Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Annir á sjálfsaf- greiðslustöðvunum ÓVENJUMIKLAR annir voru í gær, að sögn starfsmanna, á bensínstöðvunum tveimur þar sem neytendum stendur til boða að greiða minna fyrir bensín dæli þeir sjálfir á bílana. Flestir sóttu í sjálfsafgreiðslu en aðrir þáðu að láta afgreiðslumenn þrífa fyrir sig framrúðuna. Hans Blomsterberg hjá bensínstöð Skeljungs við Miklu- braut sagði að þar væri nú ein- göngu sjálfsafgreiðsla en fyrst um sinn væri maður til aðstoðar og eftirlits á dæluplaninu. Hann sagði að miklar annir hefðu verið á bensínstöðinni, langt umfram það sem veiyulegt hefði talist og virtist neytendum falla nýbreytnin vel í geð. í sama streng tók Gísli Sveinsson hjá bensínstöð Olíufé- lagsins við Geirsgötu en þar er boðið upp á blandað fyrirkomu- lag; annars vegar sjálfsaf- greiðslu gegn lægra verði og hins vegar þjónustu bensínaf- greiðslumanns gegn því að greitt sé 1 kr. meira fyrir hvern lítra. Gísli sagði að viðskiptin hefðu stóraukist frá því í gær og væri megnið af þeim í sjálfsafgreiðsl- unni. „En fólk er mjög ánægt yfir því að geta valið,“ sagði Gísli. „Stundum þurfa menn að láta athuga olíu eða skipta um þurrkur og finnst þá gott að geta notfært sér þá þjónustu en afgreiða sig annars sjálfir.“ Hann sagði að bensínaf- greiðslumenn byðu þeim sem óskuðu eftir þeirra þjónustu upp á að þrífa framrúður bíl- anna og hefðu langflestir þegið þá þjónustu. Það væri nýbreytni en hins vegar yrði ekki vart við aukningu í því að menn óskuðu eftir því að láta athuga olíu og rúðuvökva en sú þjónusta hefur til þessa verið veitt endurgjalds- laust á bensínstöðvum hér. Bandarísk tollyfirvöld hafa afgreitt fyrstu íslensku nautakj ötssendinguna Hæsta smásöluverð ís- lensks kjöts erlendis BANDARÍSK tollyfirvöld af- greiddu nýlega 10 tonn af ís- lensku nautakjöti, sem vottað er sem ómengað af völdum vaxtar- hvetjandi efna, lyfja, illgresiseyð- isefna og skordýraeiturs og kall- ast því hreint kjöt. Þetta'er fyrsta kjötsendingin til Bandaríkjanna á vegum Kjötframleiðenda hf. og verður smásöluverðið 16,57 doll- arar fyrir kílóið, eða um 1.050 krónur, og er þetta hæsta smá- söluverð sem íslenskt kjöt hefur selst á erlendis. í þessari fyrstu sendingu til Bandaríkjanna eru tvær tegundir af nautasteikum, mjaðmasteik og afturhryggjarsteik, en venjulegt verð á steikum af þessu tagi í Bandaríkjunum er á bilinu 5-12 dollarar kílóið, eða um 317-760 krónur. Kjötið verður selt í verslunarkeðjunni Trader Joe’s, sem rekur 65 sérverslanir með gæðamatvöru á vesturströnd Bandaríkjanna. Sambærilegt verð Að sögn aðstandenda Kjöt- framleiðenda hf. eru bandarískir neytendur að greiða sambærilegt verð fyrir íslenska nautakjötið og neytendur hér heima greiða fyrir algenga neysluflokka nautakjöts, að teknu tilliti til þess að virðis- aukaskattur er 14% hér á landi en , rúmlega 6% á vesturströnd Bandaríkjanna. Skilaverð til bænda fyrir útflutta kjötið er einnig svipað og þeir fá á innan- landsmarkaðinum, en raunskila- verð í framtíðinni mun ráðast af viðbrögðum bandarískra neyt- enda og því hvernig til tekst með markaðssetninguna í heild. Kjötframleiðendur hf. er -að stærstum hluta í eigu hautgripa- kjötsframleiðenda og Kaupsýsl- unnar hf., en auk þess veitti Framleiðnisjóður styrk til undir- búnings útflutningsins. Undir- búningurinn hefur nú staðið hátt á ijórða ár, og komst ekki veru- legur skriður á fyrr en bandaríska landbúnaðarráðuneytið viður- kenndi í fyrra íslenskt gæðavott- unarkerfi, sem framleiðendur settu á stofn í samvinnu við emb- ætti yfirdýralæknis. Brot af framleiðslunni Þau tæplega 10 tonn af nauta- kjöti sem flutt hafa verið út til Bandaríkjanna hafa að sögn að- standenda Kjötframleiðenda hf. engin áhrif á framboð nautakjöts á innanlandsmarkaði. Heildar- framieiðsia nautgripakjöts er tæp 3.500 tonn á ári og því aðeins um lítið brot af henni að ræða. Vísa þeir því á bug ásökunum sem fram hafa komið um að með þessum útflutningi sé verið að tappa af innanlandsmarkaði offramleiðslu til að halda uppi verði. Binda framleiðendur hér heima miklar vonir við þennan útflutn- ing, og eru nú í undirbúningi til- raunasendingar með fleiri gerðir unninna nautakjötsvara. Kaupfé- lag Þingeyinga hefur annast vinnslu kjötsins í neytendaumbúðir sem uppfylla sett skilyrði fyrir bandarískan neytendamarkað. Menntamálaráðherra um vandamál við einsetningu skóla Kennarar eiga að geta fengið fullt starf Asfalt fyrir Malbikunarstöðina Rúmlega 83,5 millj. tilboði tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 83.544.120 króna tilboði Skelj- ungs hf., í asfalt fyrir Malbikunar- stöð Reykjavíkurborgar. Þijú tilboð bárust. 