Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ábyrgðarlausir menn FYRIR skömmu birt- ist ágæt grein í Morg- unblaðinu eftir Guðlaug Þór Þórðarsson, form- ann Sambands ungra sjálfstæðismanna. í greininni er lögð áhersla á nauðsyn þess að í stjórnmálum heyr- ist rödd þeirra sem hugsa til framtíðar. Guðlaugur hvetur unga fólkið til að spyija stjórnmálamenn hvem- ig þeir hyggist flár- magna kosningaloforð sín og hann segir rétti- lega: „Ríkissjóðshalli í dag kemur niður á ungu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynslóðinni, sem eftir nokkur ár mun verða að borga hærri skatta eða sætta sig við harkalegan niðurskurð á opinberri þjónustu." Hagspeki sjáifstæðismanna Betra að satt væri - þ.e. að það væri fyrst eftir nokkur ár sem ungt fólk þyrfti að borga hærri skatta vegna skuldasöfunar fyrri tíma. Því miður er því ekki þannig háttað. í Reykjavík er þessi stund þegar runn- in upp. Þar hafa sjálfstæðismenn farið svo illa að ráði sínu á undan- fömum árum að skuldir borgarsjóðs hafa margfaldast og nema nú 12 milljörðum króna. „Við tókum bara lán,“ sagði Ámi Sigfússon hróðugur þegar hann talaði um fjármögnun þeirra framkvæmda sem Sjálfstæð- isflokkurinn stóð fyrir í borginni á síðasta kjörtímabili. Fyrir hönd unga fólksjns í Reykja- vík hafna ég hagspeki Áma Sigfús- sonar, ég hafna endalausum ávísun- um á framtíðina. Ungt fólk framtíð- arinnar mun eiga nóg með námslán- in, húsnæðislánin og að stofna heim- ili þótt ekki bætist við drápsklyfjar af gömlum skuldum. Skattar Við gerð fjárhagsáætlunar ákvað Reykjavíkurlistinn að hækka ekki útsvarið á þessu ári þótt full „þörf‘ hefði verið á því. Við vorum sam- mála um að staða heimilanna þyldi það ekki eftir linnulausar álögur rík- isstjómar Davíðs Oddssonar og nið- urskurð hennar á bamabótum, vaxtabótum og bamabótaauka svo fátt eitt sé nefnt. Það var samt ekki hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir. Á næstu 10-12 árum er áætlaður heild- arkostnaður af holræsaframkvæmd- um í borginni um 8.500 milljónir. Þar af eru afborganir og vextir vegna framkvæmda í tíð sjálfstæðis- manna 1.640 milljónir krónar en alls var áfallinn kostnaður vegna þeirra framkvæmda orðinn 1.870 milljónir króna í árslok 1994. Af þessu sést að þessar framkvæmdir vom að mestu leyti fjármagn- aðar fyrir lánsfé. Nýr meirihluti Reykjavíkurlistans ætl- ar ekki að halda þessu háttalagi áfram og situr undir ámæli frá sjálf- stæðismönnum í borg- arstjóm fyrir að leggja á holræsagjald sem er þó lagt á í nær öllum stómm sveitarfélögum á landinu, líka þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum. Þetta gjald er viðleitni til að taka upp ábyrgari fjár- málastjóm en tíðkast hefur í Reykja- vík, en til að taka versta höggið af fólki var ákveðið að fjölga gjalddög- um fasteignagjalda úr þremur í sex en gegn því barðist Sjálfstæðisflokk- urinn ámm saman. Bílastæðasjóður í tíð sjálfstæðismanna var farið út í miklar framkvæmdir við bíla- geymsluhús í miðborginni. Þessi hús voru byggð fyrir lánsfé og núna skuldar Bílastæðasjóður 830 milljón- ir króna eða um 750 þúsund krónur á hvert bílastæði í bílageymsluhúsi. Reiknað með öðmm aðferðum nem- ur þetta 18 þúsund krónum á hvern fólksbíl í borginni. Þessar skuldir þarf að greiða eins og aðrar. Vegna þessara skulda þarf annað tveggja að koma til - borgarsjóður að leggja bílastæðasjóði til fé eða auka sértekjur sjóðsins. Reykjavík- urlistinn taldi rétt að reyna síðari leiðina enda á borgarsjóður nóg með sig. Fyrirhugaðar breytingar á gjald- skránni mættu talsverðri andstöðu meðal kaupmanna í miðbænum og til að koma til móts við sjónarmið þéirra