Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 43 Sagt er að höfundar æviminninga í dagblöðum fjalli þar einkum um sjálfa sig. Því ekki? Persónuleg kynni og reynsla af samferðamönnunum er efniviðurinn í þess konar ritsmíð- ar. Það bið ég þá sem lesa þessar línur að athuga. Margrét Jónsdóttir - Magga í Hveragerði - var vinkona mín allt frá fyrstu kynnum vorið sem Garð- yrkjuskóli ríkisíns á Reykjum í Ölf- usi tók til starfa. í nemendahópnum voru þrjár stúlkur: Ólafía Ásbjörns- dóttir frá Guðmundarstöðum í Vopnafírði, Margrét Jónsdóttir frá ísafirði og Vigdís Jónsdóttir. Ólafía stundaði garðyrkjuna skamma hríð eftir að hún lauk námi. Hún hefur átt viðburðaríka ævi, en nú er vitund hennar horfin frá okkur á vald gleymskunnar þar sem hún á skjól í elli á dvalarheimilinu í Kumbara- vogi. Vigdísi bar einnig af leið frá blómlendum garðyrkjunnar, eftir árs nám á þeim slóðum lenti hún á þyrn- um stráðum brautum kennslustarfs- ins. En Margrét á nú að baki óslitna langa og farsæla garðyrkjuævi við hlið manns sína Skafta Jósepssonar. í garðyrkjustöð þeirra í Hvera- gerði angaði fresían (freysliljan) ættuð frá Höfðalandi, fíngerð og kurteisleg, en kröfuhörð og launar þó vel sívakandi umhyggju ræktun- armannsins. Skafti hafði náð ein- stæðum árangri við ræktun þessarar yndislegu jurtar. Það var ævintýri líkast að hlíta leiðsögn hans um garðyrkjustöðina, koma í vinnuskúr- inn, horfa á Margréti og hennar fólk binda fresíuvendina og þiggja þessi blóm sem eru mér tákn vináttu og umhyggju. Nútímamenn hrópa: fjármagn, mikið fjármagn! þegar þeir hyggja á framkvæmdir og víst er það eitt af forsendum þess að eitthvað þok- ist í framfaraátt. En þegar siðlausa orðið mannauður er tengt við pen- ingahyggjuna er eins og verið sé að meta þjóðina til verðs á þrælamark- aði. Margrét og Skafti byijuðu með tvær hendur tómar. Þau höfðu alist upp við nægjusemi hjá grandvörum foreldrum af aldamótakynslóðinni og færðu í bú sitt góðan arf, sem ég vil ekki kalla mannauð heldur mannkosti og manngildi. Trú- mennska og vandvirkni var hluti af þeirra auðlegð, auður sem síst má skorta þegar stofnað er til búrekst- urs, hvort heldur það er fiskrækt- arbú, loðdýrabú eða stóra velferðar- búið okkar allra. Þeim búnaðist vel. Byggðu sé gróðrarstöð og hús og ræktuðu blómagarð á berangri hverahrúðursins, hver jurt og tré sem Margrét hlúði þar að átti sína sögu og tilfinningatengsl kunn þeim sem við ræktun fást. Margrét og Skafti áttu barnaláni að fagna. Þegar að því kom að setja þurfti börnin fjögur til mennta urðu ' þau að fara að heiman hvert af öðru og sækja skóla í fjarlægum byggðar- lögum. Því fylgir meiri kostnaður heldur en gerist þar sem framhalds- skóli er við bæjardyrnar. Margréti varð þá ekki ráðafátt fremur venju. Til að létta undir stofnsetti hún verslun, smáa í sniðum og kallaði Grein. Þar seldi hún hannyrðavöru og ýmislegt til fegrunar og ánægju, | enda var hún hög og hafði gætur á I hlutum sem gleðja augað fyrir nytse- ' missakir eða fegurðar. Börnin náðu mjög góðum árangri á menntabraut- inni hvert á sínu sviði og hafa með prýði uppfyllt væntingar foreldra sinna um velgengni í námi og starfi. Það hefði verið okkur skólasystk- inum og vinum þeirra