Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 19
mörGunblaðið
ROfir SHAM 08 8U0A0 JTMMI-Í 81
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 19
Leiðtogafundur SÞ um
félagslega þróun
Spor, en
ekki stökk
Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna í
Kaupmannahöfn um félagslega þróun var
ekki aðeins vettvangur sijómmálamanna,
heldur fjöldamargra samtaka á sviði fé-
lags- og þróunarmála. Þó útrýming fátækt-
ar sé viðamikið verkefni og aðstaða þróun-
arlandanna sé misjöfn innbyrðis má greina
nokkrar meginlínur, sem gætu reynst væn-
legar til árangurs, eins og Sigrún Davíðs-
dóttir rekur hér á eftir.
HÖLL eymdarinnar" var
hæfilegt nafn fyrir
Bella Center, ráð-
stefnumiðstöðina á
Amager, sem hýsti leiðtogafund
Sameinuðu þjóðanna í Kaup-
mannahöfn. Ekki svo að skilja að
eymd heimsins endurspeglaðist í
húsakynnum eða klæðnaði þátt-
takenda. Hún endurspeglaðist f
tölum í pappírshaugunum og að
hluta í orðum stjórnmálamann-
anna, sem tóku þar til máls.
Heimsbyggðin vaknaði ekki upp
við betri heim daginn eftir, en
fundurinn vakti vonir um að Kaup-
mannahafnar-yfirlýsingin mark-
aði upphaf markvissari kjarabóta
fyrir þann mikla fjölda jarðarbúa,
sem, eins og Nelson Mandela for-
seti Suður-Afríku sagði, vita ekki
að morgni hvort þeir fái í svanginn
þann daginn.
Fátækt í tölum
Hófleg bjartsýni margra fund-
armanna stafar kannski ekki síst
af því að fyrir tuttugu árum hefði
fundur af þessu tagi verið óhugs-
andi. Vonlaust hefði verið að
freista þess að leiða heimsbyggð-
ina saman til að ræða félagsmál.
En þegar Patricio Aylwin þáver-
andi forseti Chile fékk hugmynd-
ina að fundinum fyrir nokkrum
árum náði hann eyrum nægilega
margra til að hægt væri að hleypa
henni í framkvæmd.
Fátæktin var ekki máluð sterk-
um litum í Bella Center, en henni
var lýst í tölum í plöggum frá
ýmsum stofnunum Sameinuðu
þjóðanna, til dæmis Barnahjálp-
inni, UNICEF, Rannsóknarstofn-
un í félagslegri þróun, UNRISD,
Þróunaráætlunarstofnuninni,
UNDP, Flóttamannahjálpinni,
UNHCR, og ýmsum óopinberum
samtökum. Flóttamenn um allan
heim búa við ill kjör. Af hveijum
115 jarðarbúum hefur einn þurft
að flýja heimili sitt. Afríka er ekki
aðeins fátækasta heimsálfan,
heldur eru þar flestir flóttamenn
eða um 7,5 milljónir.
í Zaire einu saman eru næstum
tvær milljónir flóttamanna. Aðeins
um helmingur kvenna í heiminum
á kost á að fæða börn undir eftir-
liti menntaðs fólks. Og eins og
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í ávarpi sínu á fundinum
eiga 130 milljónir barna í heimin-
um enga möguleika á skólagöngu
og þrettán milljónir barna undir
fimm ára aldri munu að öllum lík-
indum láta lífið á þessu ári, vegna
vannæringar og sjúkdóma, sem
hægt væri að koma í veg fyrir
með betri aðbúnaði. Á hverjum
degi fæðast sjötíu þúsund börn inn
í fjölskyldur, sem daglega hafa
Reuter
LEIÐTOGAR rúmlega 120 þjóða tóku þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.
úr minna að spila en einum Banda-
ríkjadal, eða tæpum sjötíu íslensk-
um krónum.
Vaxandi bil milli einstakra
þróunarlanda
Afstaða einstakra landa til
þeirra tillagna, sem lágu fyrir
fundinum segir mikið um þær
breytingar, sem gengið hafa yfir
heiminn undanfama áratugi. Með-
an þróunarlöndin gátu sameinast
um mörg atriði fyrir tveimur ára-
tugum, er samstaðan að mörgu
leyti horfin, því aðstaða landanna
er orðin svo ólík. G-77 er hópur
132 þróunarlanda, sem á erfitt
með að koma sér saman um hvað
leggja eigi áherslu á. Þróunarlönd
í Suðaustur-Asíu eiga ekki lengur
mikið sameiginlegt með þróunar-
löndunum í Afríku. Um leið hafa
löndin misst kraft í samningum
við iðnríkin. Eina mikilvæga atrið-
ið, sem löndin voru sammála um
að þessu sinni, var að iðnríkin
ættu að láta 0,7 prósent þjóðar-
framleiðslu sinnar af hendi rakna
til þróunarlandanna.
Um 20/20 regluna, sem felst í
að iðnríkin láti tuttugu prósent
þróunarhjálpar sinnar ganga til
félagsmála, gegn því að þróunar-
löndin veiji tuttugu prósentum af
ríkisútgjöldum til sömu mála, eru
G-77-löndin ekki sammála. Lönd
eins og Kína, Indland, Indónesía
og fleiri lönd voru á móti slíkri
stjórnun á þeirra eigin málum,
meðan ýmis Afrikulönd tóku henni
fagnandi. Þau lönd eru einnig mun
háðari þróunaraðstoð, meðan ýmis
Asíulönd eru á góðri leið með að
geta staðið á eigin fótum.
