Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Hálfdán eftir Jón Á hverfanda hveli Signrð Evjólfsson HÁLFDÁN nefnist ný Ijóðabók eftir Jón Sig- urð Eyjólfsson. Þetta er fyrsta bók höfund- ar. Jón Sigurður Ey- jólfsson er fæddur á Bíldudal 1972 og ólst þar upp, en fluttist til Reykjavíkur fimmtán ára að aldri. í kynningu segir: „Fljótlega komst hann að því að höfuð- borgarsvæðið er ekki eins og hann hélt það vera. Sérstaklega var Jón Sigurður Eyjólfsson honum í nöp við lífs- gæðakapphlaupið og hin miídu neikvæðu áhrif þess.“ Hálfdán er 53 blaðsíður prentuð í Ingólfsprenti og bund- in hjá Flatey. Kápa, teikningar, setning og umbrot eru verk Olaf- ar Jónu Guðmunds- dóttur og Lindu Guð- laugsdóttur. Bókin er tileinkuð Hálfdáni Pedersen og Sigríði Maríu. Ljóðablóð eftir Stefán J. Fjólan LJÓÐABLÓÐ nefnist ný ljóðabók eftir Stef- án J. Fjólan. Stefán hefur áður sent frá sér ljóðabæk- ur. í Ijóðunum sem eru mörg og flest stutt yrkir Stefán um ýmis efni, fjallar um sam- tímann eins og hann horfír við honum, aðra höfunda, ástir og dregur upp sjálfs- myndir. Stefán J. Fjólan í ljóði sem Stefán kallar Lífsbaráttuna, yrkir hann: „Tímans tönn/ hefur bitið/ á bátinn minn./ Ég sit hljóður/ við kinnung- inn.“ Ljóðablóð er 84 blaðsíður prentuð í Bókamiðstöðinni. Höfundur gerði kápu. Hann er einnig útgefandi bókarinn- ar. MYNPOST Listhús 39 — Hafnarfiröi LJÓSMYNDIR JEANYVES COURAGEUX Opið daglega kl. 14-18 til 20. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞRÁTT fyrir að vera aðeins smá- þjóð samkvæmt öllum venjulegum viðmiðum, örlítill dropi ^ í hafsjó mannkyns, hefur okkur íslending- um tekist furðu vel að fela þessa staðreynd, og um leið blekkja okkur sjálf til að halda að Við skiptum einhveiju máli í þeim þungu straumum, sem ólga um áðurnefnd- an hafsjó. Sú sjálfsblekking hefur að líkind- um reynst okkur mikil blessun. Hún hefur gefið okkur sjálfstraust til að ^viðhalda, efla og vetja eigin menningu, og djörfung til að hreykja okkur hátt í samanburði við milljónaþjóðir á þeim vettvangi. Fjölmennari þjóðir hafa koðnað nið- ur við betri aðstæður, og sakna sumar sárt fyrri menningararfleifð- ar. Þessar hugrenningar um gildi þjóðemis og menningar era til komnar vegna þessarar ljósmynda- sýningar, þar sem okkur er boðið að kynnast lítillega tilveru öllu fjöl- mennari en framandi þjóðar, sem þrátt fyrir stærðina kann að vera horfin í mannhafið innan fárra kyn- slóða. Þau örlög eru henni búin sem fórnarlambs pólitískra landamæra, ókunnra siða og nýrra lifnaðarhátta Morgunblaðið/Sig. Jóns. LEIKENDUM og leikstjóra var vel fagnað í lok sýningarinnar á íslandsklukkunni. Frumsýningu Islandsklukkunnar vel tekið á Selfossi Selfossi. Leikfélag Selfoss frum- sýndi íslandsklukkuna eftir Hall- dór Kiljan Laxness í leiksljórn Vigdisar Jakobsdóttur laugar- daginn 19. mars síðastliðinn. Hús- fyllir var á sýningunni í leikhúsi félagsins við Sigtún á Selfossi og Ieikurum mjög vel tekið. Þetta er 45. leikverkið sem félagið setur upp á Selfossi frá árinu 1958. