Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓRA KRISTÍN STURLA UGSDÓTTIR + Halldóra Krist- ín Sturlaugs- dóttir, Hamars- holti, Gnúpveija- hreppi, fæddist í Snartartungu í Bi- trufirði, 22. febr- úar 1911. Hún and- aðist í Ljósheimum á Selfossi 9. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Jóns- dóttir og Sturlaug- ur Einarsson. Þau hjón eignuðust níu börn, en misstu eitt. Auk þess voru fjögur fóst- fer fram frá Stóra-Núpskirkju urbörn hjá þeim. Halldóra var í dag og hefst athöfnin kl. 14. í Kvennaskólanum á Blönduósi veturinn 1930 til 31. Eftir það var hún í vist á ýmsum stöð- um, m.a. einhvern tíma á Korpúlfsstöð- um, en árið 1940 kom hún að Skarði í Gnúpverjahreppi. Þá kynntist hún manni sínum Kol- beini Jóhannssyni. Þau giftu sig 18. nóvember 1943. Dóttir þeirra, Guð- björg, fæddist 25. ágúst 1946. Útför Halldóru HALLDÓRA og Kolbeinn stofnuðu heimili og byggðu hús sitt í Ham- arsholti. Kolbeinn var járnsmiður og bifvélavirki. Hann sá um að hjól- in snerust héma í okkar góðu sveit. Hann var óvenjulega hress maður og við söknum hans mörg. Heimili Kolbeins og Halldóru var afbragðs- gott. Svo hlaut að verða þar sem þau voru allt í senn greind, fróð- leiksfús og glaðsinna. Kolbeinn gekk að störfum sínum með krafti og Halldóra stóð með honum í öllu. Viðskiptamenn hans voru eins og heimamenn beggja hvort sem það var við matar- eða kaffiborð. Aldrei var hægt að heyra á Halldóru að hún hefði nokkuð fyrir þessum gestum sem oft vom þó margir. Við Steinar erum þakk- lát fyrir það og svo munu sveitung- ar okkar vera líka. Oft minnist ég þess hvað gaman var að fá Halldóru og Kolbein í heimsókn og að koma til þeirra. Geðblærinn sem fylgdi þeim var svo þægilegur. Mér fannst það stafa af því hvað þau voru samtaka í flestu og líka í þeirri hamingju sem þeim hlotnaðist með ágætri dóttur sinni Guðbjörgu. Meðan heilsa Halldóru leyfði fóru þau í langar ferðir til að kynnast landinu. Þau nutu þessara ferða mjög og minntust þeirra eftir á. Ekki var hægt að segja að allt léki í lyndi hjá þeim hjónum. Hall- dóra var snemma heilsuveil og ágerðist vanheilsa hennar með ár- unum. Kolbeinn reyndist henni þá afar vel, var hennar hægri hönd. Það var sárt fyrir þær mæðgur að missa hann, en þá kom Guðbjörg móður sinni til hjálpar með sömu nærgætni og hann hafði sýnt. Þrátt fyrir góða hjálp Guðbjargar varð Halldóra að fara að heiman. Hún fór fyrst að Blesastöðum. Þar þótti henni gott að vera og vildi helst ekki skipta um vistheimili. En það varð ekki umflúið. Á Ljósheimum voru þau tæki sem hún þarfnaðist og þangað fór hún. Kunnugir sögðu að hún hefði fljótt orðið jafnánægð þar. Hún mun hafa verið vinur allra þeirra sem hlynntu að henni. Halldóra var hæglát í framkomu, en hún var vakandi og áhugasöm. Það var hennar háttur að benda á ýmislegt sem gat orðið til umræðu i hópi okkar kvenfólksins. Ég held að hún hafi lesið meira en margar okkar. Hún var hagmælt. Það vissi ég ekki fyrr en nýlega. En það ljóð sem hún lét mig heyra var að mín- um dómi ort af kunnáttu og smekk- vísi. Ég held að Halldóra hafi talið sig lánsama þrátt fyrir vanheilsu sína. Hún miklaði hana ekki fyrir sér, en var jafnan tilbúin til að taka við hveiju sem gat til ánægju orðið þó smátt væri og kvartaði yfírleitt ekki þó að hún væri vanmegna. Gott er og lærdómsríkt að minnast hennar. Það er sárt fyrir Guðbjörgu að missa foreldra sína báða á stuttum tíma. En er það ekki huggun harmi gegn að vita sig hafa reynst þeim eins og raun bar vitni? Guð blessi minningu þeirra og styðji hana mörg og góð ógengin spor. Katrin Árnadóttir. Þegar Halldóra á Hamarsholti er gengin á vit feðra sinna er margs að minnast eftir rúmlega hálfrar aldar kynni. Eftir að hún giftist Kolbeini bróður mínum urðu kynni okkar löng og góð. Við bjuggum alltaf í nágrenni, hittumst oft og var