Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
öeei ssaíí .08 HUOAauTMMn 0£
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 41
Alltíhönk
ALLT í hönk kemur frá Stykkishólmi
og leikur „bara rokk“. Hljómsveitina
skipa Birkir Pálsson trommuleikari,
Þorsteinn Eyþórsson bassaleikari,
Kári Bergsson Hjaltalín söngvari og
Svanur Már Gíslason gitarleikari.
Meðalaldur þeirra er tæp sextán ár.
Jelly Belly
JELLY Belly er ísfirsk og leikur Se-
attle-þungarokk. Hana skipa Páll
Bryngeirsson söngvari, Andri G.
Árnason trymbill, Páll J. Hilmarsson
og Gunnar Þór Helgason gítarleikar-
ar og Þorri Gestsson bassaleikari.
Meðalaldur þeirra er rúm átján ár.
Blunt
BLUNT ER af Snæfellsnesi. Hana
skipa Hans Guðmundsson gítarleikari
og söngvari, Hjalti Baldursson bassa-
leikari og Sævar Rúnarsson trommu-
leikari. Þeir félagar segjast leika sitt-
lítið af hveiju, aðallega þó rokk, en
meðalaldur þeirra er sextán ár.
200.000 naglbítar
200.000 naglbítar heitir hljómsveit
frá Akureyri, og leikur nýbylgjurokk.
Sveitina skipa Vilhelm Jónsson gítar-
leikari og söngvari, Kári Jónsson
bassaleikari og söngvari og Axel
Árnason trommuleikari. Meðalaldur
þeirra félaga er rúm sextán ár.
Músíktilraunir
Tónabæjar
Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, hafa staðið
undanfarnar vikur og þegar hafa 23 hljómsveitir keppt um
sæti í úrslitum. Árni Matthíasson kynnti sér hvaða níu hljóm-
sveitir keppa í kvöld, síðasta undanúrslitakvöldið.
í KVÖLD er loka undanúrslitakvöld
Músíktilraunanna. Þegar hafa tuttugu og
þrjár hljómsveitir keppt um sæti í úrslitun-
um, sem fram fara á morgun, og í kvöld
keppa síðustu níu hljómsveitimar um tvö
úrslitasæti til viðbótar.
Tilraunirnar ganga þannig fyrir sig að
hver hljómsveit flytur þrjú frumsamin lög
og áheyrendur greiða síðan atkvæði um
frammistöðu hennar. Dómnefnd sem gríp-
ur síðan inní ef þörf krefur. Úrslitakvöld-
ið, annað kvöld, er vægi dómnefndar öllu
meira, eða 70% á móti 30% úr sal.
Hefðbundin verðlaun í Músíktilraunum
eru hljóðverstímar og að þessu sinni eru
fyrstu verðlaun 25 tímar í Sýrlandi, sem
Skífan gefur, 2. verðlaun eru 25 tímar í
Gijótnámunni sem Spor gefur, 3. verðlaun
eru einnig 20 hljóðverstímar, frá Hljóð-
hamri, en einnig fær athyglisverðasta
hljómsveitin 20 hljóðverstíma frá Stúdíói
Stef. Til viðbótar við þetta fær svo sigur-
sveit hvers kvölds 10 hljóðverstíma að
launum í Hellinum, hljóðveri Fellahellis.
Að auki fær besti gítarleikari gítar frá
Hljóðfæraverslun Steina, besti söngvarinn
fær Shure hljóðnema frá Tónabúðinni
Akureyri, besti bassaleikari vöruúttekt frá
Skífunni í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur,
besti trommuleikarinn fær vöruúttekt frá
Samspili og Paul Bernburg og besti hljóm-
borðsleikarinn verður einnig verðlaunaður.
Einnig gefur Japís geisladiska, en styrkta-
raðilar er einmitt Japís, Skífan, Hard
Rock Café, Coca Cola, Pizzahúsið og Jón
Bakan, að ógleymdu Hljóðkerfi Reykjavík-
ur,_ sem leggur til allan tækjabúnað.