hefur verið sæst á að falla frá hækkun í stöðumæla á skamm- tímastæðum. Eftir stendur að það verður tekin upp lengri gjaldskyldu- tími og gerðar aðrar minni háttar breytingar sem áætlað er að geti skilað sjóðnum nokkmm tekjum. Ég skil sjónarmið kaupmanna í þessu máli mætavel, en ég skil ekki ótímabært upphlaup sjálfstæðis- manna. Árið 1987 hækkuðu sjálf- stæðismenn bílastæðagjaldið í mið- bænum úr 30 kr. í 100 kr. á klukku- tímann. Á sama tíma rem kaupmenn á þessu svæði lífróður í samkeppn- inni við Kringluna og miðbærinn var að fara í gegnum eitthvert mesta niðurlægingartímabil í samfelldri sögu sinni. Davíð Oddsson, sem þá var borgarstjóri, var reyndar gerður afturreka með þessa hækkun eftir nokkra mánuði og gjaldið fór niður 150 kr. á klukkutímann. Sjálfstæðis- menn ættu að minnast þessa sem Aöalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í dag fimmtudaginn 30. mars 1995, kl. 16.30, í þingsölum Hótels Loftleiða. Dagskrá: Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóösins á árinu 1994. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1994, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. Kosning stjórnar. Kosning endurskoöanda. Tillaga um ársarð af stofnfé. Tillaga um þóknun stjórnar. Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir spari- sjóðinn, sbr. lög nr. 43/1993 um viðskiptabanka og sparisjóði. Önnur mál. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Aögöngumiöar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Sparisjóösstjórnin. Sjálfstæðismenn hafa sjálfviljugir valið sér, að mati Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, hlutskipti hins ábyrgð- arlausa gagmýnanda. og þeirra miklu skuldabagga sem þeir hafa bundið sjóðum, nú þegar þeir láta sem mest gegn breytingum á bílastæðagjaldinu. Barnaspítali og Borgarspítali Þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjómartaumum á Borgarspítalan- um sl. vor kom í ljós að fjárhags- staða spítalans var mjög slæm. Halli spítalans á árinu 1993, sem hafði verið 124 milljónir króna, var óbætt- ur og það stefndi í rúmlega 300 milljón króna fjárvöntun árið 1994. Engar ráðstafanir höfðu verið gerð- ar til að mæta þessu en þó kann vel að vera að Ámi Sigússon og Guð- mundur Ámi Stefánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi eitthvað rætt þetta mál sín á milli. Svo mik- ið er víst að þeir ræddu um bygg- ingu bamaspítala á lóð Landspítal- ans og urðu ásáttir um að borgar- sjóður ætti að styrkja ríkissjóð með 100 milljón króna framlagi. Það hefur líkega ekki verið til jafnmikilla vinsælda fallið í aðdraganda kosn- inga að ræða um fyrirséðan rúmlega 400 milljón króna halla á Borgarspít- alanum og hvemig með hann skyldi farið. Átti borgarsjóður eða ríkis- sjóður að greiða hann? Þegar nýkjörin borgaryfirvöld fóru að vinna í þessu máli sl. sumar og haust var við ramman reip að draga. Ekki í heilbrigðisráðuneytinu, því að þar var viss skilningur á vanda spítalans, heldur í fjármálaráðuneyt- inu en þar benti fjármálaráðherra réttilega á að „lög em lög“ og að stjórnendum bæri að halda sig innan ramma fjárlaga. í stjórnarformenn- skutíð sinni á Borgarspítalanum hefði Árni Sigfússon því átt að sjá af einhveijum tíma í að ræða við flokksbróður sinn sem ræður ríkjum í fjármálaráðuneytinu. Eftir langar og strangar viðræður við fulltrúa ráðuneytanna fékkst þó niðurstaða í málið og ríkisvaldið féllst á að greiða uppsafnaðan rekstrarhalla. Engu að síður var nýrri stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur gert að skila 180 milljón króna sparnaði á árinu 1995. Það var þó hátíð miðað við að það vantaði 300 