Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 25 ERLENT Samningafundur Kanada og ESB Viðræður Kanada- manna og ESB í strand Brussel. Reuter. Reiði og sorgí Manila Singapore. Reuter. HÓRÐ mótmæli voru á Filippseyjum í gær vegna lífláts 42 ára gamallar, fílippseyskrar þjónustustúlku sem hengd var fyrir tvö morð í Singa- pore í gærmorgun. Ættingjar henn- ar segja að játning hafi verið þving- uð fram, kvennahreyfing hótaði að trufla opinbera heimsókn forsætis- ráðherra Singapore, Goh Chok Gong, til landsins í næsta mánuði o g kommúnistahreyfing hótaði einn- ig hefndum. Singaporemenn hafa íjárfest mikið á Filippseyjum. Konan, Flor Contemplacion, var sökuð um að hafa kyrkt aðra þjón- ustustúlku og að hafa drekkt ungum syni vinnuveitanda síns í maí 1991. Börn Contemplacion segja að hún ' Jjj hafi verið saklaus en yfirvöld í Sin- gapore segjast hafa farið vandlega yfir málið vegna áskorana frá ýms- um aðilum, m.a. frá Fidel Ramos, forseta Filippseyja. Singaporemenn benda á að konan hafí frá upphafi játað á sig morðin. Refsilöggjöf Singapore hefur sætt gagnrýni víða um heim, einkum þykja landsmenn beita dauðarefs- ingum ótæpilega gegn fíkniefnasöl- um. Reiði og sorg ríkti í heimalandi Contemplacion, Filippseyjum. Liza Masa, leiðtogi vinstrisinnaðrar kvennahreyfingar, sagði að félagar hennar myndu „hundelta hann [for- sætisráðherra Singapore]. Han mun iðrast þess að hafa komið hingað", sagði hún. Talsmenn Singaporestjórnar töldu í gær enga hættu á að málið hefði slæm áhrif á sambúð ríkjanna. AÐALSAMNINGAMENN Kanada í sjávarútvegsmálum flugu til Ottawa í gær til skrafs og ráðagerða í lok fyrsta dags viðræðana við fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB). Vakti þetta reiði fulltrúa sambandsins. Sendiherra Kanada hjá ESB, Jacques Roy, sagði hins vegar nauðsynlegt fyrir nefnd- ina að ráðgast við kanadísk yfirvöld. Heimildarmenn í höfuðstöðvum ESB í Brussel sögðu í gær, að ekk- ert yrði af fýrirhuguðum fundi Norð- ur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins, NAFO, sem vera átti í Brussel í næstu viku, 22.-24. mars. Þar stóð til að freista þess að leysa ágreining Kanadamanna og ESB um fiskveiðar utan kanadísku lögsögunnar. Á blaðamannafundi sem Jacques Roy hélt í gær, sagði hann að Kanadamenn hefðu farið fram á, að fundi NAFO yrði frestað. Talsmaður ESB sagði, að auk þess hefðu Rúss- ar tilkynnt að þeir kæmu ekki til fundarins. Roy sagði að samninganefndir Kanada og ESB myndu ræða saman í síma og að fulltrúar framkvæmda- stjórnarinnar og kanadískir sérfræð- ingar myndu halda áfram viðræðum um friðunar- og eftirlitsákvæði. Sagði hann að nú þegar hefði náðst töluverður árangur í friðunarmálum en neitaði að gefa upp í hveiju hann fælist. Hermt er, að af hálfu ESB sé fallist á að taka upp eftirlitskerfi með hjálp gervihnatta og að eftirlits- menn frá NAFO verði um borð í togurum, að því tilskyldu að þeir verði einnig í togurum frá ríkjum utan ESB. Talsmaður ESB lagði áherslu á að ólögmætar aðgerðir Kanada- manna ættu að vera aðalumræðuefni fundar sérfræðinganna, sem hófust í fyrradag. Þar verður einnig rætt um umdeildan 3.400 tonna grál- úðukvóta ESB, sem NAFO úthlutaði 1. febrúar en skip sambandsins veiddu um 40.000 tonn á síðasta ári. Kanadamenn hafa hins vegar ekki verið til viðtals um að endurskoða þá ákvörðun sína, að banna grálúðu- veiðar á veiðisvæðum utan 200 míln- anna í 60 daga. Spænska stjórnin veitti Javier Solana utanríkisráðherra í gær heimild til þess að hrinda í fram- kvæmd refsiaðgerðum gegn Kanada vegna töku spænska togarans í síð- ustu viku. Singapore lætur hengja filipps- eyska konu fyrir morð ÆTTINGJAR Flor Contemplacion sorgmæddir eftir að hafa fengið fregnina um aftökuna. Sú látna er á innfelldu myndinni. Klofningur 1 Þjóðarflokki kristilegra demókrata Kjósa nýjan formann Róm. Reuter. KLOFNINGUR er kominn upp í röð- um Þjóðarflokksins, PPI, á Ítalíu, arftaka gamla kristilega demókrata- flokksins sem var valdamestur í landinu í meira en fjóra áratugi eft- ir stríð. 