Margrétar og Skafta ómetanlegt ef þeim hefði auðnast að njóta góðrar heilsu á friðsælu ævikvöldi. Skafti lést 28. nóvember 1993 og nú eru dagar I Margrétar taldir. Bæði áttu þau við I heilsubrest að stríða síðustu æviárin. Það hindraði þó ekki að á heimili þeirra væri athvarf okkar skóla- systkina úr Garðyrkjuskólanum þeg- ar tímamótum var fagnað. Hve oft sátum við þar saman og nutum hug- lægrar og líkamlegrar hressingar sem látin var í té af fölskvalausu vinarþeli. IÞað var Margréti að þakka hve vináttubönd okkar voru traust. Því langaði mig til að njóta samvista við hana til að kynnast henni og mér sjálfri þegar við báðar vorum komn- I ar á efri ár. Ég stakk upp á að við færum saman í stutt ferðalag til Hollands. Hún var treg í fyrstu, ótt- aðist að verða samferðafólkinu til trafala, hún leið af astma og varð að ganga hægt og forðast áreynslu. Ég sagði henni að við ættum að búa í feiju og hafa þar alla þjónustu, á flugvöllum væru til reiðu hjólastólar og fyrir mitt leyti kysi ég frekar að sitja á kaffihúsum úti í sólskininu en þenja mig um götur og stéttar. Og við fórum. Brátt kom í ljós hve ólíkar við vorum. Ókunnugum mæti ég með þumbaralegu afskiptaleysi, en hún með jákvæðum áhuga sem greiðir fyrir vinsamlegum kynnum. Skjólstæðingar hennar vissi ég að voru fjölmargir, hún átti einstæða hæfileika til að taka þátt í kjörum náungans og finna hjá honum lofs- verð eðliseinkenni. Hjálpsemi í smáu og stóru var henni eðlislæg, ef ein- hver var með höfuðverk tók hún töflu upp úr pússi sínu, þegar ég hruflaði mig á ökkla átti hún viðeig- andi smyrsl. Þá sjaldan við fórum í búðir sýnd- ist mér allt þar lítilsvert, en hún fann oft eitthvað sem glatt gæti skyldmenni eða barn. í lok ferðarinn- ar var spilað bingó. Ég bað í hljóði að dótið lenti hjá öðrum en mér, og svo fór. Margrét sópaði að sér vinn- ingum. Hjátrúarfullir gætu haldið að hugarorka ætti þátt í þeirri út- komu. Þegar við fórum að búast til brottfarar var vandkvæðum bundið að koma vinningunum fyrir. Ég stakk upp á að henda því sem mest var að fyrirferð: stórum servíettu- pökkum, níðþungum kertum eða pottasetti til nota á ferðalögum. En þetta hafði gildi minjagripa fyrir Margréti og mátti ekki glatast. Eins og oft áður í samveru okkar varð ég að endurskoða álit mitt sem var markað af einstrengingslegri nytja- hyggju og hallærislegum hugmynd- um um gildi hluta sem fólgið væri í þeim sjálfum. Þegar við skruppum frá borði með brauðsamloku og epli í poka, vildi ég setjast niður á fátæklegu verts- húsi við götuna og fá te til að drekka með brauðinu. Það fannst Margréti ekki geta gengið, við yrðum að fara að hætti siðaðra manna, síst af öllu vildi hún troða mönnum um tær. Til málamiðlunar keypti ég tvo vonda snúða. Margt sá ég í þessari ferð með augum vinkonu minnar. Svo ólíkar sem við vorum og e.t.v. vegna þess gaf hver dagur mér eitthvað nýtt, ný viðhorf sem rótuðu til hugskotinu með hressandi blæ. Og þótt Margrét mín sé nú ekki lengur á meðal okkar á ég ætíð eft- ir að hugsa til hennar með gleði og þakklæti. Afkomendum hennar og vinum sendi ég alúðarkveðjur. Vigdís Jónsdóttir. + JÚ1ÍUS Maggi Magnús fæddist í Reykjavík 20. febr- úar 1921. Hann lést í Reykjavík 22. