Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Tannlækninga- þjónusta á Islandi Nýir mögnleikar í tannlækningaþj ónustu ÞEGAR fjallað er um tannlækninga- þjónustu hérlendis er gagnlegt að skipta fólki í tvo hópa eftir aldri: 1. Börn og ungl- inga 16 ára og yngri. 2. 17 ára og eldri. Hið opinbera greiðir stóran hluta kostnað- arins fyrir fyrri hóp- inn. Því miður hefur ekki tekist að skipu- leggja þjónustu nógu vel svo að tryggt sé að engin börn verði án þjónustu. Hinum Norðurlandaþjóðunum hefur aftur á móti tekist að ná til nær allra barna og unglinga. Hinir eldri fá aftur á móti litla fyrirgre- iðslu hjá hinu opinbera og er athugandi hvort ekki er hægt að auka og bæta þjónustuna hjá þeim hópi vegna breyttra aðstæðna því að verkefnin eru fyrir hendi. Tannskemmdum hefur fækkað um ná- lægt 70% á undan- förnum 13 árum. Greiðslur hins opin- bera vegna tannlækn- ingaþjónustu hafa lækkað og offjölgun tannlækna á eftir að verða aukið vandamál. Tímabært er því að athuga hvort ekki eru möguleikar til að bæta tannheilsu Magnús R. Gislason þjóðarinnar, t.d. þeirra sem eru 17 ára og eldri, og nýta jafnframt betur krafta þeirra sem sérmennt- aðir eru til þessara starfa. Bandaríkjamenn hafa farið aðr- ar leiðir en t.d. Norðurlandabúar til að gera fólki auðveldara að nýta sér tannlækningaþjónustuna og koma henni á framfæri. Trygg- ingafélög þar hafa tekið að sér að greiða útgjöld einstaklinga og hópa fyrir tannlækningaþjónustu gegn ákveðnu iðgjaldi (t.d. Ætna í Hartford í Connecticut). Einnig hafa einstakir tannlæknar og hóp- ar tannlækna (t.d. Dental-net í Tuczon í Arizona) veitt samskonar þjónustu. Hjá þessum aðilum er reglubundið eftirlit og einfaldar aðgerðir sjúklingunum að kostnað- arlausu, en komi til umfangsmeiri aðgerða þarf sjúklingurinn stund- Tryggingafélög í Bandaríkjunum hafa tekið að sér að greiða útgjöld einstaklinga og hópa fyrir tannlækn- ingaþjónustu gegn ákveðnu iðgjaldi (t.d. Ætna í Hartford j Connecticut), segir Magnús R. Gíslason um að greiða hiuta af kostnaðin- um, t.d. tannsmíðakostnaðinn skv. fastri gjaldskrá, sem auðvelt er fyrir sjúklinga að átta sig á. Al- gengt er að vinnuveitendur greiði iðgjöld af þessum tryggingum fyr- ir starfsfólk sitt líkt og þeir gera varðandi aðra læknisþjónustu. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru að útgjöld fyrir tannlækninga- þjónustu verða ekki sveiflukennd og óviðráðanleg fyrir einstaka sjúklinga. Einnig verður eftirlit tannlækna reglubundið, sem er mjög mikilvægt til að skemmdir flyti a , út arangur Reynsla íslendinga af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er afar hagstæð. Hann hefur reynst sjávarútvegnum - og þar með sjómönnum og fiskverkafólki á landsbyggðinni - verulegur búhnykkur. Ahrifin hafa skilað sér í hærra skilaverði fyrir útflutning, auknum útflutningtekjum, fleiri störfum við fullvinnslu afurða, aukinni vöruþróun og bættri samkeppnisstöðu á mikilvægustu mörkuðum okkar. Þjóðhagsstofnun telur að búbót EES-samningsins, þegar hann er að fullu kominn til framkvæmda, samsvari 0,6-1,4% af lanasframleiðslu eða 2,5 til 6,0 milljörðum króna á ári. Þetta þýðir u.