Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 51 FRÉTTIR Tveggja daga dans- veisla UM helgina stendur Dansráð ís- lands fyrir tveggja daga dans- veizlu. Laugardaginn 18. marz er boð- ið upp á keppni í 8 og 10 döns- um, með frjálsri aðferð, sem er ávallt ein glæsilegasta keppni ársins, jafnframt því sem boðið er upp á keppni í einum dansi, með grunnaðferð. Sunnudaginn 19. marz er keppni í gömlum dönsum og Rokk’n Roll. Dansráð íslands hefur staðið fyrir gömlu- dansakeppni nú í nokkur ár í röð, með góðum árangri og eru þær ávallt skemmtileg tilbreyt- ing frá öðrum keppnum. Keppnirnar verða haldnar í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefjast báða dag- ana klukkan 13.00. Miðasalan hefst einnig báða dagana klukk- an 11.00 og húsið opnar klukkan 12.00. Mikill fjöldi keppenda hef- ur skráð sig til keppni, sem sýn- ir glögglega þann mikla áhuga sem er fyrir dansi á Islandi í dag. Alþjóðadagur fatlaðra í TILEFNI af alþjóðadegi fatlaðra verður opið hús í Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12 (ofanverðu), í dag, laugardaginn 18. mars, kl. 14.30-18. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURSTEINN Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir taka nokkur dansspor. Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls ÁRLEGUR kirkjudagur Safnaðar- félags Ásprestakalls er á morgun, sunnudaginn 19. mars. Um morg- uninn verður barnaguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjón- usta kl. 14. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng, sóknarprestur predikar og Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sig- tryggssonar organista. Eftir . guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffisala í Safnað- arheimili Áskirkju. Þar mun Signý Sæmundsdóttir syngja nokkur kunn íslensk sönglög og leiða almennan söng. Allur ágóði af kaffisölu kirkjudagsins rennur til fram- kvæmda við kirkjuna og henni til prýðis, en kirkjudagurinn hefur lengi verið einn helsti fjáröflunar- dagur Safnaðarfélagsins. Bifreið mun flytja íbúa dvalar- heimila og annarra stærstu bygg- inga sóknarinnar að og frá kirkju. Folda sýnir nýja ullarlínu FOLDA HF. Akureyri sýnir í dag, laugardag, nýja ullarlínu fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik á HM deginum sem fram fer í Kringlunni í dag, laugardag, milli kl. 12 og 16. Landsliðsmenn íslenska lands- liðsins í handknattleik verða klædd- ir í HM peysur og sýningarfólk mun sýna vöruna. Hönnuðir Foldu hf. hafa sett saman fata- og minjagripalínu sem ber heildstætt yfirbragð og er í lit- um keppninnar og ber merki henn- ar. í línu þessari eru ullarpeysur, vesti úr þæfðri ull, íþróttapokar, sessur, lyklakippur, minnisbækur, húfur, vettlingar og treflar að ógleymdum tveimur tegundum af værðarvoðum. Ferðakynning’ á írskum dögum DAGUR heilags Patreks, dýrlings íra, var í gær og af því tilefni eru haldnir írskir dagar nú um helgina í Aðalstræti í Reykjavík. Að þeim standa Kaffi Reykjavík, Fógetinn og ferðaskrifstofan Ferðabær og ferðamálaráð N-írlands. Á veitinga- húsunum ríkir írsk stemmning með tónlist, mat og drykk frá írlandi. Markmiðið með írskum dögum er að kynna íra og írland, einkan- lega Norður-írland sem til þessa hefur ekki verið mjög fjölsótt af íslendingum. Á írsku dögunum verður fjöldi vinninga dreginn út á Kaffi Reykja- vík og Fógetanum og má þar nefna lúxus páskaferð til írlands fyrir tvo í boði ferðaskrifstofunnar Ferða- bæjar. Kynntir verða nýir ferða- möguleikar frá íslandi til írlands, dvalar- og afþreyingarmöguleikar á írlandi og ferðamöguleikar þaðan og áfram út í veröldina. Fulltrúi írsk-íslenska flugfélagsins Emerald European, Mary Power, mun svara fyrirspurnum almennings um