Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Sambýlismaður minn, GIRARÐ A. CHAPNICK, Westport, Connecticut. lést í Norwalk Hospital 27. mars. Magnea Viggósdóttir. t Móðir mín, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Höskuldsstöðum, lést í sjúkrahúsinu á Húsavík miðvikudaginn 29. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Gerður Benediktsdóttir, Skútustöðum. t Móðir mín, amma og langamma, ANNA NORÐFJÖRÐ, Skipasundi 27, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Ása Norðfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORSTEINSSON, Austurbrún 6, Reykjavfk, andaðist á Droplaugarstöðum 27. mars. Vilborg T ryggvadóttir, Eyrún Pétursdóttir, Þormóður Birgisson, Kristinn Ásgrfmur Pétursson, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför móður okkar og tengdamóður, VALGERÐAR INGVARSDÓTTUR, verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Tungufelli. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 og frá Fossnesti á Selfossi kl. 12.50. Guðrún Helgadóttir, Erlingur Loftsson, Sigurjón Helgason, Hildur S. Arnoldsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆVAR ÍSFELD, Boðaslóð 3, Vestmannaeyjum verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 1. apríl kl. 16.00. Sigurborg Sævarsdóttir, Gretar ísfeld, Árni Gfslason, Helen Hansdóttir, Hafþór Bragason Alda Guðný Sævarsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ARTHÚRJÓNATANSSON, Stigahlíð 26, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Marsibil Guðbjartsdóttir, Sigmundur Arthúrsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Halldóra Arthúrsdóttir, Simon Ragnarsson og barnabörn BERGRÚN ANTONSDÓTTIR + Bergrún Ant- onsdóttir fædd- ist í Reykjavík 8. október 1956. Hún lést á Landakots- spítala 19. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar eru Jar- þrúður Pétursdótt- ir, f. 27. ágúst 1927, Zophonissonar ætt- fræðings, f. 31. maí 1879, d. 21. febrúar 1946, og Guðrúnar Jónsdóttur, f. 6. febrúar 1886, d. 12. nóvember 1936, og Anton Líndal Friðriksson, f. 1. september 1924 á Isafirði, son- ur Friðriks Sigfússonar, f. 10. april 1902 á Eskifirði, d. 7. febr- úar 1947, og Jakobínu Sigríðar Jakobsdóttur, f. 18. júlí 1886 á ísafirði, d. 31. janúar 1965. Börn Bergrúnar eru Ragnheið- ur Kristín Sigurðardóttir, f. 3. ágúst 1981 í Reykjavík, og Sváfnir Már Steinsson, f. 13. ágúst 1986. Systur Bergrúnar eru: 1) Guðrún, f. 19. apríl 1950, maki I. Guðni Jónsson, börn þeirra eru Jarþrúður, f. 25. nóvember 1971, og Jón, f. 8. mars 1976. Maki II. Gunnar Steinþórsson. 2) Eyrún, f. 24. mars 1954, maki Halldór Krist- insson, synir þeirra eru Rúnar, f. 18. október 1980, og Arnar, f. 25. febrúar 1982. 3) Arnrún, f. 24. september 1958, maki Ingvi Þór Sigfússon, börn þeirra eru Anton Líndal, f. 23. febrúar 1978, Þórður Guðni, f. 2. september 1979, og Svan- laug, f. 28. júní 1981. Utför Bergrúnar fer fram í dag, 30. mars, frá Langholts- kirkju og hefst athöfnin kl. 13.30. Langt af pium hríslast lækimir og iaða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, veprinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. Engin orð fann ég betri en þetta ljóð Snorra Hjartarsonar til að minnast vinkonu minnar. Um leið sendi ég samúðarkveðjur til allra sem sakna hennar en fyrst og síð- ast til bamanna hennar Ragnheiðar og