Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 15 FRÉTTIR Þrír frambjóðendur á Reykj anesi Geir H. Haarde um fiskveiðideilu ESB og Kaiiada Ekkí sambærileg- við Smugudeilima Morgunblaðið/Ámi Sæberg GEIR H. Haarde fjalladi um hafréttardeilur og utanríkisvið- skiptahagsmuni íslendinga á fundi í kosningamiðstöð sjálfstæðis- manna í fyrradag. Keflavík - Sjálfstæðisflokkurinn í nýja sameinaða sveitarfélaginu í Keflavík, Njarðvík og Höfnum opnaði um helgina kosninga- skrifstofu í Njarðvík. Magnús Jóhannesson hefur verið ráðinn kosningastjóri og sagði hann að skrifstofan yrði FRAMSÓKNARFLOKKURINN er tilbúinn til þess að selja annan ríkis- viðskiptabankann í áföngum en hef- ur ekki tekið afstöðu til þess hvort það eigi að vera Búnaðarbankinn eða Landsbankinn. Áfram verði rekinn einn öflugur ríkisbanki. Kom þetta fram hjá Halldóri Ás- grímssyni, formanni Framsókn- arflokksins, á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands með stjórn- málamönnum á miðvikudag. opinn alla daga frá kl. 14 til 19 og þar yrði á næstunni leitast við að aðstoða fólk við utankjör- staðaatkvæðagreiðslu. Kosn- ingaskrifstofan var opnuð við hátíðlega athöfn og var gestum boðið uppá kaffi og meðlæti að vild. Halldór sagði að Framsóknarflokk- urinn vildi hafa hér einn öflugun rík- isbanka. Hann teldi það þó ekki skipta öllu máli hvort hann verði í hlutafélagsformi eða ekki. Hlutafélag væri aðeins rekstrarform sem hent- aði vel í mörgum tilvikum. Hann sagðist telja að hlutabréfamarkaður- inn þyrfti fyrst og fremst að efla atvinnulífið á næstu árum. Því væri ekki rétt setja hlutabréf úr báðum ríkisbönkunum út á markaðinn. Kanadamenn beita sömu rökum og íslendingar í landhelgisstríðinu GEIR H. Haarde, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisfiokksins og for- maður úthafsveiðinefndar ríkis- stjórnarinnar, sagði á fundi í kosn- ingamiðstöð Sjálfstæðisflokksins við Lækjartorg á miðvikudag, að fiskveiðideila Evrópusambandsins og Kanada væri ekki sambærileg við_ Smugudeilu íslendinga. íslensk skip hefðu stundað veið- ar utan 200 mílna landhelgi Nor- egs úr fiskistofnum sem væru ekki í útrýmingarhættu öfugt við það sem ætti sér stað varðandi grál- úðustofninn undan ströndum Kanada Eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta með Kanadamönnum Geir sagði Kanadamenn beita sömu rökum í þessu máli og íslend- ingar hefðu gert í landhelgisstríði sínu. Hann sagði að Kanadamenn væru að vernda fiskimiðin undan ströndum landsins með óhefð- bundnum aðgerðum sem væru á mörkum þess sem löglegt væri að alþjóðarétti en sem viðurkennt væri af flestum að væri nauðsyn- legt til vemdunar fiskstofna. „Eg tel að við eigum sameigin- legra hagsmuna að gæta með Kanadamönnum að byggja þessa stofna upp og að við getum lent í svipaðri aðstöðu sjálf með karfa- stofninn á Reykjaneshrygg ef svo fer fram sem horfir,“ sagði Geir og vísaði einnig til hagsmuna ís- lendinga í Síldarsmugunni milli íslands og Noregs. Agavald Evrópusambandsins Geir sagði einnig að þetta mál sýndi með hvaða hætti íslendingar gætu þurft að beygja sig undir agavald Evrópusambandsins í mál- um sem stönguðust hugsanlega á við stefnu og hagsmuni íslands ef við værum aðilar að ESB. Benti hann á að ESB myndi hugsanlega beita Kandadamenn viðskipta- þvingunum. „Ef við værum aðilar að Evrópu- sambandinu myndum við þurfa að hlíta þeim ákvörðunum sem teknar yrðu í Brussel um hugsanlegar aðgerðir gagnvart Kanada. Mynd- um við vilja það ef við værum aðild- ar að ESB að við yrðum settir undir það jarðarmen, hvort sem okkur líkaði það betur eða verr? Við viljum hafa góð samskipti við bæði Bandaríkin og Kanada og ef að því kæmi að við lentum í viðskiptastríði við Kanada er ég sannfærður um að við myndum vilja fá að ákveða það sjálf, á okk- ar eigin forsendum, með þeim ráð- um sem við sjálfum ákveðum og á þeim tíma sem okkur hentaði," sagði Geir. Formaður Framsóknarflokksins Selja mætti ann- an