þau mál. Skíðagöngu- dag’ur fyrir almenning UNGMENNAFÉLAG íslands og íþrótta- og tómstundaráð Selfoss- bæjar standa sameiginlega fyrir skíðagöngudegi í Þrastaskógi, Grímsnesi, laugardaginn 18. mars kl. 13. Mæting í Þrastalundi við Sogs- brúna kl. 12 á hádegi og fer skrán- ing fram á staðnum. Troðnar verða göngubrautir á þar til gerðum göngustígum sem lagði hafa verið um skóginn. ■ HLÍÐARBÚAR ætla að funda um umferðarónæði við Miklubraut á kaffistofu Kjarvalsstaða sunnu- daginn 19. mars kl. 15. „Samtal við Guð“ í Hafnar- fjarðarkirkju VIÐ guðsþjónustu í Hafnar- fjarðarkirkju á sunnudaginn 19. mars, sem hefst kl. 14, munu leik- arar og listdansari sýna Samtal við Guð; dagskrá úr bókmenntum og leikverkum og listdansi sem Jón Hjartarson leikari hefur sett sam- an og sýnd var í haust í kirkjunni á héraðsfundi Kjalarnesprófasts- dæmis. Auk hans koma við sögu leikar- arnir Edda Heiðrún Backman, María Sigurðardóttir og Ragnheið- ur Tryggvadóttir og Guðbjörg * Arnadóttir listdansari en hún dansar Credo úr Spazenmesse eft- ir W.A. Mozart. Barnakórinn syngur í guðsþjónustunni undir stjórn Brynhildar Auðbjargardótt- ur en sýningin kemur í stað ritn- ingarlestrar og predikunar. Eftir guðsþjónustuna verður samvera með listamönnunum í Strandbergi. ■ TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur hið árlega Voratskákmót mánu- daginn 20. og 27. mars. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad ' kerfi með 25 mínútna umhugsun- artíma. Þátttökugjald er 400 kr. fyrir félagsmenn og 600 kr. fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri fá helmings afslátt. Mótið er öllum opið og teflt er í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi og hefst taflið báða dagana kl. 20. Jafnt hjá Anand og Kamsky SKAK Las Palmas, Kanarí- cyjum ÚRSLITAEINVÍGI UM ÁSKORUNARRÉTTINN Á KASPAROV 8.-25. mars ÞREMUR síðustu skákunum í einvígi Anands og Kamskys á Kanaríeyjum hefur lokið með jafntefli. Einvígið er nú hálfn- að og staðan er þrír vinningar gegn þremur. Það má bú- ast við æsispennandi baráttu í seinni hlut- anum og jafnvel líkur á að það þurfi að framlengja. Kamsky hafði hvítt í ^jórðu og sjöttú skákunum og Anand beitti svo- nefndu opnu afbrigði spánska leiksins. Kamsky urðu snemma á mistök í báðum þessum skákum og í sjöttu skákinni varð hann að berj- ast fyrir jafntefli með peði minna. Sú skák varð 38 leikir. Anand hafði hvítt í fimmtu skákinni, en mátti sætta sig við jafntefli eftir aðeins 26 leiki. Kamsky reyndist afar vel undir- búinn í lokaða afbrigði spánska leiksins. ívantsjúk framúr Karpov Úkraínumaðurinn Vasilí ívantsjúk er efstur fyrir síðustu umferð á stórmótinu í Linares á Spáni. Hann hefur unnið tvær síðustu skákir sínar, á meðan Karpov hefur slakað á og gert tvö jafntefli. ívantsjúk sigraði á mótinu 1989 og 1991. Honum var spáð miklum frama, en í heimsmeistarakeppnunum hafa .taugarnar brugðist illilega. Þegar litið er t\\ hugmyndaauðgi og nákvæmni í útreikningum dylst þó ekki að ívantsjúk er í hópi þriggja til fimm bestu skákmanna heims. Úrslit 11. umferð- ar: Drejev-ívantsjúk 0-1, Shirov-Topalov 1-0, Akopjan-Kha- lifman 0-1, Karpov- Beljavskí ‘A, Ljubojevic-Illescas Vi, Short-I. Sokolov ‘A, Tivjakov-Lautier ‘/2. Úrslit 12. umferð- ar: Ívantsjúk-Tivjakov 1-0, Ljubojevic- Karpov ‘/2, Topalov-Drejev 1-0, Beljavskí-Shirov ‘/2, Lautier- Akopjan 0-1, Illescas-I. Sokolov 0-1, Khalifman-Short 'h. Staðan fyrir síðustu umferð: 1. ívantsjúk 9 v. 2. Karpov 8’/i v. 3. -4. Topalov og Shirov Vh v. 5. Khalifman 7 v. 6. Beljavskí 6'/i v. 7. -8. Illescas og Tivjakov Vh v. 9.-10. Drejev og I. Sokolov 5 v. 11.-12. Short og Ljubojevic 4'/i v. 13.