Morgunblaðið - 15.03.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 45
FÓLK í FRÉTTUM
Austurlensk
veisla í
Stjörnubíói
STJÖRNUBÍÓ sýnir þessa dagana
tævönsku gamanmyndina Matur
drykkur maður kona, Eat Drink
Man Woman, en myndin er tilnefnd
til Óskarsverðlauna sem besta er-
lenda kvikmyndin þetta árið. Leik-
stjóri myndarinnar er Ang Lee, sem
einnig leikstýrði Brúðkaupsveisl-
unni, The Wedding Banquet, sem
sýnd var í Háskólabíói í fyrra, en
sú mynd var einnig tilnefnd til ósk-
arsverðlauna.
Matur drykkur maður kona fjall-
ar um hinn aldna herra Chu, sem
er mestur matreiðslumanna í Tapei
og faðir þriggja fullvaxta og upp-
reisnargjarnra dætra. Herra Chu
hefur verið ekkill árum saman og
hefur hann sjálfur þurft að annast
uppeldi þeirra Jia-Jen, pipraðrar
kennslukonu sem virðist hænd að
föður sínum, Jia-Chien, frama-
gjarns framkvæmdastjóra sem þolir
naumast návist föður síns og Jia-
Ning, sem er yngst í röðinni og sú
rómantískasta af þeim öllum. Tit
sögunnar kemur svo frú Liang,
nöldursöm ekkja sem flytur í næsta
hús og allir í ijölskyldunni bíða
þess í ofvæni hvort herra Chu ætli
að fara að elda lostæti sitt ofan í
hana. Sitthvað gerist þó í millitíð-
inni og þannig verður ein ólétt,
annarri er sagt upp og sú þriðja
geispar golunni og sú íjórða finnur
að lokum hina einu sönnu ást. En
það kemur svo sannarlega á óvart
hvaða örlög bíða hverrar af konun-
um í lífi herra Chu.
Ang Lee fæddist á Tævan árið
1954, en hann fluttist til Bandaríkj-
anna árið 1978 þar sem hann lauk
háskólaprófi í leikhúsfræðum frá
Illinois-háskóla og síðar meistara-
prófi í kvikmyndagerð frá New
York-háskóla, en þar vann hann til
verðlauna fyrir stuttmynd árið
1985. Fyrsta myndin sem Ang Lee
BOLA-
PRENTUN
Sími: 568 0020
Fynr:
Nettari og oflugri skemmtistaði
■ t. f diskotek
HUomsveitir
félagsheímíli
ráðstefnusali
Heimilistæki hf
BÆTUNB 8ÍMIB6B1BOO
gerði í fullri lengd heitir Pushing
Hands og vann hún til verðlauna
sem besta myndin á kvikmyndahá-
tíð Asíu og Kyrrahafslanda árið
1992 og hún var sýnd á kvikmynda-
hátíðinni i Berlín sama ár.
Næsta mynd leikstjórans var svo
Brúðkaupsveislan, sem auk þess að
vera tilnefnd til Óskarsverðlauna í
fyrra sem besta erlenda myndin
hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín árið áður og var til-
nefnd til Golden Globe-verðlaun-
anna sem besta erlenda mynd árs-
ins 1994. Brúðkaupsveislan hefur
verið sýnd við mikla aðsókn um
allan heim og valdi Variety hana
sem arðsömustu kvikmynd ársins
1993, en tekjur af myndinni voru
margföld sú upphæð sem hún kost-
aði í framleiðslu.
Ang Lee segir að honum hafi alla
tíð þótt það nokkuð kaldhæðið að
þótt tilvist hverrar frjölskyldu megi
rekja til kynlífs sé það einmitt það
umræðuefni sem fjölskyldur eigi
hvað erfíðast með að fjalla um. Þetta
segir hann að hafí einatt vakið for-
vitni hans og löngun til umíjöllunar.
Hins vegar hafi hann ekki gert sér
grein fyrir hver sagan yrði fyrr en
kunningi hans í kvikmyndaiðnaðin-
um sagði honum frá hugmynd sem
hann hafði lengi gengið með um
föður og fjórar dætur hans sem sí-
fellt áttu í útistöðum.
„Þá byrjaði ég að hugsa fjöl-
skyldur og hvað er sagt og hvað
er ekki sagt innan fjölskyldna. Það
sem bömin þrá oftast mest að heyra
er einmitt það sem foreldrarnir eiga
erfiðast með að tjá sig um og öfugt.
Þegar það svo skeður þá verður um
einskonar helgisiði að ræða og það
er einmitt það sem á sér stað í
Matur drykkur maður kona. Sér-
staklega á það við um máltíðirnar
á sunnudögum, en gallinn er bara
RÚMLEGA 100 girnilegir réttir eru bornir á borð í kvikmyndinni Matur drykkur maður kona.
sá að enginn snertir við matnum
hvað þá meira, en það er hið eina
sem faðirinn getur boðið upp á.
Hann veit ekki hvernig hann á að
fara að því að ræða málin við dæt-
ur sínar og það eina sem hann kann
er að seðja eina af grundvallarþörf-
um þeirra, nefnilega hungrið. Hann
býr til margbrotnar og flóknar krás-
ir, en í hvert sinn sem fjölskyldan
kemur saman við matarborðið verð-
ur eitthvað til þess að stía þeim
öllum enn frekar í sundur. I lok
myndarinnar hafa svo ijölskyldu-
böndin brostið og hver um sig stofn-
ar til sinnar eigin fjölskyldu. Þann-
ig splundrast fjölskyldan en endur-
fæðist á nýjan leik. Titill myndar-
innar vísar til tveggja grundvallar-
þarfa allra manna, matar og kyn-
lífs, en maturinn heldur mann-
skepnunni gangandi og kynlífið við-
heldur mannkyninu."
Maturinn gegnir stóru hlutverki
í kvikmyndinni, ekki ólíkt og var í
myndunum Babettes Gæstebud og
Hot Water Like Chokolate. Ríflega
100 gimilegir réttir era bornir á
borð í myndinni og var hver þeirra
lagaður af Lin Huei-Yi, sem er
tengdadóttir frægasta matreiðslu-
meistarans í Kína, en hún leikur
jafnframt smáhlutverk í myndinni.
ÞAÐ eina sem herra Chu getur gert fyrir dætur sínar er að
seðja hungur þeirra.
Kynningarfundur
_Dale .
Camegie
þjálfun®
Fimmtudagskvöld kl.
20.30 að Sogavegi 69.
Námskeiðið
Konráð Adolphsson
D.C. kennari
✓ Eykur hæfni og árangur einstaklingsins.
✓ Byggir upp leiðtogahæfileika.
✓ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn.
✓ Skapar sjálfstraust og þor.
✓ Árangursríkari tjáning.
✓ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur.
✓ Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari.
Fjárfesting í menntun
skilar þér arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma:
581 2411
WS4