Morgunblaðið - 19.03.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 19.03.1995, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEP8L GÖNGUFERÐ UM TROÐNA STÍGA HIMALAJAFJALLA Vinkonumar Jakobína Guðmundsdóttir og Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir ákváðu að eyða síðustu jólum og áramótum á göngu í Himalaja-flöllum. Hér segir frá ýmsum þeim ævintýmm, sem þær rötuðu í. EFTIR fjórtán klukkustunda ferðalag með Royal Nepal Airlines frá London til Katmandu með millilend- ingu í Frankfurt og Dubai er loks stigið frá borði og við tekur fallegt veður, heiðskír himinn og 17 stiga hiti og það á sjálfan aðfangadaginn. Þegar út úr flugstöðvarbyggingunni er komið bíður hópur manna, sem allir gera sig líklega til að hefja skilti á loft með hinum ýmsu nöfnum og tiltölulega fljótt rekum við augun í skilti, sem á stendur „Peregrine" og er heiti áströlsku ferðaskrifstof- unnar sem ætlaði að greiða götu okkar á meðan á Nepal-dvöl stæði. Glaðlegir Nepalir taka á móti okkur og drífa farangurinn inn í rútu. Leggjast síðan á flautuna og aka af stað. Fyrsta áfallið sem mætir okkur er umferðarmenningin, ef menningu má kalla, en hvorug okkar hefur nokkru sinni upplifað annan eins hamagang á götum úti. An árekstra komumst við þó heilu og höldnu á Hótel Shanker, sem er tiltölulega fínt hótel á nepalskan mælikvarða, en þar er ætlunin að gista næstu þijár næturnar. Þetta fyrsta kvöld i framandi heimi viljum við síst eiga það á hættu að fá í magann svo að þegar við setjumst til borðs á nepölskum veitingastað á aðfangadagskvöld uppgötva þjón- amir fljótt þessa viðkvæmni okkar. Við pöntum steikt hrísgijón og grænmeti og ákveðum að vera ekki með óþarfa áhyggjur. Maturinn bragðast vel og við erum róaðar niður með þeim orðum að vatnið sem notað er til matseldarinnar sé soðið í það minnsta í hálftíma gagngert til þess að drepa bakteríur. Margt að skoða Óhætt er að segja að Katmandu iði ekki af næturlífi enda erum við komnar í háttinn um tíuleytið á kvöldin í höfuðborginni. Katmandu hefur hinsvegar upp á margt annað að bjóða. Við skoðum m.a. apahofíð Swayambhunath, Boudhnath-hofið og Pashupatinath-hof hindúa sem stendur við ána Bagmati, en þegar þangað er komið er verið að und- irbúa líkbrennslu og síðan verður öskunni dreift í ána. Á sama stað eru böm að busla, fólk að þvo bæði líkama sína og leirtau og hundar, kýr og apar að svala þorstanum. Við förum líka til Patan og skoðum markaði og hof á Durbar-torgi og göngum um Freekstreet, sem hefur að geyma heillandi litlar búðir á báða bóga. Flóttamannabúðir Tíbeta eru einnig í Patan, þar sem konur sitja og vefa ullarmottur sex daga vikunnar, en eiga frí á sunnudögum. Okkur fínnst þetta þrælavinna, en konurnar eru greinilega annarrar skoðunar, glaðar og kátar í bragði, samkjafta ekki við okkur og vilja fá að vita hvaðan við komum. Ta- mel er aðal verslunarhverfíð í Kat- mandu og þar er hægt að gera ótrú- lega góð kaup, m.a. á gólfmottum úr silki og ull, veggteppum, lopavör- um frá Tíbet, skartgripum, grímum EITT af mörgum tehúsum, sem finna má í fjöllum Hl- malaja, en þar er bæði hægt að fá ódýran mat og gistingu. í vinnupásu. og öskjum úr m'álmi og tré svo og á ýmsum öðrum skemmtilegum minjagripum. Hafa ber í huga að gæði eru mismikil svo að það þarf að vanda valið og kunna inn á prútt- tæknina við kaupmennina. 