Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL FLUGFREYJA Yerkfallsvarsla flugfreyja stöðvaði innanlandsflug FLUGFREYJUR stöðvuðu innanlandsflug Flugleiða í gær, með því að fara inn á flugbraut á Reykjavíkurflugvelli og hindra aðgang að flugvélum. Flugfreyjur töldu sig í fullum rétti, þar sem Flugleiðir hefðu ekki heimild til að láta marga yfírmenn félagsins ganga í störf þeirra. Flugfreyjur hættu verkfallsvörslu kl. 16.30 og hófst þá flug að nýju. Morgunblaðið/Ámi Sæberg LÖGREGLUÞJÓNN ræðir við flugfreyjur, sem sögðu að þær myndu ekki fara frá flugvélinni á brautinni nema þær yrðu beittar valdi. Morgunblaðið/Árni Sæberg SVERRIR Halldórsson og Magnús Theódórsson voru búnir að bíða í þrjá tíma eftir flugi til Akureyrar. Fámennir hópar stöðva flug Framkvæmda- stjóri VSÍ Eðlilegt að málið fari fyrir dómstóla ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, segir það valda vonbrigðum rétt einn ganginn að verka- lýðsfélögin kjósi að fram- fylgja með ofbeldi sínum skilningi á því hvað séu lög í landinu og sneiða hjá dóm- stólum. „Við teljum eðlilegt að þetta mál fari fyrir dóm af því að bæði urðu flugfarþegar fyrir skakkaföllum vegna að- gerða flugfreyja, og eiga þeir tvímælalaust beinar fjárkröf- ur á hendur Flugfreyjufélag- inu, og eins eiga Flugleiðir án alls vafa skaðabótakröfu á hendur flugfreyjufélaginu. Reynslan sýnir okkur hins vegar að stéttarfélög leita jafnan allra leiða til að koma í veg fyrir að slík mál sæti úrlausn dómstóla og setja það sem úrslitakröfu við gerð kja- rasamninga að ekki sé látið reyna á slíka hluti fyrir dómi,“ sagði hann. Óskiljanleg afstaða Þórarinn sagði að Vinnu- veitendasambandinu kæmi það mjög á óvart ef aðildarfé- lög Alþýðusambandsins styðji mjög heilshugar kröfur og verkfallsaðgerðir annarra stéttarfélaga, hálaunafélaga, sem miði að því að knýja fram allt aðra launastefnu heldur en sámningamir við lands- sambönd Alþýðusambandsins fólu í sér. „Það fínnst mér óskiljanleg afstaða þessara félaga gagn- vart eigin félagsmönnum," sagði Þórarinn. Sigríður Ásta Árnadóttir, for- maður samninganefndar Flug- freyjufélagsins, sagði í gær að flug- freyjur hefðu haldið uppi verkfalls- vörslu á Reykjavíkurflugvelli frá því snemma í gærmorgun og fram til kl. 16.30. Aðspurð um hugsan- legar aðgerðir vegna_ millilanda- flugs sagði Sigríður Ásta að þar væri flugfreyjum gert erfiðara fyr- ir að sinna verkfallsvörslu. „Við þurfum að fá heimild lögreglustjór- ans á Keflavíkurflugvelli til að fara inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við höfum aðeins fengið þijá slíka flugstöðvárpassa. “ Samkvæmt upplýsingum Þóru Sen á skrifstofu Flugfreyjufélagsins síðdegis í gær hafði enginn nýr sátta- fundur verið boðaður í deilunni. Þá sagði hún ekki hægt að segja til um til hvaða aðgerða flugfreyjur myndu grípa í dag, fímmtudag. Brotið gegn reglum um öryggi „Þegar starfsfólk hér á Reykja- víkurflugvelli kom til starfa í morg- un voru flugfreyjur þegar komnar inn á flugbrautina í leyfísleysi. Það svæði er lokað öllum nema starfs- niönnum Flugleiða og farþegum á leið í flug, en lögreglan telur sig ekki geta haft afskipti af vinnudeil- um og veitt okkur liðsinni við að rýma flugbrautina, þrátt fyrir að aðgerðir flugfreyja bijóti í bága