margt spjallað, allt frá pólitík til trúmála. Ékki vorum við alltaf sammála, en það varð okkur aldrei að sundurþykkju. Þú hefur þína skoðun ég hef mína, var gjarna viðkvæði okkar, svo ekki meira um það. Halldóra var mjög pólitísk, rakinn framsóknarmaður alla tíð. Svo ekki varð pólitíkin ásteytingar- steinn milli þeirra hjóna frekar en annað. Hún var mikill spíritisti, átti margar bækur um þau mál og fór gjama á slíka fundi, meðan hún gat heilsunnar vegna. Halldóra hafði mjög gaman af því að ræða trúmál við þá sem opnir voru fyrir slíku og hafði ákveðnar skoðanir á þeim sem öðru er hún ræddi um. Þau hjónin ferðuðust mikið um landið á sumrin, á Willisjeppa sem þau áttu lengi. Oft var Guðbjörg dóttir þeirrá með þeim, stundum buðu þau mér líka. Það var mjög gaman að ferðast með þeim, marg- ur útúrkrókurinn var tekinn ef ein- MIBMNINGAR hvers staðar sást braut, því að allt komst Villi eins og bíllinn var kall- aður. Einu sinni buðu þau mér í langt ferðalag, átti nú að fara hringinn. Þau vissu að ég hafði aldr- ei farið hann. Við bjuggum okkur út með nesti og nýja skó og nú var tekinn fólksbíll sem þau voru nýbú- inn að eignast. En Villi stóð eftir heima. Við komumst austur að Skógum, þar stansaði bíllinn og neitaði að fara lengra. Þetta hefði hann Villi aldrei gert okkur, sagði Halldóra. Þetta var ferðin sem aldr- ei var farin. Bíllinn var dreginn heim og ferðlagið á enda. Halldóru þótti þetta afar leitt mín vegna, en ég sagði henni að ef til vil hefði forsjónin verið að forða okkur frá einhveiju óhappi. Við vorum báðar ánægðar með þessa skýringu. Þetta eru aðeins fáein minningabrot frá minni hendi, um duglega konu sem kvartaði aldrei undan sínu hlut- skipti, þótt hún ætti við heilsuleysi að stríða mestan hluta ævi sinnar. Ég á góðan mann og góða dóttur, hvers vegna ætti ég þá að kvarta, sagði hún einu sinni. Seinustu árin dvaldi Halldóra á Blesastöðum og svo á Ljósheimum. Á báðum þessum stöðum undi hún afar vel og átti ekki nógu sterk orð til að lýsa þeirri aðhlynningu sem starfsfólkið veitti henni. Þá sýndi Guðbjörg að hún var góð dóttir. Hún fór undantekn- ingarlítið um hveija helgi þangað að heimsækja mömmu sína. Ég held að hún hafí erft allt það besta frá sínum foreldrum. Gott er góðra að minnast. Jóhanna Jóhannsdóttir. í dag fylgi ég henni Halldóru síðasta spölinn. Það eru ekki erfíð spor, því lengi var hún búin að hlakka til umskipt- anna, var þess fullviss að þau yrðu henni ný og ánægjuleg reynsla, ekki síður en jarðvistin sem hún kvaddi þakklátum huga, nýorðin 84 ára. Halldóra kvaddi síðust systkin- anna frá Snartartungu, þó ætla hefði mátt annað af líkamlegu at- gerfí hennar allt frá frumbemsku. Þá veiktist hún hastarlega með af- leiðingum sem urðu henn æ síðan fjötur um fót. En andinn var óskert- ur og lundin létt. Hún óx jipp í stórum hópi systk- ina og fóstursystkina á gestkvæmu heimili foreldra sinna, en frá Snart- artungu lá fjölfarin leið yfír sam- nefnda heiði að Kleifum í Gilsfírði. Nýlega lýsti hún leið þessari fyrir mér, kennileitum og örnefnum sem hún kunni mörg. Glampi kom í augun þegar hún minntist göngu- ferða yfír heiðina og svananna á Lambavatni. Skólaganga var ekki löng, barna- fræðsla að hætti þeirra tíma þegar hún var að alast upp. En þeim mun meira var numið af fróðleik þeirra sem eldri voru og því sem gerðist kringum hana. Snemma fór hún létt með að kasta fram vísu. Þá fyrstu orti hún 11 ára gömul um hvolpafulla tík, sem bróðir hennar ætlaði að láta fylgja sér í smalamennsku, tíkin sneri fljótlega við, lagðist niður og fór hvergi: Lopp mín hún er letiskinn leggst hún milli steina. Óþekk er hún auminginn, ekki er því að leyna. Síðan orti hún margar fleiri vísur. Um tvítugsaldur fór Halldóra í Séifræöingar í blóiiiiislireytingiiin iiö öll la-lviljrri Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími 