Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ Sænsk gæöavara á góöu veröi -8’ 7.600 kr. -15’ 10.750 kr. -25’ 14.250 kr. Búðin er opin (rá kl. 13 -17 aila virka daga. Drcifing: sími 568 9391 • Hljóðlát aðeins 41dba • Tvöföld lekavörn • Hægt að hækka og lækka efri grind • Tekur borðbúnað fyrir 12 manns • Breidd 60 cm • Öryggislæsing á hurð + barnaöryggi • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR 20 RAFVORUR >RMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 BJÖRN JÓNSSON +Björn Jónsson, fyrrv. yfirflug- umferðarstjóri og fyrrv. fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjóra, fæddist á Akureyri 25. janúar 1915. Hann andaðist í Reykjavík 21. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Eyjólfur Berg- sveinsson, f. 27.6. 1879, d. 17.12.1954, skipstjóri, yfirsíld- armatsmaður og erindreki SVFÍ, og kona hans, Ástríður María Eggertsdóttir frá Fremri-Langey, húsmóðir. Systkini Björns voru átta og eru fjögur þeirra á lífi. Systkini hans: Bergsveinn, f. í Reykjavík 18.12. 1908, d. 21.12. 1971, full- trúi hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, var kvæntur Magnúsínu Bjarnleifsdóttur húsmóður og átti hann tvö börn; Eggert Thorberg, f. á Akureyri 12. 8. 1911, d. 2.3. 1988, fulltrúi hjá Rafmagns- veitu Reylgavíkur og síðar dyravörður á Hótel Sögu, var kvæntur Láru Petrínu Bjarna- dóttur og eignuðust þau sjö börn; Ingibjörg, f. á Ákureyri 2.1.1917, d. 11.9.1989, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Sigurði Kr. Þórðarsyni gjaldkera og eignuðust þau þijú börn; Kjart- an, f. á Akureyri 21.4. 1918, bifreiðasljóri í Reykjavík, kvæntur Gróu Þorleifsdóttur húsmóður, og á hann fjögur börn; Steinunn Ásta Elísabet North, f. á Akureyri 13.6.1920, húsmóðir í Englandi, gift dr. James North lækni og eiga þau eitt bara; Friðrik, f. á Akureyri 4.7. 1921, skipstjóri og síðar deildarstjóri hjá Sementsverk- smiðju ríkisins, kvæntur Körlu Stefánsdóttur húsmóður og eiga þau fimm böra; Kristbjörg María, f. í Reykjavík 2.4. 1924, húsmóðir og verslunarmaður í Reykjavík, gift Guðmundi Bjarnasyni, vélstjóra hjá ísal, og eiga þau tvö böra, og Þórar- inn Ottar Berg, f. í Reylgavík 24.7. 1925, d. 15.11. 1978, flug- rekstrarstjóri Loftleiða og síð- ar Flugleiða, búsettur í Kópa- vogj, var kvæntur Borghildi Edwald, húsmóður og starfs- manni á iðnþjálfunardeild á Kleppi, og eignaðist hann fimm böra. Björn kvæntist 23.4. 1941 Jóhönnu Maríu Hafliðadótt- ur, f. i Flatey á Breiðafirði 6.1. 1920, húsmóður, dóttur Hafliða Pét- urssonar, bónda og sjómanns og síðar húsvarðar í flugt- urninum á Reykja- víkurflugvelli, og Steinunnar Þórð- ardóttur húsmóður. Böra Björns og Jóhönnu Maríu eru Hafliði Örn, f. 2.6. 1941, radíóvirki og flugmaður og nú fulltrúi hjá Flugmála- stóra í kortagerðar- og aðflug- tæknideild, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Maju Þuríði Guð- mundsdóttur, aðstoðarstúlku hjá tannlækni og eiga þau Haf- liði Öra þijú böra; Hilmar Þór, f. 28.8. 1945, arkitekt í Reykja- vík, kvæntur Svanhildi Sigurð- ardóttur, fulltrúa hjá Flugleið- um, og eiga þau tvö börn; Stein- unn Asta, f. 20.10. 1948, rítarí hjá ísal, búsett í Reykjavík, gift Jóni Frimanni Eiríkssyni kaup- manni og eiga þau eitt barn, og Sigríður Birna, f. 18.8.1956, innanhússarkitekt í Kaup- mannahöfn, gift Steen Hugaard vélaverkfræðingi og eiga þau tvö börn. Bjöm lauk prófi frá VÍ 1933 og stundaði síðan svifflugnám í Þýskalandi, sem hann lauk 1937, auk þess sem hann öðlað- ist kennararéttindi í svifflugi. Hann stundaði nám í fiugum- ferðarstjóra á vegum RAF 1945- 46 og vélflugnám 1946- 47. Þá stundaði hann nám í flugumsjón í New York 1950. Bjöm stundaði verslunar- störf hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur, Liverpool og Silla og Valda á árunum 1927-41, var öryggisvörður vegna loftvarna 1941-43, vann við flugrekst*'" ar- og skrifstofustörf hjá Flug- félagi Islands 1944-45, var yfir- flugumferðarsljóri 1946-55, auk þess sem hann var flug- rekstrarsljóri Keflavíkurflug- vallar og sá um yfirsljórn fiug- umsjónar, flugumferðarsljórn- ar og hlaðstarfa 1951-52. Hann var