við öryggisreglur Flugmálastjórnar," sagði Páll Halldórsson, stöðvar- stjóri Flugleiða á Reykjavíkurflug- velli, í samtali við Morgunblaðið í gær. Páll sagði að fyrst hefði verið leitað til slökkviliðsins, sem færi með öryggisgæslu á Reykjavíkur- flugvelli. Flugfreyjur hefðu neitað að hlýða boðum slökkviliðsins um að rýma flugbrautina og þá hefði verið leitað liðsinnis lögreglu. Lög- reglan hefði farið fram á að flug- freyjur hættu aðgerðum, en þær svarað því til að þær yrðu aðeins ijarlægðar með valdi. Þá hefði lög- reglan tilkynnt að hún gæti ekki blandað sér frekar í málið. „Við getum ekkert gert, því flugfreyjur hafa stöðvað allt flug um eina braut vallarins,“ sagði Páll. „Þessar að- gerðir þeirra hafa því ekki aðeins áhrif á áætlunarflug Flugleiða, heldur aðra óviðkomandi starfsemi félagsins og alla aðra umferð um völlinn. Það væri ábyrgðarleysi að leyfa einhveija starfsemi á þessu svæði þegar ekki er hægt að upp- fylla öryggiskröfur." Stuðningur við flugfreyjur Bandalag starfsmanna ríkis og ' bæja sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem lýst er eindregnum stuðningi við aðgerðir flugfreyja. BSRB segir m.a., að það sé verk- fallsbrot þegar yfírmenn Flugleiða gangi í störf flugfreyja. Þá segir: „Þessi framkoma Flugleiða í garð Flugfreyjufélagsins sýnir enn og aftur að atvinnurekendur svífast einskis til að grafa undan lög- bundnum réttindum félaga launa- fólks.“ Fundur formanna landssam- banda innan ASÍ lýsti yfir fullum stuðningi við aðgerðir Flugfreyju- félagsins í gær til að koma í veg fyrir verkfallsbrot yfírmanna og í ályktun fundarins eru stéttarfélög- in í landinu hvött til að standa vörð um grundvallarrétt launa- fólks. Verslunarmannafélag Reykja- víkur sendi einnig frá sér ályktun, þar sem átalin eru þau vinnubrögð stjórnenda Flugleiða að láta ófé- lagsbundna aðila ganga í störf flug- freyja og gera þannig aðför að samnings- og verkfallsrétti launa- fólks í landinu. ÞEIR Magnús Theódórsson og Sverrir Halldórsson biðu eftir flugp til Akureyrar og voru að velta fyrir sér hvort þeir ættu að reyna að bíða áfram úti á velli, eða hætta við flugið. Sverr- ir sagði að hann hefði fulla sam- úð með flugfreyjum. „Mér skilst að kröfur þeirra hafi verið mjög mistúlkaðar," sagði hann. Sverr- ir tók þó undir þau orð Magnús- ar, að það væri slæmt þegar fá- mennir hópar gætu stöðvað flug- samgöngur. „Það er út í hött að í fluginu sé að finna 20-30 stétt- arfélög," sagði Magnús. Morgunblaðiö/Ámi Sæberg GUÐRÚN Sigurjónsdóttir og Árdís Inga Höskulds- dóttir biðu eftir flugi til Raufarhafnar. Margir hafa lægra kaup „VIÐ mættum í flug kl. 7.15 í morgun, en þá voru flugfreyjur þegar komnar til að hindra flugið,“ sagði Guðrún Sigur- jónsdóttir frá Raufarhöfn, sem var á heimleið ásamt dóttur sinni, Árdísi Ingu Höskulds- dóttur. Guðrún sagði að sér litist mjög illa á aðgerðir flugfreyja og hefði litla samúð með þeim, enda hefðu margir lægra kaup en þær. „Mér finnst líka að það þurfi ekki endilega flugfreyjur í innanlandsfluginu. Einn ör- yggisvörður um borð ætti að nægja,“ sagði hún. Guðrún sagði að þær mæðg- ur myndu bíða áfram, enda hefðu þær ekki um annað að velja. „Ég lifi í voninni um að við komumst heim í dag.