Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kjarabætur fyrir bændur urnar við öriög hagkerfanna í austri. Miðstýringin leiðir til aukinnar fá- tæktar, hvort sem það er í Sovétríkj- unum eða í íslenskum landbúnaði. Framtíðarsýn Fróðlegt er að fylgjast með umræðunum í Bændahöllinni þessa dagana, að mati Jóns Baldvins Hannibals- sonar, þar sem Búnað- arþing stendur yfír, sem segir úrræðin sem á að beita til þess að bæta hag bænda hlið- stæð þeim sem voru uppi við hrun kommún- ismans. Það eigi að „bæta“ kerfið og refsa þeim bændum sem sýna sj álfsbj argarviðleitni gegn ofureflinu. undir aukna samkeppni búnir, sem mun óhjákvæmilega leiða af við- skiptaviðræðum á komandi árum. I samandregnum niðurstöðum segir OECD að þörf sé á mun víð- tækari breytingum á landbúnaðar- kerfinu á íslandi en þeim sem ákveðnar voru á árunum 1991- 1992, ef bæta á afkomu greinarinn- ar að því marki sem stjómvöld segj- ast vilja stefna að. Nauðsynlegt sé að láta markaðsverð ráða framleiðsl- unni í auknum mæli. Brjótum fjötra fátæktar Á undanförnum misserum hefur verið karpað um hver sé hinn raun- verulegi stuðningur hins opinbera við landbúnað á íslandi. Nú liggur niðurstaðan fyrir og hún er sláandi. Á undanförnum 15 árum hefur stuðningur við landbúnað á ísiandi verið með því hæsta sem þekkist í allri Evrópu, Norður-Ameríku, Jap- an, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. En hvaða hafa bændur borið úr býtum? Fátækt og skert atvinnu- frelsi, jafnvel svo jaðri við mannrétt- indabrot. Þeir eru fjötraðir alræðis- valdi miðstýringarinnar. Sem betur fer eru fleiri farnir að sjá hliðstæð- Fróðlegt er að fylgjast með um- ræðunum í Bændahöllinni þessa dagana, þar sem Búnaðarþing stend- úr yfír. Úrræðin sem á að beita til þess að bæta hag bænda eru hlið- stæð þeim sem voru uppi við hrun kommúnismans. Það á að „bæta“ kerfið og refsa þeim bændum sem sýna sjálfsbjargarviðleitni gegn of- ureflinu. Aðeins einn flokkur, Alþýðuflokk- urinn, býður bændum bjarta fram- tíðarsýn: Möguleika til þess að tryggja afkomu sína í opnu um- hverfi með lágmarksríkisafskiptum. Þótt gerðar séu kerfisbreytingar í landbúnaði á það ekki að bitna á afkomu þeirra. Samhliða þeim verð- ur að gera hliðarráðstafanir sem munu stuðla að því að halda byggð sem víðast og tryggja umbætur í umhverfís- og náttúruverndarmál- um. Það að gera beingreiðslur til bænda óháðar framleiðslunni yrði mikilvægt skref í átt til raunhæfra umbóta í landbúnaði. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins Jafnaðarmannaflokks íslands og utanríkisráðherra. Dr. Koeppen áritar bók sína ÍSLANDSVINURINN dr. Erwin Ko- eppen, fyrrum 2. bassaleikari Sinfó- níuhljómsveitar íslands, varð sjötug- ur 12. febrúar sl. Af því tilefni hafa vinir hans gefið út bók hans, Með íslendingum, sem út kom í takmörk- uðu upplagi í vikunni. Dr. Koeppen hætti hljóðfæraleik eftir 26 ára starf með Sinfóníuhljóm- sveit íslands árið 1976 og gerðist kennari við háskóla í Þýskalandi. Hann dvelur nú fáeina daga á landinu og mun árita bók sína í Bóka- búð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, mánudaginn 20. mars frá kl. 15 til 18 'síðdegis. Þetta mun vera eina tækifærið