilla vinsælda að undanförnu
og hafa verið haldin mörg slík
mót í vetur með þátttöku margra
sterkustu skákmanna landsins.
Margeir Pétursson
Nigel Short teflir líf-
legar en Rússarnir.
svart.