Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 KENNARADEILAN MORGUNBLAÐIÐ Foreldrar verulega uggandi Morgunblaðið/Kristinn HELGA Bogadóttir, Brigitte Jónsson, Jón Ingvar Jónsson og Hilmar Malmquist. N GUNILLA Skaptason og Kristján Kristjánsson. Enginn árangur af fundum í kennaradeilunni Kennarar kalla eftir gagntilboði FORELDRAR voru ekki á eitt sáttir um hvort álykta ætti um á hvaða grundvelli semja bæri við kennara á baráttufundi Samfoks og Heimilis og skóla á fimmtudagskvöld. Sam- þykkt var ályktun um að samið yrði við kennara um launaleiðréttingar sem tækju mið af samanburðarhóp- um en væru jafnframt í takt við hinn almenna vinnumarkað. Sam- tímis yrði skipuð sérstök starfsnefnd sem skili tillögum fyrir 1. ágúst um hvernig best megi standa að skipu- lagsbreytingum í skólastarfi. Fram kom óformleg tillaga um að fyrri liðurinn yrði felldur út. Hún var hins vegar ekki borin undir atkvæði og ríkti óánægja meðal hóps fundar- manna með það. Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla, lagði í framsögu sinni áherslu á að foreldrar væru reiðubúnir til samstarfs við skólann um nám og kennslu barna sinna. Aðrar helstu áherslur samtakanna væru einsetinn skóli og samfelldur skóladagur, gæði í skólastarfí, áhrif foreldra, afnám æviráðninga og að nemendum verði bættur skaði verk- fallsins. Hvert sæti í Súlnasalnum var skipað og voru aðstandendur fundarins ánægðir með fundarsókn- ina miðað við veður og að ekki hafði verið lagt fjármagn í auglýsingar. Ýmsum viðmælendum Morgunblaðs- ins fannst fundarsóknin hins vegar langt frá því að vera nógu góð mið- að við fjölda foreldra. Foreldrar á fundunum voru nokkuð afgerandi í afstöðu sinni. Sterk rödd talaði með málstað kennara og foreldrar voru orðnir verulega uggandi um hag bama sinna. „Óþolandi ástand“ Brynja Eggertsdóttir og Bjarni Kr. Grímsson eiga átta og níu ára syni í Húsaskóla og tvítugan son í Menntaskólanum við Sund. Þau segjast ekki hafa lent í vandræðum vegna bamagæslu. Hún leysist af sjálfu sér því elsti sonurinn gæti hinna tveggja á milli þess sem hann sinni lærdómnum. Þegar spurst er fyrir um stöðuna að öðm leyti segir Bjami ástandið hreint út sagt óþol- andi. „Við skiljum hins vegar að kennarar em í kjarabaráttu og við því er ekkert að segja eða gera. Mér finnst samt að skipulagsmálin eigi ekki að koma inn í kjaramálin, a.m.k. ekki á þessu stigi, því enn er tals- verður tími í að breytingarnar komi til framkvæmda." Brynju finnst foreldrar ekki hafa verið nógu áberandi þrýstihópur í verkfallinu. „Enda er kannski erfitt fyrir jafn stóran og sundurleitan hóp að ná saman,“ segir hún og Bjami bætir við að sér finnist foreldrar furðu rólegir. „Samt er farið að síga svolítið í. Eg nefni t.d. varðandi elsta strákinn okkar sem á að klára stúd- entspróf núna. Þó að menn séu að tala um einhveija yfirlýsingu um að ekki þurfi próf þyrfti hann auðvitað að sýna fram á próf til að komast inn í eriendan háskóla. Svona skemmir því verulega fyrir krökkum í þessari aðstöðu." Brynja segir að los sé komið á yngri strákana gagnvart skólanum. „Skólinn er fastur punktur yfir vet- urinn. Nú er hann ekki lengur," seg- ir hún. Hún segist aldrei hafa ímynd- að sér að verkfallið stæði lengur yfir en í mesta lagi eina viku. „Nú er svo spumingin hvað menn ætla sér að gera,“ segir Bjami. „Ef núver- andi stjórnarflokkar ætla í kosningar ENGINN árangur varð á samn- ingafundi deiluaðila í kennara- deilunni í gær. Annar fundur hefur verið boðaður í dag og mun það ráðast af árangri hans hvort samningafundur verður haldinn á morgun. Elna K. Jóns- dóttir, formaður HÍK, segist telja eðlilegt að samninganefnd ríkis- ins komi með gangtilboð við til- boði kennara frá 15. mars. For- ystumenn samninganefndar rík- isins telja að tilboð kennara feli ekki í sér neinn samningsgrund- völl. Elna sagðist telja að í gagntil- boði kennara fælist