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Maggi Júl. Magnús, f. 1886, d. 1941, yfir- læknir og borgar- ráðsmaður, og seinni kona hans, Þórhildur Eiríksdóttir, f. 1882, d. 1950. Eiginkona Júlíusar var Svala Waage, f. 27.2. 1923, sjúkraliði, en þau slitu samvistir. Svala er dóttir Einars Waage húsgagnabólstrara og Ragnheið- ar Grímsdóttur frá Gröf í Laugardal. Dóttir Júlíusar frá því fyrir hjónaband, með Lilju Pálsdóttur frá Bakka á Skaga- strönd, er Þórhildur, f. 1942. Synir Júlíusar og Svölu eru Ragnar Þór Magnús, f. 1943, viðskiptafræðingur í Kanada; Maggi Magnús, f. 1948, sjón- tækjafræðingur í Þýskalandi; Hilmar J. Magnús, f. 1952, múrarameistari í Reykjavík, kvæntur Kristínu Sigurbjörns- dóttur og eiga þau eina dóttur, Svölu. Júlíus átti tvo syni með Þuríði Kristjánsdóttur, vél- smíðameistara Gíslasonar. Þeir eru Kristján Franklín Magnús, f. 1959, leikari, Reylqavík, kvæntur Sigríði Arnardóttur, og Árni J. Magnús, f. 1968, háskóla- nemi. Þá átti Júlíus dótturina Þóru Björk, f. 1969, húsfreyju á Þingeyri, en maður hennar er Freyr Jónsson, sjómaður og eiga þau tvo syni, Júlíus Má og Þórar- in Ágúst. Júlíus lauk stúdentsprófum frá MR 1941, var sölumaður hjá Heildverslun Ásbjörns Ólafs- sonar í hálft annað ár, stundaði Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér... ÞESSAR ljóðlínur Davíðs eiga vel við um látinn vin minn, Júlíus Magga Magnús, sem er látinn eftir langvinn veikindi. Þegar hann lauk stúdentsprófi árið 1941, blasti heimurinn við stórglæsilegum ungum manni, sem bar höfuðið hátt og ætlaði sér stóra hluti. Hann fór til náms í Bandaríkj- unurh og var þar í tveimur háskólum, en gekk í bandaríska herinn 1944 og lenti í fallhlífadeild. Deild hans var send til Filippseyja, þar sem enn var barist, en þegar andstæðingamir gáfust upp, var hún send til Japans sem hluti herná- hagfræðinám í New York Univers- ity og síðar í Uni- versity of Southern California i Los Angeles en gekk í bandaríska herinn sumarið 1944 og mun vera fyrsti Is- lendingurinn sem útskrifaðist sem fullgildur fallhlíf- arstökkvari. Hann barðist með hern- um í lokabardögum á Filippseyjum og var síðan með set- uliði hans í Japan veturinn 1945-46 en var leystur frá herþjónustu í júní 1946 vegna áverka er hann hlaut í stríðinu. Júlíus var deildarstjóri einnar hæðar hjá næststærstu verslun í Washington DC í tæpt ár en kom síðan heim og stofnaði ásamt fleirum fyrstu ininja- gripaverslunina á Keflavíkur- flugvelli. Þá var hann aðstoðar- framkvæmdasljóri hjá bílaversl- un og Ford-umboði Páls Stefáns- sonar í rúm fjögur ár, stofnaði þá Ford-umboðið Kr. Krisljáns- son hf. ásamt Kristjáni Kristj- ánssyni og var þar forstjóri í rúm sex ár. Júlíus var einn af stofnendum Kiwanis-hreyfing- arinnar hér á landi, Kiwanis- klúbbsins Heklu, og gegndi þar ýmsum embættum, var m.a. for- seti klúbbsins eitt tímabil. