Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 ERLENT Hörkutólið Emma Bonino Brussel. The Daily Telegraph. EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, á um margt litríkan feril og er vön því að heyja vonlausa baráttu. Bonino er ítölsk, 47 ára göm- ul og tók við sjávarútvegsmál- unum eftir að ljóst var að Norðmenn höfðu hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu en búið var að ákveða að Thorvald Stoltenberg, fyrr- um utanríkisráðherra, færi með sjávarútvegsmálin. Auk þeirra sér hún um neytenda- mál og mannúðaraðstoð innan framkvæmdastjórnarinnar. í heimalandi sínu Ítalíu hef- ur hún það orð á sér að vera einstaklega viljasterk. Á átt- unda áratugnum sat hún í fangelsi í þijár vikur vegna þátttöku sinnar í herferð fyrir fóstureyðingum og hún hefur einnig farið í hungurverkföll í tengslum við baráttu sína fyrir mannréttindamálum. Þegar Bonino voru afhent sjávarútvegsmálin viður- kenndi hún að hafa lítið vit á þeim og raunar einnig tak- markaða vitneskju um málefni neytenda. Hún hét því aftur á móti að bæta það upp með því að fara að ráðum sérfróðra manna. Líkt og í öðrum málum fyrr á ferli sínum hefur hún sýnt af sér makalausa hörku í grá- lúðudeilu ESB og Kanada og hefur frá upphafið sakað Kanadastjórn um „skipulagða sjóræningjastarfsemi". Það vakti töluverða undrun er hún ákvað að fara i áform- aða ferð til AfríkurQganna Búrúndi og Rúanda einungis nokkrum klukkustundum eftir að Kanadamenn tóku spænska togarann Estai á Miklabanka. Þegar hún sneri til baka réðst hún hins vegar þegar í stað harkalega að Kanadamönnum, sakaði þá um að halda uppi „ógnarstjórn" og „ræna bátum okkar og halda borgurum okk- ar þar til gjald verður greitt“. Leon Brittan, sem sér um samskipti við Kanada innan framkvæmdastjórnarinnar, reyndi að ná tökum á málinu og lýsa því yfir að „almenn skynsemi myndi ná yfirhönd- inni“. Skaðinn var hins vegar skeður. Bonino fæddist í bænum Bra skammt frá Torino árið 1948 og ólst hún upp í harðgerðu, lágstéttarumhverfi. Hún út- skrifaðist frá Boccino-háskó- lanurn í MBanó en sýndi að eigin sögn stúdentapólitík lít- inn áhuga. Árið 1975 varð hún ófrísk, 27 ára að aldri, og ákvað að eyða fóstrinu, en fóstureyðing- ar voru ólöglegar á Italíu. Þeg- ar hún losnaði úr fangelsi tók hún að starfa fyrir Róttæka flokkinn og var kjörinn á þing ári síðar. Hún sat á Evrópuþinginu árin 1979-1984 og 1986-1989 og þekkir því vel til starfa þess. Nýtur hún einnig mikilla vinsælda í röðum Evrópuþing- manna. Bonino hefur mjög líflega framkomu og hefur það hjálp- að henni að skera sig úr hópi gráu jakkafatamannanna, sem ráða ríkjum í embættismanna- kerfinu í Brussel. Vestur- landabúar flýja Búrundi RÚMLEGA þijú hundruð Vest- urlandabúar, aðallega Belgíu- menn, fiýðu Búrundi í gær vegna átaka hútúa og tútsa. Myndin var tekin í gær á flug- velli höfuðborgarinnar Bujumbura er bandarískir þegnar biðu þess að komast út í flugvélar, þ. á m. 20 ástvinir bandarískra sendiráðsmanna. Ástandið í landinu hefur farið hriðversnandi undanfarið og óttast margir að svipaðs blóð- baðs sé að vænta þar og í Rúanda í fyrra. Reuter Þjóðveijar reiðir vegna hernaðaraðgerðanna í N-írak Fyrirhuguð aðstoð við Tyrkjaher afturkölluð Bonn, Bag'dad. Reuter. ÞÝSKA stjómin hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða aðstoð við her Tyrklands vegna óánægju með hernaðaraðgerðirnar gegn Kúrd- um í norðurhluta íraks. Klaus Kin- kel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að Sameinuðu þjóðim- ar yrðu að láta málið til sín taka „af miklum þunga“. Tyrkneska innrásarliðið hefur meinað her- mönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna að fara í þorp á svæðinu og hindrað eftirlitsstörf þeirra. Klaus Kinkel sagði að ákvörðun þýsku stjómarinnar næði til tækja til brúargerðar og fleiri