Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Verkfall kennara Hvað með það? Þegar þetta er ritað hefur verk- fa.ll kennara staðið í hálfan mánuð og ég vona að það standi enn þeg- ar það birtist. Að lestri loknum vit- ið þið hvers vegna. Sumir telja sér trú um að það sé mikilvægt að vinna alþjóð á sitt band þegar staðið er í vinnudeilum. Forystumenn kennara hafa óskað eftir því að við kennarar segjum af málum okkar þeim sem við náum til og það er þess vegna sem ég skrifa þessar línur. Litið yfir farinn veg Ég hóf kennslu í janúar árið 1960, fyrir 35 árum. Þá var það draumur flestra launastétta lands- ins að fá jafnhá laun og mennta- skólakennarar. Meðal þessara stétta voru þingmenn. Þeirra vandi leystist endanlega með því að þeir tóku sjálfir að sér að ákvarða sin eigin laun. Fyrir 22 árum hóf ég að kenna við menntaskóla. Á þeim tíma hefur sú breyting orðið að sömu launa- stéttir eru löngu hættar að bera sig saman við menntaskólakennara. Nú er svo komið að hinir snjöllu fagmenn og meistarar okkar í hand- verki svo sem matreiðslu og bifvéla- virkjun, trésmíði og tannsmíði, raf- virkjun og rennismíði leggja sig ekki lengur niður við að sinna kennslu þar sem jafnvel þeirra slak- asti nemandi fær hærri laun en þeir fyrir hvaða íhlaupavinnu sem er. Greiðsluaðferðir Það er mikil tækni komin í kjara- samninga hinna ýmsu launastétta. Það lýkur varla svo kjaradeilum að deiluaðilar komi ekki undirfurðuleg- ir fram fyrir landslýð og fullyrði að náðst hafi samkomulag um ekki neitt. í hæsta lagi að samið hafi verið um hagræðingu sem komi báðum aðilum lítið eitt til góða. Það er hins vegar alþekkt að flestir þeirra sem þar taka laun kvíða því að koma á eftirlaun því aðeins hluti kaupsins telst til fastra launa sem eftir- launin miðast við. í þessu samhengi skiptir það engu máli að til eru stéttir sem náð hafa litlum auka- greiðslum. Hitt er meginmálið að svona hefur viðmiðunarstéttunum tekist að koma kaupinu sínu upp og frægar eru margvíslegar auka- greiðslur til alþingismanna. Greiðslur til kennara Skilgreiningin á starfi kennara kemur í veg fyrir að unnt sé að nota leynigreiðslur eins og óunna yfirvinnu, sem er algengasta að- ferðin hjá ríkinu til að komast fram hjá ákvæðunum um grunnlaunin. Ef laun kennara eiga að hækka verður það aðeins gert með hækkun grunnlauna. Grunnlaun mennta- skólakennara hafa ekki hækkað. Þvert á móti hefur kaupmáttur þeirra hrapað meir en nokkurrar annarrar stéttar. Jakkinn dugir ekki í kennslu er sjálfvirkt eftirlit. Slakur kennari fær ekki dulið slak- leik sinn því 20-30 eftirlitsaðilar eru hjá honum í hverjum kennslu- tíma. Fræðsluyfirvöld setja mark- miðin, fagleg yfir- stjóm ákveður leiðina og nemendurnir bera skólanum vitni. Það er þess vegna sem kenn- arinn getur ekki valið sama kost og aðrar stéttir sem detta niður í launum. Hann getur ekki hengt jakkann sinn á stólbakið og beðið símavaktina að segja að hann hafí rétt aðeins skroppið frá. Hann getur ekki einu sini hringt og boðað veikindi eða sagst hafa sofið yfír sig á meðan hann skreppur afbæis til að sinna erindum eða stunda annað launað starf. Vonandi stendur verk- fall kennara enn, segir Gísli Ólafur Péturs- son, þegar