Sváfnis, systra hennar, og for- eldra. Anna Ólafsdóttir. Við vorum litlar telpur og stutt- ar til hnésins þegar við hittumst fyrst og vorum kynntar sem frænk- ur. Mér þótti þessi frænka sú feg- ursta sem ég hafði augum litið. Ég var barnslega stolt yfir að þekkja þvílíka g-yðju. Frænkuþráð- urinn efldist með árunum og úr honum ófum við þéttan og örfínan Erfidr>kkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, failegir salir og nijög góð þjónusta. Upplýsingar vináttuvef. Ég var ávallt vel- komin til fólksins þíns í Efstasundinu jafnt á nóttu sem degi, að vori og vetri. Þitt var mitt. Vinátta okkar var sérstök, við vorum ekki í sama bekk og áttum ekki sömu tóm- stundir. Það voru ekki þessir þættir sem gerðu okkur nánar heldur breytingin úr telpum yfir í ungar stólkur. Stúlkur sem kynntust ástinni og treystu hvor annarri fyrir leyndarmálum sínum og hjartslætti. Við vorum vinkonur sem elskuðu vini - við elskuðum þá og lífið. Hið undarlega afl, ást- in, styrkti vinskap okkar og trúnað. Það var hlegið og talað í takt við dagana og næturnar. Og báðar elskuðum við vökumar, „hjartslátt- ur lífsins hélt fyrir okkur vöku“. Við hræddumst ekki hið ókomna og þráðurinn glitraði. Og stúlkumar breyttust í konur og annar tími tók við og ástin varð önnur og líf okkar beggja hélt áfram og vefurinn gliðnaði. Þú vald- ir þér Noreg ég Danmörku, og tryggð þín birtist í bréfum og mynd- um af börnunum þínum. Þú spurðir frétta, vildir vita, vildir fylgjast með. Þannig varstu alltaf þátttak- andi, gamla trygglynda Begga. Og tíminn leið og vináttan styrkt- ist á ný. Báðar snerum við heim til upprunans. Ég gat valið og fór í nám en þú komst heim vegna sjúk- dóms. Og þinn skóli var dýpri en nokkurt haf; - þú öðlaðist visku og auðmýkt. Og þræðirnir glitmðu og við urðum aftur litlar telpur full- ar af ótta við hið ókomna. Og ótt- inn gaf þér styrk; styrkurinn breytti þér í fjall, á fjallinu uxu tré vonar, trúar, þrár og blátt blóm ástarinn- ar. Og börnin þín, Ragnheiður og Sváfnir, voru hjá þér eins og hvítar ijúpur og námu hjartslátt þinn eins og þú þeirra. Og gullinbrúnu hend- umar þínar struku og héldu utan um litla kolla sem kúrðu í hálsa- koti og faðmur þinn mildur - svona var ástin orðin, Begga mín. Börnin vom þér efst í huga og velferð þeirra. Og stórt gil myndaðist í fjallinu og vilji þinn varð veikum líkaman- um sterkari og litlar sóleyjar blómstruðu í gilinu. Þú fékkst örlít- ið lengri tíma til að beijast og gef- ast upp. Þegar þú ákvaðst að láta Sváfni frá þér í tryggar hendur Gullu systur þinnar, þá sigraðir þú sjálfa þig og slík manneskja hefur unnið öll heimsins stríð. Það er erf- itt að vera manneskja sem elskar. í því fólst styrkur þinn að horfa á hann dafna og þroskast í höndum systur þinnar og mágs, en faðmur þeirra er líka ástríkur og hlýr. Ég horfi í augu móður þinnar og pápa, ég horfi í augu dóttur þinn- ar og sé viljastyrk þinn, kæra frænka. Þú þráðir að sjá dóttur þína, Ragnheiði, fermast en þér varð ekki að ósk þinni, en ég veit að þú verður viðstödd. Þú varst stolt og ánægð með Sigurð, föður Ragnheiðar, þegar þú sagðir að hann ætlaði að sjá um allt sem viðkæmi fermingunni, honum væri treystandi, hann myndi sjá vel um hana Röggu, dóttur ykkar. Röggu sem býr yfir reynslu sem aðrir öðl- ast á heilli ævi. í henni býr telpan - stúlkan, konan og ástin. Ragn- heiður ætlar að fermast því hún á kjark og trú. Það var birta og fegurð umhverf- is þig, þegar þú hélst í hendur okk- ar Betu og sagðir: „Núna held ég utan um ykkur báðar.