milljónir upp á að framlagið í fjár- lagafrumvarpi ársins 1995 dygði til að reka spítalann. Lengra varð ekki komist á þeim tíma. Nú standa vonir til þess að ríkis- vaidið sættist á 130 milljón króna sparnað og þykir mörgum samt nóg um. Rekstur spítalans hefur þegar verið skorinn inn að beini og það verður ekki gengið lengra án þess að skaða starfsemina. í ljósi þessa, sem og hins að borg- in hefur ekki riðið feitum hesti frá fjármálalegum samskiptum sínum við ríkið, hljómar það eins bg öfug- mælavísa í mínum eymm að borgar- sjóður leggi 100 milljónir króna til uppbyggingar ríkisspítalanna. Það breytir ekki því að málefnið er gott og ég er að sjálfsögðu tilbúin til að beita mér fyrir því, bæði persónulega og pólitískt, að það hljóti framgang hjá réttkjörnum yfirvöldum. Kosningaloforð Fyrir kosningar lofaði Reykjavík- urlistinn því að uppbygging leikskóla og gmnnskóla skyldi hafa forgang á yfirstandandi kjörtímabili þannig að böm þyrftu ekki að hrekjast úr einni vist í aðra eða vera á götunni ella. Við ætlum að setja þessi mál á odd- inn og þess má þegar sjá stað í fjár- hagsáætlun ársins. Þetta vom okkar dýmstu loforð en það er talsverðu til kostandi að foreldrar og böm geti búið við öryggi í daglegu lífí. Verkefnið væri auðvitað ekki svona stórt ef sjálfstæðismenn hefðu tekið fyrr við sér. Skuldir borgarsjóðs stafa hins vegar ekki af því að ein- hveiju grettistaki hafi verið lyft í velferðarmálunum. Þessi grein er skrifuð á skrifstofu borgarsjóra í Ráðhúsi sem kostaði tæpa fjóra millj- arða króna. Það kostar 1,5-1,8 millj- arða að útrýma biðlistum eftir leik- skólaplássi. Fegin vildi ég skipta á annarri álmu Ráðhússins og leik- skólaplássum íyrir öll böm í Reykja- vík. Framtíðin Ég átti aldrei von á því að sjálf- stæðismenn í Borgarstjóm Reykja- víkur sættu sig við að hafa tapað meirihlutanum og þeim völdum sem honum fylgja. í einfeldni minni hélt ég samt að þeir myndu hafa kjark og 'getu til að takast á um pólitík. Þeir hefðu eitthvað fram að færa. En svo er ekki. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa greinilega tekið þá afstöðu að hreyfa aðeins við þeim málum sem em ömgglega til vin- sælda fallin en láta önnur eiga sig. Þannig beita þeir sér gegn öllum þeim aðgerðum í fjármálum borgar- innar sem nauðsynlegt hefur reynst að fara út í til að hreinsa upp eftir veisluhöld þeirra sjálfra. Sjálfviljugir hafa þeir valið sér hlutskipti hins ábyrgðarlausa gagn- rýnanda. Er þess skemmst að minn- ast að þeir fluttu ekki eina einustu tillögu við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs heldur létu sér nægja að hafa allt á hornum sér. Allar breyt- ingar á borgarkerfinu em líka eitur í þeirra beinum enda telja þeir sig eiga þetta kerfi og þeir einir hafi rétt til að hrófla við því. Þeir ættu hins vegar að minnast þess að þetta er liðin tíð. Borgarbúar höfnuðu stjóm þeirra í síðustu kosningum. Borgarbúar vildu breytingar og eiga rétt á þeim. Sjálfstæðismenn í Borgarstjóm Reykjavíkur em ábyrgðarlausir menn. Þeir em ekki menn sem hugsa til framtíðar og eiga því ekki sam- leið með ungu fólki. Höfundur er borgarsljóri. Er gigt þykjustusjúkdómur? Mörg eru andlit gigtarinnar í HUGA margra er gigt óhjá- kvæmilegur fylgifiskur ellinnar. Við henni ekkert annað að gera en þola og þrauka. í umræðu manna I mill- um er henni líkt við gamla konu sem gengur kreppt, er heldur svartsýn og sínöldrandi. Raunar er gigtin ekki umræðuhæf því hún er ekki fögur, hún er ekki ung og hefur svip þjáningar. Hún er ekki sjúkdóm- ur heldur hrömun eða vosbúðarein- kenni. Fjárfestum í framtíð- inni, segir Emil Thor- oddsen, og kaupum