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson fer með hlutverk Jóns Hregg- viðssonar á Rein, JúlíaÞorvalds- dóttir leikur Snæfríði íslandssól og Ólafur Jens Sigurðsson leikur Arnas Arnæus. Frumsýningin tókst nyög vel og aðalleikararnir skiluðu sínum hlutverkum mjög vel. Það gerðu og þeir aðrir sem komu fram í sýningunni að und- anskildum hnökrum sem nánast óhjákvæmilegt er að upp komi í svo ströngu verki sem Islands- klukkan er. Sigurgeir Hilmar var sem sniðinn í hlutverk Jóns Hregg- viðssonar og náði vel að túlka allt hans fas. Júlía Þorvaldsdóttir bar uppi hlutverk Snæfríðar af mikilli reisn og heillandi fram- komu á sviðinu. Ólafur Jens náði vel að túlka virðuleik Arnasar allt verkið og undirstrika fágun heimsmannsins. Elín Arnolds- dóttir lék móður Jóns og konu Arnasar. Hún bar með sér í leik- húsið nyög góða túlkun og tókst mjög vel upp í hlutverkum sínum. Hún hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna hjá félaginu á undan- förnum áratugum en það er fé- laginu fengur að eiga slíkt fólk innan sinna vébanda. Kristinn Pálsson fór nyög vel með hlut- verk síra Sigurðar dómkirhju- prests og Hjörtur Már Benedikts- son náði fram ágætri túlkun á Jóni Grinvicensis. Aðrir sem komu fram í verk- inu voru Kristín Steinþórsdóttir í hlutverki virðulegrar staðar- konu í Skálholti, einnig lék hún sýkna konu og hirðmey. Bjarkar Snorrason lék Eydalín lögmann, séra Þorstein og glæpamann, Þórólfur Sæmundsson lék Magn- ús í Bræðratungu, etasráðið, að- stoðarmann sýslumanns og glæpamann, Benedikt Karl Valdimarsson var í hlutverki Jóns Marteinssonar, Sigurðar böðuls, Gullinlós, glæpamanns og flakkara. Sigtryggur Bjartur Kristinsson lék Jón Jónsson varð- mann, sýslumann, glæpamann, þjón og von Úffelen, Kolbrún Dögg Eggertsdóttir lék holds- veika konu, frameiðslukonu og hirðmey, Ingvar Brynjólfsson lék aðstoðarmann sýslumanns og glæpamann. Ögmundur Hrafn Magnússon og Viktor Ingi Jóns- son léku drengi á hlaupum. Þáð er mikið afrek hjá Leikfé- lagi Selfoss að setja upp íslands- klukkuna og komast jafn vel frá því og raun ber vitni. Sumir leik- aranna voru undir miklu álagi, þurftu að takast á við mörg hlut- verk eins og þeir Benedikt Karl, Þórólfur Sæmundsson og Sig- tryggur Bjartur en þeir eru ung- ir og upprennandi leikarar sem ekki víla fyrir sér verkefnin. Heildaryfirbragð sýningarinnar var gott og fögnuður áhorfenda sannur i lokin. JEAN Yves Courageux: Dóttir E1 Mouden. sem nútíminn er að þröngva upp á fólkið undir yfirskini framfara. Nú undir lok tuttugustu aldar er talið að Toureg-þjóðin telji ríflega níu hundrað þúsund manns, en hún hefur kynslóðum saman flakkað um sunnanverða Sahara eyðimörkina, frá Alsír og Lýbíu í norðri til Malí og Nígeríu í suðri. Með aukinni fastri búsetu hafa menningartengsl þessarar fornu máraþjóðar tekið að rofna, um leið og reglustrikuð landamæri í sandinn hafa slitið hana sundur þvert á fomar leiðir um landið. Jean Yves Courageux er fæddur af frönsku foreldri í suðurhluta Als- ír, og alinn upp fram á unglingsár á slóðum þessarar glæstu eyðimerk- urþjóðar; hann hefur búið hér á landi og starfað um árabil, en jafn- framt haldið að nokkra tengslum æskuáranna sem þessar myndir byggja á, m.a. sem leiðsögumaður ferðamanna. Við skoðun myndanna koma óvænt í ljós viss tengsl hinnar fjar- lægu þjóðar við okkar heim; í stað sands er hér ís og haf, í stað hitans höfum við kulda og vosbúð, en lífs- baráttan er jafnerfið á báðum stöð- um. Eyðimörkin er aldrei auð, þó okkur kunni að finnast nafnið bera það