fram- kvæmda sem hún hafði lofað tyrk- nesku stjóminni. Áður höfðu Þjóð- veijar frestað fjárhagsaðstoð við Tyrki upp á 150 milljónir marka, 6,9 milljarða króna, vegna fyrir- hugaðra kaupa þeirra á tveimur freigátum, smíðuðum í Þýskalandi. Tyrkneska utanríkisráðuneytið sagði í gær að þessi ákvörðun gæti orðið til þess að Tyrkir hættu við kaupin. Spenna meðal inn- flytjenda í Þýskalandi Kinkel sagði að Tyrkir yrðu að kalla innrásarliðið heim þegar í stað. Hann sagði að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að hlutast til um lausn málsins og kanna þyrfti hvaða ríki væm reiðubúin að senda herlið til að halda uppi eftirliti í norðurhluta íraks. Þýska stjómin hefur einnig áhyggjur af spennunni meðal inn- flytjenda frá Tyrklandi í Þýska- landi, en þeir em 1,8 milljónir, þar af 400.000 af kúrdískum ættum. Danski herforinginn Poul Dahl, sem stjórnar 65 manna hersveit á vegum Sameinuðu þjóðanna á „griðasvæðinu" í Norður-írak, kvaðst hafa miklar áhyggjur af örlögum Kúrda á svæðinu. Hann sagði að tyrkneska innrásarliðið hefði nokkmm sinnum hindrað eft- irlit hersveitarinnar og hún hefði ekki fengið að kanna ástandið í afskekktum fjallaþorpum, sem Tyrkir em sagðir hafa heijað á. Hermenn Sameinuðu þjóðanna og heimildarmenn í Bagdad segja að þorpsbúamir hafi kvartað yfir því að tyrknesku hersveitirnar hafi rænt og ruplað i þorpunum, um- turnað heimilum í leit að vopnum og skilið áð karla og konur. Rýmingarsala Nýir og notaðir samkvœmiskjólar til sölu. 20-50% afsláttur Brúðarkjólaleiga Dóru, Suðurlandsbraut 46 v/Faxafen, sími 682560. MORGUNBLAÐIÐ Gríska skatta- stríðið harðnar SKATTASTRÍÐIÐ í Grikk- landi harðnar enn og nú hafa þúsundir verslunareigenda gengið í lið með bændum í baráttunni gegn nýjum skatt- lögum. Skattsvik eru gfurleg í Grikklandi og áætlað er, að neðanjarðarhagkerfíð þar velti hvorki meira né minna en 3.000 milljörðum ísl. kr. á ári. Nú hafa stjórnvöld ákveðið, að allir verði að telja fram ein- hveijar lágmarkstekjur og er þá t.d. miðað við umsvif versl- unar, stærð býla, bílaeign og fleira. Á þetta vilja bændur og verlsunareigendur ekki fall- ast. Skæruliðafor- ingi felldur TALIÐ er, að Djamel Zitouni, einn helsti foringi skæruliða bókstafstrúarmanna í Alsír, hafi fallið í átökum við stjórn- arherinn í síðustu tíu daga. Var skýrt frá því í dagblaðinu E1 Watan, sem sagði, að um 1.300 bókstafstrúarmenn hefðu legið í valnum eftir bar- dagana. Zitouni tók við stjórn skæruliðanna á síðasta ári en þeir hafa meðal annars staðið fyrir morðum á útlendingum, blaðamönnum og kunnu fólki í Alsír. Færeyjar lamaðar ENGINN árangur varð af fundi landsstjómarinnar, sáttasemjara og fulltrúum op- inberra starfsmanna í Færeyj- um í gær og verður verkfall þeirra síðastnefndu æ víðtæk- ara. Má búast við, að síma- kerfið verði brátt óvirkt vegna bilana, sem ekki verður gert við, og verkfallsverðir koma í veg fyrir feijusiglingar á milli eyja. Níu félög opinberra starfsmanna bætast við um aðra helgi verði ekki búið að semja og þá mun fæeyskt sam- félag stöðvast að mestu. Leyniskýrslur opnaðar STJÓRNVÖLD í Tékklandi hafa samþykkt að opna að- gang að skjalasafni leynilög- reglu kommúnista. Þá verður einnig skýrt frá nöfnum fyrr- verandi útsendara lögreglunn- ar og nöfnum þeirra, sem veittu þeim upplýsingar en voru skráðir undir dulnefni. Mikið er enn til af gögnum þótt leynilögregla kommúnista hafi reynt að eyðileggja sem mest eftir byltinguna í nóvem- ber 1989. Fer Shanghai undir sjó? HÆKKI sjávarmál um einn metra fram til miðrar næstu aldar vegna gróðurhúsaáhrifa mun það eyðileggja 48 borgir í Kína, þar á meðal Shanghai. Kemur þetta fram í skýrslu, sem unnin hefur verið fyrir kínversk stjórnvöld, og þar segir, að 76 milljónir manna a.m.k. muni flosna upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.