Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 43 ÍDAG Siðfræðistofnun HÍ Morgunblaðið/Kristinn Borgaraleg ferming 29 ungmenna BORGARALEG ferming var í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnu- dag og voru fermingarbömin 29. Við athöfnina fluttu ferm- ingarbörn og foreldrar ávörp, lásu upp ljóð og sungu. Þá ávörpuðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Magnús Scheving þolfimi- meistari unglingana á þessum tímamótum. Á annarri með- fylgjandi mynda má sjá ferm- ingarsysturnar Söm Sigur- björnsdóttur og Melkorku Ósk- arsdóttur flytja ávarp, en á hinni afhendir Sigurður Hjalti Sigurðarson, foreldri ferming- arbarns, Eyrúnu Ósk Jónsdótt- ur skírteini til staðfestingar áfanganum. Ráðstefna um fjöl- skylduna og réttlætið SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla ís- lands gengst fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Fjölskyldan og rétt- lætið helgina 31. mars og 2. apríl nk.^ Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu, skipulag og aðbúnað fjöl- skyldunnar í ljósi hugmynda um réttlæti. Ráðstefnan hefst föstu- daginn 31. mars kl. 17 í Odda, stofu 101. Þar mun Rannveig Guðmuns- dóttir, félagsmálaráðherra, flytja setningarávarp og þýski heimspek- ingurinn Axel Honneth flytur erindi er hann nefnir „Between Justice and Affections: The Family as a Field of Moral Disputes". Ráðstefnunni verður síðan fram haldið á laugardag og sunnudag milli kl. 9 og 16 í Háskólabíói, sal 4 og 5. Þar mun fræða- og fagfólk af ólíkum toga halda alls 18 er- indi. Erindin eru öll á íslensku utan eitt. Ráðstefna er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Fyrirlestur um matvæli HERBERT 0. Hultin, sem er pró- fessor í matvælafræði við Massac- husetts háskóla, verður gestur Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins dagana 31. mars til 2. apríl. Hultin hefur birt um 130 greinar um matvælarannsóknir í vísinda- tímaritum. Auk þess hefur hann leiðbeint yfir 50 doktors- og mast- ersnemendum. Föstudaginn 31. mars kl. 9.30 flytuí Hultin erindi á Rf um leysan- leika vöðvapróteina á lágum salt- styrk og eru allir velkomnir. Hernáms- andstæðingar með fund SAMTÖK herstöðvaandstæðinga boða til fundar fímmtudaginn 30. mars til að vekja athygli á baráttu- málum sínum. Fundurinn verður í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst dagskráin kl. 20.30. A fundinum stýrir Silja Aðal- steinsdóttir dagskrá um ættjarðar- ljóð Guðmundar Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli. Meðal ræðumanna á fundinum eru Soffía Sigurðardóttir, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, Guðrún Halldórsdóttir alþingismað- ur, Mörður Ámason íslenskufræð- ingur og Svavar Gestsson alþingis- maður. Einar Kristján Einarsson leikur á gítar og loks mun Þorvald- ur Öm Arnason stýra fjöldasöng. Fundurinn er opinn öllum og að- gangur ókeypis. Þrándur 2 afhentur í Hafnarfirði SJÁLFSBJARGARÁDREPAN Þrándur í götu nr. 2 verður afhent föstudaginn 31. mars í Hafnarfirði. „Allir vita hvað bærinn er falleg- ur, en færri vita hve margvíslega opinbera starfsemi Hafnarfjörður hýsir í óaðgengilegu húsnæði, t.d. bæjarskrifstofur, félagsmiðstöðina Vitann og félagsmálastofnun svo eitthvað sé nefnt. Aðaltilgangurinn með þessari ádrepu er að vekja at- hygli almennings á aðgengismálum fatlaðra,“ segir í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg. Farið verður í mótmælagöngu frá skiptistöðinni við Fjarðargötu kl. 12 og gengið og rúllað að bæjar- skrifstofum Hafnarfjarðar, Strand- götu 