Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gefumekki dýr kosn- ingaloforð Sjálfstæðisflokkurínn kynnti kosninga- stefnuskrá sína í gær. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra sagði flokkinn ekki myndu fara þá leið að gefa dýr kosningaloforð og senda kjósendum reikninginn eftir kosningar. Dav- íð sagði kvótakerfíð andstætt hugsun flokks- ins, en aðstæður gerðu það óhjákvæmilegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg FORMAÐUR og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þeir Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, kynna kosningastefnuskrá flokksins í Valhöll í gær. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN kynnti í gær stefnu- skrá sína fyrir komandi alþingiskosningar. Davíð Oddsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði á blaða- mannafundi að yfírlýsingin væri ekki með sama hætti og hjá vinstriflokkunum. Sjálfstæðis- menn hefðu áætlað að samanlögð kosningaloforð vinstri flokkanna myndu kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Við förum ekki þá leið að lofa útgjöldum á hinum ýmsu sviðum og senda kjós- endum reikninginn eftir kosning- ar,“ sagði Davíð. Hann sagði að í stefnuskránni væri lýst með stefnumarkandi hætti viðhorfi Sjálfstæðisflokksins í mikilvægum málaflokkum. Mikil- vægast væri að geta brugðizt við þeim málum, sem upp kynnu að koma og kunna að fylgja eftir þeim árangri, sem orðið hefði. í stefnuskránni er rakinn árang- ur í efnahagsmálum á kjörtímabil- inu. Þar kemur meðal annars fram að vinstristjómin, sem sat 1988- 1991, hafi hækkað skatta um 11 milljarða króna. Núverandi stjórn hafi hins vegar lækkað skatta um tvo milljarða, og hafí sú lækkun aðallega komið fram hjá fyrirtækj- um. Davíð Oddsson sagði að lækk- un skatthlutfalls hjá fyrirtækjum væri þó byijuð að skila sér í betri afkomu þeirra og þar með hærri skatttekjum. í umfjöllun um sjávarútvegsmái segir meðal annars: „Sjálfsagt er og eðlilegt, að íslenzk sjávarút- vegsfyrirtæki nýti þá kosti, sem eru til veiða á alþjóðlegum haf- svæðum. Stjórnvöldum ber að standa við bakið á útgerðum við slíkar veiðar eins og réttur og efni standa til.“ Gallar á kvótakerfinu í sjávarútvegskaflanum e_r kvótakerfið ekki nefnt á nafn. Á blaðamannafundinum sagði Davíð Oddsson hins vegar að landsfundir Sjálfstæðisflokksins hefðu fylgt stefnu, sem byggði á aflamarki og kvóta. Davíð sagði hins vegar að mörg sjónarmið væru uppi í flokknum í sjávarútvegsmálum og lét þá skoðun í ljós að kerfíð hefði að mati sjálfstæðismanna marga galla, til dæmis að menn hentu físki og nýting sjávarfangs væri því slæm. „Kerfíð er í eðli sínu andstætt hugsun Sjálfstæðis- flokksins; að þurfa að kvótabinda atvinnuleyfi,“ sagði Davíð en sagði þó ekki hjá slíku komizt, þar sem sóknargeta flotans væri orðin meiri en fiskistofnar þyldu. Morgunblaðið spurði Davíð hvort hann teldi að Íagaákvæði um að fiskimiðin væru sameign þjóðarinnar væri virkt, eins og framkvæmd kvótakerfisins væri nú. Enginn gæti til dæmis farið í bótamál við ríkið þótt ákvörðun væri tekin um að skerða kvóta. Þar með væri ekki verið að skerða eignarréttindi. Friðrik Sophusson sagði að afnotaréttur fiskimiðanna gæti verið eignarréttur í skilningi skattalaga, eins og til dæmis sér- leyfi á fólksflutningum, sem menn fengju frá ríkinu um tiltekinn tíma og gæti gengið hratt á milli manna. Skattleggja mætti slík réttindi án þess að þau teldust eignarréttindi. Það breytti ekki því að fiskimiðin væru þjóðareign. ESB-aðild ekki kosningamál Um Evrópumál segir_ meðal annars í stefnuskránni: „Á þessu stigi er ótímabært að stofna til flokkadrátta um aðild íslands að Evrópusambandinu. Þeir, sem það gera, vilja draga athygli frá höfuð- viðfangsefnum í íslenzkum stjórn- málum á líðandi stundu.“ Jafnframt segir hins vegar í stefnuskránni: „íslendingar geta hvenær sem er gerzt aðilar að Evrópusambandinu ef þeir laga sig, innan tilskilins frests, að öllum meginreglum þess og skilyrðum. Sjálfstæðisflokkurinn telur að yfir- ráð yfir fiskimiðum landsins séu svo samofln fullveldisskilyrðum þjóðarinnar að þau verði aldrei gefin eftir.