-14. Lautíer og Akopjan 4 v, í síðustu umferðinni teflir ívantsjúk við Akopjan, en Karpov við Illescas. Karpov hefur ekki sýnt mikil heimsmeistaratilþrif á mótinu. Hann hefur að vanda forðast áhættu en gripið tæki- færin þegar þau hafa boðist. Þessi staða kom upp í innbyrðis viðureign efstu manna í níundu umferð mótsins: Svart: Vasilí ívantsjúk Hvítt: Anatólí Karpov Karpov hefur sterka stöðu á drottningarvæng og peðið á a7 er dæmt til að falla, því eftir 31. r Hbb7 er 32. Ha6 óþægjlegt. ívantsjúk verður að leggja allt sitt traust á gagnsóknina: 31. - h4! 32. Hxa7 - hxg3 33. Hxc7? Karpov hefur ofmetið áhrif leppunar á áttundu línunni. Sjálf- sagt var 33. fxg3 þótt svartur hafi einhver færi fyrir peðið. 33. - gxf2+ 34. Kg2 - Dxc7 35. Ha8 - Bd8! E.t.v. hefur Karpov yfirsést þessi einfaldi varnarleikur. Nú má hann hafa sig allan við að halda jafnvæginu. 36. Da7 - Dd6 37. Rxe6! - Dxe6 38. Hxd8 - De4+ 39. Kh2 - De5+ 40. Kg2 - De4+ 41. Kh2 - De5+ 42. Kg2 - Hg6+ 43. Kxf2 - f4 44. Hxe8+!? - Dxe8 45. exf4 - Dd8 46. Bd3! - Dh4+ 47. Ke2 - He6+ 48. Kdl - Del+ 49. Kc2 - He2+ 50. Bxe2 - Dxe2+ 51. Kb3 - Ddl+ 0g samið jafntefli. í tíundu umferðinni stóð Karpov um tíma illa að vígi gegn Topalov. En Búlgarinn tvítugi náði ekki að halda höfði og tap- aði meira að segja skákinni. Eft- ir þennan beiska ósigur mátti hann líka lúta í lægra haldi fyrir Shirov og sigur í Linares verður að bíða betri tíma. Svart: Anatólí Karpov a b c d a I q h Hvítt: Veselin Topalov 22. - f5? Þessi afleikur hlýtur að byggj- ast á einfaldri yfirsjón. Rétt var að fórna peðinu með 22. - Hfc8 23. Rxh6+ - Kf8 24. Hxc8+ - Hxc8 25. Rg4 - Dxb2 og svartur stendur betur að vígi. 23. Rxh6+ - Kh7 24. Rg4 - Hfd8 25. Re5 - Be8 26. De3 - Bf6 27. g4? Veikir stöðuna að óþörfu. Með peð yfir var sjálfsagt að tefla rólega með 27. Hd2 eða 27. Df2. 27. - g6 28. gxf5 - exf5 29. Dc3 - Hac8 30. Dh3+ - Kg7 31. Hxc8 - Hxc8 32. Dg2 - Hd8 33. Df2 - Be7 34. h4? - Df6 35. Hcl - Dxh4 36. Hc7 - Kf8 37. De3 - Bd6! Lagleg peðsfórn sem snýr tafl- inu endanlega við. 38. Hxb7 - Bxe5 39. Dxe5 - Dg3+ 40. Kfl - Df3+ 41. Kel - Dxb7 42. Df6+ - Bf7 43. Dxd8+ - Kg7 44. d5? - Db4+ 45. Kdl - Dd4+ 46. Kc2 - De4+ 47. Kc3 - Dxbl 48. d6 - Del+ 49. Kd4 - Db4+ 50. Ke3 - De4+ 51. Kd2 - Dxf4+ 52. Kc2 - De4+ 53. Kd2 - Dd4+ 54. Kcl - f4 og Topalov gafst upp. Hraðskákmót stofnana Hraðskákkeppni stofnana og fyrirtækja fór fram í síðustu viku. Úrslit urðu þessi: A flokkur: 1. Búnaðarbanki íslands 48 v. 2. íslandsbanki 43 v. 3. VISA ísland 40 v. o.s.frv. B flokkur: 1. Lögmenn Austurstræti 36 'h v. 2. RARIK 34 v. _ 3. Verzlunarskóli íslands 33 v. í skákþætti í síðustu viku voru þau leiðu mistök gerð að rangt var farið með nafn RARIK, sem lenti í öðru sæti í B flokki aðal- keppninnar. Er það ágæta fyrir- tæki, sem hefur marga snjalla skákmenn í starfsliði sínu, beðið velvirðingar á þessu. Skákþingi Norðlendinga frestað Vegna ófærðar varð að fresta Skákþingi Norðlendinga um tvær vikur, sem halda átti á Blöndu- ósi. Þar nyrðra komast menn hvorki lönd né strönd. Voratskákmót Hellis Taflfélagið Hellir heldur árlegt voratskákmót sitt mánudagana 20. og 27. mars. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi með 25 mínútna umhugsunar- tíma. Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn og kr. 600 fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri fá helmings afslátt. Mótið er öll- um opið og er teflt í Menningarm- iðstöðinni Gerðubergi í Breið- holti. Taflið hefst báða dagana kl. 20. Helgarskákmót TR Að loknum þremur umferðum á mótinu eru eftirtaldir með fullt hús vinninga: Björn Þorfinnsson, Júlíus L. Friðjónsson, Tómas Bjömsson, Ólafur B. Þórsson, Einar Hjalti Jensson. Margeir Pétursson Vasilí ívantsjúk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.