6. Þar munu nokkrir einstakl- ingar hlekkja sig við útidyrnar í hádeginu svo fólk komist hvorki inn eða út. Einnig mun Sterkasta kona íslands, Sigrún Hreiðarsdóttir, veita aðstoð við að afhenda bæjar- stjóranum, Magnúsi Jóni Árnasyni, Sjálfsbjargarádrepuna. Islandsmeist- aramót í Svarta Pétri ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta Pétri fer fram á Sólheimum í Grímsnesi í 7. sinn laugardaginn 1. apríl. Keppnin hefst kl. 15 og lýkur um kl. 18. Keppt er um Svarta Pétur stytt- una, sem er farandbikar en einnig verður veittur fjöldi aukaverðlauna. Allir þátttakendur fá viðurkenning- arskjöld. Stjórnandi dagskrárinnar er Haraldur Sigurðsson. Mótið er fyrst og fremst hugsað fyrir þroskahefta en er opið öllum sem áhuga hafa. Aðstoðarfólk verð- ur við hvert spilaborð. Þátttöku- gjald er 300 kr. á mann. Sætaferð- ir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og frá Árnesti á Selfossi ki. 14.15. Heilsusýning í Perlunni SÝNINGIN Heilsa og heilbrigði 1995 stendur yfir í Perlunni dagana 30. mars til 2. apríl. Sýningin verður sett af Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra, sem jafnframt verður verndari sýn- ingarinnar, fimmtudaginn 30. mars kl. 17. Opnunartími verður sem hér seg- ir: Fimmtudag 30. mars kl. 17-21, föstudag 31. mars kl. 16-20, laug- ardag 1. apríl kl. 13-18 og sunnu- dag 2. apríl kl. 13-18. ■ FYRRVERANDI starfsmenn Ríkisskipa halda árshátíð föstu- daginn 31. mars nk. Nú eru liðin þrjú ár síðan Skipaútgerð ríkisins var lögð niður og á þessum tíma hefur óformleg skemmtinefnd starfað. Fyrrverandi starfsmenn útgerðarinnar hafa því þann sið að hittast einu sinni á ári og minnast gamalla tíma. Árshátíðin verður að þessu sinni haldin í Ásbyrgi á Hótel íslandi og hefst kl. 20. Að- gangseyrir er 400 kr. en mat er hægt að fá sérstaklega. Kaffisölu- dagur í Dóm- kirkjunni HINN árlegi kaffisöludagur Kirkjunefndar kvenna Dómkirkj- unnar verður á sunnudaginn kem- ur, 2. apríl. Dagskráin hefst með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni kl. 14 þar sem Sigurður A. Magnússon rithöfund- ur heldur ræðu og Elín Ósk Ósk- arsdóttir óperusöngkona og Dóm- kórinn syngja. Dómkirkjuprestam- ir sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Agúst Hjálmarsson þjóna fyrir altari. Kaffisalan er í Safnaðarheimil- inu, Lækjargötu 14a, eftir guð- þjónustuna og stendur fram eftir degi. Þar syngur Elín Ósk einnig nokkur lög við undirleik dómorgan- istans, Marteins H. Friðrikssonar. Einnig bjóða kirkjunefndarkonur smáhluti og skraut til sölu í basar- homi í Safnaðarheimilinu. í HÁDEGINU ALLA YliRJKA P E R L A N t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÓELSDÓTTIR, Grettisgötu 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 31. mars kl. 13.30. Arngrímur Ingimundarson, Ingileif Arngrímsdóttir, Sigmar Ægir Björgvinsson, Jóhanna Arngrfmsdóttir, Snorri B. Ingason, Sigríður Arngrímsdóttir, Grettir Jóhannesson, Gíslunn Arngrímsdóttir, Gunnlaugur S. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Endurruisn licimilanna Við viljum: ► setja lög um greibsluaölögun sem gefi einstaklingum í alvarlegum greiösluerfiöleikum möguleika á því aö ná aftur stjórn á fjármálum sínum, ► lengja húsnæöislán Húsnæöisstofnunar úr 25 árum í 40 ár og létta þannig greiöslubyröina um 25%, ► fá Húsnæöisstofnun nýtt og breytt hlutverk sem ráögjafar- og endurreisnarstöö heimilanna sem aöstoöi fólk viö aö greiöa úr skuldavanda sínum. Finnur Ingólfsson >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.