samnings- grundvöllur. Kennarar væru að bjóðast til að ræða opnum huga um skipulagsbreytingar í skól- um, sem ekki hefðu verið í upp- haflegum kröfum kennara. Hækkar launaútgjöld ríkisins um 9% Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði útilokað fyrir ríkið að semja á grundvelli tilboðs kennara. Með skipulagsbreytingum fæli það í sér um 45% hækkun. Það jafn- gilti þrem milljörðum i aukin launaútgjöld fyrir ríkissjóð. Hann sagði að heildarlauna- greiðslur ríkisins til opinberra starfsmanna væru um 35 millj- arðar. Kennarar væru að krefj- ast að þessi útgjöld ríkisins yrðu hækkuð um 9%. Elna sagðist telja að í þessu fælist nokkurt ofmat á kostnaði við tilboð kennara. I tilboðinu væru kennarar að fara fram á um 25% launahækkun. í því væri einnig farið fram á lækkuii kennsluskyldu og boðið upp á breytingar í skólastarfi og kostn- aður af því væri umtalsverður, en hann skilaði sér ekki í vasa kennara. Breytingar á skóla- starfí Ieiddu til þess að ríkið þyrfti að ráða fleiri kennara til starfa. Elna sagði að ef ríkið væri ekki tilbúið til að kaupa þessar skipulagsbreytingar á því verði sem þær kostuðu færi best á því að leggja þær til hliðar og semja um hækkun grunnlauna í sam- ræmi við kröfur kennara. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að kennarar legðu talsvert mikla áherslu á lækkun kennslu- skyldu vegnaþess að við einsetn- ingu grunnskólans væri ekki hægt að gefa kennurum mögu- leika á fullu starfi miðað við óbreytta kennsluskyldu. Tillaga kennara er að kennsluskylda í grunnskólum verði lækkuð um einn tíma á viku hjá kennurum sem starfað hafa í 10 ár og um annan tíma hjá kennurum sem eiga 15 ára starfsferil að baki. með kennara í verkfalli eru þeir nokkuð rólegir í tíðinni. Ég trúi ekki öðru en þeir slaki eitthvað á. Þeir verða að fara að sýna eitthvað í verki. Annars er hætt við að aðrar ákvarðanir verði teknar við kjörborð- ið. Með því vísa ég bæði til kennara og foreldra," segir hann. Þegar hann var spurður hvort hann hefði á tilfinningunni að for- eldrar stæðu heldur með kennurum en samninganefnd svaraði hann því til að alltof margir tækju ekki af- stöðu. „En ég held að þegar allt kemur til alls taki menn afstöðu með hinni vinnandi stétt.“ Nemendur og foreldrar gerðir að fíflum Gunilla Skaptason og Kristján Kristjánsson eru með tvö ungmenni, 13 ára stúlku í Hvassaleitisskóla og tvítugan pilt í Menntaskólanum við Hamrahlíð, á heimilinu. Gunilla seg- ir að sem betur fer sé stúlkan á kafi í íþróttum. „Núna fer hún nánast á hverjum degi niður í TBR til að stunda badminton. Ég veit ekki hvernig væri annars því við stundum bæði fulla vinnu,“ segir Gunilla. Hún segir að fyrstu tvær vikurnar hafi stúlkan varla litið í bók. „Maður var svona að reyna að setja þeim fyrir, dönsku í dag og ensku á morgun. Eiginlega er hún fyrst núna orðin virkilega smeyk. Verkfallið á áreið- anlega eftir að skilja eftir sig heil- mikil sár hjá báðum og alvarlegri hjá honum. Stúdentsprófskrakkarnir eru búnir að skipuleggja sig fram í tímann. Eins og strákurinn minn og vinkona hans. Þau ætluðu að nota páskafríið til að skoða skóla í Nor- egi. Hann er farinn að hafa virkileg- ar áhyggjur," segir hún og bætir því við að hann sé reyndar svo hepp- inn núna að hafa vinnu. Gunilla segist hafa tekið þátt í að láta alla foreldra í bekk dóttur sinnar vita af fundinum. Með þeim fyrirvara að hún hafí ekki gengið alveg inn í salinn segist hún hins vegar ekki hafa þekkt neitt andlit. Hún sé hissa á því að ekki hafi fleiri foreldrar komið á fundinn. Þegar talið berst aftur að börnunum tekur Gunilla fram að hún sé heppin með sín börn. Eftir fréttum að dæmi sé ástandið sums staðar orðið mjög erfítt þar sem börnin hafi ekki verið stöðug fyrir. „Mér fínnst ástandið lýsa fullkomnu ábyrgðarleysi samn- inganefndarinnar. Maður er orðinn alveg vitlaus út í þá. Ég er t.d. svo hissa á honum Indriða Þorlákssyni. Hélt