Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI VINUR minn Jón G. Bjamason er 85 ára í dag. Jón Guðmann er fæddur 30. mars 1910 að Ásólfsskála undir V estur-Eyj afjöllum. Foreldrar hans voru Bjami Eiríksson og Þorgerður Hróbjarts- dóttir, en þau höfðu nýlega hafíð búskap á Ásólfsskála þegar Jón fæddist. Foreldrar Bjama vora Eiríkur Ólafsson og Geirlaug Jónsdóttir en þau bjuggu á Litlu-Lönd- um, Hvalsnesi og síðar undir Eyja- ijöllum. Foreldrar Þorgerðar vora Hróbjartur Pétursson og Sólveig Pálsdóttir er bjuggu á Rauðafelli undir Austur-Eyjaíjöllum. Kona Jóns var Guðbjörg Sveinbjamar- dóttir, en hún lést árið 1959. Guð- björg var dóttir hjónanna Svein- bjamar Jónssonar og Önnu Einars- dóttur en þau bjuggu á Ysta-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum. Börn þeirra Jóns og Guðbjargar era fjögur. 1) Anna Björg læknarit- ari, var gift Guðm. G. Þórarinssyni verkfræðingi. Böm þeirra era: a) Kristín Björg, dýralæknir, sambýl- ismaður Ámi Sigurðsson, jarðeðlis- fræðingur, bam Sigurður Kári b) Þorgerður skrifstofumaður, bam Snorri Karl c) Jón Garðar viðskipta- fræðingur, sambýliskona Margrét Hlöðversdóttir laganemi. d) Ólafur Gauti menntaskólanemi 2) Bjami Þór hdl kvæntur Margréti Jörgen- sen nudd- og snyrtifræðingi. Böm þeirra era: a) Guðbjörg auglýsinga- teiknari, gift Þormari Siguijónssyni trésmiði, bam Orri Þór b) Jón Þór nemi 3) Guðbjörn trésmíðameistari kvæntur Fanný Clau- sen húsmóður. Böm Þeirra eru: a) Svan- fríður Inga b) Guð- björg Anna c) Jóhanna Þóra d) Fyrir hjóna- band eignaðist Guð- bjöm Elvu Dögg sem er nemi. 4) Margrét flugfreyja gift Nikolai Thim veitingamanni. Barn Camilla Guð- björg Jón G. Bjamason er maður sem hefur alla tíð látið skyldustörfín ganga fyrir. Traustur og æðralaus hefur hann gengið að starfí sínu. Vinnudagurinn hefur alltaf verið langur. Ég held að hann hafi aldrei hlíft sér. Frístundir og afþreyingu hefur hann látið sitja á hakanum þar tii ekkert annað kall- aði á. Nú er hann nýfluttur á Hrafn- istu, annir kalla ekki lengur að, þar gefst tóm til þess að líta yfír farinn veg og láta endurskin minninganna lýsa upp liðna tíma. Þegar Jón var aðeins tveggja ára gamall fórst faðir hans, Bjami, með Islendingi árið 1912. Bjami var þá á vertíð í Eyjum eins og algengt var með menn ofan af landi á þeim áram. Foreldrar Jóns höfðu þá búið aðeins stuttan tíma á Ásólfsskála og Þorgerði varð fljótlega of erfítt að halda þar uppi búskap einni. Fregnin um fráfall Bjama kom að vonum sem þrama úr heiðskíra lofti. Mönnum hefur orðið minnis- stætt þegar litli snáðinn var að reyna að hugga móður sína. „Vertu ekki að gráta mamma, sjáðu hvað sólin er falleg." Mörgum lærdóms- mönnum, reyndari og vitrari, hefði reynst erfítt að fínna bjartari úr- ræði við þessar aðstæður. Jón fylgdi móður sinni í vinnumennsku á bæi þarna í sveitinni. Þorgerður var lag- hent og hjálpaði víða til við sauma- skap. Þegar Jonni, en svo er Jón Guð- mann ævinlega kallaður af vinum, var á áttunda ári gerðist Þorgerður bústýra á Mið-Grand undir Eyja- fjöllum. Þar giftist hún síðar Jóni Eyjólfssyni, syni Eyjólfs bónda á Mið-Grand. Jón Eyjólfsson og Þor- gerður eignuðust þijú böm. Þau eru Jóhanna Bjamheiður og Hróbjartur sem bæði era látin og Sigríður Karólína sem lengi bjó á Mið-Grand en nú starfar á Vífílsstöðum. Jonni ólst upp á Mið-Grand, þama undir fjöllunum liggja æskusporin og minningar bemsku- og fyrstu full- orðinsáranna era bundnar þessum stað. Hann gekk í bamaskóla sem þá var á Ásólfsskála. Skólaskylda var frá 10 ára aldri og um það bil 3 mánuðir á ári í íjögur ár. Þá vora ekki skólabílar og talsvert langt að ösla daglega krapann yfir mýrar og flóa að vetrinum til þess að kom- ast í skólann. Síðan varð að sitja blautur í fætuma í köldu skólahús- inu meðan kennsla stóð yfír. Þann- ig vora nú tímarnir þá. Jón vann að bústörfum á