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra bifreiðainnflytjenda og Félags íslenskra verkstæðis- eigenda sem síðar voru samein- uð í Bílgreinasamband íslands. Júlíus var verkefnastjóri í end- urskoðunardeild Reykjavíkur- borgar. Útför Júlíusar fór fram frá Dómkirkjunni 27. febrúar. msliðs. Júlíus var leystur frá herþjón- ustu vegna áverka, er hann hlaut, og fór þá aftur til Bandaríkjanna og stundaði þar verzlunarstörf um tíma. Árið 1947 kom hann heim til ís- lands. Hann hafði kvænst ágætri konu, Svölu Waage, árið 1943 og áttu þau einn son er hér var komið sögu. Lífsbaráttan var hafin fyrir alvöru. Júlíus taldi eins og margir aðrir, að þjóð, eins og íslendingar, sem komu vellauðugir út úr heimsstyij- öldinni, mundi bylta þjóðfélaginu til hins betra. Það var vorhugur í mönn- um og bjartsýni ríkti. En vorsólin lækkaði á lofti og land- ið varð gjaldþrota. Þá var skriðið á náðir Bandaríkjanna og beðið um svokallaða Marshall-aðstoð, sem ætl- uð hafði verið stríðshijáðum þjóðum. Það tókst, en nægði ekki, og var því vöruskömmtun í nokkur ár. Ástand þetta olli Júlíusi miklum vonbrigðum. Hann hafði búist við betra og hugsað hátt. Hann var eftirsóttur starfsmaður og fékk ágæta vinnu, sem nokkrum árum síðar leiddi til stofnunar Ford- umboðs, er þeir Kr. Kristjánsson frá Akureyri ráku saman um árabil, en fyrirtækið bar nafn Kristjáns. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand blómstraði fyrirtækið undir fram- kvæmdastjóm Júlíusar. Ég hafði þekkt Júlíus í allmörg ár og hóf störf hjá Ford-umboðinu Kr. Kristjánsson hf. árið 1955. Það var lærdómsríkt og skemmti- legt að vinna undir stjórn Júlíusar. Hann hafði létta lund og átti mjög auðvelt með að samlagast starfsfólki sínu og naut því trausts þess. Sjálfur var hann vinnuþjarkur og hafði ótví- ræða hæfileika til að vinna störf sín fljótt og vel. Vinsældir Júlíusar sköpuðu fyrir- tækinu ómæld viðskipti. Hann vildi þó standa á eigin fótum og taldi sig eiga möguleika á að reka blómlegt fyrirtæki með innflutningi á bifreiðum frá A-Þýskalandi, en það land hafði opnað viðskipti við ísland. Hann sagði því skilið við Ford- umboðið og stofnaði fyrirtækið Vagninn hf., en yfir reksturinn hafði Júlíus byggt hús við Laugaveginn, þar sem á boðstólum voru einnig varahlutir í ýmsa bíla. En þá dundi ógæfan yfir. A-þýsku bílarnir reyndust illa og stóðu all- margir hér árum saman og seldust ekki. Þá hafði Júlíus þurft að flytja húsið neðar á Laugaveginn, en allt þetta varð honum ofviða. Fjárfesting og rekstrartap stöðvaði reksturinn að lokum. Um einkalíf Júlíusar verð ég fáorð- ur. Hann átti marga góða vini og kunningjahópurinn var stór, enda var hann þeim kostum búinn að laða til sín fólk. Hann var skemmtilegur; þægilegur í viðmóti og víða heima. Það var einkar skemmtilegt að starfa með honum, eins og ég hefi áður upplýst. Mikil eftirsjá er að slíkum mann- kostamanni og sorglegt að horfa upp á þennan stóra og stælta og myndar- lega mann bókstaflega hrynja saman á örfáum árum vegna sjúkleika. Ég geymi í huga mínum minning- una um hinn gjörvilega mann, sem ég kynntist er hann var í blóma lífs- ins. Þótt líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Ragnar Ingólfsson. JULIUS MA GGIMA GNUS INGVAR GISLASON + Ingvar Gíslason fæddist 7. júlí 1913 á Grund á Stokkseyri. Hann lést 11. mars síðast- liðinn. Foreldrar Ingvars voru Dið- rikka Jónsdóttir og Gísli Gíslason. Ing- var ólst upp þjá móð- ur sinni á Grund. Hálfsystkini hans i föðurætt voru: Sig- urður, Halldóra, Gísli og Grímur, sem öll eru látin. Hálf- systkini í móðurætt