að hann væri miklu ákveðnari maður,“ segir Gunilla og Kristján tekur í sama streng. „Mér finnst samningaviðræðurnar hafa gengið mjög hægt og alltof hægt. Eins og engin alvara sé að baki,“ segir hann. Gunilla segist hafa á tilfinningunni að verið sé að gera nemendur og foreldra að fíflum. Gunilla segir að verði verkfallið ekki leyst eða sett lögbann fyrir kosningar ætli hún ekki að kjósa. Hún gagnrýnir jafnframt Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráðherra, fyrir að ganga ekki í málið og tekur fram að Islendingar gætu ekki geng- ið í Evrópusambandið með núver- andi skólastarf og launakerfi kenn- ara. Kristján gagnrýndi samninga- nefndina og vitn^ði til eins fundár- manna um að hún hefði ekki vitað hvað einsetinn skóli þýddi. Hann sagðist hins vegar ekki heldur full- komlega sáttur við kennara. Gunilla taldi að erfitt yrði að skilja að skipu- lags- og kjaramál. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að kennarar ættu ekki að geta beitt verkfallsvopninu í kjarabaráttu. Eitthvað væri að þjóðfélagi ef hægt væri að lama allt skólahald í fjórar vikur með þessum hætti. Ósátt við ályktun Helga Bogadóttir, Hilmar Malmquist, Brigitte Jónsson og Jón Ingvar Jónsson ræddu málin að fundi loknum. Helga og Hilmar eru bæði útivinnandi og eiga 12 ára tví- burastráka í Vesturbæjarskóla. Helga segir að þeir séu orðnir lang- þreyttir á verkfallinu. „Fyrst voru þeir fríinu fegnir en nú ríkir iðju- leysi og eirðarleysi," bætir Hilmar við um leið og hann lýsir yfir áhyggj- um sínum af ástandinu. Helgu fínnst foreldrar ekki hafa verið nægilega áberandi þrýstihópur. Hún telur að sterkasta vopnið séu fundir á borð við nýlokinn baráttu- fund. „Þó að ég sé ekki alveg sátt við niðurstöðuna. Að vera með svona ákveðna tilvísun í sambandi við nið- urstöðu samninganna. Ég hefði vilj- að fá breytingartillöguna inn. Kenn- urum hefur í mörg ár verið lofað launaleiðréttingu og svo ætla for- eldrar að fara að taka þetta af þeim," segir hún og vísar með orðum sínum til tillögu eins foreldris á fundinum um að fella eftirfarandi klausu úr ályktun fundarins niður. „... að strax verði samið við kennara um launaleiðréttingar sem taki mið af samanburðarhópum en séu jafn- framt í takt við hinn almenna vinnu- markað." Hilmar segist frekar hallast að því að meirihluti foreldra standi með kennurum. „Að þeir hafí setið eftir og kjörin séu í miklu ósamræmi við vinnuna,“ segir hann. Helga segir að viðhorf fólks sé afar mismun- andi. Samúðin sé samt frekar með kennurum. Börnin hafa gleymst Jóni Ingvari fannst fundurinn ekki nógu góður. „Mér fannst umræðan snúast um ranga hluti því börnin voru varla nefnd á nafn. Þau hafa alveg gleymst. Við verðum að treysta ríkisstjórninni og kennurum til að semja. Hvetja báða aðila til að ganga hreint og ákveðið til verks. En bömin hafa verið fjórar vikur í verkfalli og verða hugsanlega fjóra mánuði í viðbót frá skóla og mér finnst að við sem foreldrar verðum að ræða hvað við getum gert fyrir börnin okkar núna. Getum við ekki rottað okkur saman og gert eitt- hvað? Sumum gæti fundist um hálf- gert verkfallsbrot að ræða. En það þarf alls ekki að kenna börnunum samkvæmt námsskrá. Strákurinn okkar er t.d. í stærðfræðinámi með allt annað efni núna. Við getum ekki látið börnin okkar vera á lausa- göngu allan daginn. Verkefnin gætu verið á sviði tómstunda eða íþrótta. Börnin eru á sínu þroskaskeiði og verða að fá örvun til að notfæra sér það,“ segir Jón Ingvar um leið og hann tekur fram að samúð hans sé engu að síður með kennurum. Þeir séu að sækja hlut sem þeir eigi rétt á. Brigitte segir að auðvitað séu ein- hveijir foreldrar að vinna í málinu. En almennt hafi þeir ekki verið nógu sýnilegir. Hún hafí t.d. hvorki heyrt né séð neitt frá skóla sonar síns. Hver og einn hugsi greinilega fyrst og fremst um að bjarga sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.