Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRGUN SKÍÐAGÖNGUMANIMANNA
Þrír vanir fjallamenn misstu allan sinn búnað í aftakaveðri austur af Hofsjökli
!
„Yeðurofs-
inn var okk-
ur ofviða“
• 1
„Veðrið skall á okkur á fimmtudagsmorgun. Það
var svakalegt, myljandi rok og slík ofankoma að ég
hef aldrei séð annað eins. Ég held helst að þarna
hafi verið 9-10 vindstig auk heljarins kulda,“ segir
Kristján Helgason, einn þriggja skíðagöngumanna
sem sendu út neyðarkall um klukkan 18 á fimmtu-
dag og fundust um hádegi í gær. „Við ákváðum að
senda út neyðarkall þegar við höfðum ekkert eftir,
bæði tjöldin voru farin, skíðin, nestið og við náðum
ekki einu sinni svefnpokunum upp úr snjónum.“
KRISTJÁN Helgason segir að ógerlegt hafi verið
að ráða við veðurofsann sem buldi á þeim félögum.
Þeir misstu allt sitt hafurtask undir snjó.
SVEINN Muller ætlaði ásamt Kristjáni og Stefáni
að feta í fótspor afa síns, Lórens, sem gekk þvert
yfir landið á gönguskíðum fyrir 70 árum.
KRISTJÁN lagði af stað ásamt
félögctm sínum, Stefáni
Guðmundssyni og Sveini
Muller, á gönguskíðum frá Akureyri
seinasta laugardag og ætluðu þeir
að koma niður á Síðu níu dögum
síðar, eða á mánudag. Þeir höfðu
farsíma og neyðarsendi meðferðis,
aukatjald og vistir til 15 daga sem
þeir drógu eftir sér á sleðum. Þeir
höfðu þjálfað sig fyrir þessa ferð í
allan vetur, auk þess að vera vanir
gönguferðum á skíðum. Tilgangur
ferðarinnar var að feta í fótspor afa
Sveins, Lorens H. Muller, sem gekk
sömu leið á skíðum 11. mars 1925,
eða fyrir réttum 70 árum. Þeir höfðu
enga hvíld fengið í rúman sólarhring
þegar þeir fundust, og höfðu á þeim
tíma átt í miklum erfíðleikum vegna
veðurofsa og geysilegrar ofankomu
um 10-15 kflómetra austur af Hofs-
jökli, sunnan við Vegamótavatn á
Sprengisandi.
Veggur fyrir
tjaldinu
Við áttum alls ekki von á þessu
veðri," segir Sveinn. „Við vorum
með farsíma með okkur og hringd-
um á þriðjudeginum áður en við
lögðum á Sprengisandinn til að fá
langtímaveðurspá. Hún var mjög
góð, eða norðaustanátt og 3-5
vindstig fram á laugardag sem okk-
ur þótti ágætt því að þá væri vindur-
inn í bakið."
„Við tjölduðum í smá laut til að
fá snjó undir tjaldið og festa það
betur. Við vöknuðum í tjaldinu og
héldum að úti væri ægilega fínt
veður, því að ekkert heyrðist. Þá
kíktum við út og uppgötvuðum að
lautin hafði fyllst; tjaldið var á kafí
í snjó og að því komið að kikna
undan farginu, fyrir tjalddyrunum
reis veggur og aðeins hægt að fínna
smá gat efst,“ segir Kristján. „Við
héldum raunar í fyrstu að aðeins
væri um smá kóf að ræða og ætluð-
um að hrista það frá, en þá reynd-
ist þetta vera gegnheill snjór,“ seg-
ir Kristján. „Ég hugsa að snjóhæð-
in yfír tjaldinu hafí verið orðin 3-4
metrar, sem sýnir þykktina á snjón-
um sem féll þama á örskömmum
tíma. Við höfðum aldrei möguleika
á að moka tjaldið upp, réðum ekk-
ert við neitt. Við vorum með tvær
skóflur, en önnur brotnaði fljótlega.
Hríðin var svo blind að ekki sást
ofan í holuna sem maður reyndi að
grafa. Við hentum af okkur gler-
augum því að þau fylltust og augun
voru líka full af snjó. Þá hirtum við
draslið út úr tjaldinu."
Loft snjóhússins seig
Snjónum kyngdi áfram niður og
þeim veittist ógerlegt að halda
föggum sínum uppi. „Skíðin voru
notuð til að festa tjaldið en þau
skil og lögðumst niður allir í hnapp
og ætluðum að láta fjúka yfír okk-
ur. Við höfðum hins vegar misst
svefnpokana og það var svo kalt
að liggja á jörðinni í göllunum ein-
göngu að við gáfumst upp. Þá stóð
mér ekki á sama um framhaldið,“
segir Sveinn, „en um klukkan |
20-21 ákváðum við að halda á |
okkur hita með því að hreyfa okk-
ur, og þá skánaði ástandið örlítið." '
Þeir gengu alla nóttina, fram og
aftur þriggja metra braut sem þeir
tróðu. „Veðrið var kolvitlaust og
ekkert skyggni, þótt að við stæðum
hlið við hlið og görguðum heyrðist
ekkert, það þurfti að kalla upp í
andlitið á næsta manni," segir
Kristján.
„Við gættum þess að missa ekki )
sjónar hver á öðrum, en ef einhver i
okkar gekk fáeina metra í burtu .
var hann horfínn í raun. Við hefðum
bundið okkur saman ef við hefðum
ætlað að ganga eitthvað lengra frá.