þessi grein birtist. Lestur hennar skýrir óskina. Lægri staðall Það hefur haldist nákvæmlega í hendur að eftir því sem laun okkar hafa lækkað hefur virðingin fyrir störfum okkar þorrið. Athyglisvert er að lesa í blöðum þessa dagana hversu kennarar eru óþarfir, hvern- ig allir geta kennt og hversu alls ekki eigi þeir skilið neinar launa- Gísli Ólafur Pétursson hækkanir. Vissulega eru þetta ekki skrif hins menntaða hluta þjóðar- innar. Þetta er hins vegar sá hluti þjóðarinnar sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við niðrun kennslu, lær- dóms og menntunar. Því miður er það svo að þeir sem skammast sín fyrir svona skrif láta ekki í sér heyra svo að stjómmála- mennimir halda að þetta sé al- mannarómur,- og stjómmálamenn em fylgifískar almannarómsins. Það sem allir geta Þó að það skipti engu máli hvað það er sem allir geta má nefna að það em fáir kennarar sem ekki era fullfærir um að ganga inn í störf á Alþingi næstkomandi mánudag - jafnvel þó að þeir fengju ekki lengri undirbúningstíma heldur en þeir venjulega fá fyrir forfallakennslu. Fléstir kennarar em með sama undirbúningi færir um að gegna stöðu ráðherra í ríkisstjóm, borgar- stjóra í Reykjavík og bankastjóra í Landsbankanum. Ekkert af þessu segir neitt um það að lækka eigi laun þessara aðila. Það segir hins vegar dálítið um þær kröfur sem kennarar þurfa að geta orðið við á hinum óvæntustu augnablikum og þau mál sem þeir þurfa að geta sett sig inn í og leyst úr á heiðarleg- an og þjóðhagkvæman hátt. Hveiju skipta launin? Nýlega las ég lýsingu blaða- manns á fátæklegum klæðum skólastjórans síns frá unglingsámn- um í gagnfræðaskólanum. Blaða- manninum hefði sjálfsagt ekki dott- ið í hug að skrifa þessa lýsingu ef hann hefði sjálfur haft úr litlu að spila. Mér varð hins vegar litið á eigin föt og vissi þegar hvað mínir nemendur munu skrifa í blöðin ef svo fer að þeir minnast mín síðar. Alþingi ákveður verkfall Alþingi hefur leitt það í lög að kennarar skuli fara í verkfall vilji Gæða-jakkafot HAGKAUP Kringlunni - kjarni málsins! Að bjarga sögimni UM miðbik þessarar aldar var pólitíkinni þannig varið á landi hér, að gefín vom út tvö stórblöð og bæði í föstum tengslum við hvort sinn stjómmála- flokk og bæði trú hvort sinni stefnu. Þetta vom Morgnb- ulaðið og Þjóðviljinn. Aðrir fjölmiðlar vom tiltölulega mein- lausir þó ekki væm þeir allir hlutlausir, enda minna lesnir. Um Þjóðviljann, sem nú er útdauður, var það að segja, að hann var svo trúr sinni hugsjón, að þar á bæ var mannkyninu skipt í tvennt. Það var annars vegar alþýðan og svo hins- vegar gróssérarnir. Alþýðan var það fólk sem vann en fékk enga borgun. Grósséramir vom þeir sem eign- uðust.allt án þess að vinna nokkuð. Margir þeir sem lásu þessar kenningar fóm smám saman að trúa og svo er reyndar um allan áróður, enda til hans stofnað í þeim tilgangi. Og því miður bar þessi áróður þann árangur, að heilar kynslóðir trúðu þessu mgli í meginatriðum og trúa enn, enda þótt þeir sem fyrir honum stóðu séu flestir fyrir löngu orpnir moldu og margsannað að áróðurinn fékk hvergi staðist, var með öðrum orðum hluti af heimslygi kommúnismans. En enn er trúað á þá kenningu, að þeir sem komust í þær álnir