113 andstæðingar Roccos Buttiglione flokksformanns kusu nýjan formann í gær en Buttiglione vill taka upp kosningasamstarf við hægrimenn Silvios Berlusconis, fyrr- verandi forsætisráðherra, í sveitar- stjórnakosningum í apríl. Óvíst er hver áhrif klofningurinn hefur á stöðu ríkisstjórnar Lambert- os Dinis. Honum tókst með naumind- um að koma í gegn fjárlögum á fimmtudag þrátt fyrir harða and- stöðu Berlusconis sem vill kosningar strax. PPI hefur verið samtaka um að styðja Dini en nú segja heimildar- menn að níu eða tíu af 33 þingmönn- um flokksins, er vilja samvinnu við Berlusconi, gætu ákveðið að snúast gegn ríkisstjórninni. Klofningurinn eykur því enn á óvissu í ítölskum stjórnmálum og líran féll mjög á mörkuðum í gær. „Flæktist í köngullóarvef“ Hinum nýja formanni PPI, Ger- ardo Bianco, er ætlað að gegna störfum fram að flokksþingi í júní en Buttiglione segir að einvörðungu flokksþing geti skipt um formann. Blaðið Corríere della Sera hafði þó eftir Bianco að hann vildi ræða við Buttiglione. „Eg virði hann vegna þess að hann hefur unnið af kappi fyrir flokkinn en hann flæktist í köngullóarvef stjórnmálarefja sem báru hann af leið frá anda flokks- ins“, sagði Bianco. Sl. laugardag hafnaði landstjórn flokksins naumlega tillögu Buttigli- one um samstarf við Berlusconi en fréttaskýrendur töldu margir að það gæti orðið upphaf að tveggja flokka kerfi á Ítalíu. Vilja starfa með Prodi Reyndin hefur orðið sú að mun fleiri ráðamenn í Þjóðarflokknum vilja halla sér að væntanlegri vinstri- og miðfýlkingu, þar sem fyrir eru m.a. helsti arftaki gamla kommúni- staflokksins. Fylking þessi er undir stjórn kaþólsks hagfræðings, Ro- manos Prodis, er verður forsætisráð- herraefni hennar. Buttiglione neitar að hlita niður- stöðu landstjórnarinnar á laugardag og löglærðir eftirlitsmenn flokksins telja atkvæðagreiðsluna ógilda. Enn fremur segir Buttiglione að at- kvæðagreiðslan í gær sé brot á flokkslögum og hann muni kanna hvernig hægt verði að refsa þeim sem tóku þátt í henni. Bandarísk- ur geim- fari í Mír Moskvu. Reuter. NORMAN Thagard varð á fimmtu- dag fyrstur bandarískra geimfara til þess að stíga um borð í rúss- nesku geimstöðina Mír. Þar verður hann í 90 daga ásamt rússneskum starfsbræðrum sínum. Thagard var skotið á loft í Sojuz- geimfari frá Bajkonúr-geimferða- miðstöðinni í Kazakhstan á þriðju- dag ásamt tveimur rússneskum geimförum. Áttu þeir stefnumót við Mír-stöð- ina í gær en þar voru þrír rússnesk- ir geimfarar fyrir. Einn þeirra, Valeríj Poljakov, snýr aftur til jarð- ar næstkomandi miðvikudag eftir að hafa verið 438 daga í geimnum eða lengur en nokkur annar. Sojuz-geimskotið er liður í sam- starfi Bandaríkjamanna og Rússa sem nær hámarki í júní er banda- ríska geimfeijan Atlantis leggst upp að Mír. Verður það eitthundrað- asta mannaða geimferð Bandaríkja- manna. HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ heldur því fram að tilvísanaskyldan muni spara ríkissjóði 120 milljónir á ári ÞETTA E rRAIUCT Ráðuneytið sleppir því vísvitandi að reikna með kostnaði við að byggja og reka heilsugæslustöðvarnar. Allur sá kostnaður fellur á skattborgarana. Tilvísanaskyldan mun kosta ríkissjóð á annað hundrað milljónir króna á ári EFTl RTALDIR LÆKNAR MUNU EKKI STARFA SAMKVÆMT TILV ÍSA NA S KYL D U. BARNALÆKNAR Gestur Pálsson Kristleijur Kristjánsson Sævar HaLldórsson ENDURHÆFINGALÆKNAR Guðmtindur Ásgeirsson Magtiús L. Stefánsson Stefán Hreiðarsson Gisli Einarsson Ámi V. Þórsson Hróðmar Helgasoti Michael V. Clauseti LJlfur Agnarsson Guðmundur Björnssoti Bjöm Árdal Ingibjörg Georgsdóttir Ólafur Gisli Jónsson Þórey Sigutjótisdóttir Magnús B. Einarsson Einar Lövdahl Jón R. Kristinsson Pétur Luðviksson Þórólfur Guðnason Magnús Ólason Geir Friógeirsson Katrín Davíðsdóttir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir Þröstur Laxdal Páll B. Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.