Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 41 AÐSENDAR GREINAR Hvers eiga nemendur að gjalda? KENNARAVERK- FALL hefur nú staðið í heilar fjórar vikur. Eitt besta tímabil vetr- arins til kennslu er að fara forgörðum og ekki eru enn nein merki þess að ráða- menn þjóðarinnar hafi af því sérstakar áhyggjur. Samninganefnd rík- isins segir að kennur- um hafi þegar verið boðin sú hækkun sem möguleg sé í stöðunni og með tilliti til ann- arra nýgerðra kjara- samninga. En kennar- ar kjósa fremur áframhaldandi verkfall en að ganga að tilboði ríkis- ins. Hvemig má þetta vera? Eru kennarar með raunhæfar kröfur eða hafa þeir tapað áttum? Skoðum það nánar. Viðurkennt er að kenna- rastéttin hefur dregist töluvert aft- urúr sambærilegum viðmiðunar- stéttum. Tölur eins og 15% hafa heyrst nefndar í því samhengi. Miklar breytingar hafa orðið á skólastarfinu og þeim kröfum sem gerðar eru til skólanna í uppeldis- og kennslufræðilegu tilliti. Og enn meiri breytingar eru í vændum ef við berum gæfu til þess að aðlaga skólann að samfélagi nútímans með því að einsetja grunnskólann og lengja daglegan skólatíma barn- anna. Nýsamþykkt grunnskólalög kveða á um þessar breytingar. Við núverandi aðstæður getur skólinn engan veginn sinnt nemend- um eins og þeir eiga skilið og til er ætlast. Tíminn hreint leyfir það ekki. Og gleymum ekki því að eftir- hádegisskóli er ekki mjög árangurs- ríkur tími til náms. Börnin þurfa að bíða allan morguninn eftir því að fá að mæta í skólann sinn og eru jafnvel orðin þreytt þegar þang- að er komið eftir hádegi. Því þarf engan að undra þótt síðustu kennslustundir dagsins nýtist illa. Þess vegna hefur það verið baráttu- mál kennara í áratugi að jafn vel verði búið að íslenskum grunnskóla- nemendum og gerist meðal annarra siðmenntaðra þjóða. Minnumst og þess að í framtíðinni mun þetta barnafólk þurfa að keppa við erlent vinnuafl um atvinnutækifæri bæði hér heima og erlendis. Þessar skipu- lagsbreytingar á grunnskólanum munu leiða til þess að kennarar hafa ekki lengur möguleika á yfir- vinnu innan skólanna. Kennaralaun hafa lækkað mjög síðustu áratugi. Byrjunarlaun eru nú aðeins 68 þúsund krónur fyrir fullt starf. Engan þarf að undra þótt kennurum þyki þau lítilfjörleg til framfærslu heimilis. í gegnum árin hafa kennarar bjargast með yfirvinnu innan eða utan skólans og aukavinnu á sumrin. En nú eru Sigrún Gísladóttir þessir möguleikar að heyra sögunni til. Af framansögðu má ljóst vera að kennarastéttin á ekkert val. Hún verð- ur að beijast fyrir lífi sínu og þá um leið fýr- ir bættum skólum nem- endum til handa. Hvað með nemendur — hvaða afleiðingar hefur svona langvar- andi verkfall fyrir þá? Hætt er við að ýmsir flosni upp frá námi og afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar nú en munu marka sín spor á Kennarar kjósa fremur áframhaldandi verkfall, segir Sigrún Gísladótt- ir, en ganga að tilboði ríkisins. framtíðarnám allra nemenda án til- lits til aldurs þeirra. Hvers eiga saklausir nemendur að gjalda? Það er enginn vandi að sleppa prófum og útskrifa nemend- ur — það er minnsta málið. En hvað erum við að hugsa? Framhald- skólinn kvartar yfir illa undirbúnum nemendum úr grunnskóla og há- skólinn kvartar yfir slakri kunnáttu nýnemanna. Og nú blasir við að hálft skólaár fari í vaskinn og stóm- völd láta sem ekkert sé. Þeir sem nenna að kynna sér málin sjá fljótt að staða íslenska grunnskólans er slæm miðað við önnur lönd. Ekki er við öðru að búast í tvísetnum skóla þar sem nemendur fá mun færri kennslu- stundir á viku og auk þess færri kennsludaga á ári. Halda menn að þetta hafí engin áhrif? Birtar hafa verið niðurstöður úr alþjóðlegum könnunum á þekkingu nemenda þar sem íslenskir nemendur koma illa út. Nemendur sem koma heim eftir búsetu erlendis standa mun framar jafnöldmm sínum hér heima t.d. í raungreinum. Þetta sjáum við í skólunum. Afleiðingar kennara- verkfallsins sem snertir 60 þúsund nemendur og flest heimili landsins, beint eða óbeint, verða alvarlegar fyrir marga uppvaxandi þjóðfélags- þegna þessa lands. þess vegna leyfi ég mér fýrir hönd þeirra að skora á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hingað til hafa ekki skorist undan að taka á erfiðum málum, að leita lausna á því ófremdar- ástandi sem hér hefur skapast. Ábyrgðir stjórnmálamenn sem láta sig varða slík alvörumál munu uppskera virðingu og traust kjós- enda. Höfundur cr skólasijóri og borgarfulltrúi. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu fttmraiimMiitofr -kjarni málsins! OG ENN KEMUR TWINGO Á ÓVART.. ÞEIR HENTU KÚPLINGUNNI ÚTU Nýjasta útspil Renault TWingo er kúplingslaus beinskipting. Tímamótahugmynd sem á eflaust eftir að verða alsráðandi í framtíðinni. Alan Prost, heimsmeistari í FORMULA 1 KAPPAKSTRI, OG RÁÐGJAFI HJÁ Renault ER STÓRHRIFINN: „Sú staðreynd að kúplingunni hefur verið hent út er til mikilla bóta. Áfrarn er notast við hefðbundna gírstöng þannig að aksturslagið er hið sania. Það eina sem er breytt er að maður þarf eldd lengur að vera á fleygiferð með vinstri fótinn. Afleiðingin er sú að maður er miklu afslappaðri í umferðinni og þar af leiðandi ánægðari og ömggari ökumaður.” NK l N ..OG VERÐIÐ ? Hálfsjálfskiptur Twingo Easy með fjarstýrðri samlæsingu, rafdrifnum mðurn og speglum: AÐEINS KR. 968.000.- Hvar gerir þú betri bílakaup? KOMJ RE1 KL.10-T6 RENAULT RENNUR ÚT! Bifreiðar &> Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14 • SÍMl 568 1200 * ÁRMÚLA 13 • SÍMI 553 1236 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.