fyrr á árum að eignast mannsæmandi þak yfír höfuðið, séu óvinir samfé- lagsins og ekki of góðir að blæða tii þess velferðarríkis hjá okkur, sem vel að merkja, hvergi annars- staðar á byggðu bóli hefur getað þrifist og þó kunna aðstæður að vera til þess hagstæð- ari í öðram löndum en hér hjá okkur á íslandi. Ein af vondum af- leiðingum þessa hugs- unarháttar er sem sé enn að grassera hér á okkar landi og lýsir sér í því, að yfirvöld virð- ast enn trúa á, að óhætt sé að ganga sí- fellt lengra í að skatt- leggja þá sem eiga „einhveijar eignir“ eins og það er kallað. Við verðum hið fyrsta að bregðast við og lækna samfélagið af þessum ágalla. Fjöldinn allur af fullorðnu fólki býr í húsum hér í borginni, sem flest em byggð fyrir miðja öldina og mörg reyndar miklu fyrr, sum allt aftur til aldamóta og það em að mestu hús, sem byggð vom úr jieim byggingarefnum sem þá vom algeng, þ.e. járnklædd timburhús. Flestöll em þessi hús byggð af dugnaðarfólki þeirra tíma og til þeirra var vandað eins og hægt var og þau hafa verið prýði borgarinnar og eru enn. Mörg þeira standa á stómm lóð- um og með stórum garði og trjám og öðmm gróðri. En sá ljóður er nú orðinn á, að mikið af þessum gömlu, fallegu húsum er í eigu fólks, sem hefur enga möguleika til að veita þeim það viðhald sem þarf. Það búa í þeim oft ekkjur eða ekklar komin til aldurs og þó það fólk hafí hug á og reyni til, fer því fjarri að það sé fært um, enda mjög kostnaðarsamt að kaupa þá vinnu sem til þarf. Þegar svo við blasir, að þetta vesalings fólk er svo skattpínt fyrir þær einu sakir að vera skráð eig- endur að þessum heimilum sínum, er ekki von að vel fari, enda sjáum við um öll eldri hverfí borgarinnar hús, sem einu sinni voru í góðu standi en hafa því miður verið van- rækt um langt skeið. Þarna er að sjálfsögðu meira og minna í órækt, tré og blóm van- rækt um árabil, girðing og hliðbún- aður ryðgað og fallið, tröppur og gangstígahellur molnað og jám ryðgað á húsi, þaki og rennum. Þyrfti að kosta miklum fjármunum til að endumýja sem best eftir þessa áberandi vanrækslu. Mikið af gömlum og fallegum húsum, segir Helgi Ormsson, er í eigu fólks sem hefur ekki efni á nauðsyn- legu viðhaldi. Og svo þegar kemur að viðhaldi innanhúss vandast málið enn meira og þar er komið að aðalatriðinu. Ef til þess kemur að farið sé að endurbæta er áríðandi að gera það undir ströngu eftirliti bæði utan- húss og innan. Þá yrði að gera kröfu til að allt væri sett í sem líkast form og var í byrjun, nota verður sömu aðferðir við innréttingu og áður, striginn strengdur upp og límdur maskínu- pappír, glugga- og dyraumbúnaður sami og var og allar lagnir látnar óbreyttar svo og gólfefni. Sjálfur átti ég nokkum þátt í að endurbyggja eitt slíkt gamalt hús út á landi fyrir áratugum og það unga fólk sem fyrir því stóð gerði sér alveg grein fyrir ánægjunni af að búa í slíkum húsakynnum. Og þar átti ég því að fagna að rafmagnseftirlitsmaður sá, er til var Helgi Ormsson þeir knýja á um kjör sín. Kennarar em fyrst og fremst löghlýðnir. Þeir feta því þá slóð sem löggjafínn hef- ur skipað þeim að ganga vilji þeir ekki una því að ríkisvaldið dregur kjör þeirra sífellt neðar og neðar. Dagvistarverkfall