til að náígast bókina í bókabúð enda hefur hún aðeins verið boðin áhuga- fólki um tónlist í gegnum síma til þessa. Opinber stuðningnr Að því er varðar ríkisstyrki til landbúnaðar, í gegn um skattkerfið og hærri greiðslur neytenda, þá er niðurstaða OECD sú að opinber stuðningur hefur verið hæstur á ís- landi á árunum 1981-1992, ekki eingöngu af Norðurlöndunum, held- ur af öllum 24 OECD-ríkjunum. Þegar styrkirnir náðu hámarki á árinu 1991 námu þeir hvorki meira né minna en 92% af verðmæti kinda- kjötsframleiðslunnar, 85% af verð- mæti kjúklingaframleiðslu, 84% af verðmæti mjólkurframleiðslu, 77% af verðmæti eggja- og svínakjöts- framleiðslu og 69% af verðmæti nautakjötsframleiðslu. Að meðaltali námu opinberir styrkir 84% af fram- leiðsluverðmæti í landbúnaði, sem er tvöfalt hærra en meðaltal OECD- ríkja. Styrkimir lækkuðu í 75% á árinu 1993 samkvæmt bráðabirgðatölum og er þá ísland komið úr 1. sætinu í 3. sætið, á eftir Sviss, sem styrkir sína framleiðslu um 77%, og Nor- egi, sem er með 76% styrki. Leiðir út úr ógöngunum í niðurstöðum sínum gerir OECD ýmsar tillögur um hvemig væri best að aðlaga landbúnaðarframleiðsluna á Islandi að þeim sjónarmiðum sem stofnunin telur farsælust fyrir grein- ina. Megintillagan er sú að lækka beri opinberan stuðning í áföngum og minnka innflutningsvemd. Besta RAUNHÆFASTA leiðin til þess að bæta Iqor bænda á íslandi til lengri tíma litið er að afnema núverandi fram- leiðslustýringarkerfi. Frekari markaðstenging framieiðslunnar myndi fljótlega skila árangri. Alþýðuflokkurinn vill ekki hætta beingreiðsl- um til bænda, en vill gera þær óháðar fram- leiðslunni. Þessi sjónar- mið Alþýðuflokksins fá nú fullan stuðning í drögum að fyrstu skýrslu OECD, Efna- hagssamvinnu- og þró- unarstofnunarinnar, um landbúnað- arstefnuna á íslandi. Skýrsla OECD Þótt þessari skýrslu OECD verði ekki dreift opinberlega fyrr en eftir nokkrar vikur, þá er ekki búist við breytingum á niðurstöðunum. Hall- dór Blöndal landbúnaðarráðherra gerði hana að umtalsefni á Búnað- arþingi nú í vikunni, þegar hann greindi frá niðurstöðum OECD varð- andi stuðning hins opinbera við land- b.únaðinn. Skýrslan byggist að miklu leyti á upplýsingum 'frá landbúnað- arráðuneytinu, þannig að hún ætti að geyma bestu upplýsingamar sem völ er á. leiðin til að ná því markmiði sé að afnema núverandi framleiðslu- stýringarkerfi í land- búnaði. OECD leggur til, eins og Alþýðuflokkur- inn, að hætt verði í áföngum að tengja beingreiðslur til bænda við mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu. Greiðslur til bænda gætu haldið áfram, en þær yrðu þá í anda GATT-samningsins. Hann heimilar svokall- aðar „grænar greiðsl- ur“, sem ekki skekkja með óeðlilegum hætti verðmyndun á Iandbúnaðarvömm. OECD telur að ef markaðslögmál fá að njóta sín betur í landbúnaði þá muni það leiða til hagræðingar í greininni, stækkunar búa, aukinnar sérhæfingar og sennilega aukinnar eftirspumar eftir landbúnaðarvör- um. Breytingarnar myndu leiða af sér ávinning fyrir alla aðila, fram- leiðendur, verslunina og neytendur. Mikilvægt er að bændur verða betur Jón Baldvin Hannibalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.