Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJtXF.NTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrsta erlenda fyrirtækið tengt fískmarkaði á Islandi Reiknistofa fiskmarkaða býður í bandarískt verkefni Glórulaus bylur HVÖSS norðanátt og snjókoma var um norðanvert landið og á Austurlandi í gær. Bragi Jóns- -son, veðurfræðingur á Veður- stofunni, segir að smám saman dragi úr veðrinu og fyrst fyrir vestan land, en lengur yrði hvasst fyrir norðan. Björgunar- sveitarmenn áttu víða annríkt í gær við að leita að fólki, hjálpa fólki til að komast leiðar sinnar og við björgun kinda, en hluti þaks féll undan snjófargi af fjár- húsi við bæinn Svínhól í Miðdöl- um í gær. Bragi sagði að vindur hefði verið á bilinu 6 til 8 stig og farið upp í 9 stig fyrir norðan. ■ Hvassviðri/4 ■ Snjóflóðahætta/16 HIÐ tölvuvædda uppboðskerfi ís- lenskra fiskmarkaða varð alþjóðlegt á fimmtudag þegar Ingvar Guðjóns- son, fulltrúi Reiknistofu fiskmarkaða, tengdi fyrirtækið Northcoast Seafood inn á íslenska kerfið. Ingvar og Ólafur Þór Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, voru reyndar ekki aðeins staddir hér í Boston til að fjölga áskrifendum að íslenska kerfinu, heldur einnig til að gera til- boð í að setja upp slíkt kerfi í borg- inni Portland í Maine á norðaustur- strönd Bandaríkjanna. Reiknistofa fiskmarkaða er eitt af þremur fyrirtækjum, sem hafa gert tilboð í verkið, og áttu tilboðsaðilar að mæta á fund í Boston með þeim, sem sjá um útboðið í Portland, til að kynna sín kerfi. Ingvar sagði í samtali við Morgunblaðið að keppi- nautarnir væru frá Belgíu og Hol- landi og væru þeir með annars konar uppboðskerfi en Reiknistofa físk- markaða. Kvaðst hann telja að hið íslenska kerfí myndi henta aðstæðum í Maine betur auk þess sem það væri ódýrara í uppsetningu, þótt það væri ef til vill tæknilegur eftirbátur annarra kerfa. Fundinn bar upp á sama tíma og sjávarafurðasýninguna í Boston og notuðu Ingvar og Ólafur Þór því tækifærið til að sýna íslenska kerfið í verki. Þegar uppboðið hófst á ís- landi á miðvikudag, klukkan tíu að morgni að bandarískum tíma og þijú síðdegis að íslenskum, tengdist Bos- ton íslenska kerfinu. Áður en lauk hafði einn viðstaddra, fulltrúi fyrir- tækisins Northcoast Seafood, keypt tvö tonn af fiski á uppboðinu. „Þeir hjá Northcoast Seafood vildu fá tengingu til að geta fylgst með sjálfír," sagði Ingvar. „Þeir hafa umboðsmenn heima, en oft hætta þeir við að bjóða ef verðið er orðið hátt þegar Northcoast Seafood hefði viljað kaupa burtséð frá verði. Nú getur fyrirtækið fylgst með og keypt fiskinn beint.“ Ingvar bætti því við að Northcoast Seafood væri fyrsti aðilinn, sem kæmi inn á kerfið og væri erlendis. Tannvernd Tann- skemmd- um fækkar um 70% TANNSKEMMDUM hefur fækkað um nálægt 70% á und- anförnum 13 árum að því er fram kemur í grein eftir Magn- ús R. Gíslason, yfirtannlækni í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, í blaðinu í dag. Magnús segir að greiðslur hins opinbera vegna tann- læknaþjónustu hafi lækkað og offjölgun tannlækna eigi eftir að verða aukið vandamál. Tannheilsa fullorðinna verði bætt Hann segir að því sé tíma- bært að athuga hvort ekki séu möguleikar til að bæta tann- heilsu þjóðarinnar, t.d. þeirra sem eru 17 ára og eldri og nýta jafnframt betur krafta þeirra sem sérmenntaðir séu til