framkvæmdastjóri flugör- yggisþjónustu 1955-63 og tækniráðunautur hjá ICAO í París 1961-66 þar sem hann starfaði við flugnmferðarstjórn og flugrekstrarmál i Evrópu z' Harðir diskar fyrir flestar tölvnr 420 Mb og stærri BOÐEIND Austurströnd 12. Sími561-206l.Fax561-2081 J Sjálfsbjörg - Landssamband fatlabra Sjálfsbjargarádrepan afhent í Hafnarfirði á morgun kl. 12 Föstudaginn 31. mars stendur Sjálfsbjörg fyrir mótmaelum við Bæjarskrifstofuna í Hafnarfirði vegna lélegs aðgengis að flestum opinberum stofnunum bæjarins. Afhent verður Sjálfsbjargarádrepan, „Þrándur í götu nr. 2." Með förinni veröa söngvarinn KK og sterkasta kona íslands, Sigrún Hreiðarsdóttir. Okeypis sætaferðir verða frá Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, kl. 11.10, frá húsi Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10 kl. 11.20 og frá Oddshúsi, Sléttuvegi 7, kl. 11.30. Allir, sem vettlingi geta valdið, eru hvattir til að mæta og krefjast þess, að tekið sé tillit til hreýfihamlaðra við innréttingu og hönnun bygginga. Mæting fyrir framan verslunarmiðstöðina Miðbæ kl. 12. Kjörorðin eru „Bein leið, gatan liggurgreið" og „ Aðgengi alla leið". Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. og Afríku. Þá var Björn vara- fiugrekstrarstj óri Loftleiða 1966- 72 og framkvæmdastjóri alþjóðadeildar hjá Flugmála- stjóra 1973-86. Björa var oft staðgengill Agnars Kofoed Hansen fiugmálastjóra í fjar- veru hans. Björn starfaði mikið i skáta- hreyfingunni á árunum 1930-37 og var deildarforingi í skátafélaginu Væringjum. Hann var meðal stofnenda Svif- flugfélags íslands og Flugmála- félags íslands 1936. Þá kenndi hann svifflug frá 1937-49, var fyrsti yfirkennari Svifflugfé- lagsins og um árabil í stjórn þess. Hann var varaformaður og síðar formaður í fyrstu stjórn Félags flugmálastarfs- manna rikisins og formaður þar aftur síðar. Þá var Björn forseti Flugmálafélags íslands 1967- 79. Björa hefur hlotið „Diplome Tissandier" frá Fédération Aéronautique Internationale fyrir brautryðjendastörf í flug- málum. Hann hefur verið sæmdur ríddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, riddara- krossi hinnar konunglegu sænsku norðurstjörnu, heiðurs- peningi úr gulli 1. fl. frá Dan- mörku, heiðurspeningi með kórónu úr silfri frá Svíþjóð og gullmerki Flugmálafélags ís- lands. Þá er hann heiðursfélagi Félags íslenskra einkaflug- manna. Björa verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. ÁSTKÆR afí minn, Bjöm Jónsson, er látinn. Enda þótt ég hafí gert mér grein fyrir að hverju stefndi var mér brugðið þegar mér bámst tíðindin. Ég var óviðbúin dauða afa þrátt fyrir að hafa talið mig undir- búna komu hans. Margs er að minn- ast og margt kemur upp í hugann á þessari stundu. Hver minningin af annarri rifjast upp fyrir mér og í huganum geymi ég mynd af elsku afa mínum. En efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta návistar hans. Mig langar í stuttu máli að minnast hans. Þegar ég fletti gömlum myndum heima hjá afa og ömmu fyrir nokkr- um árum varð mér það ljóst að afi hefur fylgt flugi nánast frá því að saga þess hófst hér á landi. Hann var virkur í framþróun þess á öllum sviðum í tæplega sex áratugi, hvort heldur var á sviði flugsins sjálfs, eða flugrekstrar, opinberri umfjöll- un þess, stjórnun hérlendis sem og á alþjóðavettvangi. Þetta fékk ég síðan staðfest í fyrrasumar þegar ég sjálf hóf nám í svifflugi, en afi og amma gáfu mér í fermingargjöf þá fjármuni sem til þarf til þess að öðlast einkaflugmannspróf á svif- flugu. Ég hef nú lokið fyrsta áfanga mínum í svifflugi og meðan ég stundaði námið varð ég hvað eftir annað vör við hversu vel afi minn hefur greitt götu flugs og flugmála hér á íslandi. Jafnvel nú um 60 árum etir að hann byijaði göngu sína um athafnasvæði flugáhuga- manna er ég stöðugt minnt á spor hans þar. Ég geri mér alltaf betur og betur grein fyrir hversu mikið og erfitt starf hann og félagar hans unnu á upphafsárum flugsins. Starf- andi flugáhugamenn á öllum aldri minnast hans hvarvetna með stolti og sæmd. Þegar ég heyri þotugný eða sé flugvél fara á loft minnist ég hans. Uppi