Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir B6 HELP AP pó SÉIST KawiMlsí E/NHVEPTA PBST, GCETTlR ? TH05E T0UN6 WMBLEUÚEEDS ARE HARP TO 0REAK.. Það er erfitt að eyði- leggja þessar ungu þomurtir. 3Har0nnIþt«iÞÍb BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Guðni Ágústsson, alþingismaður, svarar Amal Rún Qase og Hrafni Jökulssyni: Island er fyrir ykkur, mig og aðra Islendinga Frá Guðna Ágúatsayni: ÞAÐ er með ánægju sem ég svara spumingum Amal Rún Qase, sem birtust i bréfi hennar í Morgunblað- inu fimmtudaginn 16. mars síðastlið- inn. Spurninganna spyr hún vegna ummæla minna i sjónvarpsþætti á Stöð 2 fyrir nokkru. í upphafi vil ég fá að blrta orðrétt það sem ég sagði í umræddum þætti. Nokkrir þafa prðið til að snúa át úr orðum mínum, þá sérstaklega kratar, en ég vík nánar að því síðar. Ummælin á Stöð 2: Stefán Jóp Hafstein spyr um af- stöðu mína til nýbúa á_ Islandi. Guðni Ágústsson: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ísland eigi að vera fyrir íslendinga, en ég hef ekki á móti því að fá hingað inn böm og að hjónabönd verði með þeim hætti, en ég vii ekki sjá sömu hluti og eru að gerast í Svíþjóð, t.d. átök á milli kynstofna. Ég svona er þeirrar skoðunar. ísland sé okkar land og við megum ekki galopna KqHq ionH ** Stefán: „Bíddu. Við hvað áttu við - að gaiopna? Á að herða reglur"? Guðni: „Við eigum ekki að falla í þá sömu gryfju og gerist hér hjá nálægum þjóðum.“ Stefán: „Stefnir nokkuð í það?“ Guðni: „Ég vona ekki.“ Stefán: „Ertu að tala um að það eigi að herða reglur, eða eigum við að hafa óbreytt ástand?" Guðni: „Ég held í sjálfu sér að við þurfum ekki að herða reglur. Ég sé ekki að það sé neitt að gerast í þessum efnum sem við þurfum að...“ Stefán Jón snýr sér að næsta við- mælanda með sömu spurningu. Amal Rún svarað: Amal Rún spyr þriggja spurninga í Morgunblaðinu: 1. „Finnst Guðna Ágústssyni að ísland sé aðeins fyrir suma Islend- inga.“ Svar: ísland er að mínu mati ynd- islegt land allra íslendinga. í þeim hópi eru ég og þú, auk allra annarra íslendinga sem byggja þetta land, eða búa I útlöndum. Eg þekki marga sem hingað hafa flutt frá öðrum löndum og tek undir það með þér að margt það fólk er jafnvel meiri Íslendingar en sumt það fólk sem hér er fætt. 2. „Er þetta skoðun Framsóknar- flokksins." Svar: Ég hygg að formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, hafi svarað þessu ágætlega á fundi í Háskólabiói á dögunum þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að ís- land væri fyrir íslendinga, hvar svo sem þeir eru fæddlr. 8. „Er Framsókn kannski aðeins fyrir suma islendinga?" Svar: Framsóknarflokkurinn er oplnn öllum íslendingum. Hann er öfgalaus féJagshyggjuflokkur, sem sækir fylgi sitt til allra hópa þjóðfé- lagsins. Þessum spurningum þínum, Amal Rún, svara ég með ánægju og vona að þér þyki svörin nægilega skýr. Skítkast Alþýðuflokksins; Það er hins vegar með mun minni ánægju sem ég svara ritstjóra Al- þýðublaðsins og þar með málpípu Alþýðuflokksins, Hrafni Jökulssyni. Ég sé mig hins vegar tilneyddan þar sem ég hef, eftir þáttinn á Stöð 2, mátt sæta þvílíkum svívirðingum og rógi að engu tali tekur og er ekki sæmandi fullþroska fólki að viðhafa þvílíkt orðbragð. Ég hef verið kallaður rasisti, kynþáttahat- ari, krúnurökuð fótboltabulla og þar fram eftir götunum, en ekkert af þessu er rétt, enda væri þá illa fyr- ir mér komið. Ég þykist vita að þessi áróður eigi rætur sinar 1 Alþýðuflokknum, það sýna skrif og ummæli manna þar á bæ. Steininn tekur úr með greinum þeirra Magnúsar Árna Magnússonar í Alþýðublaðinu sið- astliðinn þriðjudag og Hrafns Jök- ulssonar i Dagskránni, sem gefin var út hér á Selfossi í gær. Ég ætla ekki að fara að elta ólar við þessa menn. Mér finnst og ég heyri það á fólki hér á Suðurlandi og víðar, að skítkast og rógur af því tagi sem þessir menn stunda sé þeim ekki sæmandi. Finnist þeim annað hlýtur sú skoðun að lýsa best þeirra innri manni og hitta þá sjálfa fyrir. Vist sannast það vel í stjórn- málum að enginn er annars bróðir i leik, en að draga kosningabarátt- una niður á jafn lágt plan og þessir menn gera er með ólíkindum. Að fara að leika við þá á þeirra lága plani hvarflar ekki að mér en ég get tekið undir það sem ágætur vinur minn úr Alþýðuflokknum hér á Suð- urlandi sagði þegar hann sá grein Hrafns í Dagskránni: „Þar' skaut kratinn sjálfan sig í fótinn.“ Hrafn, þið sjáið flisina i auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga. GUÐNIÁGÚSTSSON Selfossi. Mænustunga I GREIN sinni, Rúllustigaröflið (Morgunblaðið 14. mars), getur Gísli Árnason þess að ég hafi villst á hljóðfæraleikurum og leikurum í grein minni um rokksöngleikinn Mænustungu sem nemendur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði sýndu nýlega. Þetta er rétt og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því. GUÐBRANDUR GÍSLASON Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða & annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.