“ Friðrik Sophusson lagði áherzlu á að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að útiloka neina kosti í Evr- ópumálum. Davíð Oddsson sagðist þeirrar skoðunar að ríkjaráðstefna ESB, sem hefst á næsta ári, myndi standa svo lengi að ekkert benti til þess að á næsta kjörtímabili yrðu íslendingar að gera upp hug sinn til Evrópusambandsaðildar. Vilja tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á að mynduð verði tveggja flokka stjórn að loknum kosning- um og vill ekki taka þátt í þriggja flokka stjórn, að sögn Davíðs Oddssonar. Hann minnti á að eng- in vinstri stjórn hefði setið út kjör- tímabilið. „Hvenær springa ríkis- stjórnir? Þær springa þegar fólk þarf mest á þeim að halda, þegar vandinn er mestur,“ sagði hann. Davíð sagði hins vegar að Sjálf- stæðisflokkurinn gengi óbundinn til kosninga og kysi ekki einn sam- starfsflokk frekar en annan. Eðli- legt væri þó, ef núverandi stjómar- flokkar héldu meirihluta sínum, að þeir ræddu saman fyrst, vegna þess að á meðan þeir ræddu ekki saman, sæti stjórn þeirra áfram. Þá væri Kvennalistinn illa fallinn til stjórnarsetu vegna þeirra tíma- freku aðferða, sem flokkurinn not- aði við ákvarðanatöku. Morgunbiaðið spurði Davíð, hvort Alþýðubandalagið yrði úti- lokað frá utanríkisráðuneytinu, kæmi til samstarfs þess og Sjálf- stæðisflokksins, eða hvort flokkur- inn hefði breytzt þannig að treysta mætti honum fyrir utanríkismál- um að mati sjálfstæðismanna. „Ég á von á að í slíkri stjórn myndi Sjálfstæðisflokkurinn leggja mikið kapp á að fá utanríkisráðuneytið. Ég ætla þó heldur ekki að lýsa því yfir að einhver íslenzk ráðu- neyti séu þess eðlis að einhveijir stjórnmálaflokkar, sem nú starfa, séu forboðnir í þau ráðuneyti," sagði Davíð. Skatthlutföll verði lækkuð í kosningastefnuskránni kemur meðal annars fram að leiða verði leitað til að útrýma miklum lau- namun kynjanna. Lagt er til að áfram verði unnið að því að jafna kosningarétt og fækka þingmönn- um. Skatthlutföll í tekjuskatti og virðisaukaskatti verði ekki hækk- uð. Vinna þurfi að því að breikka skattstofna, lækka skatthlutföll og draga úr tekjutengingu. Frambjóðendur á fundi hjá Lands- sambandi lögreglumanna Hlutverk lögreglunnar þarf að vera vel skilgreint NAUÐSYN á öflugri menntun lög- reglumanna, lækkun starfsloka- aldurs þeirra og skipting landsins í færri löggæslusvæði var meðal þess sem fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu til al- þingiskosninganna voru sammála um á fjölmennan fundi með lög- reglumönnum, sem Landssam- band lögreglumanna boðaði til í Borgartúni 6 í gær. Á fundinn mættu þau Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvenna- lista, Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, Bjöm Bjarnason, Sjálfstæðis- flokki, Finnur Ingólfsson, Fram- sóknarflokki, Guðmundur Árni Stefánsson, Alþýðuflokki og Sva- var Gestsson, Álþýðubandalagi og óháðum. í upphafi fundarins gerði Jónas Magnússon, formaður Landssam- bands lögreglumanna, meðal ann- ars að umtalsefni menntunarmál lögreglumanna, gífurlegan niður- skurð sem orðið hefði á fj árveiting- um til löggæslu í landinu, sem oft og tíðum hefði haft í för með sér að björgunarsveitarmenn og aðrir áhugahópar væru famir að sækja inn á svið löggæslunnar. „Hlut- verk lögreglunnar í þjóðfélaginu þarf að sjálfsögðu að vera vel skil- greint, staða þeirra, menntun og margt annað,“ sagði hann. Lítill flokkspólitískur munur í máli frambjóðendanna kom fram að flokkspólitískur munur gæti ekki verið mikill á viðhorfum til löggæslumanna þar sem lög- gæslan væri einn af hornsteinum lýðræðisins, og störf lögreglu- manna þess eðlis að um þau ættu ekki að ríkja ágreiningur. Voru þeir sammála um nauðsyn þess að menntunarmál lögreglumanna þyrftu að vera sem best verði á kosið, bæði hvað varðar grunn- mentun og endurmenntun. Bent var á að íslendingar stæðu nú á vissum tímamótum hvað varðar samskipti víð aðrar þjóðir, þar sem meðal annars hefði verið rætt um að ísland yrði nokkurs konar hlið Evrópusambandsins í vestri, og ýmis vandamál væru því framundan sem kölluð á endurskil- greiningu lögreglunnar. Meirihluti frambjóðendanna var á því að lög- gæslusvæði á landinu þyrftu að vera færri og stærri, og æskilegt Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ fundi lögreglumanna með frambjóðendum. væri að kanna hvort æskilegt væri að stofna embætti ríkislög- reglustjóra. Endurskoðun starfsloka í fyrirspurn til frambjóðend- anna var bent á að lífaldur lög- reglumanna væri lægri en annarra stétta, og vilji lögreglumanna stæði til þess að starfslokaaldur þeirra yrði lækkaður. Töldu þeir t.d. ótækt að lögreglumenn á sjö- tugsaldri þyrftu að ganga vaktir í miðbæ Reykjavíkur og lenda þar jafnvel í stympingum við fólk. Voru frambjóðendurnir sem fyrir svörum sátu á einu máli um að nauðsynlegt væri að taka þetta mál til rækilegrar skoðunar. Fundarmönnum lék forvitni á að kynnast afstöðu frambjóðend- anna til þess hver ætti að sjá um reksturs neyðarnúmers, en í máli lögreglumanna sem til máls tóku gæti ótta um að einkaaðilum yrði falinn rekstur þess. Voru fram- bjóðendurnir sammála um að rekstur neyðarnúmers ætti að vera undir förystu lögreglu og slökkvil- iðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.