“ Formaður samninganefndar Flugfreyjufélagsins Komið að okkur að njóta góðs af hagræðingu FORMAÐUR samninganefndar Flugfreyjufélags íslands segir að flugfreyjur hafi á margan hátt tekið þátt í spamaðaraðgerðum á vegum Flugleiða og vilji nú njóta góðs af, líkt og flugmenn og flugvirkjar. Hins vegar ætlist Flugleiðir til að flug- freyjur bæti enn á sig störfum, en það vilji þær ekki fallast á. Aðalmál- ið í samningunum sé samt sú krafa flugfreyja að þeim verði gert kleift að láta af störfum fyrr en nú er, með þeim hætti að þær fái mismun hæstu og lægstu launataxta flug- freyja greiddan. Sigríður Ásta Ámadóttir, formað- ur samninganefndar flugfreyja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flugfreyjur hefðu fyrst og fremst farið fram á aðstoð við að hætta störfum í 5 ár á tímabilinu 63-70 ára. „Þá gæti flugfreyja hætt 63 ára gömul, tekið skertan lífeyri 67 ára, eða hætt 65 ára og tekið fullan lífeyri við sjötugsaldur. Við höfum talað um að þessi aðstoð yrði þannig, að við fengjum greiddan mismun hæstu og lægstu launa flug- freyja. Rök okkar eru þau, að þegar manneskja á hæstu launum hættir störfum, þá er ráðin ný, á lægstu launum. Jafnframt er ráðin ný í stjórnunarstöðu, en hún er einnig á lægri launum en sú sem hættir, enda með skemmri starfsaldur." Flugleiðir bjóða önnur störf Sigríður Ásta sagði að hún hefði ekki handbærar tölur um upphæðir í þessu sambandi. „Þetta hefur hins vegar ekki verið til umræðu af hálfu Flugleiða. Boð fyrirtækisins stendur enn um að flugfreyjur fái vinnu hjá fyrirtækinu á jörðu niðri, þegar þær hætta flugfreyjustarfinu. Þar er talað um þjónustustörf, störf í gestamót- töku á hótelunum, sölu- og kynning- arstörf. Þá myndum við fá greitt samkvæmt þeim launataxta sem við ætti, t.d. taxta VR, sem væri vissu- lega skref niður á við. Þetta er ekki spuming um að við fengjum að halda okkar launum, en færðumst í störf á jörðu niðri. Slíkt hefur ekki verið rætt, enda höfum við ekki viljað færa okkur í önnur störf.“ Sigríður Ásta sagði að annar liður í samningaviðræðum lyti að hagræð- ingu. „Fyrir tveimur árum hófust sparnaðaraðgerðir hjá fyrirtækinu. Flugfreyjur tóku þátt í þessu starfí og lögðu sitt af mörkum, en það er ekki metið. Flugmenn og flugvirkjar hafa notið góðs af ábata fyrirtækis- ins og við töldum komið að okkur. Þá kom í ljós að okkar vinna virðist lítils virði og þeir fara fram á meiri hagræðingu hjá okkur. Tillaga þeirra er að við göngum í störf starfsfólks í Keflavík, við að rífa af miðum við innritun í hliði í flugstöð. Við erum hræddar um að einhveijir myndu missa starf sitt við þá breytingu og viljum ekki taka þátt í því.“ Aðspurð hvort hagræðingarað- gerðir hjá félaginu hingað til hefðu ekki kostað einhveija starfið svaraði Sigríður Ásta, að hún vissi ekki til að svo væri. Þjónustuaðilar erlendis hefðu að vísu misst samning, þegar Flugleiðir hættu að kaupa þjónustu flugvirkja erlendis. Sigríður Ásta sagði að hún vildi ekki gefa upp neinar tölur um hug- myndir flugfreyja um launahækkanir vegna hagræðingar. Flugleiðir hafa nefnt að kröfur flugfreyja þýði 60% kostnaðarauka fyrir félagið. Sigríður Asta sagði að Flugleiðir hefðu sína reiknimeistara, sem væru algjörlega á öndverðum meiði við reiknimeist- ara flugfreyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.