Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 30. MARZ 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Bylting í starfs- menntunarmálum TÆKNIVÆÐING atvinnulífsins hefur úr- slitaáhrif á samkeppnis- hæfni þjóða. í kjölfar nýrrar tækni í atvinnu- lífínu hafa iðnríki lagt höfuðáherslu á að bæta menntakerfið og fjölga tækifærum vinnandi fólks til að afla sér starfsmenntunar og þjálfunar. Ástæðan er einföld. Forsenda tæknivæðingarinnar er vel menntað vinnúafl og gott menntakerfi. En það er ekki nóg að stað- ið sé vel að grunn- menntun. Gefa þarf fólki í at- vinnulífinu tækifæri til að laga sig að nýrri tækni með menntun og þjálf- un. I nágrannalöndum og meðal okk- ar helstu samkeppnisaðila á heims- markaðinum er langt síðan hætt var að deila um tengslin á milli menntun- ar og samkeppnishæfni. Þar er menntun og þjálfun forgangsverkefni. Frumkvæði Alþýðuflokksins Á Islandi hefur þetta verið með öðrum hætti. Viðleitni í átt til að bæta menntun og þjálfun hefur ekki hlotið almennar undirtektir í þjóðfé- laginu. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt frumkvæði í þessu máli á Alþingi og í ríkisstjórn. Á árunum 1984 til 1987 lögðu þingmenn Alþýðu- flokksins þrívegis fyrir Alþingi frumvarp til laga um endurmenntun vegna tæknivæðingar. Markmið laganna var að koma á samræmdri og skipulagðri endur- menntun og starfsþjálf- un vegna tækniþróunar í atvinnulífinu og skapa öllum skilyrði til að að- lagast tæknivæðingu, einkum í þeim atvinnu- greinum þar sem atvinnuöryggi starfsmanna er í hættu vegna tækni- væðingar. Þetta frumvarp náði ekki fram að ganga. Frumvarpið mætti tregðu Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Það varð því ekki að lögum fyrr en í maí 1992 í tíð núverandi ríkisstjórnar. Með lögun- um var skipað starfsmenntaráð fé- lagsmálaráðuneytisins og stofnaður starfsmenntasjóður sem m.a. styrkir endurmenntunarnámskeið. Rétt fyrir þinglok í febrúar sl. var lögð fyrir Alþingi skýrsla um fram- kvæmd laga nr. 19/1992 um starfs- menntun í atvinnulífinu. Skýrslan er til vitnis um hljóðlátan árangur af gömlu baráttumáli Alþýðuflokksins. Hún sýnir einnig hvernig einföld lausn á aðkallandi vandamáli getur í senn verið ódýr en árangursrík fyr- ir þjóðfélagið í- heild. Loks varpar hún ljósi á byltingu sem orðið hefur í endurmenntunarmálum vinnandi fólks í íslensku atvinnulífi. Viðbrögð við nýrri tækni og aukinni samkeppni í skýrslunni er að fínna athyglis- verða skilgreiningu á hlutverki rík- isvaldsins að því er varðar endur- menntun og þjálfun. Það er talið fel- ast fyrst og fremst í því að greiða fyrir starfsmenntun á atvinnumark- aði með beinum fjárframlögum og öðrum stuðningi, hafa eftirlit með nýtingu opinberra fjármuna í þessu sambandi, tryggja gæði starfsmennt- unar, gæta þess að þegnarnir séu jafnsettir til að njóta hennar óháð kynferði, búsetu, menntun eða fjár- hag. Áhersla er lögð á að með lögg- jöf verði hlúð að sjálfsprottnu fram- taki fjölmargra aðila í starfsmennt- unarmálum. Þetta er lykilatriði í sambandi við skipan þessara mála. Lögin voru samin með það að leiðar- ljósi að mest yrði byggt á frum- Rannveig Guðmundsdóttir Nauðsynlegt