27 í fylgdarliði En við erum fyrst og fremst komnar til Nepal til að eiga jól og áramót í óspilltri náttúru Himalaja- fyalla. Förinni er heitið á Annap- urna-svæðið, norðvestur af Kat- mandu, þar sem við ætlum að ganga næstu fjórtán daga. Við erum ellefu í hópnum okkar, þar af sjö Ástral- ir, einn Breti, einn Flórídabúi og tveir Islendingar. Fararstjórinn okkar segist aldrei áður hafa verið með íslendinga sem kemur ekki á óvart. í fylgdarliði okkar eru 27 full- frískir karlmenn. Við þurfum aðeins að bera dagpoka, en burðarmenn sjá um bakpoka, tjöld, dýnur og annan viðlegubúnað. í þeirra verka- hring er að koma tjaldbúðunum upp á kvöldin og ganga frá á morgn- ana. Meðalbyrði hvers burðarmanns er um 35 kg og launin eru sem nemur um það bil 150 ísl. krónum á dag. Þeir hljóta að vera í góðri þjálfun því þegar við reynum við byrðina, riðum við vinkonurnar til falls. Klukkan 7.00 að morgni þriðja í jóium er lagt af stað í rútu til Pok- ara og þó að aðeins séu rúmir 200 km á milli Katmandu og Pokara tekur aksturinn átta klukkustundir enda umferðin með ólíkindum. Ekki er þverfótað fyrir skrautlegum vörubílum og fornaldarútum, svo yfírfullum af fólki að sumir sitja upp á og aðrir hanga utan á. Vega- framkvæmdir eru sömuleiðis í full- um gangi án sjáanlegrar nútíma tækni á borð við veghefla og gröf- ur. Þarna er mannshöndin allt í öllu að höggva til gijót og raða saman steinum. Leiðin er aftur á móti ótrú- lega falleg og mannlífið litskrúðugt. Við keyrum um hlykkjótta vegi, jafnt í djúpum dölum sem í háum fjallgörðum. Vinaleg og lítil þorp blasa við hvarvetna. Sölufólk í leit að viðskiptum er áberandi og gróð- urinn er alls staðar þó lítið af honum sé í blóma á þessum árstíma. Vaknað með tei Við náum áfangastað kl. 15.30 ög tjöldum á yndislegum stað með útsýni á hið tilkomumikla fjall Mac- hhapuchhare, sem er tæplega sjö þúsund metra hátt. Við fáum te og kex, eii fyrir hveija máltíð erum við látin þvo hendur okkar upp úr pott- ösku, sótthreinsandi efni. Kvöld- maturinn, sem er jafnan þrírétta og te eða kaffí á eftir, er yfirleitt fram- reiddur kl. 18.00, en að honum lokn- um er gjaman spjallað og spilað, sagðir brandarar eða lagðar þraut- ir. Upp úr kl. 20.00 eru flestir komn- ir ofan í svefnpokana sína og allir í fastasvefni klukkutíma síðar. Kokkurinn í hópnum er hreint út sagt frábær enda leggur hann metnað sinn í að koma mannskapn- um á óvart á hveijum degi með góðum, vel krydduðum og kolvetna- ríkum mat og ekki skemmir nýárs- kakan, sem bökuð er í 2200 metra hæð, fyrir áliti okkar á honum. Kjúklingasúpa og kjúklingapottrétt- ur „að hætti hússins" vekur óneitan- lega líka vissa kátínu ferðalanga eftir að hafa fylgst með fjörlegum viðskiptum matreiðslumeistarans og kjúkiingabónda eins í nágrenninu sem á leið um tjaldbúðirnar okkar á reiðhjólinu sínu með 20 sprelllif- andi hænur hangandi á stýrinu, en bóndinn er einmitt á leiðinni á mark- aðinn með bústofninn þegar hann er skyndilega stoppaður. Öftast erum við vakin kl. 6.30 á morgnana með heitu tei og að því búnu er okkur fært heitt vatn í skál til að þvo stírurnar úr augun- um. Morgunmaturinn er svo hafra- grautur, egg, brauð, smjör, sulta, te eða kaffí. Og þar sem við ís- lensku vinkonurnar erum báðar íþróttakennarar að mennt fínnst okkur ekki annað bjóðandi en að bytja daginn á morgunleikfimi og teygjum. Menn verða dálítið hvumsa í fyrstu, finnst þetta uppátæki okk- ar hálfgerður óþarfi, en þegar á líð- ur breytist viðhorfið okkur í hag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.