í kvöld verður gestahljómsveit Unun,
sem leikur fyrir tilraunirnar og síðan á
meðan atkvæði eru talin í lokin, en annað
kvöld leikur Jet Black Joe.
i '
IPy :: '1'
Kuffs
KUFFS ER að meirihluta skipuð
Hvammstangabúum. Liðsmenn eru
Guðmundur Jónsson gítarleikari,
Friðbjörg Jónsdóttir söngkona, Sonja
K. Marinósdóttir söngkona og hljóm-
borðsleikari, Gunnar Æ. Björnsson
bassaleikari og Hinrik Þ. Oliversson
trommuleikari. Meðalaldur Kuffs-
liða er tæp sextán ár, en sveitin leik-
ur bara rokk.
Morð
FRÁ Seyðisfirði, er hljómsveitin
Morð. Liðsmenn eru Páll Jónasson
gítarleikari, Gísli Þrastarson bassa-
leikari og söngvari, Kári Kolbeinsson
trommuleikari, Ólafur Örn Pétursson
söngvari og Logi Hallsson bassaleik-
ari og söngvari. Þeir leika óskilgreint
pönkrokk, „hrátt og gott“, en meðal-
aldur þeirra er rúm sextán ár.
Border
FRÁ AKUREYRI kemur Border og
leikur milt rokk. Liðsmenn Border eru
Karl H. Hákonarson bassaleikari og
söngvari, Friðrik Flosason gítarleik-
ari, Ingi Þór Tryggvason gítarleikari
og söngvari, Guðmundur Rúnar
Brynjarsson trommuleikari og Hildi-
gunnur Árnadóttir söngkona. Meðal-
aldur sveitarmanna er tæp átján ár.
3 CityFlavours
HLJÓMSVEITIN 3 City Flavours
kemur frá Hvammstanga líkt og
Kuffs. Hljómsveitina skipa Vilhelm
Vilhelmsson bassaleikari, Kristín
Guðmundsdóttir söngkona, Kjartan
ÓIi Ólafsson gítarleikari og Baldur
Ingvar Sigurðsson trommuleikari.
Meðalaldur er tæp fimmtán ár, en
sveitin leikur Seattlerokk.
Tartarus
EINA dauðarokksveitin í Músíktil-
raunum að þessu sinni er Tartarus,
sem kemur úr Eyjafirði. Sveitina
skipa Stefán Ásgeir Ómarsson og
Vincent G, Pálsson gítarleikarar,
Lúðvík A. Þorsteinsson bassaleikari,
Bragi Bragason söngvari og Helgi
Jónsson trommuleikari. Meðalaldur
þeirra félaga er rúm tuttugu ár.
Úrslitin ráðin á NM?
skAk
Hótcl Loftlciöir:
SKÁKÞING NORÐUR-
LANDA OG SVÆÐAMÓT
21. mars — 2. apríl
DANINN Curt Hansen er óstöðv-
andi á Norðurlandamótinu. í gær
sigraði hann núverandi Norður-
landameistara, Simen Agdestein frá
Noregi, og er kominn með sex vinn-
ing og vinningsforskot á næstu
menn. Það er hins vegar orðið næst-
um útilokað að Agdestein nái að
veija titilinn eftir tapið í gær, en
hann hefur þtjá og hálfan vinning.
En þótt Curt Hansen sé kominn
með aðra höndina á titilinn ríkir
samt ennþá mikil spenna um það
hveijir hreppi hin sætin tvö á milli-
svæðamótinu. Athygli vekur að
Daninn hefur unnið allar skákir sín-
ar með svörtu á mótinu.
Það var óvenju mikil lognmolla
yfir skákum íslensku keppendanna
í sjöundu umferð. Þeir gerðu allir
jafntefli nema Helgi Ólafsson sem
sigraði sænska stórmeistarann
Thomas Ernst.
Úrslit í 7. umferð:
Agdestein-CurtHansen 0-1
Margeir—Pia Cramling 'li-'h
SuneBergHansen-Hector 0-1
Jóhann-Gausel 'h-'h
Hannes—Tisdall 'h-'h
Lars Bo Hansen - Sammalvuo 1 -0
Manninen - Djurhuus 0-1
Helgi Ól. — Emst 1-0
Þröstur—Degerman 'h-'h
Mortensen-Akesson 1-0
Staðan á mótinu:
1. CurtHansen 6 v.
2. Pia Cramling 5 v.
3-4. MargeirogHector 4'h v.
5-9. Jóhann, Lars Bo Hansen, Tisdall,
GauselogDjurhuus _ 4 v.
