Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólastjórar vilja að kennt verði í dymbilviku SKÓLASTJÓRAR í grunnskólum Reykjavíkur vilja að bömum í 1.-9. bekk verði kennt í dymbil- viku og á þriðjudegi eftir páska. Þeir vilja einnig að skólastjórar fái heimild til að ráðstafa 20 tím- um til viðbótar til kennslu bamanna. Búist er við' að fræðslustjórinn í Reykjavík og menntamálaráð- herra svari þessum óskum á morgun. Kennarar komu til starfa í skólunum í gær. í flestum skólum var dagurinn notaður til kennara- funda og til að skipuleggja skólastarf næstu daga og vikur. Menntamálaráðuneytið hefur sent öllum skólastjómm og skólameisturum í landinu bréf um skólalok á þessu skólaári og með hvað hætti bæta skuli nemendum upp þá kennslu sem þeir fóru á mis við í verkfallinu. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra sagði að í gmnnskólunum yrði lögð megináhersla á að bæta nemendum 10. bekkjar upp kennslutapið. Einnig yrði lögð áhersla á að bæta fötluðum böm- um og þeim sem þyrftu á sérkennslu að halda upp það sem tapaðist. Aukið yrði við nám ann- arra grunnskólanema á þessu og næsta skólaári. Skólastjórar, fræðslustjórar og menntamálaráðu- neytið kæmu til með að meta þörf á þessari auknu kennslu. „Það er stefnt að því að bæta nemendum upp það sem tapaðist í verkfallinu, en ég held að það sé alveg ljóst að það verður aldrei bætt að fullu. Þetta kemur vafalaust verst niður á þeim sem standa höllustum fæti og þessu viðbótarkennslu- magni verður væntanlega fyrst og fremst beint til þeirra," sagði menntamálaráðherra. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu ljós í dymbilviku Forystumenn KÍ kynntu samninginn á fundi með trúnaðarmönnum í skólum á Reykjavíkur- svæðinu í gær. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að á fundinum hefði farið fram mjög mál- efnaleg umræða um samninginn og samninga- vinnuna. Hann sagði að lögð yrði mikil áhersla á að kynna samninginn vel fyrir kennurum og forystumenn þeirra myndu reyna að hitta kenn- ara á fundum í sem flestum skólum næstu 3-4 daga. Skrifleg atkvæðagreiðsla myndi síðan fara fram í síðari hluta næstu viku. Hann sagðist ekki eiga von á að talningu atkvæða yrði lokið fyrr en í dymbilviku. Fór á vélsleða milli ísafjarðar o g Reykjavíkur á tólf klukkustundum Komið við á Hveravöllum EINAR Valur Kristjánsson, ísfirsk- ur ævintýramaður, fór á mánudag- inn einn sins liðs á vélsleða frá ísafirði til Reykjavíkur með við- komu á Hveravöllum. Hann var aðeins tólf klukkustundir á leiðinni og gekk ferðin að óskum. Hann lagði upp frá ísafirði kl. 06.00 að morgni mánudags og hóf ferðina á sleðanum meðþví að keyra frá ísafirði eftir þjóðvegin- um inn í botn Álftafjarðar en það- an upp á Glámu og ók þar sem leið lá í einni lotu að Brú í Hrúta- firði. Þar fékk hann sér að borða og tók bensín. Síðan lá leiðin upp á Arnarvatnsheiði og að Hvera- völlum þar sem hann stoppaði í um klukkustund áður en hann hélt upp á Langjökul og brunaði eftir honum og niður á Þingvelli og endaði ferðina í Mosfellsbæ og var hann kominn þangað um klukkan 18 að kvöldi og hafði þá farið um 400 km leið. Einar Valur sagði að ferðin hefði gengið samkvæmt áætlun enda aðstæður verið eins og best verður á kosið, heiðskirt og logn alla leiðina og færið eins og best gerist. „Þetta ferðalag var búið að blunda í mér lengi. Maður ákveður svona ferð ekki með klukkutima fyrirvara. Ég er mjög vel útbúinn í svona ferðalag; með staðsetningartæki, farsíma, tjald, svefnpoka, skóflu og allt sem til þarf í svona ferð. Eins var ég með áætlun þar sem ég varð að láta vita af mér á ákveðnum tímum,“ sagði Einar Valur. Hann sagði að eina óhappið hefði verið er hann keyrði á girðingarvír og velti sleð- anum sem brotnaði aðeins að framan en hann gat þó haldið áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorist. „Erfiðustu farar- tálmamir á leiðinni voru slóðir eftir jeppa er ég nálgaðist höfuð- borgarsvæðið.“ Einar Valur er mikill ævintýra- maður. Hann hefur farið víða á sleðanum um Vestfirði, m.a. á Drangajökul og Hombjarg. Hann stundar sjósport á sumrin á hrað- bátnum sínum og fer í Hombjarg á vorin til að sækja sér svartfugls- egg. Hann var kunnur skiðamaður og varð m.a. íslandsmeistari í stór- svigi árið 1977. Morgunblaðið/Viðar Konráðsson EINAR Valur Krisljánsson stendur hér uppi á Barðan- um í einni ferð sinni á snjó- sleðanum um Vestfirði. ASI skipar fulltrúa í launa- nefnd í KJARASAMNINGI lands- sambanda ASÍ og samtaka vinnuveitenda sem gerður var í seinasta mánuði var ákvæði um að á samningstímabilinu starfi sérstök launanefnd, skipuð þremur fulltrúum frá landssamböndunum annars vegar og vinnuveitendum hins vegar. Á fundi formanna lands- sambanda innan ASÍ í gær voru skipaðir fulltrúar