Morgunblaðið - 23.04.1995, Síða 1
88 SÍÐUR B/C
91.TBL. 83.ÁRG.
SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
87 lík fundin í rústum stjórnsýsluhúss en 150 er enn saknað
Akærður fyrir sprengjutilræði
Reuter
LÖGGÆSLUMENN flytja Timothy McVeigh til yfirheyrslu. Hann var handtekinn á miðvikudag skammt frá Oklahoma-
borg, fyrir að vera á númerslausum bíl og fannst þá hlaðin byssa í fórum hans. Aðeins klukkustund áður en láta átti McVeigh
lausan á föstudag, uppgötvaði alríkislögreglan hver var í haldi lögreglu en víðtæk leit stóð þá yfir að honum.
Ibúar Oklahoma gera
hróp að hinum ákærða
Oklahomaborg, Decker í Michigan. Reuter.
Giftingar á
kostaboði
KLERKUR í ensku miðlöndunum hefur
sett upp einkastofu þar sem hann fram-
kvæmir kirkjulegar athafnir á mun
lægra verði en enska biskupakirkjan.
Presturinn, Joseph Sturge Artiss, býð-
ur giftingu á 7.600 kr. og jarðarfarir
á 4.800 kr. Ekki fylgir sögunni hvað
athafnirnar kosta hjá kiijunni. Artiss
innheimtir hins vegar 2.200 kr. fyrir
skírnir en kirkjan tekur ekkert fyrir
þær athafnir. Peningana sem honum
áskotnast fyrir skírnarathafnirnar,
leggur hann í sjóð til kaupa á ferða-
skírnarfonti. Artiss sagði preststarfi
sínu lausu fyrir rúmu ári en hann komst
upp á kant við biskupsdæmið eftir að
hann skildi við eiginkonu sína. Prestur-
inn hefur nú þegar gert sjö útfarir og
skírt eitt barn og leggur áherslu á „há-
gæða-athafnir“.
Frost til bjargar
skakka turninum
ÍTALIR hafa á undanförnum árum
gripið til ýmissa ráða til að koma í veg
fyrir að skakki turninn í Pisa falli um
koll. Nýjasta tilraunin felst í því að
frysta jarðveginn umhverfis turninn.
Búist er við að verkinu ljúki snemma
á næsta ári og þá verði hægt að leyfa
ferðamönnum að fara að nýju upp í
turninn en honum var lokað árið 1990.
Frystingin felst í því að bora 178 holur
í jörðu umhverfis tuminn og hella fljót-
andi köfnunarefni ofan í þær. Með
þessu móti er komið í veg fyrir að tum-
inn hreyfist þegar hróflað verður við
undirstöðum hans. Byijað verður á því
að fjarlægja steinsteypu og gijót frá
1870 og 1935 sem sett var til að reyna
að tryggja stöðugleika turnsins. Þá
verður steinsteyptum hring komið fyrir
undir turainum og tíu stálkaplar tengd-
ir í hringinn og festir 50 metram neð-
ar. Hver kaplanna þolir 100 tonna átak.
Með þessu móti verður turninn réttur
um 2 cm. Er vonast til þess að þessi
lausn dugi í um fimmtíu ár.
Ráðherra
kynnist tölvum
TIM Eggar, iðnaðar- og orkumálaráð-
herra Bretlands, sem fer með æðstu
stjórn raftækni- og verkfræðimála, við-
urkenndi í vikunni að hann hefði aldrei
snert tölvu. Þetta kom í ljós er Eggar,
43 ára, kynnti sér tölvunámskeið A
Brentford. „Þetta er í fyrsta skipti sem
ég sest niður við tölvu. Þið veittuð mér
hugrekki til að bregða á leik á lykla-
borðinu," sagði Eggar og bætti því við
að tölvunám væri æ nauðsynlegra en
að hann hefði gengið í skóla áður en
boðið hefði verið upp á slíkt.
HAVAÐAROK, haglél og síðar úrhelli töfðu
í gær leit að fórnarlömbum sprengjutilræðisins
í Oklahomaborg en vegna veðursins jókst
hætta mjög á því að byggingin myndi hrynja.
87 lík hafa fundist í rústunum en um 150
manns er enn saknað.
Hundruð íbúa í Oklahoma söfnuðust saman
á föstudagskvöld til að beija Timothy McVeigh
augum en hann hefur verið formlega ákærður
fyrir að standa að sprengjutilræðinu í borg-
inni á miðvikudag. Gerði fólkið hróp að
McVeigh er hann var fluttur á milli húsa. „Ég
vildi óska að þeir hengdu hann svo að við
gætum fylgst með,“ sagði 28 ára kona í hópn-
um.
Von leitarmanna um að finna fleiri á lífi í
rústunum fer þverrandi. Aðkoman er skelfileg
og útilokað að bera kennsl á mörg líkanna,
en fjölmargir krömdust til bana er nokkrar
hæðir í húsinu féllu saman. Á einni þeirra var
dagheimili fyrir börn starfsfólks en talið er
að 24 börn hafi verið þar er slysið varð.
Nú er talið að sprengjan hafi verið allt að
tvö tonn að þyngd, gerð úr blöndu af áburði
og brennsluolíu.
Aðstandendur hinna látnu halda til í kirkju
nærri stjórnsýsluhúsinu og er fjöimiðlafólki
meinaður aðgangur að henni.
„Bijálaður sprengjumaður"
McVeigh, sem ákærður hefur verið fyrir
sprengjutilræðið, er 27 ára gamall, fyrrum
hermaður. Hann var í haldi lögreglu fyrir ólög-
legan vopnaburð er lýst var eftir honum. Einn-
ig var lýst eftir félaga hans, Terry Nichols,
sem gaf sig fram við lögreglu. Talið var að
bróðir Nichols, James, tengdist málinu, og var
hann færður til yfirheyrslu. Lögregla segir
Nichols-bræðurna hafa verið samvinnuþýða
og að þeir hafi ekki verið handteknir.
Þremenningarnir gegndu herþjónustu sam-
an og eru taldir tengjast samtökum er nefn-
ast Michigan Militia, en talsmenn þeirra hafa
neitað því að mennirnir séu félagar í þeim.
Þeir eru sagðir fullir haturs á stjórnvöldum.
Að sögn NBC-sjónvarpsstöðvarinnar skráði
McVeigh sig í tölvuþjónustu sem „bijálaðan
sprengjumann... með félögum mínum í Michig-
an Militia.“ Ennfremur sagði: „Náum stjórnar-
valdinu í okkar hendur... eða deyjum ella.
Búmm.“
Þremenningarnir hafa verið bendlaðir við
neðanjarðarsamtök er nefnast Patriots (Föður-
landsvinirnir). Sagði nágranni Nichols-bræðr-
anna að samtökin væru á landsvísu og að
markmið þeirra væri að útrýma stjórnvöldum.
Mun þremenningunum sérstaklega hafa verið
í nöp við lögmenn og dómara, svo og skatt-
heimtu.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti heldur til
Oklahoma í dag til að vera viðstaddur minning-
arathöfn um þá sem fórust í sprengingunni
og hefur verið lýst yfir þjóðarsorg í dag.
STYRKIR STÖÐU
ÍSLENDINGA
20 VDDSMPn AIVINNULÍF
mmm Á SUNNUDEGI
ÞUMALPUTTA-
AÐFERÐIN
VETUR B
KVADDUR
■181
FJÁRSJÓÐUR
Á FJÖLLUM