Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18, MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða ,á aðalfundi
Kaflaskil í rekstri
Flugleiða árið 1994
HÖRÐUR Sigurgestsson, stjórnarformaður Plugleiða sagði við upp-
haf ræðu sinnar, á aðalfundi félagsins i fyrradag að kaflaskilum
hafi orðið í rekstri Flugleiða hf. á árínu 1994 með því að tveggja
ára taprekstri félagsins hafi verið snúið í hagnað. Stjórnarformaður-
inn sagði að grundvöllinn að þessum árangri mætti í þýðingarmiklum
atriðum rekja til ákvarðana um nýja markmiðBsetningu fyrirtækisins
fyrir sjö árum síðan.
Hörður gerði þýðingu ferða-
þjónustu á íslandi nokkur skil í
máli sínu. Hann sagði m.a. að
gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu
á síðasta ári hafa verið um 17
milljarðar króna og hafa vaxið um
rúmlega 30% á árunum 1990 -
1994. Gera mætti ráð fyrir, að
hátt í helmingur ' þeirra tekna
kæmi frá rekstri Flugleiða.
Hörður sagði einn af vaxtar-
broddum ferðaþjónustu á næstu
árum gæti vafalaust verið aukið
ráðstefnuhald hér á landi. Sérstakt
ráðstefnuhús í Reykjavík væri
meðal þeirra framkvæmda, sem
skynsamlegt væri að ráðast í.
„Reynslan erlendis sýnir, að upp-
bygging fyrsta flokks ráðstefnum-
iðstöðvar er ekki framkvæmanlegt
nema með umtalsverðri þátttöku
opinberra aðila. Ég er þeirrar skoð-
unar að myndarleg ráðstefnumið-
stöð í Reykjavík verði ekki byggð
upp nema af opinberum aðilum.
Þetta er verkefni fyrir íslenska rík-
ið og Reykjavíkurborg,“ sagði
stjómarformaðurinn.
NYJIR KÆLIMIÐLAR
NÝJAR KRÖFUR NÝ EFNI NÝJAR LAUSNIR
: Ráðstefna um nýjungar í kælitækni
Dagur: Miðvikudagurinn22. mars1995.
Staður: Scandic Hótel Loftleiðir, Þingsalir 1 og 2.
Tími: 09:00-16:30.
I Ráöstefnustjóri: Siguröur Bergsson, formaður Kælitæknifélags íslands.
1 08:30-09:00 Innritun/afhending fundargagna.
09:00-09:15 Setning: Inaimar Sigurðsson, skrifstofustjóri [ Umhverfisráðuneytinu.
09:15-09:30 Kynning dagskrár og fyrirtesara: Sigurður Bergsspn, tormaður Kælitæknifélags íslands.
09:30-10:15 Kynning á nýrri reglugerð um kælimiðla: (Tilgangur, kvaðir, Krörur, viðurlög). Hollustuvernd ríkisins.
10:15-10:30 Kaffihlé.
10:30-11:15 Breytingar í evrópsku samhengi: Morten Arnvig, forseti AREA; Samtaka evrópskra kæli- og frystitækjaframleiðenda og framkvæmda- stjóri AKB; Samtaka löggiltra frysti- og kælifyrirtækja í Danmörku.
11:15-12:00 Nýir kælimiðlar í stað ósóneyðandi efna: John R. Morley, tæknistjóri, Du Pont Chemicals.
| 12:00-13:00 Léttur hádegisverður.
13:00-13:45 Ammoníak sem kælimiðill/kælilausnir: Bo Stubkier, framkvæmdastjóri Retech a/s, dótturfyrirtækis Sabroe+Soby.
13:45-14:30 Öryggi ammoníakskælikerfa og evrópskar reglugerðarkröfur um ammoníakskælikerfi: Leif Spby, framkvæmdastjóri Sabroe+Soby.
14:30-14:45 Kaffihié.
14:45-15:30 Framtíðarsýn í kæliiðnaði: Knud Andersen, framkvæmdastjóri Sabroe framleiðslufyrirtækisins og aðstoðarforstjóri Sabro-samsteypunnar.
####•*«####*####*####•*##•#######•####•##################
15:30-16:15 Pallborðsumræður:
Þátttakendur verðaframsögumenn.
•#••##############*##•#*#####•#*#####*#•«################
16:30-17:30 Móttaka í boði umhverf isráðherra.
i Þátttökugjald er kr. 4.900,- (kr. 4.165,- fyrír félaga í KTI).
Innlfafið: Ráðstefnugögn (ítarefni) og léttur hádegisverður.
í UNDIRBÚNINGUR & FRAMKVÆMD: ÍSLENSKA HUGMYNDA8AMSTEYPAN HF.
