Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Að nýta sér nefíð AÐ LOKNU vetramámskeiði Björgunarhundasveitar íslands sem fram hefur farið við Fálka- fell ofan Akureyrar síðustu daga verða til útkallshæfir björgunar- hundar f öllum landshlutum, en 13 nýir hundar ásamt eigendum sínum tóku þátt í námskeiðinu sem er það viðamésta sem efnt hefur verið til. Alls tóku 25 hund- ar og eigendur þeirra þátt í nám- skeiðinu. Sveitin tvístruð um landið Ingimundur Magnússon nám- skeiðsstjóri og leiðbeinandi sagði að námskeiðið fælist í að þjálfa hundana í leit að mönnum undir snjó og ganga þeir undir hæfnis- próf að því loknu. Æfingar standa yfír allan daginn, menn eru grafn- ir niður í snjóinn við mismunandi aðstæður og síðan hefst leit, en á kvöldin hlýða þátttakendur á fyrirlestra. Björgunarhundasveit íslands er eina björgunarsveitin sem er tvístruð um land allt og vetramámskeiðið því mikilvægt þar sem það er nánast eina tæki- færi eigenda hundanna að hittast og bera saman bækur sínar. Hundamir koma af Reykjavík- ursvæðinu, ísafírði, Bolungarvík, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöð- um og Neskaupstað og em alls 25, eigendur þeirra og þjálfarar taka að sjálfsögðu fullan þátt í námskeiðinu og þá hafa auka- menn einnig fýlgst með því sem fram fer. Leiðbeinendur em fímm talsins, þar af einn frá Noregi, Arve Aas- heim, sem áður hefur liðsinnt ís- lenskum hundaeigendum við þjálfun. „Við fömm í gegnum ákveðnar æfíngar sem miða að því að ná fram ákveðnum þáttum í eðli hundsins, fá hann til að hegða sér ÞÓRIR Sigurhansson, Garðabæ, Kristinn Hannesson, Neskaupstað, Hermann Þorsteinsson, ísafirði, og Þórbergur Þórðarson, Akranesi, hressa sig á kaffisopa milli æfinga. í samræmi við óskir okkar. í raun- inni emm við að nýta okkur nef hans, þefskynið sem er innbyggt í hundinn og þjálfa hann í að nýta það samkvæmt okkar ósk- um,“ sagði Ingimundur. „Þetta er langviðamesta æfíngin sem við höfum haldið, en það má segja að í kjölfar atburðanna í vetur og tíðra snjóflóða hafí menn vaknað upp og tekið hressilega við sér. Fólk sá hversu gífurlega mikil- vægt björgunartæki hundurinn er og það hefur orðið til þess að fleiri eru tilbúnir að leggja þessu máli lið en áður. Þetta er mikið starf og því afar ánægjulegt að fólk út um allt land er tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu og erfíði við þjálfun, en allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu," sagði Ingimund- ur. Hann sagðist vera ánægður með árangurinn, eftir námskeiðið Morgunblaðið/Rúnar Þór ARVE Aasheim, Siv dóttir hans og Ingimundur Magnússon á Fálkafellssvæðinu þar sem vetrarnámskeið björgunarhunda- sveitar Islands hefur farið fram síðustu daga. yrðu til útkallshæfir björgunar- hundar á öllum landssvæðum, en nýliðunin er einkar góð, alls bætt- ust 13 nýir hundar dreifðir um land allt í hópinn fyrir námskeiðið. Veit aldrei hvenær kallið kemur Ingimundur sagði að flestir þeirra hunda sem þjálfaðir væru við leit í snjóflóðum lifðu sínu lífí án þess nokkurn tíma vera kallað- ir út til leitar. „Vitanlega vona eigendur hundanna að þeir þurfi ekki að standa í þeim sporum að fara í leit að fólki í snjóflóði, en menn vita aldrei hvenær kallið kemur.