er að leita nýrra leiða til endur- menntunar fólks, segír Rannveig Guðmunds- dóttir, sem er atvinnu- laust eða utan vinnu- markaðar. kvæði sem hefur orðið til úti í at- vinnulífinu. Af þessu leiðir að frum- kvæði í starfsmenntunarmálum er fyrst og fremst í höndum aðila vinnu- markaðarins en ekki stjórnvalda. Hins vegar felst hlutverk stjórnvalda í því að greiða fyrir starfsmenntun með styrkveitingum og ráðgjöf. Árangurinn Eftirspurn eftir stuðningi úr starfsmenntasjóði hefur verið mjög mikil. Frá því lögin um starfsmennt- un í atvinnulífinu tóku gildi hefur fímm sinnum verið úthlutað úr starfsmenntasjóði. Að sögn nám- skeiðshaldara hefur árangur af þátt- töku starfsmanna í námskeiðum sem styrkt hafa verið af starfsmennta- sjóði, almennt verið talinn mjög góður og skilað sér meðal annars í auknum afköstum og bættu vinnuumhverfí á vinnustað. Ef litið er til þess þátttak- endaijölda sem gefinn er upp í styrk- umsóknum og einnig tekið tillit til þeirra skýrslna sem borist hafa starfs- menntaráði um framkvæmd nám- skeiða má lauslega áætla að starfs- menntasjóður hafí styrkt námskeið og námsefnisgerð sem nýtist um það bil 10.640 aðilum. Á þessu sviði hefur því orðið sannkölluð bylting. Næstu viðfangsefni Þótt vel hafí tekist til um fram- kvæmd laga um starfsmenntun í atvinnulífinu og nefnd sem falið var að endurskoða lögin telji ekki ástæðu til að gera á þeim breytingar er að ýmsu að hyggja. í ljós kom að þvi lengri sem form- leg skólaganga fólks er þeim mun meiri starfsmenntunar nýtur það síð- ar á ævinni. Framboð starfsmennt- unar virtist frekar sniðið að þörfum langskólagengins fólks en hinna sem höfðu styttra nám að baki. Sama á við hér á landi. Hlutfallslega hafa starfsmenntaráði borist fáar um- sóknir vegna námskeiða sem stefna að því að fjölga tækifærum ófag- lærða fólksins til að afla sér sér- menntunar. Ég er þar af leiðandi þeirrar skoðunar að það eigi að verða forgangsverkefni starfsmenntaráðs að beita sér fyrir víðtækri samvinnu um sérstakt átak í skipulagningn á menntunarmálum ófaglærðs verka- fólks. Einnig er nauðsynlegt að leita nýrra leiða að því er varðar endur- menntunarmál fólks sem er atvinnu- laust eða tímabundið utan vinnu- markaðar af öðrum ástæðum. Vinna við þetta viðfangsefni er þegar hafín í félagsmálaráðuneytinu. í þessu sambandi má geta þess að undanfar- in missiri hafa stjómvöld veitt veru- legu fjármagni til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa. Við undirritun nýgerðra kjarasamninga lýsti ríkis- stjórnin því yfír að 15 milljónum króna verði varið til sérstakra að- gerða í því skyni að stuðla að frek- ara átaki í menntun atvinnulausra. Höfundur er félagsmálaráðherra. Hrörleg húsakynni og hrakið fólk ÞANN 24. mars sl. leiddi Jón Ársæll Þórðarson, sá ágæti sjón- varpsmaður, áhorfendur Stöðvar 2 með sér um óhrjáleg húsakynni nokkurra Reykvíkinga. Þeim húsa- kynnum gaf hann heitið „rottuhol- ur“, enda gaf þar að líta ljóta að- komu víða — svo ljóta að marga hryllti við. Átti það ekki síst við um félagsmálaráðherra, sem í þættinum var leiddur inn í þessar „vistarverur" og látinn heilsa þar upp á íbúa. Var viðbjóðurinn í svip ráðherrans — og reyndar ekki síður sjónvarpsmanns- ins — svo ódulinn, að hann hefði útaf fyrir sig nægt sem umsögn um það sem fyrir augu bar. Ekki var fullkomlega ljóst hvort orkaði sterk- ar á gestina, húsakynnin eða íbúarn- ir, nema hvorttveggja hafi verið. „Rottuholur" eða húsnæði? Ég gat ekki varist þeirri hugsun þar sem ég varð vitni að þessari umfjöllun, að verið væri að auglýsa þarna .neyð fólks með óviðurkvæmi- legum hætti. Það vakti nefnilega athygli mína að „rottuholurnar" svo- kölluðu voru allar aðsetur fólks í alvarlegum félagslegum þrenging- um; fólks sem við myndum í daglegu tali kalla útigangsfólk. Ekki leyndi sér að áfengis- og fíkniefnavandi var stærsta böl þessara einstaklinga. Sú staðreynd tel ég að dragi allnokkuð úr vægi þeirrar samfélagsrýni sem viðhöfð var í þættinum — enda oft vandskilið á milli umgengni og ástands húsakynna þegar grannt er skoðað. Ég vil því af þessu gefna tilefni, vekja athygli þeirra sem láta sig þessi mál varða — og beini máli mínu þá sérstaklega til borgaryfir- valda — að víða í Reykjavík eru húsakynni í óhxjálegu ástandi þótt þar búi reglusamt fólk sem hvorki á við áfengis- né fíkniefnavanda að stríða. Ég er hér að tala um tiltekinn hluta’ af leiguíbúðum borgar- inna.r. Á þessu vakti ég at- hygli inni í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir rétt- um þremur árum, og lagði af því tilefni fram ítarlega fyrirspurn um forgangsröðun við- haldsverkefna hjá borg- inni, samráð við þá að- ila sem hafa málefni íbúanna með höndum og fjárveitingar. Andstæðingar mín- ir í borgarstjórn — þáverandi meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins — gerðu lítið úr málinu og svöruðu fyrir- spurninni bæði illa og óígrundað. Var greinilegt að vilji til úrbóta var enginn — enda verið að ræða um „ósýnilegt" vandamál, sem ekki blasir við augum almennings dags daglega. Nú langar mig, í ljósi þess að nýr meirihluti hefur tekið við völdum í Reykjavík, til að endur- vekja þessa umræðu, í þeirri von að hún megi koma íbúum umræddra húsakynna að gagni. Virðing fyrir verðmætum — virðing fyrir fólki Tilefni þess að ég tók málið upp í borgarstjórn á sínum tíma var ærið. Ég hafði fram að þeim tíma fengið allmargar ábendingar fólks um illan aðbúnað í leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. I kjölfarið á þeim samtölum mínum við fólk fór ég í nokkrar heimsóknir til að sannreyna upplýs- ingar — og satt best að segja féll mér allur ket- ill í eld þegar ég sá með eigin augum hrörlegar íbúðir við Skúlagötu, Hverfisgötu, í Austur- brún, Fellahverfi og ekki síst uppi við Rauðavatn. Sumstaðar var „hréysi“ eina orðið sem kom upp í hugann við þá aðkomu. Rétt er að geta þess — í nafni sanngirninnar — að víða hjálpaðist margt að: Slakt viðhald, gallar á byggingum og slæm umgengnb En þessir þættir verka að sjálfsögðu hver á annan. Virðing fyrir verðmætum minnkar eftir því sem minna er hirt um þau og það verður til þess að umgengni versnar. Margar þessara íbúða höfðu ekki verið málaðar svo árum, jafnvel ára- tugum skipti. Afleiðingar vatns- skemmda vegna sprunginna leiðslna í gólfum og á veggjum blöstu víða við. Lagnir voru sumstaðar