Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 30. MlÍRZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir 06 FALDA (VWNPAVéUN Í^NIROkJOJR HVERS VE6NA Tommi og Jenni UIHAT ARE Yl'M TAKIN6 DANCE VOU D0IN6/ LESSONS 50 I CAN HERE.KID? LEARNTO BE ^ —-Hi^MORE 0U160\H6y MAYBE IF l‘M MORE OUT60IN6,1 WON'T BE 50 LONELV.. u/c\ / L 2-<? / \ A5K ME TO DANCE, AND 1‘LL 0UT60 VOU RI6HT OVER VOUR HEAD! J&Q )y\ / wMHlilmmmii i 0 ACTUALLV, BEIN6 LONELV ISN'T ALL THAT BAP.. [Pzr gera hér, krakki? Eg er ad læra að dansa svo ég verði opnari... Ég verð ekki svona einmana ef ég er opnari... Bjóddu mér upp í dans, og ég skal opna þig upp á gátt! 1 rauninni er það ekki svo af- leitt að vera ein- BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Hundalógík Hitlers og Jónasar opið bréf til Jónasar Kristjánssonar Frá Ingis Ingasyni: í DV mátti þriðjudaginn 21. þ.m. lesa leiðara um ábyrgð á verkfalls- tjóni skrifaðan af Jónasi Kristjáns- syni. í leiðara þessum kemst Jónas að því, að stéttarfélög kennara hafi með verkfallsaðgerðum sínum bakað sér bótaskyldu gagnvart »þriðja að- ila«. Það hljóti að teljast alger hundalógík að ætla að gera ríkis- valdið ábyrgt fyrir því að skólastarf skuli nú hafa legið niðri í a.m.k. 5 vikur, þegar þetta birtist. Það hafi jú verið kennarar, sem fóru í verk- fall, en ríkið ekki sett verkbann á þá. »Þriðji aðilinn« hlýtur í þessu til- viki að vera sá hópur nemenda, sem ekki fær kennslu meðan á verkfalli stendur, og fjölskyldur þeirra, sem með skattgreiðslum sínum er gert að greiða fyrir þessa kennslu með sköttum til ríkissjóðs. Ef undirritað- an brestur ekki minni, voru útgjöld til grunnskólans ákvörðuð í fjárlög- um fyrir 1991 um 4,5 milljarðar og til framhaldsskólans um 3,5 milljarðar. Heildarfjárlög íslenska ríkisins voru það ár um 105 millj- arðar. Samanlagt munu þessir tveir póstar því hafa vegið um 8% af heildarfjárlögum ríkisins. í ljósi fjöl- margra yfirlýsinga Ólafs G. Einars- sonar, menntamálaráðherra, þess efnis, að hann hafi nú skilað skóla- kerfinu aftur öllum þeim niður- skurði, sem það hafi þurft að þola á þessum áratug, verður að ganga út frá því að til þessara skólastiga eigi að ganga sama hlutfall af fjár- lögum ríkisins fyrir þetta ár og fyr- ir árið 1991. Skv. skattframtali undirritaðs (sem enn hefur ekki verið véfengt) greiddi hann ásamt konu sinni á síðasta ári kr. 1.287.903,- í staðgreiðslu skatta. Þau hjón eiga eitt bam á hvoru fyrrgreindra skólastiga. Ef gengið er út frá 8%-reglunni, hafa þau því greitt um 103 þúsund kr. beint til skólakerfisins. Það er varla ofætlað, þótt reiknað sé með að fimmta hver króna launafólks skili sér aftur beint í ríkissjóð í formi virðisauka- skatts og margs kyns gjalda til rík- isins. Þar ættu því að hafa komið um 71 þúsund kr. til viðbótar til að mennta börn þeirra. Fyrir þessa fjármuni ábyrgist ríkissjóður áður- nefndum hjónum 9 mánaða grunn- skólagöngu fyrir dótturina og 34 vikna framhaldsskólagöngu fyrir soninn, hvorttveggja á ársgrund- velli. Nú stefnir hins vegar í það að mati eins af forsvarsmönnum kenn- ara, að ríkisvaldið, sem rukkar okk- ur foreldrana, ætli ekki að efna þennan samning, sem það gerir við okkur með fjárlögum og fræðslu- lögum, nema að litlu leyti. Þær raddir hafa heyrst, að dóttirin fái e.t.v. ekki nema þriggja mánaða skólavist þetta árið og sonurinn 11 vikur. Allt er þetta sagt stafa af því, að ríkisvaldið, sem ráðið hafði kennara til að sjá um framgang skólastarfsins, gleymdi því, að samningar við þá runnu út um síð- ustu áramót. Þegar ríkisvaldið var svo ekki tilbúið til að koma með drög að nýjum samningi, fyrr en rúmum hálfum öðrum mánuði eftir að gildandi samningar voru útrunn- ir og skollið á verkfall til að knýja fram samningaviðræður, fór málið í þann hnút, sem enn er óleystur. Mér fínnst nú eðlilegt að spyrja áðurnefndan Jónas, hvort hann telji óeðlilegt, að ríkissjóður endurgreiði skattgreiðendum þessa lands fyrir þá þjónustu, sem rukkað er fyrir en ekki er veitt. Eða telur títtnefnd- ur Jónas e.t.v. eðlilegra að þeim fjármunum, sem sparast í augna- blikinu með lömun skólakerfisins, sé heldur varið til dagpeninga- greiðslna til ráðherramaka, í af- mælisveislur ritstjóra eða aðrar slíkar nauðsynjar fyrir þjóðarbúið? Það má vera, að það sé hunda- lógískum þankagangi að kenna, en mér finnst það afleitt réttlæti, að greitt sé fyrir vöru eða þjónustu, sem svikist er um að veita. INGIS INGASON, Eyjaseli 7, Stokkseyri. „ Afl þeirra hluta sem gera skal“ Frá Ólöfu P. Hraunfjörð: VARÐANDI ummæli Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra í sjónvarpsþætti um mennta- mál mánudaginn 13. mars sl. þar sem hann vitnar í hin frægu um- mæli „peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal“, og hafði þau eftir Steini Steinarr, sem getur vissu- lega verið satt, en þau eru þó ekki eftir Stein. Langar mig að koma því á framfæri að þessi fleygu orð eru eftir skáldkonuna Ólöfu frá Hlöðum, f. 9. apríl 1857, d. 23. mars 1933. Ólöf tók þátt í verðlaunakeppni um best sömdu smásögu árið 1910, er mánaðarritið „Nýjar kvöldvökur" á Akureyri efndi til. Ólöf samdi söguna „Móðir snillingsins". Dóm- nefndin ákvað sögu þessari auka- verðlaun, en það hafði ekki verið ætlast til að nema ein saga fengi verðlaun. Sagan hennar Ólafar var prentuð í Nýjum kvöldvökum IV árg., Ak. 1910, bls. 257-280 og 274-283. Einnig er saga þessi í Ritsafni Ólafar frá Hlöðum á bls. 207-249 og setningin er á bis. 212. ÓLÖF P. HRAUNFJÖRÐ, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis. varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.