19090 kvennaskólann á Blönduósi og upp úr því lá leiðin suður. Var hún í vistum nokkuð víða, m.a. var hún kaupakona á Korpúlfsstöðum. Hrifningar gætti þegar hún minnt- ist þeirrar vistar. Svo réðst hún að Skarði í Gnúpveijahreppi og þar kynntist hún lífsförunaut sínum, Kolbeini Jóhannssyni, á Hamars- heiði í sömu sveit. Þau gengu í hjónaband 18. nóv. 1943, bjuggu fýrstu árin í sambýli við foreldra Kolbeins meðan þau byggðu nýbýl- ið Hamarsholt. Og þar fæddist þeim einkadóttirin Guðbjörg. Þessara ára með tengdaforeldrum sínum minnt- ist frænka mín með þakklæti og virðingu. Við tóku áratugir annríkis. Kol- beinn stundaði bíla- og vélaviðgerð- ir á eigin verkstæði og sá jafnframt um bensínsölu fyrir Olís. Það áttu því margir erindi að Hamarsholti og flestir dvöldi þar meðan á við- gerð stóð. Fáir voru dagarnir sem ekki voru gestir í mat eða kaffi og oftast fleiri en einn eða tveir. Það mæddi því mikið á húsmóðurinni. Ekki heyrðist annað en þetta væri sjálfsagður hlutur. Félagslyndi Halldóru kom sér vel við þessar aðstæður og ósjaldan voru fjörugar samræður yfír borðum. Ekki lá hún á skoðunum sínum um hin ýmsu málefni og heitar gátu umræður orðið ef talið barst að pólitík. í meira en 40 ár veittu þau hjón þessa „auka“ þjónustu, sveitungum sínum og öðrum sem að garði bar. Mikið heilsuleysi hijáði Halldóru alla tíð, má teljast undravert hvern- ig hún bar það og sinnti öllum störf- um sínum sem heilbrigð væri. Þó má segja að heilsan færi batnandi eftir því sem á ævina leið þar til fæturnir gáfu sig og hún gat ekki borið sig um hjálparlaust. í júní 1990 lést Kolbeinn eftir stutta sjúkdómslegu, var hann harmdauði öllum er til hans þekktu. Halldóra tók fráfalli hans af ein- stöku æðruleysi sem og þeim breyt- ingum sem urðu þá á högum henn- ar. Hún fór til dvalar að Blesastöð- um á Skeiðum og naut þar frábærr- ar umönnunar Ingibjargar og starfsstúlkna hennar í rúmlega tvö ár. í september 1992 fluttist hún að Ljósheimum á Selfossi. Þar var hún umvafin hlýju hjúkrunarfólks, sem annaðist hana eins og best verður á kosið. Þáttur Guðbjargar við umönnun móður sinnar var slík- ur að vart verður með orðum lýst. Hvert tækifæri var notað til að sitja hjá henni og stytta henni stundim- ar. Alltaf var stutt í glettni Hall- dóru og oft var glatt á hjalla síð- ustu misserin þegar hún fór með lausavísur_ og ljóð eftir sjálfa sig og aðra. Óhætt er að segja að þá fór hún á kostum. Það er bjart yfír minningunni um móðursystur mína. Henni á ég ákaflega margt að þakka. Hvíli hún í friði. Arnþrúður Sæmundsdóttir. í dag kveðjum við vinkonu okkar og sveitunga, Halldóru Sturlaugs- dóttur, Hamarsholti. Hún verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju og lögð við hlið eiginmanns síns, Kol- beins Jóhannssonar. Dauðinn er ekki óvinur heldur ævintýri. Er ekki hið nýja svið enn- þá opnara, bjartara og fegurra en það sem blasir við okkur hér? I draumum okkar er það alltaf ljósi vafið. Halldóru man ég álíka langt aft- ur og ég man eftir mér, hún var tengd mínum foreldrahúsum, þar sem maður hennar Kolbeinn var bróðir fósturmóður minnar. Hún var mjög félagslynd og hafði gaman af því að hitta fólk og skipt- ast á skoðunum, stundum skrapp hún með manni sínum, þegar hann var fenginn til að gera við einhvern mótorinn sem hafði netað að ganga sinn vanagang, og ekki spillti það að mínu áliti að Guðbjörg dóttir þeirra kæmi líka, því aldursmunur okkar var ekki mikill og alltaf var leikfélagi vel þeginn í sveitinni. Á fallegum vetrarkvöldum var þeim stundum boðið í kvöldmat, til að fá tilbreytingu í hversdagslífið, því þau t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför eigin- konu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR JÓNASDÓTTUR, Langholtsvegi 165a. Hörður Haraldsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Jón