Skólinn hefur æ meir orðið að ókeypis dagvistarstofnun fyrir æsku landsins. Þeir sem einblína á það hrópa upp þegar þeir missa þessa þjónustu í verkfalli kennara. Þeir hafa hvort sem er ekki hugsað sér að börn þeirra verði í fylkingar- bijósti íslensks menntafólks þegar fram líða stundir og fínni ný tæki- færi til atvinnu og uppbyggingar í þjóðfélagi framtíðarinnar. Þeir eru hæstánægðir ef þeirra börn geta bara komist í vinnu svo fljótt sem mögulegt er, enda ekkert að sækja í skóla sem ekki má fá frá hveijum sem er - einkum þeim sem ekki eru kennarar. Að sjálfsögðu er dagvistarhlut- verk skólans mikilvægt en kennarar em ekki að ætla sér meiri launa- greiðslur til að sinna því. Þar til má kalla aðrar starfsstéttir til að vinna innan veggja skólans. Jafnvel þeir sem hæst bylja í blöðunum geta sjálfsagt fengið að starfa við það. Það yrði þeim tvímælalaust ánægjuefni að taka að sér starf sem allir geta hvort sem er unnið og þurfa þess vegna engin séstök laun fyrir. Fólk í dagvistarþrengingum hef- ur lagt til að einkavæða skólana. Ekki er víst að það viti hvað slíkt merkir en þetta er góð hugmynd sem rétt er fyrir kennara að hrinda smátt og smátt í framkvæmd. Ákjósanlegt er að geta sinnt svo sem 20% nemenda eftir 15 ár. Mánaðarleg skólagjöld gætu verið 20 þús. fyrir kennsluna og 25 þús. til húsnæðis og tækja. Höfundur er menntaskólakennari. kvaddur, hafði álíka skilning á og var okkur mikið hjálplegur, Guð- mundur Jónsson sem stofnaði seinna ásamt öðmm Rafteikningu hf. Mjög er áríðandi, ef á að endur- byggja svona hús, að velja til menn, sem enn hafa þá kunnáttu til verk- anna og umfram allt jákvæða fyrir því að með endurreisn þessara húsa er verið að leggja lið menningarsög- unni. Heyrt hef ég á sumum bygg- ingamönnum sem starfa í dag, að meðal þeirra sé alls ekki skilningur á þörfinni fyrir að vemda þessa fyrri tíma hluti og jafnvel til í, að menn álíta þetta allt óþarfa drasl og vilji helst hreinsa burt og end- umýja með nútímalegra efni. Þessi afstaða er að mörgu leyti skiljan- leg, en hún er þó óafsakanleg að því leytinu, að þessi búnaður er leif- ar frá fyrri tíma, segja okkur því sögu þeirra tíma, með öðmm orðum það sem fyrirrennarar okkar unnu úr og áttu kost á þá og alls ekki ómerkari en það efni sem við getum fengið nú til dags. Er áríðandi að kynna sem best fyrir bæði almenningi og iðnaðar- mönnum þörf fyrir að eyðileggja ekki hluti sem segja okkur þennan þátt úr lífi fólks áður. Það þyrfti meðan enn eru á lífi einhveijir sem kynntust þessum byggingarefnum og unnu við þau, að grípa þekkingu þessara iðnaðar- manna meðan enn em í kallfæri, gæti orðið of seint annars því mér vitanlega er ekki mikið til af hald- góðum teikningum eða öðrum leið- beinandi hlutum, en þó ef þeir fyrir- finnast einhverstaðar má til að veruda þá líka. Ég held að tímabært sé að við tökum heldur höndum saman um að gera íbúum þessara húsa fært að kosta það viðhald sem nauðsyn- legt er og vona að augu okkar opn- ist fyrir þeirri skömm, að láta þessi hús, sem gætu verið borginni okkar til prýði, drabbast niður. Höfundur er rafvirkjameistari og deildarfulltrúi hjá Rafmngns vcitu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.