voru: Júníus, Guð- ríður, Sigríður, Þorvarður og Karel sem eru einnig öll látin. Ingvar fluttist til Vestmannaeyja upp úr 1930, og lauk þar vél- stjóraprófi í byrjun vertíðar 1934, réðst þá á m/b Kristbjörgu og var á henni til 1946, fyrstu árin sem vélstjóri, en siðar sem formaður. Hann lauk skipstjóra- prófi árið 1939 í Vestmannaeyj- um. Ingvar var siðan á ýmsum skipum sem vélstjóri þar til hann gerðist formaður á m/b Tý hjá Einari Sigurðssyni árið 1953 og var með hann til ársins 1957. Haustið 1958 kaupir hann svo m/b Magnús Magnús- son og gerir hann út til ársins 1975 er hann hætti til sjós þar sem hann hafði starfað í rúm 40 ár. Ingvar fór að starfa hjá Fiskiðj- unni hf. sem vélstjóri eftir að hann hætti á sjónum og var þar til ársins 1983 er hann varð að láta af störf- uin fyrir aldurs sakir. Síðast starfaði hann þjá fiskverkunarstöð- inni Stakk hf. Ingvar giftist 21. maí 1955 Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Felli, f. 11. ágúst 1901 en hún lést 5. mai árið 1982. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 18. mars, og hefst athöfn- in kl. 14. INGVAR Gíslason frá Haukabergi í Vestmannaeyjum lést i Landspítal- anum 11. mars sl. eftir stutta sjúkra- legu. Þegar dauðinn ber svo snögg- lega að er enginn viðbúinn þótt við vissum síðustu dagana að ekkert annað væri framundan. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingi afi, eins og börnin mín köll- uðu þig, víð fjölskyldan kveðjum þig og þökkum þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, það verður skarð sem þú skilur eftir en minningin um góðan og hiýjan mann geymum við í hjarta okkar. Elsku Esther og Guðni, söknuður ykkar er mikill. Megi guð styrkja ykkur og alla aðstandendur í sorg- inni. Eygló Kristinsdóttir. Það voru mörg tár sem féllu þegar ég sagði bömunum að Ingi afi væri nú mikið veikur. Þeim fannst svo óréttlátt að liann vaknaði kannski ekki aftur eftir að hann fór í aðgerð til Reykjavíkur. Ingvari kynntist ég þegar ég giftist inn í fjölskylduna og var hann alltaf á sunnudögum í mat hjá tengdaforeldrum mínum og hafði verið það síðastliðinn 12 ár eða síðan Guðbjörg kona hans dó. Frá Inga, eins og hann var jafnan kallaður, starfaði mikilli hlýju og börnin em kannski næmust að finna hana því þau voru ekki gömul þegar þau fór að skríða upp í fangið á Inga. Þegar við Bergur eignuðumst okkar annað bam, sem var strákur, ákváðum við að skýra hann Ingvar Örn. Okkur fannst hann Ingi eiga það skilið frá okkar hendi að fá nafna og var hann ekki sá eini sem hlaut nafnið hans. Ingi hafði mikin áhuga á sjó- mennsku og leið ekki sá dagur að hann færi ekki einn bryggjurúnt. Ef hann fékk ekki fregnir hjá tengda- föður minum hringdi hann bara sjálf- ur til að vita hvemig gengi hjá Bergi á sjónum. Ingi var alltaf tilbúinn að aðstoða eða gera fólki greiða ef hann gat. Bregður eflaust einhveijum af hans nágrönnum við þegar þeir þurfa að komast í bæinn, því alltaf fannst Inga sjálfsagt að skjótast bæjarleið. Við fjölskyldan viljum þakka sam- fylgdina og vitum að nú líður honum vel í Guðsríki. Elsku Ingi, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jónína Björk, Bergur og böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.