Stefánsson, Haraldur Harðarson, Björk Lind Harðardóttir, Harpa Harðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson, Róbert, Aðalheiður, Snorri, Arnór og Hörður Freyr. áttu bíl til að skjótast á og voru ekki bundin kvöldmjöltum sem öll önnur heimili voru í þá daga. Þetta voru alltaf ánægjulegar kvöldstund- ir með líflegum umræðum og þá gjarna gripið í spil, því ef einhveij- um hefur þótt gaman að spila í góðra vina hópi þá var það henni Halldóru minni. Hún var skyldurækin í störfum sínum og vann öll verk af kost- gæfni. Eigi má gleyma hennar aðal- starfí, húsmóðurstarfínu, en því miður er það vanmetið oft og tíðum. Hún var gestrisin mjög, enda var það víst eins gott, þar sem heimili þeirra á Hamarsholti var stundum líkara veitingastað en því að þar byggju hjón með eina dóttur. Það var að vísu árstíðabundið eins og gjarnan er til sveita, en Kolbeinn, maður hennar, læddist ekki einn heim í mat eða kaffi af viðgerðar- verkstæðinu sínu, heldur tók hann með sér alla þá sem voru að gera við bíla sína eða vélar og þeim báð- um fannst þetta sjálfsagt. Halldóra var dugleg að draga björg í bú, það var gaman að sjá í búrið hennar á haustin, allar þær tegundir af sultu, saft og niðursuðuvörum sem hún hafði tínt eða ræktað sjálf og allt vel merkt og uppraðað. Margar minningar tengdar Ham- arsholti fljúga nú upp í hugann. Einu sinni sem oftar komum við, unga fólkið frá Haga, í kaffí til hennar, bar hún þá fram kökur sem líktust litlu umslagi. Hún tjáði okk- ur að það væri ekki allt ætt í þess- um kökum, innan í þeim var bréfm- iði (eins og nú er í páskaeggjum) með málshætti og ef við vorum ekki nógu ánægð með þann sem við tókum okkur fengum við bara aðra og aðra köku og ég man að það var orðið ansi lítið eftir í kökuboxinu, þegar við yfírgáfum kvöldkaffíð. Það var mikið gaman og mikið fjör og eitt var víst, að ekki sá hún eftir kökunum ofan í allt þetta lið. Hvorki fyrr né síðar hef ég fengið þessar forvitnilegu kökur. Hamarsholt var eitthvað öðruvísi sveitabær heldur en hinir bæimir á barnsins huga. Það var ekkert fjós og engin fjárhús, það var bara bíla- verkstæði og bensíntankur og svo fóru að fást gosdrykkir í bensín- skúrnum. Þetta var fyrsti vísirinn að söluskála í sveitinni og sinntu hjónin þeirri afgreiðslu jöfnum höndum. Halldóra hefur í mörg ár átt við vanheilsu að stríða, en var vafín væntumþykju og trausti frá manni sínum og ekki síður sinni einkadótt- ur, sem stóð eins og hetja við hlið hennar. Hún síðari ár, eftir að sjúk- dómur hafði að lokum þvingað hana í hjólastól, kvartaði hún aldrei. Hún tók ávallt á móti vinum sínum og vandamönnum með bros á vör og efast ég ekki um að brottfarnir vin- ir og vandamenn í fyrirheitna land- inu taka vel á móti henni. Guðbjörgu og öðrum ættingjum sendi.ég mínar hjartans kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Haraldsdóttir. Nú er hún Halldóra farin til æðri heima. Halldóra var glaðsinna og heilsteypt kona, maður vissi allt- af hvar maður hafði hana. Það var alltaf gaman að koma að Hamars- holti. Hún átti góðan mann, Kol- bein Jóhannesson vélvirkja, sem var hennar stoð og stytta í lífinu og hún kunni líka að meta það. Hall- dóra og Kolbeinn voru samhent hjón. Hún var mikil húsmóðir og myndarleg í verkum sínum og þeg- ar Kolbeinn var að gera við fyrir menn á verkstæðinu komu margir inn til þeirra og fengu bæði mat og kaffi, því þau voru höfðingjar heim að sækja. Þau hjónin höfðu gaman að ferðalögum og gerðu mikið af því á sumrin að skoða land- ið sitt. Þau eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu, sem reyndist sönn og góð og til fyrirmyndar hvað hún hugsaði vel um móður sína eftir að hún varð að fara á öldrunarheimili. Ég þakka Halldóru fyrir allt og votta Guðbjörgu samúð mína. Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.