Við vorum hins vegar þokkalega
klæddir og gátum haldið sæmileg-
um hita á okkur. Við reyndum fyrst
og fremst að halda sönsum og vera
rólegir þrátt fyrir aðstæður."
Ovissa um
neyðarsendinn
Þeir voru állan tímann í vafa um
að neyðarsendirinn hefði virkað, því
að ekki kviknaði ljós á honum strax
eins og leiðbeiningamar gáfu til
kynna að ætti að gerast. „Síðar
logaði hann þó eðlilega, en við höfð-
um ekki orðið varir við neinar björg-
unarsveitir og vorum ekki vissir um
að nokkur hefði mælt staðsetning-
una út. Vegna þessarar óvissu
ákváðum við að reyna að ganga af
stað í gærmorgun, við vorum alls-
lausir og ekkert um annað að ræða,
við hefðum drepist annars. Við töld-
um okkur hafa möguleika á að
komast inn í Nýjadal."
Þeir höfðu gengið í rúma tvo tíma
þegar flugvél Flugmálastjórnar
koma auga á þá, en þá héldu þeir
kyrru fyrir í skjóli við stein. „Þá
stoppuðum við og héldum að á
staðnum væri björgunarsveit sem
myndi sækja okkur, en þegar klukk-
an var að verða eitt héldum við
jafnvel að sveitir væru ekki farnar
af stað og héldum göngunni áfram-
Skömmu seinna kom þyrlan og tók
okkur upp.“
Um 70 björgunarmenn frá björg-
unarsveitum af Suðurlandi, höfuð-
borgarsvæðinu og Norðurlandi
héldu af stað til að leita þremenn-
inganna, en framan af miðaði snjó-
bílum hægt vegna aftakaveðurs og
slæms skyggnis af þeim sökum.
Þeir áttu um 60 kílómetra eftir á
áfangastað þegar þyrla varnarliðs-
ins bjargaði mönnunum þremur.
Morgunblaöið/Kristján Helgason
HVÍTUR snjóveggur reis við tjalddyr þremenninganna þegar þeir vöknuðu
á fimmtudagsmorgun, sem var þó aðeins forsmekkur þess sem eftir fylgdi.
Morgunblaðið/Júlíus
MIKLIR fagnaðarfundir urðu með Stefáni Guðmundssyni og
Hauki syni hans þegar þeir hittust skömniu eftir að þyrla varn-
arliðsins lenti við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
grófust niður og um leið og við
misstum skíðin var hreyfanleikinn
alveg horfínn. Við reyndum að
halda börunum og bakpokunum
uppi, en veðurofsinn var okkur of-
viða. Þá grófum við okkur í skafl
en það snjóaði svo mikið að eftir
smá tíma var orðið hættulegt að
vera í þessu snjóhúsi, þar sem loft-
ið seig niður. Svo mikið hlóðst svo
ofan á hengjuna að hún tók að síga
að framanverðu og sprunga mynd-
aðist úr lofti snjóhússins, niður
vegginn og í gólfið. Við sáum hana
opnast hægt og hægt og hún var
orðin 5-6 sentímetrar þegar við
fórum út um klukkan 15. Þá var
inngangurinn að lokast vegna ofan-
komu. Eftir það spáðum við ekkert
í hvað tímanum leið.“
Fylltistjafnóðum
af siyó
Rennan út lá orðið svo hátt uppi
að þeir lentu í miklum vandræðum
við að yfírgefa snjóhúsið. „Sveinn
reyndi fyrst en sat fastur, og þá
sendum við Stefán því að hann er
aðeins minni, en hann komst ekki
fyrr en í annarri eða þriðju tilraun.
Eg þrýsti öllum bakpokunum út um
gatið, og það var orðið svo þröngt
að ég þurfti að ýta af öllu afli.
Þeir veltu því fyrir sér hvort ég
kæmist út, því að ég er stærstur
og þreknastur. Til að það tækist,
þurfti ég að stækka rennuna inn-
anfrá og moka snjóinn aftur fyrir
mig með höndunum. Þessi aðferð
gekk upp. Örfáum mínútum eftir
að við komum út lokaðist gatið."
Á meðan þeir voru að bjástra við
snjóhúsið fóru börurnar á kaf. „Við
urðum að minnsta kosti að ná minni
sleðanum því að á honum var neyð-
arsendirinn, og grófum og grófum
og rétt höfðum undan því að holan
fylltist næstum jafnóðum. Það var
eins og snjónum væri hellt yfir okk-
ur.
Við fundum loks endann á bör-
unum og gátum dregið þær upp og
náðum einum til, en ekki þeim
þriðju hvernig svo sem við reyiidum.
Þá voru bakpokarnir komnir í kaf
en við gátum grafíð eitthvað upp
af þeim. Við hlupum með börurnar
úr einum stað í annan til að reyna
að halda í við snjóinn, en á meðan
sökk eitthvað annað í snjó og við
sáum að þetta var vonlaust, við
gætum ekki haldið föggum okkar
uppi alveg sama hvert við færum
og hversu ákaft við reyndum. Við
urðum að hætta og skilja búnaðinn
eftir, annað var ekki hægt að gera.
Við grófum okkur þá í fönn og lét-
um skafa yfir okkur og svo hratt
skóf og snjóaði mikið, að á ör-
skömmum tíma vorum við fastir.
Einn okkar gat ekki staðið upp, við
urðum að hjálpa honum. Við létum
skafa yfir okkur þrisvar eða fjórum
sinnum, en við áttum svo erfítt með
að komast upp aftur."
„Við sáum ekki handa okkar