Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra heimilislækna Morgunblaðið/Sigurður Ingi Sveinsson Sækó veiðifélagið FJÓRIR piltar sem alla jafna stunda nám í MR og Kvenna- skólanum hafa notað kenn- araverkfallið til að stunda dorgveiði á Tjörninni í Reykja- vík. Ekki fer neinum sögum af aflabrögðum þeirra félaga. Gert í fullu sam- ráði við borg- arminjavörð INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir að fullt samráð hafi verið haft við borgarminjavörð þegar auglýst var eftir forstöðu- manni fyrir Árbæjarsafn, borgar- minjaverði, vegna bamsburðar- leyfis núverandi borgarminjarvarð- ar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningarmálanefnd Reylq'avík- urborgar gerðu bókun á fundi nefndarinnar 22. mars þar sem vinnubrögð borgarstjóra í máli þessu em harðlega átalin, en í bókuninni segir að auglýsing eftir nýjum forstöðumanni vegi að starfsheíðri núverandi borgar- minjavarðar og feli í sér vantraust á störf hans. í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var svo haft eftir Ingu Jónu Þórðardóttur, sem situr í menningarmálanefnd fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, að greinilega sé um að ræða mál sem eigi að ger- ast á bakvið tjöldin og tilgangurinn hljóti að vera sá að grafa undan viðkomandi stjórnanda. Sérkennileg uppákoma „Mér finnst þetta mjög sérkenni- leg uppákoma hjá þeim stöllum í menningarmálanefndinni vegna þess að ég ákvað það í samráði við borgarminjavörð að hafa þennan háttinn á að auglýsa þessa afleys- ingastöðu," sagði borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að sjálfsögðu mun borgar- minjavörður síðan gera menning- armálanefnd grein fyrir þessu máli þegar þar að kemur og ástæðu- laust að það sé verið að fara með það fyrir menningarmálanefnd fyr- irfram hvort það sé auglýst afleys- ingastaða eða ekki. Þetta var gert í fullu samráði við borgarminjavörð og mér sýnist bara að Inga Jóna Þórðardóttir sé þjóna sinni lund með þessari uppákomu og geri ekki borgarminjaverði greiða né safninu nema síður væri.“ Aðalsvið stofnað um fjarskiptarekstur P&S sem er í samkeppni við aðra „Skref til einkavæðingar“ STOFNAÐ hefur verið nýtt aðalsvið hjá Pósti og síma utan um þann ijarskiptarekstur sem er eða getur orðið í beinni samkeppni við aðrá aðila á markaðinum, samkvæmt nýrri reglugerð um skipulag og verkefni P&S. Undir hið nýja svið heyrirmeðal annars farsímadeild, þjónustudeild gagna- flutnings og notendabúnaðardeild. „Þessi breyting á skipulagi P&S er komin til vegna þess að óhjákvæmilegt er eins og nú er komið að stíga skref til einkavæðingar, annaðhvort á Símanum í heild sinni eða einstök- um þáttum hans,“ segir Halldór Blöndal samgönguráðherra. Morgunblaðið/Rax ÞÓRHALLUR Jósepsson deildarstjóri í samgöngxiráðuneytinu, Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri, Ragn- hildur Hjaltadóttir deildarstjóri, Halldór Blöndal og Jón Birg- ir Jónsson ráðuneytisstjóri bera saman bækur sínar. MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá stjóm Félags ís- lenskra heimilislækna, sem er svo- hljóðandi: „Undanfamar vikur hefur verið háð hatrammt áróðursstríð af hálfu Sérfræðingafélags íslenskra lækna gegn tilvísanakerfi því sem heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að koma á laggimar. Áróðri sínum hefur Sérfræðingafélagið beint til almennings en snúið honum gegn heilbrigðisráðherra og einnig starfssystkinum sínum, heimilis- læknum og starfsvettvangi þeirra á sviði heilsugæslu. Miklu hefur verið til kostað bæði með auglýsing- um í fjölmiðlum og útgáfu flugm- iða. Auk þess hafa talsmenn Sér- fræðingafélagsins verið iðnir sem einstaklingar í blöðum og á ljósvak- anum og verið tíðir gestir fjöimiðl- unga með einhliða málflutning sinn gegn tilvísunarkerfinu. Við þetta væri ekki að athuga ef rétt væri farið með staðreyndir og Sérfræðingafélagið gætti hófs og virðingar sinnar og annarra í málflutningi sínum. ítrekað er far- ið rangt með kostnað við læknis- hjálp heimilislækna og þann kostn- aðarauka sem kann að hljótast af tilvísunarkerfinu í heilsugæslunni. Einnig er veist að störfum heimilis- lækna og m.a. fullyrt í auglýsing- um að sjúklingar beri ekki traust til heimilislækna sinna og að þeir njóti ekki læknishjálpar hjá þeim læknum sem gefa út tilvísanir fyr- ir þá. Sérfræðingafélagið hefur gengið svo langt að leggja til, að uppbyggingu í heilsugæslu í Reykjavík verði hætt og að sér- fræðingar taki að sér þá þjónustu sem á vantar. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna fordæmir málflutning af þessu tagi og telur að hann sé ein- ungis til þess fallinn að drepa á dreif málefnalegri umræðu um til- vísunarkerfíð og sá ótta og tor- tryggni í brjóst sjúklinga sem læknar ættu með réttu að hlífa. Stjóm Félags íslenskra heimilis- Iækna telur að Sérfræðingafélag íslenskra lækna hafi með fram- göngu sinni orðið sér til minnkunn- ar og skaðað heiður og virðingu íslenskra lækna með þeim hætti að seint verði úr bætt. Lýsir stjóm Félags íslenskra heimilislækna fullri ábyrgð á hendur þeim lækn- um sem leiða þessa baráttu vegna þeirra afleiðinga sem af henni kunni að hljótast." Hann kvaðst vera þeirrar skoð- unar að rétt sé að einkavæða Sím- ann, hann verði hlutafélag í eigu ríkisins og þurfi heimild Alþingis til að selja hlutabréf í því. Ástæðan sé tvenns konar að hans viti; í fyrsta lagi sé of þungt í vöfum fyrir jafn stórt fyrirtæki á sviði nútímafjarskipta að þurfa að leita eftir heimildum til fjárveit- ingavaldsins til athafna. í öðru lagi sé slík einkavæðing nauðsyn- leg, þar sem íslendingar þurfi að starfa í samræmi við þróun annars staðar í heiminum og innan hins Evrópska efnahagssvæðis muni á næstu áram einstakir þættir póst- þjónustu og annarrar opinberrar starfsemi verða einkavæddir. P&S standi vel og telji hann að einka- væðing muni hvorki stofna framtíð þess í hættu né draga úr atvinnuör- yggi og kjöram starfsmanna þegar þar að kemur. Veltan 1.300 milljónir kr. Nýja sviðið verður aðskilið fjár- hagslega og stjómsýslulega frá P&S, en undir yfirstjóm póst- og símamálastjóra, auk þess sem deildir á borð við starfsmannahald, íjármálasvið og bókhald P&S veita því þjónustu. Áætlað er að um 90 starfsmenn flytjist á hið nýja svið við þessar breytingar, en þessi starfsemi P&S velti 1.300 milljón- um króna á seinasta ári. Undir hið nýja svið heyrir rekstur NMT-far- símakerfisins, GSM-farsímakerfis- ins, boðkerfisins, kaup og sala notendabúnaðar ásamt rekstri til- heyrandi verkstæða, markaðsmál og fjölþjóðsamskipti tengd þessari starfsemi svo og ýmis virðisauk- andi þjónusta. Haraldur Sigurðsson sem gegnt hefur starfí aðstoðarframkvæmda- stjóra fjarskiptasviðs P&S hefur verið skipaður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs, ásamt rekstri til- heyrandi verkstæða. Úrskurður réð ekki úrslitum Síðastliðið haust óskaði Sam- keppnisráð eftir aðskilnaði sölu- deildar P&S frá annarri starfsemi sem nýtur einkaleyfísverndar, til að taka af allan vafa um að P&S greiði ekki niður viðskipti með notendabúnað pneð einkaleyfis- vemdaðri starfsemi sinni. Æski- legt væri að stofna sérstakt fyrir- tæki um þá hluta rekstrar P&S sem eru í samkeppnisumhverfi. Ráð- herra sagði að úrskurður Sam- keppnisráðs hefði ekki ráðið úrslit- um um stofnun hins nýja sviðs, heldur aðeins verið í samræmi við undirbúning sem þegar hefði verið kominn af stað þegar úrskurður féll. Hef opnað hárgreiðslustofu í Baðhúsinu Gamlir og nýir viðskiptavinir eru velkomnir. Opnunartilboð: s 20% afsláttur af permanenti fram að páskum. I HÁRSTOFAN BAÐHÚSINU, Ármúla 30, sími 588 2770 Uelga Jóliannsdóltir. háigieiðsliimeislai-i (áður :i Salon Nes). Framsókn '95_________________________ Halldór Asgrímsson verður á ferS um Reykjaneskjördæmi í dag og á sameiginlegum fundi flokksformanna á Stöð 2 kl. 21:45 í kvöld. Föstudaginn 31. mars og laugardaginn 1. apríl verður hann á Austfjörðum. B Framsóknarflokkurinn © $ » l 1 I r i i i i i i i i i i \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.