rauða fjöður. Sem betur fer em einnig margir sem gera sér grein fyrir því að gigt er sjúkdómur sem hijáir bæði unga og gamla. Þeir vita að hún kemur víða við, því einn af hveijum fimm íslendingum er með gigt. Gigft er ekki bara gigt Samkvæmt skilgreiningu Al- þjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar er gigt samheiti yfir sjúkdóma í bandvef, svo og sársaukafulla kvilla í stoðkerfi líkamans. Hinir einstöku gigtarsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað. Algengustu gigtarsjúkdómarnir í daglegu tali em liðagigt (iktsýki), slitgigt, vöðvagigt og beinþynning. Algengustu merki um gigt em stirð- ieiki, verkir og bólga í liðum, vöðv- um, sinum og sinafestum. Fólk á öllum aldri fær gigtarsjúkdóma og þeir hijá um það bil 50.000 íslend- inga í dag. Gigt virðist liggja í ættum Það er almennt álitið meðal gigtarsérfræð- inga að gigtin leggist þyngra á sumar ijöl- skyldur en aðrar, hún leynist í ættum. Víxl- verkun milli erfðaupp- lags og umhverfisþátta er talin rót vandans. Afleiðingar ættgeng- is gigtarsjúkdóma em mjög sjaldan ræddar einkum og sér í lagi ef skoðaður er allur sá fjöldi fólks sem gigtin hijáir. Gigtarfólk á sín- ar fjölskyldur, vinnur sín verk eftir bestu getu og ber í bijósti þá ósk sem allir hafa fyrir hönd afkomenda sinna, að þeim vegni sem best og líði sem best. Gigtin hefur ýmis and- lit. Gigt veldur angist Angistin er ekki alltaf augljós. Setjum okkur í spor föður sem ræð- ir við sérfræðing. Hann hefur að- draganda að spurningum sínum, m.a. að hann eigi íjögur yndisleg böm á aldrinum tveggja til fimmtán ára. Hann telur sig sjá ákveðin ein- kenni í atferli sjö ára sonar síns sem hann kannast við frá eigin æsku hjá sjálfum sér. Er ástæða til að gera eitthvað og hvað get ég gert? spyr hann. Gigtin er ekki sérfræðingnum betri, svörin em loðin enda greining- artími gigtar oft langur. Angist föð- urins má m.a. rekja til þess að gigt- in er lævís og liggnr í ættum. Ef til vill er sonurinn einungis líkur föður sínum því þrátt fyrir það að gigtin leynist í ættum þá fá ekki allir í ættinni gigt. Angistin er engu að síður raunveruleg. Eins er angist í huga unga fólks- ins sem spyr um möguleika á eðli- legu lífi, eðlilegri starfsgetu, hvort gigtin káli og hveijar séu líkur á lækningu. Eldra fólk- ið óttast einangrun, ósjálfstæði og missi sjálfsvirðingar vegna skertrar hreyfigetu. í huga þessa fólks er gigtin ekki þykjustu- sjúkdómur og áherslu- þungi á lausn á gigtar- gátunni augljós. Á að leysa gigtargátuna á íslandi? Emil Thoroddsen Hér á landi eru mjög ákjósanlegar aðstæður til rannsókna á þessu sviði. Erfð- aupplag íslendinga er einsleitt, hér er ættfræðiþekking mikil og sam- vinna sjúklinga, gigtarlækna, erfða- og ónæmisfræðinga er náin. Hér er um sérstöðu að ræða sem rannsókn- arfólk leitar að og nær ógerningur er að finna meðal stærri þjóða. Fjárskortur hefur háð því að ís- lenskir vísindamenn hafi getað nýtt sér nýja tækni í erfða- og ónæmis- fræði á mikinn efnivið sem þegar hefur verið safnað hér á landi til gigtarrannsókna. Lionshreyfmgin á íslandi hefur gengið til liðs við Gigtarfélag íslands og mun um næstu helgi safna fé með sölu á rauðri fjöður til eflingar gigtarrannsókna á Islandi. Mark- miðið er að íslenskir vísindamenn fái tækifæri til þess að sanna sig og leggja fram mikilvægan skerf til að ráða niðurlögum þess vágests sem gigtin er. Með stuðningi við framtak- ið leggja landsmenn sitt af mörkum til að koma í veg fyrir vanlíðan og angist. Fjárfestum í framtíðinni, kaupum rauða fjöður. Höfundur er framkvæmdastjóri Gigtarfélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.