Mið- Grand sín uppvaxtarár. Sauðfé var á þessum áram rekið á haustin til slátranar til Reykjavíkur. Ferðin tók 6 daga og var að mestu farið fótgangandi, en þó var farið á hest- um yfir vötnin upp til Fljótshlíðar. Oft var reksturinn 800-1000 fjár og stundum hrepptu menn svo mik- il illviðri og ófærð á Hellisheiði að óvíst hefði orðið um ferðalok ef vörður hefðu ekki vísað veginn. Þótt brú væri komin á Markarfljót gátu hin vötnin, Affall, Álar og Þverá, verið skæðir farartálmar. Vora þá stundum farnar svaðilfarir sem mestu mannraunir teldust nú. Eins og aðrir ungir menn fór Jón á vertíð í Eyjum. Samtals fór hann á 6 eða 7 vertíðir. Eitt skiptið veikt- ist hann svo illa af blóðeitrun að honum var vart hugað líf. Það var alltaf hugsun þeirra Jóns og Guðbjargar að búa í sveit. Þau sóttu um Ásólfsskálann þar sem foreldrar Jóns höfðu hafíð búskap. En þau fengu ekki jörðina. Það varð til þess að þau fluttu til Reykjavíkur. Hugmyndin var þó alltaf að flytja austur við fyrsta tækifæri. Ofá reiptöglin fléttaði Jonni úr hrosshári fyrstu árin í Reykjavík meðan hann var að búa sig undir að flytja undir Fjöllin. En lífsbrautin lá í aðra átt og þau ílent- ust í Reykjavík. Þrátt fyrír mikið atvinnuleysi á þessum áram tókst Jonna alltaf að fá vinnu. Fyrst stundaði hann sjó en síðan almenna hafnarvinnu og eyrarvinnu. Síðar fékk hann vinnu í smiðju og starf- aði upp frá því við jámsmíðar og suðuvinnu. Álveg fram á síðustu árin hefur Jonni verið að vinna. Líklega hefur hann unnið að bíla- réttingum í liðuga fjóra áratugi. Hann náði mikilli leikni við suðu- vinnu og oft var ótrúlegt að sjá hvemig beygluð bílhræ breyttust í höndum hans í glæsivagna. Þau Jón og Guðbjörg reistu sér ágætt einbýlishús í Efstasundi í Reykjavík Þangað lá ævinlega straumur vina og vandamanna að austan sem erindi þurftu að reka í bænum. Og austur undir Fjöllin lá leiðin þeirra hjóna ef færi gafst. Þegar Jonni missti konu sína frá yngstu dótturinni Margréti á fyrsta ári og Guðbjöm var ekki nema 7 ára, breyttist margt í Efstasundinu. Hann vann langan vinnudag og tókst að halda heimilinu saman, lengi með hjálp ráðskonu. Ollum bömum sínum kom hann til mennta og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn við að koma þeim áhuga- málum sínum áfram. Jón G. Bjamason var þrekmaður, sterkbyggður og ötull við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Nú era hendumar ekki jafnstyrkar og forð- um þegar glímt var við fljótin eða heyfengur dreginn heim í hús. Elli kerling hefur sín áhrif, fæturnir stirðna en höfuðið er gott. Jonni er minnugur vel og fróður. Hann kann mikið af ljóðum og þjóðlegum fróðleik og gaman er oft að heyra hann segja barnabörnum sínum og bamabarnabömum sögur. Við sögðum oft bæði í gamni og alvöra að þessar sögur þyrfti að skrá. Á yngri áram hygg ég að honum hafí ekki verið gefíð um að láta hlut sinn og alltaf átti hann erfítt með að þola iðjuleysi og leti. Jonni hlaut ekki ianga skólagöngu en hann náði mikilli hæfni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Mér kem- ur oft í hug vísa Stephans G. þegar ég velti fyrir mér lífshlaupi Jóns Bjamasonar. Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. Þá eiginleika sem skáldið nefnir hefur Jonni hlotið í vöggugjöf. Við Jonni höfum þekkst í 36 ár og allan þann tíma hefur hann reynst mér hinn besti vinur, jafnvel þegar ég hef átt það síst skilið. Á 85 ára afmæli hans sendi ég honum og fjölskyldu hans mínar innilegustu ámaðaróskir. Vissulega getur hann horft sáttur yfír farinn veg. Lengst af ævinnar hefur svit- inn merlað á enni hans, verk féll aldrei úr hendi. Nú er tóm til þess að líta yfir farinn veg og meta hversu til hefur tekist. Nú horfum við öll til hans með hlýhug og þakk- læti. Fáir hygg ég meti afa sinn meira en bömin mín meta Jón G. Bjarnason. Það vildi ég að sá sem stýrir gangi himintungla, sá