“ Þannig vild- ir þú hafa það. Og nú er lóan komin, Begga mín. Anna Þuríður Grímsdóttir. „Ókysst á ég liðinn ennþá,“ legg- ur skáldið gömlu konunni Hallberu í munn í lokakafla Sjálfstæðs fólks. Þessi orð gömlu konunnar sem hún viðhafði eftir að hún laut að Ástu Sóllilju helsjúkri hafa oftsinnis flog- ið í gegnum hugann á undangengn- um árum á samverustundum okkar Beggu. Ekki það að slík hugsun hafí markað okkar samvistir. Þvert á móti ríkti þar einnig gleði og glettni. Þau ár sem við fylgdumst að skilja eftir margar góðar minn- ingar; minningar sem hafa gert mig ríkari í andanum. Ég græddi á að eiga Beggu að vini. Mér fínnst nú að ég hafi þekkt hana lehgi. En ekki í árum talið. Nú þegar stað- reyndirnar blasa við og ég hugsa til baka þá rennur það upp fýrir mér að ég þekkti Beggu aðeins síð- ustu ár ævi hennar. Og óhjákvæmi- lega mótuðust kynnin af þeim skugga sem dauðinn varpaði á líf hennar en hún neitaði að hleypa að. Öngvum hef ég kynnst sem lék á dauðann sem hún. Öngvum hef ég heldur kynnst sem hafði slíkt skap sem hún; skap sem hún nýtti svo listilega og sigaði á dauðann og hélt í skefjum svo lengi. Hann sigrar að lokum. Við töpum; töpum vegna þess að við eigum ekki leng- ur í vændum fundi sem fylla bijóst- ið þakklæti þegar við göngum af þeim. Upphafsorðin hér eru úr bók um sérstæða manneskju. Hún sem hér er fjallað um var einnig sérstök; sérstök vegna ógnarviljans og styrksins sem veitti henni líf langt umfram öll eðlileg lögmál. Þau áttu líka margt sameiginlegt Begga og Bjartur í Sumarhúsum. Begga bjó ekki yfir minni þijósku en hann. Og það var yndislegt að fýlgjast með henni þegar hún beitti þijósk- unni. Hún beitti henni í þágu okkar allra; ekki síst barna sinna. Hún var líka glaðleg og skemmtileg og Begga var trygg og heiðarleg. En umfram allt var hún yndisleg mann- eskja. Ragnheiði og Sváfni, Jöru og Tona og systrunum sendum við Maggi okkar innilegustu samúðar- kveðjur. BergUót Davíðsdóttir. Bergrún og ég um sumar þegar við vorum 18 ára. Við unnum á Vöggustofu Thorvaldsen þar sem böm voru vistuð um lengri eða skemmri tíma. Bergrún átti heima innan um böm, hún var fóstran þeirra og kom fram við þau af ást- úð og virðingu. Þessi litlu böm - skjólstæðingar okkar - höfðu mörg hver upplifað mikla sorg og þján- ingu þrátt fyrir ungan aldur. Böm- in þurftu því sérstakrar umhyggju við - ástúð, hlýju og skilning. Bergrúnu reyndist auðvelt að gefa bömunum þessa varfæmislegu ást- úð og umhyggju sem þau þurftu á að halda. Bergrún og orðið um- hyggja vom og em fyrir mér eitt og hið sama. Þeir sem best til upp- eldis þekkja vita að eitt það erfið- asta í uppeldi er sjálfsuppeldið og þá að temja sér þolinmæði í um- gengni við lítil börn. Unga stúlkan Bergrún með sól í hjarta og sól í sinni hafði þá þegar þessa þolin- mæði að bera, ég er viss um að hún var henni meðfædd - náðargáfa sem hún hafði frá Guði. Þess vegna kom okkur vinum hennar ekki á óvart að Bergrún skyldi velja sér fóstrustarfíð að ævistarfí - þannig átti það að vera. FLUGLEIÐIR IIÓTEL LOFTLEIVIR Crfisdrukkjur ERFIDRYKKJUR iralGM>t-inn Slml SSS-4477 sími 620200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.