Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjórn Deilt um greinar- gerð Ingu Jónu Greinargerð Ingu Jónu Þórðardóttur um möguleika á einkavæðingu í rekstri borgar- innar var rædd á fundi borgarstjómar síðast- liðinn fimmtudag og komust fá önnur mál á dagskrá. Tekist var á um hvort um vinnu- plagg fyrrverandi borgarstjóra hefði verið að ræða, eða skýrslu sem allir borgar- fulltrúar hefðu átt að hafa aðgang að. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hóf umræðuna og sagði að skýrslan sýndi að sjálfstæðismenn hefðu sagt ósatt. Með því að neita tilvist hennar hefði verið komist hjá óþægilegri póli- tískri umræðu um einkavæðingu í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Þar með hafi verið gengið á rétt þáverandi minnihluta sem ekki hafi • • • Opið í dag kl. 10-14 Traustir kaupendur óska eft- ir eignum sem þarfnast standsetningar. fengið að tjá sig um þær hugmynd- ir sem þar koma fram. Skipt um stefnu Borgarstjóri sagði að skýrsluna hefði átt að leggja fram og ræða í borgarráði og borgarstjóm, þar sem greitt hafi verið fyrir hana af al- mannafé en skýrslan hafi ekki farið lengra en til borgarstjóra, í borgar- ALMENNA FASTEIGWASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 stjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins pg til útvalinna sjálfstæðismanna. í kjölfar klúðursins með einkavæð- ingu SVR hafi verið farið leynt með skýrsluna en þess í stað skipt um stefnu í einkavæðingarmálum skömmu fyrir kosningar. „Menn vildu engan styggja skömmu fyrir kosningar og skiptu því um stefnu eftir því sem vindur blés þann dag- inn,“ sagði Ingibjörg. Borgarstjóri sagði að sjálfstæðis- menn skulduðu borgarfulltrúum og borgarbúum skýringu á skýrslunni. Skýringa sé ekki að finna í bókun- um eða blaðagreinum um hana. Hversu mjög sem reynt væri að kæfa málið kæmust sjálfstæðis- menn ekki hjá þeirri staðreynd að þeir sögðu ósatt síðastliðið vor. Ingibjörg sagði að greinargerðin hefði verið kynnt sjálfstæðismönn- um en ekki öðrum. „Þar af leiðandi er þetta pólitísk vinna sem hefði átt að greiðast af flokkssjóðum Sjálfstæðisflokksins en ekki úr borgarsjóði," sagði hún. Þá hafi Markús Öm Antonsson fyrrverandi borgarstjóri látið hafa eftir sér að honum komi á óvart að einkavæð- ingarskýrslan skuli ekki lengur finnast í Ráðhúsinu. „Það hlýtur þá að standa upp á Árna Sigfússon að svara því hvað varð um þessi gögn fyrst þau voru hér þegar Markús Öm fór úr Ráðhúsinu," sagði Ingibjörg. R-listinn að tapa fylgi Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæð- isflokksins, sagði að nýleg skoðana- könnun Gallup sýndi að ef kosið yrði til borgarstjórnar á ný myndi R-listinn tapa meirihluta. Sú niður- staða kynni að hafa valdið því að forsvarsmenn R-listans hafí ákveðið að bregðast við með mjög sérstæð- um og óyfírveguðum hætti. „Ingi- björg Sólrún og Sigrún Magnús- dóttir boðuðu til blaðamannafund- ar, þar sem þær sögðust hafa feng- ið í hendur einkavæðingarskýrsl- una, sem sjálfstæðismenn hafí ekki viljað viðurkenna að væri til,“ sagði hann. Ámi sagði að við nánari eftir- grennslan hafí komið í ljós að um hluta vinnu væri að ræða sem sér- staklega hafí verið unnin fyrir Markús Örn Antonsson þáverandi borgarstjóra en ráðgjafí hans hafí verið Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur. Hún hafí þá hvergi verið á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins en þegar hún hafi stigið það skref hafí þótt sjálfsagt að ráðast á hana. Komnar í kosningaham Sagði Árni að Inga Jóna hafí fullyrt að nokkru fýrir blaðamanna- fundinn hefði borgarstjóri í mála- myndaviðræðum sagt henni að hún vissi hver hefði