10—13. Agdestein, Hannes, Helgi Ól.,
SuneBergHansen 3Ví v.
14-15. Sammalvuo og Mortensen 3 v.
16-18. Þröstur.DegermanogManninen 2'h v.
19. Ernst 2 v.
20. Ákesson 'h v.
Við skulum líta á mikilvæga við-
ureign Agdesteins og Curts Hans-
ens:
Hvítt: Agdestein
Svart: Curt Hansen
Slavnesk vörn
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 -
Rf6 4. Rf3 - dxc4 5. a4 - Bf5
6. Re5 - e6 7. f3 - Bb4 8. e4 -
Bxe4 9. fxe4 — Rxe4 10. Bd2 —
Dxd4 11. Rxe4 — Dxe4+ 12. De2
- Bxd2+ 13. Kxd2 - Dd5+ 14.
Kc2 - Ra6 15. Rxc4 - 0-0-0 16.
De3!?
Þetta er síðasta orðið í vinsælu
mannsfórnarafbrigði Slavnesku
varnarinnar. Áður var venjulega
leikið 16. De5 — f6 og þá fyrst 17.
De3, en Kramnik beitti þessum leik
gegn Kiril Georgiev á Ólympíumót-
inu og sigraði. Búigarinn lék nú 16.
— Kb8, en Kramnik hefur sagt í
skýringum við skákina að 16. —
Rc5 sé besta svarið og 16. De3 sé
lakari en 16. De5 vegna þess.
16. - Rc5 17. Be2 - Df5+ 18.
Kc3 - Df6+ 19. Kb4 - Hd5 20.
Ka3 - Hhd8 21. Hadl - Dg5 22.
Dxg5 - Hxg5 23. Hxd8+ -
Ekki 23. Rd6+ - Kc7 24. Rxf7
- Hxdl 25. Hxdl — Hxg2. Nú
kemur upp dæmigert endatafl fyrir
þetta afbrigði þar sem Agdestein
má nokkuð vel við una, stendur lík-
lega ívið betur. En það var farið
að saxast á tímann og hann finnur
ekki áætlun á meðan svörtu peðin
geysast fram.
23. - Kxd8 24. Bf3 - Kc7 25.
Hdl - Rd7 26. h4 - Hg6 27. a5
- f5 28. Kb4 - Hh6 29. h5?! -
e5! 30. Kc3 - g5! 31. Be2?! -
g4 32. Re3 - Hxh5 33. Rxg4 -
Hg5 34. Re3 - f4 35. Rc4 -
Hxg2 36. Bd3 — h5 37. b4 - Hg5?!
Hér virðist 37. — Hg3 eða 37. —
h4 vera sterkara, en þetta tímatap
kemur ekki að sök.
38. Rd2 - Rf6! 39. Rf3 - Rd5+
40. Kb3 - Hg3 41. Rxe5
Sjá stöðumynd
Tímaroörkunum er náð og línurn-
ar hafa skýrst. Hvítur hefur ennþá
mann fyrir þijú peð, en menn hans
vinna svo itla saman að ekki er
hægt að virkja þá gegn svörtu frí-
peðunum á kóngsvæng.
41. - h4 42. Hel - h3 43. Kc4
- f3 44. Kd4 - h2 45. Hhl - f2
a b c d a f g.h
46. b5 - Rb4 47. Bc4 - Rc2+
48. Ke4 - Re3 49. b6+ Alger
örvænting, en 49. Bd3 — fl=D 50.
Bxfl - Rxfl 51. Hxfl - Hgl var
ekki síður vonlaust.
49. — axb6 50. axb6+ — Kxb6
51. Hxh2 - fl=D 52. Bxfl -
Rxfl 53. Rd7+ - Kc7 54. Hh7 -
b§! 55. Re5+ - Kb6 56. Rd7+ -
Ka5 57. Kd4 - Rd2 58. Hh6 -
Rb3+ 59. Ke5 - c5 60. Kd5 -
c4 61. Re5 - Kb4 62. Rc6+ -
Ka3 63. Ra7 - Hg5+ 64. Ke4 -
c3 65. Hh2 - Hc5 66. Hc2 - b4
67. Kd3 — Ral og hvítur gafst upp.
Margeir Pétursson