Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E 65. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norski laxinn 300.000 tonná árinu Ósló. Morgunblaðið. NORSKIR laxeldismenn búast við, að framleiðslan á þessu ári verði um 300.000 tonn og útflutnings- verðmætið um 90 milljarðar ísl. kr. A síðasta ári var framleiðslan 200.000 tonn en það er meira en öll kjötframleiðsla í Noregi. Ársfundur Samtaka norskra fisk- eldismanna er haldinn í Ósló þessa dagana og jafnfram fagna þau 25 ára afmælinu undir kjörorðinu „Ævintýrið sem varð að veruleika“. Stefna samtakanna er að laga framleiðsluna að óskum neytenda og verður kannað sérstaklega hveij- ar þær eru í einstökum löndum og markaðssvæðum. Sem dæmi um þetta má nefna, að í Singapore er kynþroska lax í mestum metum en' í Noregi er hann talinn lítils virði og raunar bannað að flytja hann út. Finnskir kjósendur ganga að kjörborðinu á morgun „Stóð ekki á sama um framhaldið“ „ VIÐ sáum ekki handa okkar skil og lögðumst niður allir í hnapp og ætluðum að láta fjúka yfír okk- ar. Við höfðum hins vegar misst svefnpokana og það var svo kalt að liggja á jörðinni í göllunum eingöngu að við gáfumst upp. Þá stóð mér ekki á sama um fram- haldið,“ segir Sveinn Muller, einn þriggja gönguskiðamanna sem sendu frá sér neyðarkall síðdegis á fimmtudag, en þeir fundust í gær eftir víðtæka leit björgunarsveita. Tjald þremenninganna sem sést á þessari mynd grófst undir snjó og þeir misstu allan sinn búnað og vistir í snjóinn. í um sólarhring börðust þeir við gegndarlausan veðurofsa og gáfust meðal annars upp á að grafa sig í fönn, vegna kulda og þess að ofankoman var svo mikil að hún lokaði þá næstum inni. ■ Veðurofsinn var okkur ofviða/6 Reuter Hlynntir sarnstj órn stærstu flokkanna Helsinki. Morgunblaðið. FINNSKUM jafnaðarmönnum er spáð mestu fylgi í þingkosningun- um á morgun en kjósendur virðast taka lítið mark á hugmyndafræði- legum mismun stjórnmálaflokk- anna. Þetta kemur í ljós þegar litið er á hvaða stjórnarsamstarf er lík- legast að taki við eftir þingkosning- arnar á morgun, sunnudag. Líklegt þykir, að Paavo Lippon- en, leiðtogi jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Finnlands en flokki hans er spáð rúmlega 27% atkvæða. Stjórnarflokkunum, Mið- flokki og Hægriflokknum, er spáð svipuðu fylgi, 17-19%, og sam- kvæmt könnum, sem birtist í dag- blaðinu Helsingin Sanomat í gær, nýtur samstjórn þessara þriggja flokka mestra vinsælda meðal kjós- enda. Þess konar stjórn væri óhugs- andi til dæmis í Svíþjóð. Jafnaðarmenn vilja mesta skattalækkun ■Flokksleiðtogar taka tillit til þessa enda hefur kosningabaráttan verið óskiljanleg í augum margra Finna. Erfitt hefur verið að fínna áþreifanlegan mun á stefnu stærstu flokkanna. í sjónvarpsumræðu flokksforingja á fimmtudagskvöldið kom í ljós að jafnaðarmenn stóðu fremstir í flokki þegar rætt var um skattalækkanir. Núverandi stjórnarflokkar, Miðflokkur og Sameiningarflokkur, segjast einnig vilja lækka skatta en ekki jafnmik- ið og kratar. Samheldni stóru flokkanna kom einnig í ljós í afstöðu þeirra til verk- Sjá lítinn hug- myndafræði- legan mun falls hjúkrunarfræðinga sem valdið hefur mikilli röskun í fínnska heil- brigðiskerfinu. Hvorki jafnaðar- menn né núverandi stjórnarflokkar vildu tjá sig um réttmæti launa- krafna hjúkrunarfræðinga. Þeir sögðust ekkert geta gert í málinu. Stóru flokkarnir saman í könnun Helsingin Sanomat kemur í ljós að 35% aðspurðra vildu Harmur í Bakú STJÓRNARHERINN í Az- erbajdzhan kvaðst í gær hafa brotið á bak aftur uppreisn liðs- manna í sérsveitum innanríkis- ráðuneytisins. Mikið mannfall varð í hörðum bardögum við höfuðstöðvar sérsveitanna í grennd við Bakú og meðal þeirra sem féllu var Rovshan Javadov aðstoðarvarnarmálaráðherra, sem stjórnaði uppreisninni. Myndin er af konu, sem er yfir- komin af harmi yfir mannfallinu. ■ Uppreisn kveðin niður/24 helst sjá krata, miðflokksmenn og hægrimenn í stjórn. Næstvinsælasti kosturinn reyndist stjórn jafnaðar- manna og hægrimanna og í þriðja sæti var stjóm krata og Miðflokks. Jafnaðarmenn og Miðflokkur hafa verið kjarni allflestra ríkisstjórna í Finnlandi. Jafnaðarmenn og Hægriflokkur sátu saman í stjórn árin 1987-1991 en sú stjórnarmyndun þótti söguleg, einkum vegna þess að hægrimenn höfðu verið í stjórnarandstöðu frá því á sjöunda áratugnum. Fréttaskýrendum ber saman um að lítilla breytinga sé að vænta hver sem niðurstaðan verði. Astar- raunir á Inter- netinu ÁSTIN getur blossað upp á upplýsingahraðbrautinni ekki síður en annars staðar. Fimmtugur bókavörður í Ástralíu, Robert Boot, kynnt- ist starfssystur sinni í New York, Charlene Mirabella, á Internetinu og eftir nokkurra mánaða tilhugalíf fór hann til Bandaríkjanna til að kvæn- ast henni. En þá kom babb í bátinn, því_ konan reyndist of feit fyrir Ástrali. Að sögn The Independent tilkynnti útlendingaeftirlitið í Ástralíu hjónunum að Mira- bella væri ekki velkomin þangað. Ástæðan er sú að hún er sykursjúklingur - og tólf kílóum of þung. Sam- kvæmt áströlsku innflytj- endalöggjöfinni er slíkt fólk ekki æskilegt þar sem hætta er á að það verði byrði á heil- brigðiskerfinu. Oskureið Mirabella situr því eftir með sárt ennið í New York, 16.000 km frá sínum heitt- elskaða og atvinnulaus að auki þar sem hún hafði sagt starfi sínu lausu til að geta flutt til hans. „Við erum ösku- reið,“ sagði Boot, sem neyðist nú til að tjá konu sinni ást sína með hjálp tölvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.