Tölur frá Alþjóðabankanum
segja nokkuð um ólíkar aðstæður
þróunarlandanna og um leið um
ólíka hagsmuni. í Suðaustur-Asíu
voru 525 milljónir manna undir
fátæktarmörkunum 1985, en árið
2000 er búist við þeim hafi fækk-
að í 375 milljónir. í Austur-Asíu
eru þessar töiur 275 og 50 milljón-
ir, í Suður-Ameríku 75 og 50 millj-
ónir, en dæmið horfir öðruvísi við
í Afríku sunnan Sahara, því 1985
voru 175 milljónir undir fátæktar-
mörkunum, en árið 2000 er búist
við að þeim hafi íjölgað í 275
milljónir. Afríka er svæðið, sem
framfarir hafa krækt hjá.
Fjárfestingar í fólki
Ein af þeim breytingum, sem
miklar vonir eru bundnar við, er
breytt afstaða Alþjóðabankans og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessar
stofnanir hafa um árabil verið
gagnrýndar fyrir að taka ekki
nægilegt tillit til ólíkra aðstæðna
á hveijum stað, fyrir að vera
ósveigjanlegar og fyrir áð huga
of lítið að félagslegum aðstæðum.
Á leiðtogafundinum nú lýstu for-
ystumenn þessara stofnana yfir
að stefnt væri að nánari samvinnu
við stofnanir Sameinuðu þjóðanna
og fjárfestingum í verkefnum, er
beinast gegn fátækt.
í ræðu sinni á fundinum benti
Svíinn Sven Sandström, einn af
bankastjórum Alþjóðabankans, á
að í baráttunni við fátækt þyrfti
bæði að treysta efnahag landanna
og fjárfesta í fólki. í Kaupmanna-
hafnaryfirlýsingunni kæmi í ljós
að fjárfestingar í félagsmálum
væru ekki aðeins heppilegar fólki,
heldur einnig góð hagfræði.
Menntun væri undirstöðuatriði
hagvaxtar. Austur-Asíulöndin
væru gott dæmi um þetta, meðan
löndin sunnan Sahara sýndu
stöðnun og versnandi ástandi í
kjölfar menntunarleysis. í Kaup-
mannahafnaryfirlýsingunni er
mikilvægi menntunar undirstrikað
og eins að sérstakt átak þurfi í
Afríku.
En Sundström kom einnig inn
á annað atriði, sem gekk eins og
rauður þráður í gegnum ræður
margra, nefnilega hve bætt
menntun kvenna skilar sér vel og
víða. Fjárfesting í menntun
kvenna væri öflugasta aðferðin til
að tjúfa ferli efnahagshnignunar
og fátæktar og breyta því í vöxt
og tækifæri. Stúlkur sem fengju
einhveija menntun eignuðust
færri og heilbrigðari börn, væru
færari um að hugsa um fjölskyld-
una og umhverfið og yrðu hæfari
starfskraftur en þær sem enga
menntun fengju.
Skattur á gjaldeyrisstrauma
milli landa
Á leiðtogafundinum voru rædd-
ar hugmyndir um að skattleggja
gjaldeyrisverslun milli landa með
0,05 prósentum og nota afrakst-
urinn til þróunaraðstoðar. Hug-
myndin var sett fram 1978 af
James Tobin Nóbelsverðlaunahafa
í hagfræði 1981.
Þróunaráætlun SÞ styður Tob-
in-skattinn, sem gæti árlega beint
150 milljörðum Bandaríkjadala í
þessi mál, sem er þreföld sú upp-
hæð, sem nú er varið I þau.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti talaði mjög fyrir Tobin-
skattinum, líka vegna þess að
hann gæti stemmt stigu við gjald-
eyrisbraski og sama gerðu leiðtog-
ar Noregs, Svíþjóðar og Hollands,
en Danir til dæmis ekki. Mótrök
Dana eru að þetta sé of flókin og
viðamikil framkvæmd.
Síðasti liður Kaupmannahafn-
aryfirlýsingarinnar fjallar um að
löndin skuldbindi sig til að bæta
og styrkja alþjóðlega samvinnu
og svæðasamvinnu í gegnum SÞ
og önnur alþjóðasamtök. Þetta er
kannski mikilvægasti liðurinn, því
hann snertir það hvernig fylgja
eigi ályktuninni eftir. Frekar
framkvæmd hans verður rædd á
Allsheijarþingi SÞ í haust.
Fjölmiðlar og aðrir spyija ákaft
hver árangurinn sé svo af leiðtoga-
fundinum. En eins og Gunnar
Pálsson, sendiherra íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, sagði í
samtali við Morgunblaðið þá vakn-
ar heimurinn ekki upp við breyt-
ingar. Eftir fímm ár eða svo verð-
ur kannski hægt að sjá hver áhrif
fundarins hafa orðið. Orð eru til
. alls fyrst...
K a f f i b
eldri borgara
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík bjóða eldri borgurum í kafFi og kökur
á skemmtistaðnum Glæsibæ, laugardaginn 1. apríl 1995 kl. 14:00.
Fram koma:
Olafur Örn Haraldsson
nemendur úrTónskóla Sfgursveins
Arnþmður Karlsdóttir
Jóliannes Kristjánsson eftirhcrma
Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur og kennari
nemendur úrTónskóla Sigursveins
Vilhjálmur Hjálmarsson íyrrverandi ráðherra.
Rútuferðir verða frá eftirtöldum stöðum kl. 13:30
DAS Laugarási
Hraunbæ 103
Foldaskóla
Kaupstað í Mjódd
Lönguhlíð 3
Ail irf'KÍ,
Fngrril