sent skýrsluna en að hún myndi ekki segja Ingu Jónu hver það væri. Við fjölmiðla hafi allt annað verið uppi. Þar hafi verið talað um skýrsluna sem nafnlausa sendingu í pósti. Málið fjalli um ósannindi og því sé rétt að spyrja hver segi satt. „Það er greinilegt að Sigiún og Ingibjörg vom komn- ar í vöm fyrir R-listann, og reyndar í kosningaham fyrir Kvennalistann og Framsókn," sagði hann. „Ingi- björg velti vöngum með nokkrum fjölmiðlamönnum um ástæður send- ingarinnar. Þar kynnu meðal ann- ars að vera innanflokksátök í Sjálf- stæðisflokknum. Staðreyndin er sú að þær einar fullyrða að hér sé komin einkavæðingarskýrsla sjálf- stæðismanna, sem þær hafi krafist Góðar íbúðir til sölu: í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru glæsilegar „penthouse"-íbúðir með mjög góðu útsýni. Á hæðinni, sem er 120 fm, eru 2-3 svefnherb., góðar stofur, rúmgott eldhús, bað, þvottahús og stórar svalir á móti suðri. Steyptur stigi er upp í ris. í risi má t.a. koma fyrir svefnherbergjum, sjónvherb. eða tómstunda- herb. Á gólfum er vandað eikarparket og eikarklæðning í loftum. Bílskúr fylgir. Til sýnis eftir samkomulagi. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104 og 989-61606. FASTEIGNA MARKAÐURINN HF ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540,552-1700, FAX 562-0540 Hallveigarstígur 8a - opið hús Skemmtileg. 125 fm íbúð á tveimur hæðum. Saml. stof- ur, 4 svefnherb. Suð-vestursvalir. Allt sér. Áhv. 5,3 millj. húsbréf/byggingarsj. Verð 9,8 millj. íbúðin verð- ur til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 15-18. Athugið gengið inn á milli húsanna númer 6 og 8. * Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson, viðsk.fr. og Iðgg. fasteignasal mmmm—mmmmm fgl FASTEIGNAMARKAÐURINN HF 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N. framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiitur fasteignasau Nýjar eignir á fasteignamarkaðnum - til sýnis og sölu: Skammt frá KR-heimiiinu Mjög stór 4ra herb. íb. á 4. hæö 116,2 fm nettó í lyftuh. v. Kaplaskjóls- veg. 3 rúmg. svefnherb. Mikil sameign. Fráb. útsýni. Vinsæll staður. í þríbhúsi við Bræðraborgarstíg rúmg. 2ja herb. íb. á götuhæð í reisul. steinh. byggðu 1976. Sérhiti. Sérþvhús. Sér bílastæði. Vinsæll staður. Suðurendi - sérþvhús - gott verð Mjög góð óvenju stór 5 herb. íb. á 1. hæð v. Hjallabraut Hf. 139,6 fm nettó. 4 rúmg. svefnherb. m. innb. sképum. Tvennar svalir. Ágæt sam- eign. Vinsæll staður. í gamla góða austurbænum til sölu 3ja herb. íb. á 3. hæð i reisul. steinh. Nýtt gler. Góð lán. Selst í sjciptum fyrir 2ja herb. íb. Hagkvæm skipti. Skammt frá Landsspítalanum nýendurb. 3ja herb. ib. á jarðh. 40 ára húsnlán kr. 3,1 millj. Tilboð óskast. Hjarðarhagi - Meistaravellir Góðar sólríkar 3ja og 4ra herb. íb. á vinsælum stöðum v. Hjarðarhaga og Meístaravelli. Vinsaml. leitið nánari uppl. Nýlegt parhús - bílskúr - útsýni V. Ásland, Mos. um 100 fm næstum fullg. Góður bílsk. 26 fm. Góð lán áhv. Ræktuð lóð. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Veit ekki hver sendi skýrsluna í MÁLI Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á fundi borgarstjórnar, kom fram að hún vissi ekki hver hefði sent henni skýrslu Ingu Jónu um einkavæð- ingu hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun fáránlegt að þurfa að standa í borgarstjórn Reykjavíkur og þrasa um það sem fram fór á milli mín og Ingu Jónu Þórðardóttur í tveggja manna tali,“ sagði Ingibjörg. Sagðist hún ekki komast hjá að taka málið upp eftir undan- gengnar bókanir og yfirlýsingar í borgarráði. Skiptir ekki máli „Samtalið milli mín og Ingu Jónu fór þannig fram að Inga Jóna spurði mig hvort ég gæti sagt sér hvaðan skýrslan væri komin,“ sagði Ingibjörg. „Ég sagði við Ingu Jónu Þórðardótt- ur, að það skipti ekki máli hvað- an hún væri komin. Ég væri með að yrði lögð fram opinberlega fyrir kosningar en sjálfstæðismenn sagt að skýrslan væri ekki til.