með sér. Hér er að finna mót menningarheima, þar sem þróast hefur ríkuleg menning í aldanna rás; steinristur og klettamálverk eru órækustu vitnisburðir mynd- anna um þetta. Hér er fólkið, líf þess og hugsanir, næst ljósmyndar- anum, en auk myndanna hefur hann valið og sett upp með myndunum ýmsa orðskviði, sem lýsa eðli þjóð- arinnar og þeirri lífsspeki, sem Toureg-menn fylgja: „í stað þess að breyta heiminum í sífellu í þeim tilgangi að móta sér vafasama framtíðarsýn nota Touregar orku sína til að varðveita heiminn eins og hann er. - Slík fastheldni á forna siði kann að þykja aðdáunarverð við fyrstu sýn; en hún ber feigðina með sér í samtímanum, þar sem „það er svo erfitt að standa í stað ... Landið sjálft er í aðalhlutverki í ljósmyndunum, og þó ýmislegt sé framandi fyrir íslendinga, er ægi- fegurð vindsorfinna tinda og reisu- legra fjalla upp úr sandauðninni ekki fjarri okkar landsýn, sem fyrr segir. Þetta eru smáar myndir, sem fara ágætlega í þessu litla rými og nýta það vel. Hér er á ferðinni þakklátt fram- tak sem hefur m.a. notið stuðnings franska sendiráðsins og fleiri aðila. Sýningin, sem er tileinkuð eskimó- um, er góð áminning um nauðsyn þess að viðhalda og veija hina lit- ríku flóru þjóðanna, sem allar tengj- ast með einhveijum hætti og allar hafa sínu hlutverki að gegna - hvort sem þær er að finna við heim- skautsbaug eða í hitum Sahara. Eiríkur Þorláksson Norræn menningarhátíð hafin á Spáni Sýning á verkum Magnúsar Kjartanssonar Madríd. Morgunblaðið í GÆR var opnuð sýning á verk- um Magnúsar Kjartanssonar listmálara í Madríd, að viðstödd- um forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sendiherra ís- lands á Spáni, Sverri Hauk Gunnlaugssyni, og rúmlega eitt hundrað boðsgestum. Sýningin er hluti af þátttöku íslands í norrænu menningarhátíðinni „Undir Pólstjörnu", sem er ný- hafin. Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri í menntamála- ráðuneytinu, flutti ávarp og listamaðurinn, Magnús Kjart- ansson, ræddi við ýmsa spænska fjölmiðla, sem sýndu sýningunni töluverðan áhuga. Magnús tjáði blaðamanni Morgunblaðsins að hann væri mjög ánægður með opnunarathöfnina og sýningar- salinn. Sýningin er haldin í Car- los Amberes stofnuninni, 400 ára byggingu. Hluti hennar er gömul kapella, prýdd mynd eftir Rubens. En málverk Magnúsar líta vel út við hlið gamla meistar- ans. 16 myndir eru á sýningunni, trúarlegs eðlis, og sagði lista- maðurinn spænskum fjölmiðlum að slíkt umfjöllunarefni væri óalgengt á íslandi. Hann kom hérlendum fréttamönnum á óvart með þekkingu sinni á spænskri list, og sagðist vona að þessi sýning mætti verða til að efla samstarf milli íslenskra og spænskra listamanna. Sýningin stendur til 7. maí, en fer þá til Barcelona og verður þar frá 20. júní til 20. júlí. Um kvöldið var forseti íslands viðstaddur tónleika Caput Ens- amble í tónleikahöll _ Madríd og mótttöku á vegum Útflutnings- ráðs. Harmonikutónlist íRáðhúsinu NOKKRIR félagar úr Harmoniku- endur á öllum aldri. félagi Reykjavíkur flytja skand- Meðal annarra koma fram Karl íhavíska tónlist og létta sveiflu í Jónatansson, Sveinn Rúnar Ráðhúsi Reykjavíkur næstkom- Björnsson og Léttsveit Harmon- andi sunnudag kl. 15 og eru flytj- ikufélags Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.