af hálfu launafólks í nefndina en það eru Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins, og Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, 1. varaforseti ASÍ og formaður Landssambands verslunar- manna. Launanefndinni ber m.a. að fylgjast með framvindu efnahags-, atvinnu- og verð- lagsmála og gera tillögur um viðbrögð til samtakanna og stjórnvalda eftir því sem að- stæður krefjast á hveijum tíma. ísafjörður Fiskvinnslu- fólk í verkfall VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á ísafirði hefur boðað til verkfalls sem tekur gildi 5. apríl næstkomandi. Pétur Sigurðsson formaður Baldurs segir að fiskvinnslu- fólk í félaginu hafí fellt samn- ing, sem gerður hafði verið, með 88 atkvæðum gegn 14 fyrir tveimur vikum. Engar viðræður hafí síðan farið fram fyrr en á þriðju- dag, þegar vinnuveitendur lýstu því yfir að þeir gætu ekki mætt kröfum félagsins. Hafí ákvörðun um verkfall verið tekin í lqolfarið. Ný Súðavík senn byggð upp TILLAGA arkitektanna Gylfa Guð- jónssonar og Sigurðar Jóhanns Jó- hannssonar hefur verið valin til út- færslu vegna skipulags nýrrar Súða- víkur, en samstarfsmaður þeirra var Pétur Jónsson, landslagsarkitekt. Gylfí Guðjónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að haft hafí verið að leiðarljósi að flétta saman sem best hina nýju byggð og gömlu hús- in sem flutt verða úr gömlu Súðavík á nýja skipulagsvæðið, þannig að þau myndi samræmda heild. „Á samkeppnissvæðinu er aðeins fyrir hendi gamla kirkjan í Súðavík, skólahús og íþróttaaðstaða, annað er allt nýtt. Gert er t.d. ráð fyrir torgi sem verður miðja bæjarins, ásamt sérstakri þorpsgötu þar sem verslun og þjónusta verður byggð upp í áfóngum. Gert er ráð fyrir að talsverður hluti gamalla húsa úr gömlu Súðavík verði fluttur af sínum gamla stað á nýjar lóðir hins nýja skipulagssvæðis," sagði Gylfí. Aðlaðandi lausn „Okkur líst mjög vel á þessa nýju skipulagstillögu þeirra Gylfa Guð- jónssonar og Sigurðar Jóhanns Jó- hannssonar, sagði Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri í Súðavík. „Okkur fínnst þetta aðlaðandi lausn og teljum að skemmtilegt yfirbragð gæti orðið á þessari nýju byggð. Eg heyri ekki annað en þorpsbúum líki mjög vel þessi iausn. Ég held að arkitektunum hafí tekist vel að blanda saman gömlu húsunum og nýjum húsum í þessari tillögu. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir í dag hvemig sá þáttur þessara fram- kvæmda sem snýr að Súðavíkur- hreppi verður fjármagnaður, en verið er að skoða það mál og það mun liggja ljóst fyrir fljótlega. Þetta verð- ur þó ekki formlega afgreitt fyrr en hættumat liggur fyrir og hið nýja skipulag hefur verið staðfest af Skipulagsstjóm ríkisins. Þá fyrst getum við hafist handa fyrir alvöru." Jon Baldvm Hannibalsson um ummæli Davíðs Oddssonar um tiivísanakerfið „Svona gera menn JÓN Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Álþýðu- flokksins, segir að ákvörðun um að taka upp tilvísanakerfi byggi á samþykkt ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. „Ef forsætisráðherra sýnist að það eigi af einhveijum efnislegum ástæðum að taka málið upp þá geri ég ráð fyrir að vinnubrögðin eigi að vera þau að ræða það ekki bara við heilbrigðisráðherra heldur innan rík- isstjórnarinnar," segir Jón Baldvin. Éins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær sagði Davíð Oddsson á fundi Sjálfstæðisflokksins í Stapa í Njarðvík á mánudag að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefði að hans mati fallist á rök sér- fræðinga gegn tilvísanakerfínu. Hann sagði einnig að ekki væri óeðli- legt að fresta gildistöku reglugerðar um tilvísanakerfíð meðan leitað væri sátta. Ekki einkaákvörðun Sighvats Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hafa yrði í ekki“ huga að ákvörðun um að gera til- raun með tilvísanakerfíð á höfuð- borgarsvæðinu væri ekki einka- ákvörðun Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. Máljð ætti sér langan aðdraganda, og það byggði á samþykkt ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Á bakvið hana væri sam- þykkt þingflokka stjórnarflokkanna og atkvæði þingmanna stjórn- arflokkanna á Alþingi við afgreiðslu fjárlagafrumvarps, ella hefði málið ekki náð fram að ganga. Veitir ekkiaf stuðningi „Heilbrigðisráðherra er þess vegna að framfylgja sameiginlegri ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar, og á meðan hann stendur í stórræðum við að veija pólitiska ákvörðun ríkisstjórnarinnar og al- mannahagsmuni í árekstrum við sér- fræðinga, þá veitir honum ekki af stuðningi þeirra samstarfsmanna, sem sameiginlega standa að þessari ákvörðun. Eg vitna í fleyg orð for- sætisráðherra: Svona gera menn ekki, sagði Jón Baldvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.