Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 45 gardeur BRÉF TIL BLAÐSINS - kjarni málsins! Þegar notagildið er í fyrirrúmi Verðdæmi: er traust skrifborð á góðu verði allt sem þarf. Traust skrifborð eru stílhrein fslensk framleiðsla sem upp- fyllir allar óskir um þægilega vinnuaðstöðu fyrir heimili og skrifstofur. skrifborð 160x80 sm hliðarborð 80x60 sm 3ja skúffu skápur hilla fyrir lyklaborð 16.630 kr. 12.950 kr. 18.940 kr. 7.240 kr. opinn skápur 186x82x33 sm 19.950 kr. ega # aks Húsgagnagerð i 87 ár Smiðjuvegi 2 .Kópavogi Tvær vinsamlegar ábendingar Frá Sverri Ólafssyni: í MORGUNBLAÐINU 15. mars sl. birtust tvær athugasemdir við grein mína, „Opið bréf til Gunnars Kyar- an“ sem nýlega birtist á síðum blaðsins. í tilefni af athugasemd Sigurðar G. Valgeirssonar, ritstjóra „Dags- ljóss, hef ég aldrei haldið því fram, að Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, hafí haft hin minnstu áhrif á val sjónvarpsins á „Lista- manni vikunnar“ í þættinum „Dags- ljósi“. Eins og ég hef síðan, rætt um við Sigurð, hef ég ásamt fleiri listamönnum, hinsvegar fyrir því traustar og áreiðanlegar heimildir að Gunnar hafí gert árangurslausa tilraun til afskipta af umræddu vali og varpaði að því gefna tilefni, til hans umræddri spurningu. Ég hef fulla ástæðu til að treysta hið besta Sigurði Valgeirssyni, Agli Eðvaldssyni og öðrum þeim sem að þessum ágæta þætti vinna til að skila verki sínu bæði heiðarlega og af fullri sanngirni hér eftir sem hingað til. Þátturinn ber þess svo sannarlega merki að þar fara víð- sýnir og góðir fagmenn en ekki þröngsýnir handhafar „stóra sann- leiks". Mér hefur aldrei komið til hugar, að umræddir ágætismenn, láti beita sig þvingunum af slíku tagi og fómi með því gæðum verka sinna. Mér þykir leitt ef skilja hefur mátt orð mín svo, að þau köstuðu rýrð á störf þess ágæta starfsfólks Sjónvarpsins. Sú var ekki meining- in. Varðandi athugasemd K. Torben Rasmussen, forstjóra Norræna hússins, sama dag, vil ég benda forstjóranum á eftirfarandi. Árið 1984 tók Ólafur Kvaran við starfí „listræns ráðgjafa" við Nor- ræna húsið. Ólafur hafði þá þegar fýrir nokrum árum verið ráðinn forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar. 21. febrúar árið 1986, stofnaði Ólafur Kvaran ásamt bróð- ur sínum Gunnari og tveimur öðrum mönnum, fyrirtækið „íslensk list- miðlun sf.“. Samkvæmt meðfýlgj- andi gögnum frá Sýslumannsemb- ættinu í Reykjavík, má sjá, að þessu fýrirtæki er ætlað að starfa að „Hverskonar starfsemi á sviði list- miðlunar, svo sem ráðgjöf, sala, uppboð, útgáfustarfsemi og al- mannatengsl". Sem sagt venjulegt umboðsfyrirtæki, sem starfrækt skyldi við hlið opinberra embætta Athugasemd við ummæli fræðslustjórans í Reykjavík Kennsla í verk- og mynd- mennt mikilvæg Frá starfshópi um verk- og list- greinar í skólum: í MORGUNBLAÐINU 25. mars síðastliðinn birtist grein með yfír- skriftinni „Einsetning grurnskól- ans“. Þar fer blaðamaður yfir ýmis vandamál sem blasa við í skólakerf- inu og verða sýnilegri þegar og ef grunnskólinn verður einsetinn. í greininni er vitnað til orða Ás- laugar Brynjólfsdóttur, fræðslu- stjóra í Reykjavík, þar sem haft er eftir henni að í sumum tilvikum væri hægt að fylla kennslukvóta með því að láta umsjónarkennara kenna fleiri greinar. Sumir kennar- ar gætu t.d. auðveldlega kennt mynd- og handmennt. Starfshópurinn mótmælir ein- dregið þeirri hugmynd að fylla upp kennsluskyldu umsjónarkennara (almennra bóknámskennara) með því að úthluta þeim kennslu í list- og verkgreinum. Máli okkar til stuðnings vitnum við í lög nr. 48 frá árinu 1986 um lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindi grunnskólakennara, fram- haldsskólakennara og skólastjóra. í II kafla 4. greinar stendur: „Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari við grunnskóla í handmennt, myndmennt, tónmennt eða í heimilisfræðum skal umsækj- andi hafa tekið viðkomandi grein sem valgrein í almennu kennara- námi eða lokið sémámi í viðkomandi grein ásamt fullgildum prófum sem miðast við kennslu í grunnskóla. Námið skal jaftigilda a.m.k. 90 ein- ingum. Þar af skulu eigi færri en 30 einingar vera nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og eigi færri en 30 einingar í sérgrein. Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari í íþróttum við grunnskóla skal umsækjandi hafa lokið: a. námi við íþróttakennara- skóla íslands ásamt fullgildum próf- um. b. öðru jafngildu nárni." þeirra bræðra í listageiranum! Þetta eru skjalfestar staðreyndir og opin- ber gögn, forstjóri^ góður. Árið 1991, er Ólafur ráðinn til starfa við norrænu ráðherranefnd- ina í Kaupmannahöfn. Þrátt fýrir þetta nýja starf (og ásamt öðrum störfum) hélt Ólafur áfram að skipuleggja sýningar Norræna hússins í starfstíð fyrirrennara þíns, Lars Ake. Fyrirspum mín í „Ópna bréfínu" var því einfaldlega, hvort þetta ástand væri óbreytt? Ekkert er þar „gefíð í skyn“, eins og þú orðar það, heldur aðeins krafíst eðlilegra svara við eðlilegri spum- ingu. Þar sem þú herra Rasmussen, kemur ekki til starfa í Norræna húsinu fyrr en í febrúar 1994, er vart að undra að þú þekkir ekki jafnnáið forsögu þessa máls og ís- lenskir listamenn. Sú vanþekking er því skiljanleg. Ég reikna hinsveg- ar með, að af orðum þinum geti listamenn nú treyst því, að Ólafur Kvaran hafí ekki lengur neitt með það að gera hvaða listamenn sýni í Norræna húsinu. Guð láti gott á vita. Hvað varðar yfírlýsingu þína um að slík völd og hér um ræðir, jafngildi „hætti mafíunnar", þá em það þín orð en ekki mín, en auðvit- að vel umhugsunarverð ábending sem ég efa ekki að íslenskir lista- menn muni taka alvarlega og íhuga vandlega. Með bestu óskum um blómstr- andi og víðsýnt listalíf í Norræna húsinu um alla framtíð. SVERRIR ÓLAFSSON, myndlistarmaður. Starfshópurinn væntir þess að málefnaleg umræða fari fram um hvernig má uppfylla kennsluskyldu í einsetnum skólum og fundin verði farsæl lausn á málinu sem allir geta sætt sig við. Það hefur þegar sýnt sig að því minni sem kunnáttan er í list- og verkgreinum, rétt eins og í öðmm greinum, em meiri líkur á að kenn- arinn treysti sér ekki til að uppfylla ákvæði í námskrá og gefíst upp. í þessu sambandi vekur starfs- hópurinn athygli á að réttur nem- andans til markvissrar fræðslu í þessum greinum hefur ekki verið inn í umræðunni þó að yfirlýst stefna í aðalnámskrá gmnnskóla sé skýr. Við skoram á forráðamenn menntamála að fínna lausn á mál- inu og virða verk- og listgreinar á við bóknámsgreinar þar sem það er yfirlýst skólastefna að efla þurfí list- og verkmenntun í skólakerfinu. Það verður ekki nema staðgóð og viðurkennd þekking sé fyrir hendi. Rætt er um gæðastjórnun í skól- um. List- og verkgreinakennarar telja að ef sannur áhugi er á að auka gæði í íslenskum skólum, þurfí að efla verkþekkingu og skapandi nám, ekki síst ef tengja á starfsnám í framhaldsskólum við list- og verk- greinar. Við beinum þeim tilmælum til foreldra og samtaka þeirra, að þeir standi vörð um rétt barna sinna til náms í list- og verkgreinum í grunn- og framhaldsskólum. Starfshópur um verk- og list- greinar í skólum, 27. mars 1995, Félag íslenskra myndlistarkenn- ara. Handavinnukennarafélag íslands. Hússtjórnarkennarafé- lag íslands. Félag íslenskra vefnaðarkennara. Iþróttakenn- arafélag íslands. Félag tónlist- arskólakennara. Tónmennta- kennarafélag íslands. Skrifborðsstólar f miklu úrvali á veröi frá 9.900 kr. mtu HF tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 611680. Opið daglega kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.