orðnar svo lélegar að þess voru dæmi að fólk hefði fengið úrganginn úr klóak- inu inn á stofugólf til sín. Saggi og óþéttir gluggar voru víða viðvarandi ástand. Ég kom inn í íbúð þar sem hlutir fuku til í tveggja metra fjar- lægð frá gluggum, og þar sem gólfdúkar voru orðnir svo undnir upp að skein i beran stein. Mér vitanlega hefur ástand margra þessara íbúða ekki breyst enn. Loks gat ég ekki orða bundist þegar kom upp mál í einni af leigu- íbúðum borgarinnar, þess eðlis að flytja þurfti íbúa út af heimili sínu vegna stórfellds þakleka sem krafð- ist gagngerra endurbóta á íbúðinni. Fyrirsjáanlegt var að viðgerðin myndi taka 2-3 mánuði, þar sem hún hafði dregist fram úr hófí. Fimm mánuðum áður hafði yfirmaður öldr- unarþjónustudeildar Félagsmála- stofnunar sent byggingardeild borg- arinnar bréf þar sem vakin var at- hygli á slæmum aðbúnaði þessa sama íbúa og fullyrt að „ekki mætti dragast lengur" að lagfæra íbúðina. í bréfinu var frá því greint að starfs- menn Félagsmálastofnunar hefðu á þeim tíma margsinnis ítrekað beiðni til byggingardeildar um viðgerðir á íbúðinni — en án árangurs. Ekki var gripið í taumana fyrr en neyðar- ástand var skollið á. Stefnumótun skortir — vilji er allt sem þarf Því tilfæri ég þessi dæmi hér, að ég hef rökstuddan grun um að litlar úrbætur hafí verið gerðar í þessum málum frá því umræða þessi var vakin í mars 1992. Enn er ástand víða slæmt í leiguíbúðum borgarinn- ar þó sumstaðar hafi verið tekið til hendi, eins og t.d í Fellahverfi. Hins vegar verður ekki séð að borgin hafi enn markað sér stefnu í við- haldsmálum leiguíbúða sinna. Sjálf komst ég að raun um það þarna um árið að vinnureglur hafa verið harla óljósar hjá byggingardeild borgar- innar. Til dæmis tókst mér ekki — þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir — að fá fram viðhaldsáætlun og verkefna- lista, enda þótt forsvarsmenn deild- arinnar héldu því statt og stöðugt fram að slíkur listi væri til. Það væri sorglegt ef umfjöllun Stöðvar 2 sem vitnað var til hér í Ólína Þorvarðardóttir Víða í Reykjavík eru húsakynni í óhrjálegu ástandi þótt þar búi reglusamt fólk sem hvorki á við áfengis- né fíkniefnavanda að stríða, segir Ólína Þor- varðardóttir, en þar á hún við tiltekinn hluta af leiguíbúðum borgarinnar. upphafi, yrði ekki til annars en að auka andúð almennings á ógæfu- sömu fólki sem skríður í húsakjól undan veðri og vindum, dofið 'á sál og líkama af Iangvarandi áfengis- neyslu, kulda og hungri. Þess vegna set ég þessi orð á blað — til þess að vekja athygli borgaryfirvalda og almennings á því að slakur húsakost- ur er athvarf fjölmargra Reykvík- inga sem vilja lifa með reisn og sjálfsvirðingu. Ég skora því á núverandi borgar- yfirvöld að ganga betur fram í úrbót- um á húsakynnum borgarinnar, en forverar þeirra við stjórnvölinn gerðu á sinni tíð. Til þess treysti ég núverandi meirihluta, því ég þykist þess fullviss að það fólk sem nú heldur um stjórnartauma borgarinn- ar vilji sannarlega tryggja það að lifandi manneskjur búi við mann- sæmandi aðbúnað. Höfundur er fyrrverandi borgarfuHtrúi í Reykjavík, frá 1990-1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.