Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 39
Ofstæki eða hófdrykkja
NÝLEGA vakti ég athygli á því
hér í blaðinu að hófleg neysla áfeng-
is er heilbrigð og sjálfsögð lífsnautn.
Þetta er engin einkaskoðun mín sem
vínumboðsmanns heldur niðurstaða
virtra læknarannsókna, sem heil-
brigðisyfirvöid erlendis, t.a.m. í Bret-
landi, Frakklandi og Bandaríkjunum,
taka fullt mark á. Áfengisvamaráð
lætur hinsvegar eins og ekkert nýtt
hafi komið fram í þessum efnum síð-
an á blómatíma ungmennafélaganna
snemma á öldinni. Ráðið lítur hom-
auga vaxandi áhuga og þekkingu á
borðvínum, sem eru eðlilegur þáttur
í byltingarkenndum framfömm í
matarmenningu okkar. Staðreyndin
er sú að 90% þjóðarinnar er vel trey-
standi tii að umgangast vín með
skikkanlegu móti, en áfengisstefna
og svimandi há verðlagning ríkisins
halda fólki frá heiðarlega gerðu víni
og hvetja til drykkju á allskyns óly-
fian.
Ilófdrykkja
Hófdrykkja merkir eftir orðsins
hljóðan og venjulegum skilningi þess
hófleg neysla víns. Hófleg neysla
víns er ekki hættuleg frekar en ástir
samlyndra hjóna. Starfsmaður
Áfengisvamaráðs sagði nýlega í út-
varpi að flestir þeirra 2.000 sem
undirgengust meðferð SÁÁ á síðasta
Hófleg neyzla áfengis
er, að mati Þorbjörns
Magnússonar,
heilbrigð og
sjálfsögð lífsnautn.
ári hafi verið hófdiýkkjumenn. Þetta
er dæmigerður útúrsnúningur les-
blindra bókstafstrúarmanna. Þeir
sem þurfa á aðstoð að halda vegna
drykkju geta ekki talist hófdrykkju-
menn. Þá mætti allt eins halda fram
að hófdrykkja sé hættulegri en of-
drykkja. Þeir sem ekki þola vín eiga
að sjálfsögðu ekki að neyta þess
fremur en sykursjúkir sykurs.
Hvað telst hófleg vínneysla er
náttúrulega einstaklingsbundið og
ræðst t.d. af líkamsþyngd. Bresk
heilbrigðisyfirvöld (Health Education
Authority) ráðleggja sem heilsusam-
legt hámark allt að 14 einfalda
skammta af áfengi á viku fyrir kon-
ur en 21 fýrir karlmenn, eða sem
nemur 2,3 og 3,5 flöskum af borð-
víni vikulega. Er þá miðað við dreifða
neyslu yfír vikuna, með eins eða
tveggja daga hléi.
Þessar tölur eru byggðar á sjálf-
stæðum rannsóknum eftirtalinna
stofnana á sviði læknis- og sálar-
fræði: Royal College of General
Practitioners (1986), Royal College
of Psychiatrists (1986), og Royal
College of Physicians (1987). Hæfl-
legt áfengismagn á viku er nú til
endurskoðunar, samkvæmt bréfi
Health Education Authority til und-
irritaðs. Kemur til álita að hækka
ráðlagt magn vegna nýrri rannsókna
sem sýna enn frekar fram á hollustu
áfengis, en um þær fjallaði fyrri grein
mín.
Ofstækisvíman
Áfengisvamaráð birti með frétta-
tilkynningu í Morgunblaðinu 24.
febrúar sl., þýðingu sína á skýrslu
forstöðumanns „Ofneysluráðs" Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO -
Program on Substance Abuse).
Þó að vitnað sé beint í skýrslu
WHO innan gæsalappa, vflar Áfengi-
svarnaráð ekki fyrir sér að skálda
inn í hana sínum eigin skoðunum og
segir t.d: „Því eru það blekkingar
þegar því er haldið fram að hóf-
drykkja bæti heilsuna.“ Þetta stend-
ur hvergi í skýrslu WHO. Setningin
er hreinn og klár uppspuni Áfengi-
svarnaráðs. Hér virðast bindindis-
postularnir hafa verið á valdi ofstæk-
isvimunnar, annars gripu þeir varla
til svo ómerkilegra blekkinga að
vitna rangt í texta annars aðila.
Annað dæmi skal tilgreint: „Sú stað-
hæfíng að örlítil áfengisneysla dragi
úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum
er meira en lítið vafasöm." Þetta
stendur alls ekki í skýrslu WHO.
Sé eitthvað vafasamt em það þau
vinnubrögð Áfengisvarnaráðs að
leggja skoðanir sínar í munn WHO,
í trausti þess að aðrir lesi ekki
skýrsluna. Það er þvert á móti sann-
að að hófleg neysla áfengis dregur
úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma.
Að halda öðru fram eru óprúttnar
blekkingar litaðar af bindindisof-
stæki. Gera verður þá kröfu til opin-
berra starfsmanna í upplýsinga-
starfi að þeir miðli ekki vísvitandi
röngum upplýsingum. Það er sök
sér að „family problems" verði að
„harmleikir innan fjölskyldna" í
dramatískri þýðingu Áfengisvam-
aráðs.
Ofneysluráð WHO viðurkennir
einmitt í umræddri skýrslu, dræm-
lega þó, að áfengisneysla í litlum
mæli sé til heilsubótar. Áfengisvarn-
aráð virðist hafa sleppt því viljandi
að þýða og birta eftirfarandi máls-
grein úr skýrslu WHO: „Hvað varð-
ar hugsanleg áhrif áfengis til lækk-
unar áhættu á hjarta- og kransæða-
sjúkdómum, sem mjög hefur verið
til umræðu undanfarið, sýna vís-
indalegar rannsóknir að það er ein-
ungis mjög lítil neysla, um það bil
einn einfaldur annan hvern dag, sem
virðist minnka áhættuna, borið sam-
an við algert bindindi. Ekkert bend-
ir til að meiri neysla hafi sömu áhrif,
en drykkja umfram 2 einfalda á dag
eykur vissulega áhætt-
una.“ Einn einfaldur,
annan hvern dag —
getur verið hollur fyrir
hjartað, viðurkennir
sjálfur „ofneysluvarn-
arráðunautur" WHO.
Köllun sinni trúr heldur
hann sig við neikvæð-
ustu tölur sem tiltækar
eru, en getur þó ekki
sýnt fram á neitt var-
hugavert við að drekka
2 einfalda á dag, eða
14 einfalda á viku.
Ágreiningurinn snýst
m.ö.o. ekki um það
hvort áfengi í hóflegum
mæli er hollt, það verður ekki hrak-
ið með skýrslu WHO, heldur hvað
er hæfilegt magn á dag eða viku.
Menn munu seint verða á eitt sáttir
um hversu mikil neysla er nákvæm-
lega sú rétta, og eins
og áður sagði er það
líka einstaklingsbund-
ið.
Fyrir aðeins fáeinum
mánuðum bannfærði
Ayatollah Ali Khome-
nei, andlegur leiðtogi
írana, bæði Coca-Cola
og Pepsi. Þó að þeir
þyki nokkuð einstreng-
ingslegir þar suðurfrá,
þurfum við ekki að leita
svo langt til að finna
dæmi um bókstafstrú.
Hér heima hika Ayatoll-
ar íslenskra bindindi-
söfga ekki við að beita
blekkingum til að ræna okkur gleð-
inni sem glas af góðu víni getur veitt.
Höfundur er vínáhuga- og
umboðsmaður.
Þorbjörn
Magnússon