þ.b. 44 þúsund í hlut hverrar fjögurra manna fjölskyldu á ári - sem mun tvöfaldast á næstu árum. Alþýðuflokkurinn er stoltur af því að hann er eini stjómmálaflokkurinn á íslandi sem frá upphafi til enda stóð heill og óskiptur að framgangi EES-samningsins. Reynslan hefur nú kveðið upp sinn dóm um pær hrakspár anastæðinganna að EES-samningurinn fæli í sér framsal landsréttinda. Allur hefur þessi hræðsluáróður reynst byggður á sandi. Enginn vafi er á því að tengslin við Evrópusambandið verða eitt brýnasta úrlausnarefni næsta kjörtímabils. Stjórnmálaflokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflokkurinn vill að íslendingar taki þátt í því að móta Evrópu framtíðarinnar. ísland í Evrópu framtíðarinnar, eru því kjörorð íslenskra jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Hægt er aö nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefha jafnaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafhaðarmenn, Jafnaðarstefhan - mannúðarstefna okkar tíma. verði aldrei miklar né stórar. Þetta fyrirkomulag kemur því bæði sjúklingum og tannlæknum til góða með því að jafna vinnuá- lagið og nýta betur þá starfs- krafta, sem nú þegar eru ekki fullnýttir í tannlækningaþjón- ustunni. Vitað er að tryggingafélag með aðsetur í Bandaríkjunum hefur sýnt áhuga á að athuga grundvöll- inn fyrir tannlækningatryggingum hérlendis. Nú hafa um 26 erlend tryggingafélög fengið leyfi til að annast tryggingar hér á landi, svo að það hlýtur að vera tímabært fyrir íslensk tryggingafélög að athuga málið. Fjárframlög hins opinbera til tannlækningaþjónustu lands- manna hafa minnkað undanfarið. Oh'klegt er því að hið opinbera taki að sér auknar greiðslur fyrir tannlækningaþjónustu lands- manna, sem fjármagna yrði með auknum skatttekjum, svo að æski- legt er að athuga hvort ekki er hægt að gera þetta með sjálfstæð- um tryggingum, þótt ekki sé hér lagt mat á hvort það henti hérlend- is. Höfundur er yfirtannlæknir í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Fyrirlestur um fugla við Magell- ansund FUGLAVERNDARFÉLAG íslands stendur fyrir fræðsluerindi í stofu 101 í Odda, húsi Félagsvísindadeild- ar háskólans, mánudaginn 20. mars kl. 20.30. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesari kvöldsins er dr. Agnar Ingólfsson prófessor og nefnir hann erindi sitt Fuglar við Ma- gellansund. Agnar dvaldi í febrúar og mars á síðasta ári við rannsóknir á fjör- um við Magellan- sund og nálægum slóðum við suður- odda Suður- Ameríku, bæði í Chile og Argent- ínu. Þarna svipar loftslagi sums staðar mjög til loftslags hér á landi og því sérstaklega forvitnilegt fyrir íslending að kynnast lífríkinu þar. Agnar mun í þessu spjalli sér- staklega gera hið auðuga fuglalíf að umtalsefni og sýna litskyggnur af algengum tegundum á þessum slóðum, þar á meðal sléttustrútum og mörgæsum. -----»■♦ ♦---- Prestvígsla í Dómkirkjunni PRESTVÍGSLA verður í Dómkirkj- unni í Reykjavík sunnudaginn 19. mars. Þá vígir biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, Óskar Inga Inga- son, guðfræðing, er skipaður hefur verið sóknarprestur í Hjarðarholts- prestakalli í Snæfellsnes- og Dala- prófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur, er lýsir jafnframt vígslu, sr. Valgeir Ast- ráðsson, sr. Þór Hauksson og sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur er annast altarisþjónustu ásamt biskupi. Dómkórinn syngur við athöfnina undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar, organista. Vígsluathöfnin hefst í Dómkirkjunni kl. 10.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.