þessara starfa. ■ Tannlækningaþjónusta/31 Ósamið er við alla opinbera starfsmenn og einstök sambönd og félög á almenna markaðnum Sjómenn og rafiðnaðarmenn ræða aðgerðir í næstu viku VIÐRÆÐUR um gerð nýrra kjarasamninga eru mislangt á veg komnar hjá þeim stéttarfé- lögum sem ekki hafa náð samningum við við- semjendur sína. Auk kennarafélaganna er ósamið við öll félög opinberra starfsmanna í BSRB og BHMR. Samningar hafa ekki tekist í kjaradeilu Sambands íslenskra bankamanna og viðsemjenda þess. Þá er ósamið við starfs- menn hjá ISAL og erfiðlega gengur í viðræðum „Rafiðnaðarsambandsins og ríkisins. Átök eða frestun Samningaviðræður sjómanna á fiskiskipum og LÍÚ eru í hnút en ekki hefur verið haldinn samningafundur frá 22. febrúar þegar slitnaði upp úr viðræðunum. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambandsins, segir að ákveð- ið hafi verið að halda formannafund í næstu —v-ku til að taka ákvarðanir um framhald máls- ins. „í mínum huga er ekki nema tvennt í stöðunni, átök eða að fresta málunum fram á haustið," sagði Sævar. Samninganefnd rafiðnaðarmanna gekk út af samningafundi með samninganefnd ríkisins í fyrradag. Deilunni hefur þó ekki verið vísað til ríkissáttasemjara. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns sambandsins, verður heimild til verkfallsboðunar líklega borin upp á félagsfundi í Rafiðnaðarsambandinu á mánu- dag. I gærmorgun áttu forystumenn Rafiðnaðar- sambandsins fund með rafiðnaðarmönnum í starfsmannafélögum Ríkisútvarpsins og Félagi íslenskra símamanna þar sem rætt var um möguleika á sameiginlegum aðgerðum þessara félaga. Meðal þess sem staðið hefur viðræðum milli einstakra stéttarfélaga og ríkisins fyrir þrifum er ágreiningur um hvað felst í sérkjarasamn- ingum sem gerðir voru á almenna vinnumark- aðinum. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hef- ur ítrekað ósk sína til Þjóðhagsstofnunar um að fá hlutlaust mat á launahækkunum í ný- gerðum sérkjarasamningum til viðmiðunar fyrir aðila sem eiga í kjaradeilu. Engar samningaviðræður hafa farið fram milli verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafírði og Vinnuveitendafélags Vestfjarða frá því að Baldur felldi kjarasamning Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns félagsins, hefur stjórn félagsins heimild félagsmanna til verkfallsboð- unar en frekari ákvarðanir bíða þar til við- brögð vinnuveitenda liggja fyrir. Kjarasamningarnir sem gerðir voru á Vest- fjörðum hafa verið samþykktir af verkalýðsfé- lögum á Bolungarvík, Flateyri og Bíldudal. Samningarnir hafa ekki verið teknir fyrir í öðrum verkalýðsfélögum á Vestfjörðum. Samið við málara, múrara pípulagningamenn og blaðamenn í kjölfar kjarasamninga samtaka vinnuveit- enda og landssambanda ASÍ í seinasta mán- uði hefur VSÍ samið við nokkur önnur stéttar- félög. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, er lokið gerð samn- inga við málara, múrara, pípulagningamenn og blaðamenn. Hann sagði að heldur hægt miðaði í viðræðum við önnur félög. „Við erum í viðræðum við matreiðslumenn, kjötiðnaðar- menn, bakara og einnig er ósamið við mjólkur- fræðinga. Við erum sömuleiðis í viðræðum við félög yfirmanna á farskipum og ég á von á að við heíjum viðræður við undirmenn á far- skipum fljótlega," sagði Þórarinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.