I
SIMASKRANING: (91) 23344
Hæyt er að senda skránintjar í fax: (91) 23342
Hörður vék að áherslum á
markaðssvæði Flugleiða í milli-
landaflugi og sagði eðlilega að
aðaláherslan hefði verið lögð á
markaðssvæði Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku. „En það er mörg
matarholan," sagði Hörður. „Á
fáum árum hefur til dæmis ferða-
mönnum frá Japan fjölgað veru-
lega, og á síðastliðnu ári komu
hingað 2 þúsund japanskir ferða-
menn.“
Hann sagði að þegar horft væri
til næstu ára á þessum vettvangi,
mætti ekki eingöngu horfa á fjár-
festingu í fasteignum, tækjum og
aðstöðu. „Þessari þróun þarf einn-
ig að fylgja fjárfesting í þekkingu
og gæðurn," sagði Hörður Sigur-
gestsson, stjórnarformaður Flug-
leiða.
Þóknun
samþykkt
TILLAGA stjórnar Flugleiða um
þóknun til stjórnarformanns og
stjórnar, upp á 800 þúsund krónur
til formanns og 400 þúsund krónur
til hvers stjórnarmanns var sam-
þykkt á aðalfundi félagsins á hótel
Loftleiðum í fyrradag.
Athygli vakti, við atkvæðagreiðsl-
una, að þegar tillagan var borin upp,
voru margir hluthafa sem ekki
greiddu atkvæði, rétt eins og gerðist
( atkvæðagreiðslunni um 7% arð-
greiðslur. Einn greiddi þó atkvæði á
móti tillögunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÖRÐUR Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða
á aðalfundi félagsins í fyrradag.
Scandic og arð-
greiðslur gagn-
rýnd á fundinum
KRISTJANA Milla Thorsteinsson, viðskiptafræðingur, gagnrýndi notkun
nafnsins Scandic á skiltum Hótels Loftleiða og Hótels Esju, á aðalfundi
Flugleiða I fyrradag. Kristjána Milla gagnrýndi einnig tillögu stjórnar um
7% arðgreiðslur, sem hún taldi vera mjög lága.
„Mér finnst sorglegt að sjá þetta jana Milla. Hún kvað það vissulega
útlenda nafn, Scandic, á hótelunum
okkar. Það eru alls staðar auglýs-
ingar með þessu nafni, til dæmis
ef maður les blöðin. Mér finnst sorg-
legt að á sama tíma og verið er að
reyna að efla íslenska ferðaþjónustu
þá sé verið að setja útlend nöfn á
þessi hótel,“ sagði Kristjana Milla.
„Ég hélt nú satt að segja, fyrst
þegar ég sá þetta, að búið væri að
selja hótelin, en sem betur fer
reyndist það ekki vera,“ sagði Krist-
■cbmIv UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
■rKvaT kælitæknifélag íslands
PÁSKATILBOÐ A
HREINLÆTISTÆKJUM O.FL.
20% afsláttur
vera gott að hafa samninga við
erlendar hótelkeðjur, en vegur þess-
arar erlendu nafngiftar, á auglýs-
ingaskiltum hótelanna, væri að
hennar mati einfaldlega of mikill
og hin ágætu nöfn hótelanna Esja
og Loftleiðir, hyrfu einfaldlega í
samanburðinu. „Þetta er ekki gott
fyrir ímynd íslands,11 sagði hún.
Sigurður Helgason, forstjóri
svaraði gagnrýni Kristjönu Millu,
og kvaðst ekki telja að Scandic
nafnið væri stærra á íslensku skilt-
unum en tíðkaðist erlendis hjá hót-
elkeðjunni, þótt engin nákvæm
mæling hefði farið fram. Hann
sagði það mikilvægt fyrir Flugleiðir
að hafa náð samningum við keðjuna
og auðveldaði markaðssetningu á
hótelum félagsins.
Lágar arðgreiðslur
Þegar Kristjana Milla vék að til-
lögu stjórnar um 7% arðgreiðslu,
fyrir árið 1994, kvaðst hún telja
hana of lága. Hún benti á að í fyrra
hefði enginn arður verið greiddur,
þannig að þetta samsvaraði 3,5%
arði á ári, fyrir hluthafana. „Þegar
búið er að draga frá skatta af þess-
um arðgreiðslum, þá er ekki eftir
nema svona 1,5% fyrir hluthafana,
að minnsta kosti suma þeirra" sagði
Kristjana Milla og bætti við: „Að
mínu mati hefði mátt greiða svolít-
ið meira, til þess að reyna að bæta
aðeins fyrir síðastliðið ár.“
Pétur Guðmundarson, hrl., fund-
arstjóri bar upp tillögu stjórnar um
7% arðgreiðslu og var hún samþykkt
mótatkvæðalaust. Athygli vakti þó,
að fjölmargir hluthafar kusu að
greiða ekki atkvæði, heldur sátu hjá.
♦' » ♦
VATNSVIRKINN HF.
Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66
Stjórnunar-
keppni
ÚRSLITAKEPPNIN í íslenska
hluta Samnorrænu stjórnunar-
keppninnar verður haldin í Verslun-
arskóla íslands í dag, laugardag
kl. 10-15.
Tvö efstu liðin komast f Norður-
landaúrslit, sem haldin verða á ís-
landi 8. apríl nk. Fyrir úrslitakeppn-
ina er sveit Reiknistofu bankanna
[ efsta sæti, en næstar koma sveit-
ir Olís, Ingjaldar & Co. úr Háskólan-
um, Skýrsluvéla ríkisins og Reykja-
víkurborgar og Ríkisbókhalds.