ríkisbankann Alþýðubandalag og óháðir skora á stjórnvöld að semja nú þegar við kennara Rfkisstjómin ber ábyrgð á deilunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg KENNARAVERKFALLIÐ, grunnskólalöggjöf, starfsmenntun og námslánakerfið voru ofarlega á dagskrá opins fundar G-listans í Reykjavík um menntamál. G-LISTINN í Reykjavík samþykkti á opnum fundi um menntamál á þriðju- dagskvöld að skora á stjórnvöld að semja þegar í stað við kennara. Al- þýðubandalagsmenn og óháðir lýsa fullri ábyrgð á ríkisstjórnina í deil- unni en þeir telja að hún hafi ekki sýnt skilning á kröfum kennarasam- takanna. Svavar Gestsson alþingismaður lagði ríka áherslu á málefni grunn- skólans í erindi sínu á fundinum. Hann tók undir orð Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varaformanns KI að ný- samþykkt grunnskólalög væru í nokkrum aðalatriðum gölluð. Þau væru raunar það gölluð að þau mættu ekki koma til framkvæmdar. Hann lýsti því yfir að G-listarnir stefndu að því að grunnskólalögum frá 1991 verði framfylgt. Forgangsmál í stj órnarviðræðum Svavar Gestsson lofaði því að áhugi G-listanna á menntamálum yrði langlífari en aðeins fram að kosning- um. Menntamál yrðu forgangsmál í stjórnarmyndunarviðræðum þar sem áhersla væri lögð á tíu forgangsatr- iði. Meðal þeirra væri að skila aftur 2 milljörðum króna til skólakerfisins sem núverandi ríkisstjórn hafi skorið niður. Þeim fjármunum verði varið til umbóta á námslánakerfinu, skóla- gjöld yrðu felld niður á öllum skóla- stigum og grunnskólinn og Háskóli íslands fengju aukin framlög. Jafn- framt þessu verði framlög til menntamála, rannsókna og vísinda aukin jafnt og þétt til samræmis við það sem gerist á Norðurlöndum. Svavar boðaði loks að heildarlög yrðu samin um skóla á háskólastigi, lög um leikskóla yrðu framkvæmd, fullorðinsfræðsla og endurmenntun yrði efld og loks að virðisaukaskattur verði felldur niður af námsbókum. Meðal gestafyrirlesara á fundinum var Dagur B. Eggertsson, fráfarandi formaður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands. Hann fullyrti að Lánasjóður íslenskra námsmanna tryggði ekki lengur jafnrétti til náms. Síðan nú- gildandi lög um LÍN voru sett árið 1992 hafi lánþegum fækkað verulega og mest í hópum sem menn væru sammála um að nauðsynlega þyrftu á lánum að halda. Hann nefndi sem dæmi að breytt löggjöf um LÍN hafi haft mikil áhrif á möguleika íslendinga til að sækja nám erlendis, mikil fækkun hafi orðið í öllum námsgreinum en harð- ast hafi fækkunin bitnað á raunvís- inda- og tæknigreinum. Dagur hefur ekki síður áhyggjur af fækkun lán- þega í hópi barnafólks, einstæðra foreldra og landsbyggðarfólks. Frá gildistöku laganna til námsársins 1993-94 hafi lánþegum með börn á framfæri fækkað um 34% að sögn Dags og einstæðum foreldrum um 42%. Fækkun meðal stúdenta utan af landi hafi einnig verið töluverð einkum af Vestfjörðum eða tæp 40%. Óæskileg áhrif á námsval Dagur óttast ennfremur að náms- framvindukröfur LÍN geti haft óæskileg áhrif á námsval. Hann telur að íslenska námslánakerfið hafi þau áhrif að stúdentar hverfi úr raunvís- indagreinum og leiti í hugvísindagre- inar og styður það með tölum um fjölda lánþega eftir námsgreinum. Lánþegum fækkar minnst í hugvís- inda- og listgreinum en mest í raun- vísinda- og tæknigreinum. Dagur segir að sumir stúdentar kunni að telja sig eiga meiri möguleika á að standast próf í hugvísindagreinum og velji þær þess vegna til að tryggja afkomu sína. Blandað lánasjóðskerfi Svavar tók undir með Degi að námsl- ánakerfíð þyrfti að stokka upp. Það væri nú í mun verra ástandi en þeg- ar hann hafi skilið við það sem menntamálaráðherra. Hann sagði það stefnu G-listanna að hverfa frá eftirágreiðslu námslána og tryggja að lög um LÍN tryggi jafnrétti til náms. Hann taldi það m.a. koma til greina að skipta Lánasjóðnum í tvennt þannig að hann verði blanda af lána- og styrkjakerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.