á vegg í herbergi afa hang- ir skjal sem vottar að hann hefur hlotið „Diplome Tissandier" frá Féd- ération Aéronautique Internationale fyrir brautryðjendastörf í flugmál- um. Hann fór leynt með það, en í hirslum afa og ömmu var að finna margar orður og medalíur, sem hann hefur verið sæmdur um ævina. Einu sinni sýndi amma mér þær allar og sagði mér frá hverri og einni. Þá varð ég þess vís að hann hefur fengið riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu úr hendi forseta íslands og samsvarandi heiðurspen- inga frá konungum Danmerkur og Svíþjóðar fyrir störf í þágu Norður- landanna á alþjóðavettvangi. Auk þess hefur hann hlotið gullmerki Flugmálafélags íslands. Afí minn, Björn Jónsson, lést á jafndægri að vori, einmitt þann dag ársins sem dagurinn sigrar nóttina á eilífri hringrás daganna. Ég mun ávallt minnast hans og samskipta minna við hann með miklum hlýhug. Hann stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, reistur, snyrtilega og smekklega klæddur með sína hógværu og ákaflega kurteislegu framkomu. Hans blíða og milda bros en ákveðna augnaráð gerði hann að verðugri fyrirmynd. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að umgangast hann. Það er sárt að kveðja mann sem hefur haft svona mikil áhrif á líf mitt, en hin sterka minning um hann mun ávallt lifa í hjarta mínu. Guð styrki elsku ömmu mína á þessari erfiðu stundu og hjálpi henni í veikindum hennar. Hún veit að hún á vísa þá umhyggju sem eiginmaður hennar var umvafinn. Guð geymi þig, elsku afi minn. María Sigrún Hilmarsdóttir. Með Birni Jónssyni er genginn einn af frumheijum íslenskra flug- mála. Hann var í hópi þeirra ungu manna sem stofnuðu Flugmálafélag íslands og Svifflugfélag Islands árið 1936 undir forystu Agnars Kofoed- Hansens, síðar flugmálastjóra. En eins og kunnugt er var með þessu félagsstarfi lagður grunnur að end- urreisn flugs á íslandi eftir að önn- ur tilraun til flugreksturs hér á landi hafði rurinið út í sandinn. Bjöm var virkur í félagsstarfinu og hélt fljótlega til Þýskalands þar sem hann lagði stund á svifflug og lauk prófi sem svifflugkennari árið 1937. Sem einn af kennurum Svif- flugfélagsins tók Björn þátt í að kynna mörgum verðandi flugmönn- um undirstöðuatriði flugsins og skipulagði síðar fjölda námskeiða fyrir próf í einkaflugi og atvinnu- flugi. I árslok 1945 réðst Björn til starfa hjá Flugmálastjórn sem flugumferð- arstjóri og var því einn af fyrstu starfsmönnum stofnunarinnar. Hann var valinn til forystu fyrir þeirri litlu sveit íslendinga sem tók við flugumferðarstjórn á Reykjavík- urflugvelli úr hendi breska flughers- ins árið 1946 og hóf að byggja upp íslenska flugumferðarþjónustu. Síð- ar varð hann framkvæmdastjóri flu- göryggisþjónustunnar og lauk starfsferli sínum sem framkvæmda- stjóri alþjóðadeildar Flugmála- stjórnar. Ég kynntist Birni árið 1960 þeg- ar hann var fararstjóri fyrir hópi svifflugmanna, sem fóru til að taka þátt í heimsmeistaramótinu i Köln. Sú ferð varð ógleymanleg og ánægjuleg lífsreynsla fyrir alla þátttakendur og var það ekki síst fararstjórn Björns að þakka hve góður andi ríkti í hópnum. Björn var afar glaðvær maður og áhugi hans og þekking á öllum greinum flugsins voru vel til þess fallin að hvetja unga menn tii dáða á sviði flugmála hvort sem var í leik eða starfi. Þessi mikli áhugi hans á flugi entist honum alla ævi og einkenndi öll störf hans í þágu íslenskra flug- mála. Bjöm hlaut margvíslega viður- kenningu bæði hér á landi og erlend- is. Um fímm ára skeið starfaði hann sem sérfræðingur hjá Alþjóðaflug- málastofnuninni á sviði flugleiðsögu og flugumferðarþjónustu. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín að flugmálum og er þá aðeins fátt tal- ið. Mér er því ljúft og skylt að þakka sérstaklega störf hans í þágu Flug- málastjómar, stofnunar sem hann átti stóran þátt í að móta á fjörutíu ára viðburðaríku tímabili í íslenskri flugsögu. Fjölskyldu Bjöms sendi ég inni- legar samúðarkveðjur á þessum tímamótum þegar við kveðjum hann að loknum farsælum lífsferli. Þorgeir Pálsson fiugmálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.