sem „batt niður fjallanna rætur og hagvandi skúrir og skin“ færi honum milt og bjart ævikveld. Guðm. G. Þórarinsson. JÓN G. BJARNASON RAÐAUGí YSINGAR mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Skýrsla um samfélag, bók Tómasar Gunnarssonar, um leyndarbréf Hæstaréttar íslands, meint lögbrot hátt- settra réttarkerfismanna og aðgerðaleysi valdhafa, fæst í bókabúðum. Verð kr. 1.980,-. Til sölu nú þegar trésmiðja Byggðaverks hf., Hellu- hrauni 8 í Hafnarfriði. Hér er um að ræða ca 500 fm fullbúið trésmíðaverkstæði með viðskiptasamböndum. Þetta er kjörið tæki- færi fyrir útsjónarsama aðila. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Sig- urjónsson í síma 565-5261 eða Albert Sveinsson hjá íslandsbanka hf., Hafnarfirði, í síma 555-0980. Sumarbústaður til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í ca. 95 fm sumarbústað, sem stendur á lóð nr. 15 við l-götu við Rauðavatn. Sumar- bústaðurinn verður seldur til brottflutnings. Húsið er byggt í tvennu lagi og er hægt að skilja húshlutana í sundur. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563-2310. Tilboðum skal skila til skrifstofustjóra borgar- verkfræðings í síðasta lagi fimmtudaginn 6. apríl nk. kl. 16.15. Borgarstjórinn í Reykjavík. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Ólafs- braut 34, lögregluvarðstofunni, Snæfellsbæ, föstudaginn 7. apríl 1995 kl. 11.00: DZ-347 EL-023 FT-585 G-13162 GY-971 HK-626 HM-818HM-943 HS-228 HÞ-264 IB-576 IF-835 IR-661 IT-900 IZ015 JR-016 KU-357 MY-151 P-357. Einnig verður boðið upp eftirtalið lausafé: Vb. Drífa SH-31, vb. Glaður SH-246, vb. Þórunn SH-183, vb. Óli Sveins SH-65, Coolcraft kælipressa og blásari ásamt fylgihlutum, Thompson sjónvarps- sendir ásamt skúr. Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Grundargötu 33, lögregluvarðstofunni, Grund- arfirði, föstudaginn 7. apríl 1995 kl. 13.00: IE-263 ID-102 OK-307 FG-843. Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Nes- vegi 3, lögregluvarðstofunni, Stykkishólmi, föstudaginn 7. apríl 1995 kl. 15.00: R- DX-693 GM- 79497 540. Vænta má að greiðsla verði áskilin við ham- arshögg. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 29. mars 1995. Sjálfstæðisfólk Garðabæ Aðalfundur Sjálfstæðisfólagsins verður haldinn í kosningamiðstöð- inni, Kirkjulundi 13, ( kvöld, 30. mars, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningabaráttan. Önnur mál. Stjórnin. Sma auglysingar I.O.O.F. 11 = 17603308 = Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 5 = 1763308'* = Br. St. St. 5995033019 VII □ HLlN 5995033019 VI 2 FRL. Skíðamenn 30 ára og eldri Munið Islandsmeistaramótið í Bláfjöllum og Skálafelli um helg- ina. Nefndin. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, í kvöld kl. 20.30. Hlutdeild í Krlstl. Ræðumaður Guðmundur Karl Brynjarsson. Boðað á bylgjum, Friðrik Hilmarsson sér um efnið. Myndin - Ingibjörg Gísladóttir. Þú ert (velkomin(n). Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! * §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustrætí 2 Tónlistarvaka - kaffihús með lifandi tónlist Kór og lofgjörðarhópur frá Fíla- delfíu. Hafliði Kristinsson talar. Húsið opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Ferðir F.í. 1.-2. apríl: Geysir - Hlöðuvelllr - Þingvellir á gönguskíðum. Brottför kl. 9.00. Ath.: Aukaferð um bænadaga og páska 12.-17. apríl: Göngu- skfðaferð um „Laugaveginn". Brottför miðvikudag kl. 18.00. Ekið tll Landmannalauga, en þar hefst skíðagönguferðin á skírdag og síðan sem leið liggur um Álftavatn, Emstrur og til Þórsmerkur. Spennandi ferð - þægilegar dagleiðir. Á skírdag kl. 8.00 hefst skíða- gönguferð til Landmannalauga. Gengið í Hrafntinnusker næsta dag, gist eina til tvær nætur f nýja skálanum og farnar dags- göngur um stórbrotið svæði. Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.