“ Reynslan sýndi að á um það bil 10 ára fresti yrðu stórslys af völdum snjóflóða og því þyrftu þeir að vera til staðar. Það væri ánægjulegt að sérþjálfaðir hundar væru nú til um land allt, tíminn skipti miklu máli því hann réði mestu um lífslíkur manna sem lentu í snjóflóðum og því erfiðara um vik ef flytja þarf hunda um langan veg. Viðamesta vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar íslands í Fálkafelli Bj örgnnarhund- ar nú til í öll- um landshlutum Stakk mann með hnífi Mánaðar- gæsluvarð- halds krafist DÓMARI Héraðsdóms Norður- lands eystra tók sér frest til kl. 15.30 í dag, fimmtudag, til að úrskurða um kröfu rannsóknarlög- reglu um gæsluvarðhald yfír hálf þrítugum manni sem í fyrrakvöld stakk mann á Akureyri með hnífí. Atburðurinn var við heimili mannsins sem stunginn var. Maðurinn sem á við geðræn vandamál að stríða fór að heimili þess síðarnefnda, hringdi þar dyrabjöllu og stakk manninn um- svifalaust í kviðinn er hann kom til dyra. Gekkst hann undir aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, en litlu munaði að illa færi og hnífurinn lenti í slagæð. Krafa var lögð fram um eins mánaðar gæsluvarðhald yfir hnífsstungumanninum og að hon- um verði gert að sæta geðrann- sókn. Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra tók sér frest þar til síðdegis í dag til að úr- skurða í málinu. -----» ♦ ♦----- Fjöregg og Framtak-Ona fá greiðslustöðvun HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur veitt tveimur félögum þriggja vikna greiðslustöðvun. Þetta eru annars vegar kjúkl- ingabúið Fjöregg í Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd og hins vegar pípulagningarfyrirtækið Framtak-ONA. Báðum þessum félögum var veitt heimild til greiðslustöðvunar til 18. apríl næstkomandi. Eigendur beggja félaganna lögðu fram beiðni til Héraðsdóms Norðurlands eystra um greiðslu- stöðvun á meðan fjárhagur þeirra verður endurskipulagður. Ingólfur Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Fjöreggs- manna við endurskipulagningu fjárhagsins en Jón Kr. Sólnes er aðstoðarmaður Framtaks-ONA á greiðslustöðvunartímabilinu. Háskólinn á Akureyri Fyrirlestur Efni: Kynning á þjónustu Strengs. Sérstaklega verður kynntur upplýsingabankinn Hafsjór, einnlg viðskiptahugbúnaðurinn Fjölnir, Útvegsbankinn og leitarkerfi Morgunblaðsins. Fyrirlesarar: Haukur Garðarsson og Jón Heiðar Pálsson. Staður: Stofa 203, Glerárgötu 36. Tími: Föstudagur 31. mars 1995, kl. 14.15 til 16.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. HÁBKÚUNN A AKUREYHI Framkvæmdir við brim- varnarg'arð langt komnar Dalvik. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR við nýjan brim- vamargarð á Dalvík eru nú langt komnar en vinna við garðinn hófst { september á síðasta ári. Verktaki er Völur hf. í Reykjavík sem bauð rúmar 79.003.915 milljón- ir en það er 59% af kostnaðaráætlun Vita- og hafnarmálastofnunar sem hljóðaði upp á 133.005.585 milljónir króna. Mikið mannvirki Brimvamargarðurinn er mikið mannvirki en hann er 320 metra langur, mesta botnbreidd er 48,5 metrar og mesta hæð 14 metrar. í garðinn fara rúmlega 100.000 rúm- metrar af efni þar af 30.000 rúm- metrar af sjávarmöl sem dælt var undir sjálfan gijótgarðinn og 70.000 rúmmetrar af gijóti sem tekið er úr námu í Hálshomi, í 9 kílómetra fjar- lægð frá hafnarsvæðinu. Vegna aukins umferðarþunga í gegnum bæinn voru gerðar sérstakar skipulagsbreytingar á umferð og m.a. var hámarkshraði lækkaður í 35 kílómetra á klukkustund. Vamargarðurinn liggur norðan við ytri garð hafnarsvæðisins og er hon- um ætlað að veija höfnina fyrir ágangi sjávar. Nú þegar er áhrifa hans farið að gæta í þeirri ótíð sem verið hefur undanfama daga og skip og bátar hafa getað legið við norður- garðinn sem áður var ógerlegt í slík- um veðrum. Vinna við garðinn hefur gengið vel, þrátt fyrir rysjótta tíð, og sam- kvæmt áætlun em verklok fyrirhuguð í október en fyrirséð er að þau muni verða fyrr, jafnvel í vor eða sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.