“ Ekkiræddí borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins Sagði hann að staðreyndin væri sú að greinargerðin hafí aldréi ver- ið lögð fram eða efni hennar rætt í borgarstjómarflokki sjálfstæðis- manna. Þá hafí aldrei verið efast um að Inga Jóna hafði unnið gögn og greinargerðir fyrir Markús Óm. „En Markús Öm hefur og hafði ít- rekað við mig að þar væri ekkert til að leggja frarn," sagði Árni. „Þetta væru vinnuplögg hans og að þau yrðu ekki lögð fram. Þetta hefur verið ítrekað en nú er dregin fram greinargerð sem sagt er að hafi verið falin fyrir kosningar." Síðar kom fram hjá Áma að ekki væri rétt að hann hafí eytt gögnum úr Ráðhúsinu. .Ef minnisblöð og önnur slík gögn hafí verið skilin þar eftir í tíð Markúsar Arnar þá hljóti þau að vera þar enn. „Því hefur verið haldið fram að sjálfstæðismenn hafi skipt um stefnu í einkavæðingu en það er ekki rétt,“ sagði hann. Árið 1990 hafí ekki verið boðuð einkavæðing á þjónustustofnunum borgarinnar og ekki heldur 1994. „Ég hef sagt að þar sem um er að ræða rekstur sem ekki býr við samkeppni sé ekki forsenda til einkavæðingar," sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Reykjavíkurlistans, sagðist hana. Þá svaraði Inga Jóna því til að það væri svo sem i lagi, hún vissi hvaðan hún væri kom- in. Mitt svar var þá, það er þitt mál en ekki mitt. Þar með var málið búið.“ Sagði borgarstjóri að skýrslan hafí verið kynnt og afhent nokkr- um ef ekki öllum borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, því öðr- um kosti væri hún varla með skýrsluna undir höndum. „Hún kemur auðvitað frá einhverjum sjálfstæðismönnum til mín,“ sagði Ingibjörg. „Ég get ekki imyndað mér að þeir hafi verið að dreifa henni meðal annarra. Þannig að ef þið hefðuð ekki kynnt hana sjálfstæðismönnum þá væri hún alls ekki í mínum höndum. Ekki reiJuia ég með þvl að það sé Markús Örn Antonsson fyrrverandi borgarstjóri sem sé að senda mér skýrsluna núna. Það kæmi mér alla vega nyög á óvart.“ vonast til að Ámi hefði fengið skýrsluna í hendur. Hún héti Einka- væðing hjá Reykjavíkurborg. Allir reikningar ráðgjafans hétu Ráðgjöf vegna einkavæðingar, en ekki ráð- gjöf til úttektar á rekstri borgarinn- ar eða til spamaðar. Sagði hún að vitaskuld hafí skýrslan verið gerð til að framfylgja stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins. Sigrún sagðist hafa sagt í kosningabaráttunni að hún vissi um skýrsluna. „Það er rétt,“ sagði hún. „Mér hafði verið sagt það og það var lesið upp úr henni fyrir mig en því miður Jiafði ég hana aldrei undir höndum. Ég vissi því að sjálfstæðismenn sögðu ósatt.“ Fáir fengu plöggin Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt að Inga Jóna hafí unnið fyrir þáver- andi borgarstjóra og að því miður hafi hennar vinna ekki verið lögð fyrir borgarstjómarflokk sjálfstæð- ismanna. „Það voru fáeinir sem fengu þessi plögg og ég er í þeim hópi en það var því miður ekki markvisst unnið eftir þessari skýrslu eða þeim tillögum sem þar komu fram enda var henni ekki dreift og hún var ekki lögð fyrir þennan hóp,“ sagði hún. „Mér fannst það slæmt en þannig var það. Þetta var ráðgjafí borgarstjóra en ekki borgarstjórnarflokksins." Þess skal getið að Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sat ekki fund borg- arstjómar, þar sem hún var erlend- is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.