1 erindi Malbikunarstöðvarinnar til Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar kemur fram að tilboð Skelj- ungs hf. miðast við 97 dollara fyrir tonnið. Olíufélagið hf. bauð 93 doll- ara fyrir tonnið en tilboðið gerði ekki ráð fyrir flutningi á efni til landsins og ekki var hægt að út- vega efnið fyrr en í júní. Þriðja til- boðið var frá Smid & Hollander sem bauð 101,5 dollara fyrir tonnið. Lagt var til að tilboði Skeljungs hf. yrði tekið og að pöntuð yrðu 9.000 tonn. ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra telur að einsetning grunnskólans eigi ekki eftir að leiða til mikillar kjararýrnunar kennara eins og kennarar halda fram. Hann segir að kennarar eigi ekki að þurfa að óttast að þeir fái ekki fullt starf við einsetna skóla. Það kunni hins vegar að vera rétt hjá kennurum að yfírvinna þeirra minnki. „Einsetning grunnskólans er búin að vera baráttumál flestra í áraraðir. Þetta var í gildandi lögum frá 1991. Þar sagði að það skuli stefnt að einsetningu skólans og að einsetning skuli vera komin á alls staðar árið 2001. í þessum nýju grunnskólalögum er sama ákvæði nema þar er sagt að skóli skuli einsetinn fyrir árið 2001. Þetta á því ekki að þurfa að koma neinum á óvart,“ sagði mennta- málaráðherra. Ólafur G. sagði að í nýjum grunnskólalögum væri mörkuð sú stefna að auka verulega við viku- legan kennslutíma. Það þýddi meira starf fyrir kennara. „Ég sé þetta ekki sem svona vandamál sem ég heyri að sumir sjá og telja jafnvel að kennarar verði ekki ráðnir nema í 70-80% starf. Ég sé fram á lengri viðveru kennara í skólunum, ekki eingöngu við kennslu, heldur ýmis önnur viðfangsefni sem eru vaxandi. Þar á ég við ýmis önnur störf með nemendum, viðtöl við þá og for- eldra og fleira sem viðkemur skóla- starfinu. Það má hins vegar vera rétt hjá kennurum að einsetningin leiði til þess að yfirvinna hjá þeim minnki, en erum við ekki líka að stefna að því að launa menn þannig að þeir þurfi ekki að byggja sína lífs- afkomu á yfirvinnu? Það á ekki bara við um kennara," sagði Ólaf- ur G. Að kröfu kennara var gerð bók- un við kjarasamningana þar sem segir að samningsaðilar muni fyrir 15. maí 1995 finna leiðir til að tryggja að kennarar í einsetnum skóium sem óska eftir fullu starfi geti fengið fullt starf. Samþykkt bæjar- stjórnar verði ógilt FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYT- INU hefur borist krafa um að ráðuneytið ógiidi samþykkt bæjarstjórnar sameinaðs sveit- arfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna frá 9. mars síðastliðn- um um atkvæðagreiðslu 8. apríl næstkomandi þar sem kjósend- um verður einungis heimilað að velja milli nafnanna Suðumes- bær og Reykjanesbær fyrir sveitarfélagið. Það er Einar Ingimundarson í Keflavík sem sent hefur ráðu- neytinu kröfuna, en hann telur að enginn lagalegur grundvöll- ur sé fyrir þeirri ákvörðun bæj- arstjórnar að takmarka valrétt kjósenda við fyrrnefnd tvö nöfn. Sú ákvörðun eigi sér ekki stoð í auglýsingu ráðuneytisins um sameiningu Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna, og takmörkun af þessu tagi sé andstæð megin- reglum kosningalaga og brot á almennum mannréttindum. Hitaveitan Efni keypt fyrir rúmar 76,3 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um að taka 16.289.266 króna tilboði Nör hf./Stjemerör í múffur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og 60.080.859 króna tilboði Set hf. í pípur og fittings. Heildar- kaup Hitaveitunnar eru 76.370.125 krónur. Átján tilboð bárust frá 11 fyrirtækjum og var útboðsregL um EES fylgt við útboðið. í erindi hitaveitunnar til inn- kaupastofnunar kemur einnig fram að í útboðsgögnum hafi verið gert ráð fyrir að hluta efnis mætti kaupa sérstaklega. Auk þess sé heimilt að skipta pöntuninni milli framleiðenda. Leikskóli Lægsta tilboð 65,5 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 65.581.846 króna til- boði frá lægstbjóðanda, Byggð- arseli hf., í byggingu leikskóla við Laufrima, samkvæmt lok- uðu útboði. Tilboð Byggðarsels hf. er 89,23% af kostnaðaráætlun, sem er 73.493.530 krónur. Tíu tilboð bárust í verkið og átti Framkvæmd hf. næst lægsta boð, rúmar 65,8 millj. eða 89,60% af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ármanns- fell hf., rúmar 72,3 millj. eða 98,50% af kostnaðaráætlun. Verðmætum stolið úr skóla MIKLUM verðmætum var stol- ið í innbroti sem framið var í Selásskóla í fyrrinótt. Saknað var sjónvarps- og myndbandstækja, auk tölvu- búnaðar, telefaxtækis, kaffivél- ar og hljómtækja með tveimur hátölurum, sem hvor var um það bil 1 'U metri á hæð. Þjófarnir höfðu einnig unnið talsverðar skemmdir á hurðum og dyraumbúnaði í skólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.